Morgunblaðið - 31.12.1963, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLADIÐ
Þriðjudagur 31. des. 1953
-ÁRAMÓT
Framh. af bls. 17
af að mest hefðu hlotið á
skömmum tíma.
Öllum þótti sanngjamt,
þegar verkamenn og aðrir,
sem skarðan hlut fengu við
kauphækkanir 1962, hækk-
uðu kaup um 5% snemma
árs 1963. Engu að síður héldu
verkalýðsfélögin samningum
áfram lausum og var svo að
sjá sem efnt mundi til meiri-
háttar hækkana um miðjan
júní 1963. Þá tókust þó samn-
ingar um 7%% hækkun, og
skyldu þeir standa til 15. okt.
að hausti. Jafnframt var stofn
að til kjararannsóknarnefnd-
ar og gert ráð fyrir, að nið-
urstöður hennar yrðu til leið-
beiningar um nýja samninga
um miðjan október.
Með þessu hafði almennt
kaupgjald hækkað á fáum
mánuðum um rúm 13%. Var
vissulega tvísýnt hvort at-
vinnuvegir gætu að óbreyttu
risið undir þvílíkum hækk-
unum. Flestir töldu samt, að
verkalýðsfélögin hefðu sýnt
meiri varfærni en við hafði
verið búist í samningsgerð-
inni um miðjan júní. Vildu
ýmsir setja þá varfæmi í
samband við hótun Hanni-
bals fáum dögum áður, því
að aðrir verkalýðsforingjar
hefðu ekki talið hyggilegt, að
augljóst samband sæizt milli
þess, að allt væri sett úr
skorðum og hótunar Hanni-
bals um, að svo skyldi gert
vegna kosningaósigurs Al-
þýðubandalagsins.
Skömmu síðar kvað kjara-
dómur upp úrskurð sinn. —
Hann ákvað mun meiri kaup-
hækkanir til opinberra starfs-
manna en ríkisstjómin hafði
ráðgert. Stjórnarandstæðing-
ar, bæði Framsóknarmenn og
Alþýðubandalagsmenn, heimt
uðu hins vegar miklu meira
í hlut opinberra starfsmanna,
einkum til þeirra, sem í hærri
launaflokkum eru. Þeir höfðu
marghaldið því fram, að ríkis
stjómin vildi alltof lítinn
launamismun, og studdu ein-
dregið kröfur opinberra starfs
manna um mun meiri launa-
mismun en kjaradómur þó
ákvað. Eftir úrskurðinn snem
stjómarandstæðingar hins
vegar algerlega við blaðinu
og heimtuðu almennar launa-
hækkanir í samræmi við
ákvarðanir kjaradóms. — Úr-
skurður hans var þó lögum
samkvæmt kveðinn upp með
hliðsjón af launum annarra,
edns og þau voru þegar hann
gekk.
I september var síðan land-
búnaðarvömverð ákveðið. —
Lögum samkvæmt var kaup
bænda þá miðað við raun-
vemlegar tekjur á árinu 1962
og þær almennu hækkanir,
sem orðið höfðu á árinu 1963.
Háar tekjur síldarsjómanna
1962 urðu þannig að sínu leyti
til hækkunar á kaupi bænda,
jafnframt því, sem tekið var
tillit til sannanlega aukins
kostnaðar og í ríkara mæli
en áður fallizt á kröfur bænda
um nokkra kostnaðarliði við
búrekstur. Leiddi þetta ásamt
því, að niðurgreiðslur héld-
ust óbreyttar í krónum og
lækkuðu því hlutfallslega,
til mjög vemlegrar hækkun-
ar á landbúnaðarvörum.
Að svo vöxnu réðu mestu
öfgamennimir öllu um þær
kröfur, sem verkalýðsfélögin
settu fram um miðjan októ-
ber. Við þá kröfugerð var
ekki hirt um að bíða árangurs
af starfi kjararannsóknar-
nefndar, enda skilaði hún þá
engri álitsgerð. En nokkmm
vikum síðar bámst frá henni
ýmsar skýrslur um launa- og
kjaramál, en engin sameigin-
leg skoðun. Vom athuganir
hennar að engu hafðar við
endanlega lausn málsins.
★
Eins og málum var háttað,
átti ríkisstjómin ekki annars
kost en bíða átekta sumar-
mánuðina. Ákvörðun land-
búnaðarvöruverðs er ekki í
hennar valdi og í lengstu lög
varð að vona að einhver
árangur yrði af starfi kjara-
rannsóknarnefndar. Síldarafli
hlaut og að ráða miklu um
afkomu þjóðarbúsins og þar
með um getu til raunvem-
legra lífskjarabóta.
Þegar á þing kom var hins
vegar sýnt, að almenn kaup-
gjaldsbarátta myndi hefjast í
nóvember-byrjun og smá-
magnazt þangað til mörg
verkalýðsfélög, undir forystu
Alþýðusambandsst j órnar,
legðu í verkföll hinn 11. nóv.
Á þessu stigi vora kröfur ein-
stakra félaga býsna sundur-
leitar. Almenna krafan var
um nokkuð yfir 40% kaup-
hækkun, ásamt fjölda auka-
krafna. Jámsmiðir virtust
t.d. þegar allt kom til alls,
heimta a.m.k. 115% hækkun.
Til að firra vandræðum
bar rikisstjórnin þá fram
fmmvarp sitt um launamál
o. fl. Samkvæmt því skyldi
kaup og álagning haldast
óbreytt til áramóta. Yfirlýst-
ur tilgangur frv. var sá, að
aðilar fengu hlé til að átta
sig á málavöxtum og til
samningatilrauna. Jafnframt
óskaði ríkisstjómin eftir tómi
til að gera tillögur, er tryggðu
hag hinna verst settu og
kæmu í veg fyrir gengisfell-
ingu.
Um fmmvarpið hófust
strax miklar deilur og lykt-
aði þeim með sáíttargerð hinn
9. nóvember þess efnis, að
lokaafgreiðslu frumvarpsins
skyldi frestað gegn því, að
verkföll hæfust ekki fyrr en
hinn 10. desember. Með
þessu náðist það hlé, sem
ríkisstjórnin sóttist eftir, og
ákveðið var, að í fyrsta skipti
hér á landi skyldi gerð til-
raun til mjög víðtækra launa
samninga.
Fresturinn notaðist hins
vegar miður en skyldi. Full-
ur helmingur hans fór í að
ná víðtæku samstarfi verka-
lýðsfélaganna um samnings-
gerð, og hefði það þó ekki
tekizt nema fyrir atbeina
ríkisstjómarinnar. En einnig
eftir að það samstarf hafði
tekizt, reyndust foringjar
Alþýðusambandsins furðu-
lega tregir til að snúa sér í
alvöru að raunhæfum samn-
ingum um ágreiningsmálin.
Áður en yfir lauk var ljóst,
að tregðan átti að vemlegu
leyti rætur sínar að rekja til
valdabaráttu innan 'Samein-
ingarflokks alþýðu, Sósíal-
istaflokksins. Þar var hald-
inn flokksstjórnarfundur,
sem lauk aðfaranótt hins 9.
desember, og hafði honum
verið ætlað að kveða á um
örlög og jafnvel tilvera flokks
ins. Næstu daga fyrir fund-
inn, á meðan honum stóð og
fyrstu dagana á eftir voru
forystumenn Alþýðusam-
bandsins ekki viðmælandi um
málefnalega lausn launadeil-
unnar. Sumir þeirra hurfu
með öllu af samninganefnd-
arfundum, en hinir, sem fund
ina sóttu, léðu ekki fangs á
sér.
Þessi framkoma átti drjúg-
an þátt í að hindra heildar-
samninga og draga lausn á
langinn, enda héldu þeir, sem
undir urðu á flokksstjómar-
fundinum, fram til hins síð-
asta fast við að spilla sam-
komulagi. Kom það berlega
fram í því, að enn, hinn 15.
desember, neitaði samstarfs-
nefnd verkalýðsfélaganna að
lækka kröfur sínar niður úr
29% kauphækkun. — Fyr-
ir þeim, sem slíku
réðu, gat ekki annað vakað
en knýja fram gengislækk-
un þegar í stað og skapa al-
geran glundroða í landinu.
Fyrst tveimur dögum síðar
var meirihluta samninga-
manna verkalýðsfélaganna
nóg boðið. Þeir ákváðu þá að
hefja viðræður um 15% hækk
un og samninga til sex mán-
aða. Sú varð niðurstaðan að
lokum, og vildi Bjöm Jóns-
son þó með engu móti una
við svo langan samningstíma
og fékk sína fylgismenn til
að skerast úr leik.
Allur varð þessi hráskinna
leikur og tvöfeldni til þess að
verzlunarmenn og síðan Iðju-
menn í Reykjavík töldu sér
ekki annað fært en leita sér-
samninga við sína umbjóð-
endur. Úr allsherjarsamning-
um varð því ekki. En af-
staða beggja þessara stéttar-
hópa átti sinn þátt í að knýja
fram lausn málsins, einnig
fyrir þau félög, sem héldu
áfram að lúta leiðsögn for-
ystumanna Alþýðusambands-
ins.
Samningar verzlunarmanna
em í sjálfu sér merkilegur
áfangi. Með þeim var með
frjálsu samkomulagi kveðið
á um, að launin skyldu ákveð-
in með kjaradómi. Er það
mikilvæg nýjung, sem von-
andi vísar veginn til friðsam-
legrar lausnar launadeilna í
framtíðinni. í Iðjusamning-
unum varð samkomulag um
kerfisbundið starfsmat, sem
einnig er merkileg nýjung, er
getur orðið til leiðbeiningar,
þegar skynsamlegri vinnu-
brögð verða upp tekin í þess-
um efnum.
'k
Auðvitað létti öllum, þeg-
ar deilum þessum slotaði. —
Léttirinn er þó kvíðabland-
inn hjá öllum ábyrgum mönn
um. Bæði em samningar
gerðir til skamms tíma og
kauphækkunin, 15%, er meiri
en svo, að erfiðleikar af þeim
sökum verði umflúnir. Al-
mennar kauphækkanir í land
inu á einu ári em nú orðnar
nær 30%. Jafnvel þeir, sem
mesta trú hafa á ágæti við-
reisnarinnar og styrkleikan-
um er hún hefur veitt íslenzku
efnahagslífi, gera sér grein
fyrir, að um er að ræða miklu
meiri hækkanir en nokkur
von er til, að undir verði stað
ið án gagnráðstafana.
Ríkisstjórnin bar hinn 3.
des. fram tillögu til lausnar
deilunni, en þeim var um-
svifalaust hafnað af verka-
lýðshreyfingunni. Þessar til-
lögur gengu nokkurn veginn
eins langt og framastvarunnt.
Auðvitað ætlaðist ríkisstjórn
gengu nokkum veginn eins
langt og framast var unnt.
Auðvitað ætlaðist ríkis stjóm
in ekki til, að þær tölur, sem
í tillögum hennar vom nefnd
ar, væm neinir úrslitakostir
né bjóst hún við, að endan-
lega yrði um þær samið. En
hún vonaðist til, að menn
sæju sameiginlegan hag í að
ofbjóða ekki gjaldgetu þjóð-
arinnar.
Þess vegna lagði ríkis-
stjómin áherzlu á, að menn
kæmu sér að þessu sinni sam-
an um, að tryggja og eftir
föngum bæta hag hinna lægst
launuðu, sem allir höfðu í
orði þótzt bera mest fyrir
brjósti, áður en á reyndi. —
Hag þessara manna vildi
stjórnin láta bæta með því að
hækka kaup þeirra meira en
annarra, og breyta útsvars-
lögum svo, að útsvör yrðu
léttari á þeim, en þyngri á
hinum, sem betur komast af.
Verkalýðshreyfingin hafnaði
með öllu fyrri tillögunni, -—
jafnvel þótt sannað sé, að
kjör verkamanna hafi á síð-
ustu misserum versnað í
hlutfalli við kjör iðnaðar-
manna. Úr því að verkalýðs-
hreyfingin vildi ekkert af
sinni hálfu leggja af mörk-
um til bóta á hag hinna verst
settu, var forsendan fyrir út-
svarslagabreytingunni úr
sögunni. Hún gat þó komið
til mála, ef kauphækkunum
hefði verið í hóf stillt og
samningar gerðir til langs
tíma. Þegar hvomgt tókst,
var ekki hægt að skuldbinda
sig til þessarar breytingar að
sinni, þó hitt sé sjálfsagt að
kanna betur hverjum umbót-
um megi hér við koma.
Þá var það einnig mjög
miður farið, að ekki skyldi
fást skilningur á nauðsyn
breytingar á hlutfalli kaup-
gjalds fyrir dagvinnu annars
vegar og eftir-, nætur-
og helgidagavinnu hins
vegar. Hækkun á dag-
vinnukaupi hefði þó átt
að gera mönnum auðveldara
með að lifa af dagvinnukaup-
inu einu, og er raunar for-
senda þess, sem allir þykjast
vilja, að vinnutími verði
styttur.
'k
Ekki tjáir að sakast um orð
inn hlut og nú er að taka
því, sem fyrir höndum er.
Enn er of snemmt að segja til
hverra úrræða vænlegast sé
að grípa. Fiskverð er enn
óákveðið. Úrslit kjaradóms
verzlunarmanna eru óviss.
Mat áhrifa kauphækkana á
kaup opinberra starfsmanna
verður vafalaust að óbreytt-
um lögum borið undir kjara-
dóm. Ósamið er við farmenn
og togarasjómenn. Hinar um-
sömdu hækkanir hljóta að
verka á verð landbúnaðar-
vöru og annarrar innlendrar
framleiðslu, svo og á verzlun-
arálagningu. Eins og marg-
sagt hefur verið, hlýtur allt
þetta að leiða til almennra
verðlagshækkana. Við þetta
verður ekki ráðið, né væri
það sanngjamt, þó slíkt væri
unnt, sem ekki er. Hreinn
skollaleikur er að tala um
almennar kauphækkanir sem
hreinan ávinning til þeirra,
er njóta eiga, þegar allir vita,
að margs konar hækkanir
hljóta að fylgja í kjölfarið. —
Úr því að menn kjósa að
halda áfram í gamla víta-
hringnum, þá verður að ná
nokkm jafnvægi áður en aft-
ur er reynt að spyrna við fót-
um.
Vegna þess léttis, sem veita
verður útflutningsatvinnu-
vegunum, eru beinar ráðstaf-
anir ríkisvaldsins óhjákvæmi
legar. Skattahækkun til fjár-
öflunar í því skyni blasir
beint við. Vafasamt er hvort
slík lausn dugar eða sé heppi-
leg til frambúðar. Reynist svo
ekki verður að íhuga, hvort
fært þyki að framkv. allherj-
arlækkun kaupgjalds og verð
lags, eftir að skýrar hafa
komið í ljós áhrif þeirra kaup
hækkana, sem nú hafa orðið,
eða gengislækkun reynist
óumflýjanleg. Flestir segjast
vilja forðast hana, en því
miður hafa nú of fáir fengizt
til að leggja sitt af mörkum
til að hætta gengislækkunar-
leiknum. Til ítrustu hlítar
verður þó að vona, að það
takist. En þá verða menn að
sýna, að þeir vilji nokkuð á
sig leggja til að forðast rang-
lætið, sem inn á við leiðir af
krónulækkun og álitshnekk-
inn, sem út á við hlýtur að
fylgja henni.
•k
Verkefnin framundan eru
ærið mörg og torleyst. Næstu
mánuðina verður að nota til
að finna skynsamlegustu leið
ina og þá, sem víðtækustu
samkomulagi verður náð
um. Ríkisvaldið eitt fær hér
ekki við ráðið, ef almenn-
ingur sýnir ekki skilning á
viðfangsefninu og vilja til að
leysa það. Þrátt fyrir það,
þótt kauphækkanir hafi nú
orðið meiri en góðu hófi gegn
ir, og skilningsleysis hafl
gætt á þeim meginatriðum,
sem fólust í tillögum ríkis-
stjómarinnar og helzt vísa
leiðina til framtíðarlausnar,
þá verður að viðurkenna að
verstu öfgamennimir, þeir
sem sögðu, að minna en 29%
eða í lægsta lagi 25% kaup-
hækkun kæmi alls ekki til
greina, urðu nú undir í verka
lýðshreyfingunni.
Kanna verður til hlítar
hvort finnanleg er lausn, sem
allir megi sæmilega við una
til nokkurrar frambúðar. Á
ríkisstjóminni stendur ekki
um samstarfsvilja við verka-
lýðshreyfinguna. En fram
hjá staðreyndum og óhaggan
legum lögmálum efnahags-
lífsins verður með engu móti
komizt. Þessi verkefni em
engan veginn ný. Þau hafa nú
þvælzt fyrir mönnum áratug-
um saman ogþótttekizthafi að
Framhald á bls. I#