Morgunblaðið - 31.12.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.12.1963, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 31. des. 1963 - ANNÁLL Framh. af. bls. 12 land rikisstjórninni þakkir sínar í stólræðum. Brezkuim útflytjendum var heimilað að selja stálrör til Rússlands, þvi Rússarnir geta eklki notað sín eigin en flytja þau út. Nú kom mikil tollalækkun og bairst það víða um átfur, að vöruverð færi lækkandi á ís- landi — og þóttu stórtíðindi. Ekki síður það, að engin meiriháttar verkföll höfðu þá verið hér í nokkrar vikur fyrir utan þetta hjá verkfræð ingum og öðrum, en þeir gera Ihvort sem er aldrei neitt. Tíminn kvartaði yfir vinnu- þrælkun ;— og kom þessi þrælkun niður á Tímamönn- uu sem öðrum. Jafnvei svo, að Þórarinn komst ekki í 5 bíó nema endrum og eins og varð að taka að sér ýmis ný störf á Tímanum. Hann sagði, að ríkisstjórnin væri aðalóvin ur arnarstofnsins á íslandi og varð það eitt aðaláfaLl við- reisnarstj ómairihnar. Miklar jarðhræringar urðu á íslandi, sultukrukkur hrutu úr hillum Kaupfélagsins á Blönduósi og Evúsjenko ját- aði mistök sín. Þegar apríl hófst voru fær- eyskir skútukarlar í fisk- vinnu í Vestmannaeyjum og 48 hestar fóru flugleiðis til Sviss. Á alþingi var rætt um framkvæmdaáætlun til stöðv unar flóttanum frá Vestfjörð- um og var lagt til, að þing- xnenn Vestfirðinga létu reisa múr fyrir vestan að hætti U1 brichts hins a-þýzka til að stöðva fólksflóttann. Var ákveðið að stöðva allar sam- göngur milli Vestfjarða og annarra landa frá og með næstu áramótum, en ákvörð- un þessi. náði þó hvorki til fjárskipta né dúnflutninga úr Vigur. Þegar hér var komið sögu var Lúðvík víttur fyrir aga- brot á fundi komma og nýjar kartöflugeymslur voru áform aðar í Reykjavík. Þá höfðu 2200 heiðursmenn verið tekn- ir 6600 sinnum vegna ölvunar frá áramótum. Hér var aðeins um Reykjavík að ræða og þótti góður árangur miðað við fólksfjölda. Erfiðlega gekk að selja Sigló síldina úr landi, þrátt- fyrir að helmingur mann- kyns sylti, eins og páfinn segir. Er allt útlit fyrir að við verðum að éta okkar síld sjálfir og þykir flestum það harður kostur. Þórunn og Askenazy fóru með leynd um Bretland, en Eggert kom kom heim á Sigurpáli með nýja kraftblökk. Var þá talað um, að hann ætlaði að klára síldina í sjónum — Þar fyrir utan var apríl ómerkileg'ur mánuður og fremur tíðinda- lítill, þótt margt ágætisfólk ætti þá afmæli. En flest af- mælisbörnin voru að heiman á afmælisdaginn eins og geng ur — til þess að losna við að gefa kunningjunum í staup- inu. Ekki lækkar dropinn í verði eins og sementið. Það var ekki fyrr en um mánaða- mótin apríl-maí að fyrst fór að færast líf í tuskurnar. Þá var það, að togarinn Milv/ood kom að varðskipinu Óðni í landhelgi. Var Óðinn að svip- ast um eftir Sævaldi SU 2 og var að gefast upp. Notaði hann samt tækifærið og sigldi á Milwood — rétt til þess að fá beiglu á stefnið og sýna þar með, að ekki hefði verið legið inni á einhverjum firð- inum fyrir vestan eða austan, eins og annars er siður þeirra í landhelgisgæzlunni. Við ástímið urðu skozku karlarnir óttaslegnir og lögðu á flótta í ofboði minnugir þorskastríðsins. Þótti Óðins- mönnum þessi hegðun togar- ans undraleg og var þá farið að taka staðarákvörðun. Kom í ljós, að togarinn hafði verið að veiða öðru hvoru megin við landhelgislínuna. Hinn frækni sægarpur John Smith á Milwood hótaði að stiniga sér fyrir borð ef Óðinsmenn reyndu að nálgast togarann meira en góðu hófi gegndi og héldu varðskipsmenn sig því í hæfilegri fjarlægð. Þeir vildu sízt af öllu fá hinn óða Smith um borð trl sín. Það varð landhelgisgæzlunni mik- ill léttir, er Smith slapp til Bretlands og þeir gátu tekið togarann eins og hvert annað rekald og fært til hafnar. Lengi eftir það var Milwood ei-tt aðalpuntið í Reykjavíkur höfn. Hópur lögregluþjóna gætti skipsins dag og nótt og var mikið teflt um borð í Mil- wood. Síðsumars var efnt til skákmóts um borð í Mil- wood og tóku þátt í því þrá- tíu sveitir lögregluþjóna en lögreglukórinn söng. Castro fór þá til Rússlands og Spartacus var sýndur í Há skólabíói. Listamainnalaunum var úthlutað og sögðu þá sumar, að „sprænt“ hefði ver ið yfir þjóðina — og er málið enn óútkljáð. íslendingar kröfðust þess, að John Smith yrði framseldur, en þá slitn- aði sæsíminn að vanda og heyrðist ekkert frekar um málið. Strætisvagnarnir gáf- ust upp á að halda biðskýlum við vegna óþrifr. og skríl- kom það engum á óvart sem lesið hefur fornsögurnar og kann að meta menningu vora. John Wood útgerðarmaður og eigandi Milwood kom til Reykjavíkiur til að tefla við lögregluna um borð í Miil- wood. Don Williaims frá V-Ind íum söng í Glaumbæ og Ask- inazy fékk vegabréfsáritun inn og út úr föðurlandi sínú. Þótti slíkt tíðindum sæta og voru Þjóðviljamenn á báðum áttum um það hvort þetta væri gott eða slæmt. Alþjóða matvælastofnunin birti árs- skýrslu þar sem sagði, að ís- lenzki fiskiflotinn væri sá sterkasti í heimi — og kom það engum á óvart hér heima. Sagði ennfremur, að meiri fjárfesting væri að baki hverj um íslenzikum sjómanni en sjómönnum allra annarra þjóða. Sýndi þetta, að nauð- synlegt er að útgerðin verði rekin áfram með halla — þegar öllu er á botninn hvolft. Engin venjuleg útgerð þolir slíka fjárfestingu — og til þess að öruggt yrði, að útlendingar kæmust ekki með tærnar þar sem við höfuim hælana í fjárfestingunni, var samin ný reglugerð sem mælti svo fyrir um, að allir bátar skyldu hafa kamra ur tekki. . Brezkur togari sigldi þá 12 metra inn í Oddeyrarbryggj- una á Akureyri. Mánafoss bom þar hvergi nærri. Anda- flutningur fór fram í Hljóm- skálagarðinum og var slökkvi stöðin lokuð í tvo daga vegna anna. Halldór Laxness kom þá heim með Selfossi. Hertogafrúin af Argyll vakti heimsathygli fyrir eitt og annað, en Hermann sást dorga í Grímsá um þær mund ir. Beitti hann ýmist maðki eða brögðum. Fangageymsla lögreglunnar var þá full og varð að hleypa gestum út áður en runnið var af þeim till þess að fá rúm fyrir nýja, sem áttu pantað pláss. Mai Zetterling sýndi þá kvikmynd sýna um ísland í BBC-sjón- varpinu. Wood hvatti Jóhn Smith til að taka sér far til íslands, en sá fór hvergí sem fyrr. Hafnarverkamenn misstu 24 bjórkassa í höfn- ina og mun veiðiskapur aldrei hafa verið stundaður af meiri áfergju við íslandsstrendur en einmitt þá. Margs konar veiðitæki voru notuð með góðum árangri. Brezikir oe þýzkir togara- menn tannbrutu veitinga- mann á ísafirði og varð sá heimsfrægur fyrir. Vildu tog- aramenn sitja inni á veitinga- stofunni að sumibli en gerðust yfirgangssamir og sló þá í brýnu — með fyrrgreindum afleiðingum. Eftir það voru brezkir togaramenn bann- færðir á ísafirði. Þeir fá hvergi að koma inn fyrir dyr Og ski'lja ísfirðingar tann- garða sína eftir heima til ör- yggis, þegar brezkur togari kemur til hafnar. Sovézk k'vikmyndavika var haldin á fslandi til að hjálpa upp á kommana í væntanleg- um kosningum, en Didda Sveins söng í Þjóðleikhúss- kjallaranum. Þá stjórnaði Helgi Eysteins gömlu diönsun- um í Búðinni og Nilfisk ryk- suga var meðal vinninga I Lído-Bingó. .Cooper fór út í geiminn og kom aftur, tollar voru lækkaðir á landbúnaðar vélum og V-íslendingar voru ráðnir hingað til starfa í frystiihúsunum. Klerkur einn var sendur vestur um haf tiíl þess að kenna roðflettingu og flökun. Hélt hann nám- skeið víða í íslendingabyggð- um og sýndi á hverjum stað kvikmynd af næturlífi í París, sem hann sagði vera frá Vest- mannaeyjum. Fengu færri pláss en vildu . Þá var barinn á Borginni opnaður á ný og Arnór Hanni balsson reit um guðinn, sem var Glæpon og féll þá mörg- um allur ketill í eld. Jón Þ. fór létt yfir tvo metrana og furðuljós sátfot yfir Vestur- bænum. Hringdi fólk í of- boði til Morgunblaðsins og spurði hvað hér væri um að ræða. Dæmdist sökin á Kanl- inn í tunglinu. Baðfatasýning fór fram í Hótel Sögu og þótti merkur viðburður í menningarlífi höfuðstaðarins. Ýmsir Þjóð- varnarmenn voru andvígir bræðingi með kommum. Fjór ir gengu úr flokknum í mót- mælaskyni og eftir voru þrír. Meðal komma var líika ólga þar eð mönnum kom ekki saman um hvernig setja ætti saman þá naglasúpu, sem Al- þýðubandalagið var þá orðið. Þá auglýsti Margeir J. Magn ússon peningalán, en hann er áður kunnur fyrir útvarps fyrirelstra sína. Þá höfðu 27 hvalir veiðst og nýkjörin fegurðardrottning íslands sagðist í blaðaviðtali safna fiðrildum og forngripum. Nú var júni að hefjast og unga fólkið var farið að leita út í náttúruna. Þrjátíu ung- lingar á leið í Þórsmörk voru stöðvaðir af lögreglunnL Voru teknar 60 áfengisflösk- ur af unga fólikinu, eða nærri helmingurinn af því sem haft var meðferðis. Sætti þetta at- hæfi lögreglunnar mikilli gagnrýni af hálfu foreldra, sem höfðu nestað börn sín vel — og keypt það dýrasta sem fáanlegt var. Bindindis- mót var haldið í Þjórsárdal og fór það vel fram. Þurfti ekki nema 15 eða 20 lögreglu þjóna til að halda uppi lögum og reglu á staðnum. Þá var stofnað félaff barþjóna. Öm Clausen fékk réttindi til mál- flutnings fyrir Hæstarétti. Skipakomur voru þá tíðar til Akraness eh menn hættir að slást út af kríueggjum í Akrafjalli. Tíminn sagði enn að skortur væri á atvinnu- leysisvöntun og Fram náði jafntefli við þýzkt atvinnu- lið. Hafði verið farið með Þjóðverjana í Þjórsárdal dag- inn áður. Nú hófst flugmannaverk- fall, því tilfinnanlegur skort- ur hafði þá verið á verkföll- um um skeið — og farið að spyrjast út fyrir landstein- anna, að einhver lognmolla væri yfir Íslendingum. Þetta verkfall stóð ekki nema viku, en flugmenn hétu því að stræka bráðlega aftur og undu menn vel við það Ragn- ar Gunnarsson sagði í blaða- viðtali, að Einar Olgeirsson liti á sig sem Messías flokks- ins og þrætti Einar ekkert fyrir það. Var sagt, að Gils liti þá orðið á sig sem „sjar- mör“ flokksins og töldu marg ir hann líklegan til að kom- asit í kvikmyndir. Þau tíðindi bárust frá út- löndum, að ísland væri meðal 6 ríkja af 111 í Sameinuðu þjóðunum, sem skuldilaus væru við samtökin. Hneyksl- aði þétta marga, sem töldu rílkisstjórninni nær að greiða niður kartöflurnar. Kosninga- baráttan var nú komin í al- gleyming og foringjar Fram- sóknar skrifuðu vistmönnum á Elliheimilinu Grund hjart- næm bréf. Annars var ekkl rætt mikið um kosningarnar í dagiblöðunum fremur venju og fóru þær því fram hjá ým« um, sem gjarnan hefðu viljað vita af þeim — þó ekki hefði verig nema til að kjósa. Margir muna sjálfsagt eftir úrslitunum, a.m.k. gerir Hannibal það, því hann boð- aði stórstyrjöld strax og hon- um varð Ijóst, að hann hafðl náð kosningu. Hafði hann þá ekið í jeppa sínum að vestaa og var komin í Borgarnes, otð inn benzínlaus — og var sagt það við benzíntankinn, að hann hefði náð .kosningu. Hófst þá háreisti mikil, og söng í öUum símalínum, þegar 'hann talaði við útvarpið og birti stríðsyfirlýsingu sina. Nú er Hannibal benzínlaus á ný. Var Profumo-málið í Bret- landi á allra vörum og ung- frú Keeler í allra hugum. Eft- ir mikið þras og yfirheyrslur varð niðurstaðan sú, að mann leg náttúra hefði hér átt sök- ina en ekki Rússinn Ivanov. Keeler varð auðug og tók sér níu mánaða hvíld frá störfum, og var sannarlega kominn tími til stuttrar hvíldar eftir jafngóða þjónustu við móður náttúru og raun bar vitni. ■ Gullfoss kom nú heim úir eldinum í Kaupmannahöfn og sögðu skipsmenn í blaðavið- tölum við heimkomuna, að skipið hefði herzt í eldinum og batnað til muna. Var á.kveð ið að herða og bæta önnur skip flotans á sama hátt við fyrsta tækifæri og hefur Bur meister og Wain verið falið að hafa umsjón með verkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.