Morgunblaðið - 31.12.1963, Blaðsíða 5
MORG U N B LADID
5
Þriðjudagur 31. des. 1963
Börnin sakna KJSU SINNAR
Það eru iinnileg til mæli til þeirra
rétt fyrir jólin, að svartur kett-
lingur með hvíta blesu tapaðist
frá húsi á Ásvallagötu. Litlu
•kisu hefur verið sárt saknað af
börnunum, sem eiga hana.
VÍSUKORN
Það eru innileg tilmæli til
jþeirra sem orðið hafa kettlings
varir, að láta vita um hann í
síma 22037 gegn fundarlaunum.
Á Þorláksmessu opinberuðu
'trúilofun sína Erla Mangrét
Sveinsdóttir verzlunarmær Bás-
enda 5 og Gísli Þórðarson iðn-
nemi Sólheimum 14.
Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell kemur
til Rvíkur á hádegi í dag. Arnarfell er
í Reykjavík. Jökulfell er á Þórshöfn.
Dísarfell fór 29. þm. frá Stettin til
Austfjarðahafna. Litlafell er í olíu-
| flutningum á Faxafloa. Helgafell er
á Seyðisfirði. Hamrafell er í Rvík.
Stapafell fór 29. þm. frá Siglufirði
til Bromborough. ........
Skipaútgerð ríkisins: Hekla fer frá
Rvík kl. 20:00 annað kvöld vestur
um land til Akureyrar. Esja fer frá
Rvík kl. 21:00 annað kvöld austur urn
land til Akureyrar. Herjólfur er í
Rvík. Þyrill var við Shetlandseyjar í
gær á leið til Fredrikstad. Skjaldbreið
er f Rvík. Herðubreið er í Rvík.
H.f. Eimskipafélag íslands: Ðakka-
foss fór frá Rvík 30. þm. til Raufar-
hafnar, Seyðisfjarðar og Hull. Brúar-
foss fer frá NY 3. jan. til Rvikur.
Dettifoss fór frá Rvík 30. þm. til
Dublin og NY. Fjallfoss fer frá Lenin-
grad 30. þm. til Ventspils og Rvíkur.
Goðafoss kom til Norðfjarðar 30. þm.
fer þaðan til Vestmannaeyja og Hull.
Gullfoss fór frá Rvík 28. þm. til Ham-
borgar og Kaupmannahafnar. Lagar-
foss fór frá Rvík 25. þm. til NY.
Mánafoss fer frá Raufarhöfn 31. þm.
til Belfast, Manchester og Dublin.
Reykjafoss fer frá Stykkishómli 30.
þm. til Vestmannaeyja, Austfjarða og
þaðan til Hull og Antwerpen. Selfoss
fór frá Hamborg 28. þm. til Rvíkur.
Tröllafoss er í Gdynia fer þaðan til
Stettin, Hamborgar, Rotterdam og
Rvíkur. Tungufoss kom til Rvíkur
18.* þm. frá Gautaborg.
G s
o o
S 9
og aftur
KENNEDY
Leyfið merki hans að standa
Hann flutti ljósið inn til þeirra þjóða,
sem þarfnast friðar, vilja lífi halda
og trúði sæll á sigurmátt hins góða,
og setti þar með niður stríðið kalda.
Það létti flestum, manninn mikils
virtu.
— En moldvörpurnar þola ekki birtu.
Hvað liefur skeð? Mann sundlar.
Sjáið blóðið.
Það setur að mér geig og feigðar
kvíða.
Mér finnst ég jafnvel heyra
dauðahljóðið
og hér sé ekki framar neins að bíða.
Er morðinginn í myrkrinu við hliðið,
við mennirnir, að yfirgefa sviðið?
Og vegna hvers var þessi maður
myrtur?
Var merkið, sem hann lyfti þeim til
ama,
sem brýzt um löndin, gráum járnum
girtur,
og græðgin hefur lyft til vegs og
frama?
Er tilgangsiaust að hefja fjöldans
hróður
og hættulegt að reynast mönnum
góður?
Hvað gerist næst f vorum harða
heimi?
Er hatrið svona mikið bak við
tjöldin?
Er grimmdin svona guðlaus þar á
sveimi
og grípur hún þar jafn vel stundum
völdin?
— Svarið fljót því ljósberinn er liðinn.
Lyftið merki hans og tryggið friðinn.
Haraldur Stígsson frá Horni
Steingrímur Thorsteinsson
Nýárskveðja
Lítið snjóvgan, gulli glæstan, glóa
jökulstól,
Morgunroðinn stökkvir stjörnum, stíg-
ur nýjárssól,
Yfir vetrarhauðrið hvíta, hrímgan is
og snjá,
•trauma frosna, stirðnað hafið, starir
sólin lág.
Heil að sunnan, himindrottning, hækk
ar geisla braut,
Brosir hún, sem lætur linna lang-
nættisins þraut;
B>r í jaka-jötuns dróma jörðin hvílir
stirð
Nýárskveðju sína sendir sól í morgun-
kyrð:
Yak þú, smáa þjóð í þungum þrautum
vetrargeims,
CSeisla þér frá Guði ber ég, grami
vonarheims.
Árs á morgni læt ég lostið Ijóssins
fyrsta staf
I þitt hugardjúp, að deyfðar dimman
léttist af.
F.inn blaðamaðurinn hjá Morg
unblaðinu fékk jólakort frá Vest
mannaeyjum og hafði sendand-
inn teiknað meðfylgjandi mynd-
Inn á við í huga og hjarta hverfðu
þinni sýn,
Lær að þekkja þína bresti, þar til
villan dvín;
Lær að þekkja þína krafta, þekkja
lær þig sjálf.
Vinna þín án vizku slíkrar verður
minni’ en hálf.
Upp á við til himins horfðu, hátt er
markið sett,
Bftir þekking stefn og stunda, styð
svo frelsið rétt,
Annars lánast ei þitt nýja endurreisnar
verk;
Fyrir andans framför eina fólksins
hönd er sterk.
Fram á við, og frelsis neyttu, fámenn
sýndu dáð,
Legg þig fram sem lífsins herra lénti
krafta ráð;
Verkahring þó hafir smáan hátt í
norðurs rann,
JEðri sé þér engin köllun en að fylla
hann.
Arið nýtt með ást og slgnl, yngsta
tímans son,
Ljóss á skýi skær hann stendur, skín
úr augum von;
Viður mína hönd á himni hefst hans
ganga nú,
Foldarbörnum gæfugengi gefi vegferð
sú.
Ungu skáldin yrkja kvæði,
án þess að geta það.
Á Ingólfskaffi ég er í fæði,
án þess að éta það.
Leifur Haraldsson
ir á það af herför Vestmanna-
eyinga út í Surtsey, og sýna þær
ljóslega aðfarirnar í þeirrr Vest-
sá NÆST bezti
Séra Páll Páisson í Vík vsr eitt sinn á gangi í Lækjargötu með
kunningja sínum. Er beir komu að húsi séra Bjarna Jónssonar
vígslubiskaps, verður Páli litið þar upp. Þá segir kunningi hans:
„Af hverju líturðu hér upp?'“ Séra Páll svarar: „Ég hef allt af
litið upp til séra Bjarua.:< \
urey.
SKT
Góðtemplarahúsið
■ a
Aramótafagnaður
Á gamlárskvöld dansar allt unga fólkið
gömlu dansana í Gúttó án áfengis.
Magnús Randrup og félagar leika
fyrir dansi.
Aðgöngumiðar seldir frá kl. 3—5 í dag og
við innganginn — Sími: 1-33-55.
Skemmtð ykkur ódýrt. S.K.T.
Verkafólk óskast
til starfa í frystihús vort svo og við fiskaðgerð.
Mikil vinna. — Húsnæði á staðnum.
Uppl. hjá Jóni Gíslasyni símar 50165 og 50865.
St. Jósefsspítala
í Hafnarfirði
vantar stúlku til eldhússtarfa um miðjan næsta
mánuð. — Upplýsingar í síma 50966.
V.O. STANKOIMPORT
Flytur út margskonar loftþrýstitæki.
V’O STANKOIMPORT
MOSKOW G - 200 Telex 179.
Vinsamlegast snúið yður til verzlunarfulltrúa sendiráðs
Sovétríkjanna, Bjarkargötu 6. — Sími 12914.
Hestur
dökkjarpur að lit, 8 vetra gamall, góðgengur, mark
óljóst (með þunnt tagl og ennistopp, faxið liggur
öðrumegin) hefur tapazt eða verið tekinn í mis-
gripum í nágrenni Blikastaða. Finnandi vinsamlega
beðinn að tilkynna í síma 37722 eða að Blikastöðum.
Þrífugur maður
vanur verkstjórn á bifreiðaverkstæði óskar eftir
vellaunaðri atvinnu. Tilboð mérkt: „200 — 3682“
sendist blaðinu fyrir 2. jan.
Unglingsstúlka
óskast til afgreiðslustarfa frá 1. jan. n.k.
2ftorcjimMíií>Í$
bteingrímur Thorsteinsson