Morgunblaðið - 31.12.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 31.12.1963, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 31. des. 1963 ÁRIÐ 1963 hófst með ólátum og miklum gauragangi við lagreglustöðina í Reykjavík. Bar mest á smygluðum kín- verjum og smygluðum vodika og þótti Eirlinigi einsýnt, að hann yrði að spandera tára- gasi á samkomuna — hvað og gert var — með þeim af- leiðing'Uim að allir, sem í lög- reglustöðinni voru, táruðust. Þeir, sem voru í kjallaranum, sluppu, enda höfðu þeir feng- ið tár fyrr um kvöldið. Á nýársnótt skaut lögreglan skjólshúsi yfir margan góðan mann, en fleiri urðu þó að koanast leiðar sinnar án að- stoðar lögreglunnar. Talið er að þriðji hver rnaður í land- inu hafi verið svo til óvinnu- fær fyrstu viku nýja ársins, en margir héldust óvinnufær- ir að meiru eða minna leyti allt árið. Búlgarskur kommiúnistaleið togi, Kostov, sem hengdur vár fyrir landráð árið 1949, féfck uppreisn æru og heiðursnafn- bót að auki. Þótti mikið koana til þess sóma, sem alþýðulýð- veldiin sýna sínum beztu son- um. Þá voru útsölur líika hafn ar og sæsíminn slitnaði fyrir sunnan Færeyjar, aldrei þessu vant. SÁS og IATA þinguðu í >París um það hvað gera skyldi gegn Loftleiðum og koónust að þeirri niðurstöðu, að árangursríkast yrði senni- lega að bjóða forystumönn- um Dagsbrúnar og ASÍ í lúxusreisu til útlanda til þess að vega upp á móti lúxusi þeim, sem Loftleiðir höfðu boðið sömu aðilum í. Þegar öllu væri á botninn hvolft væru það íslenzku komma- foringjarnir, sem þessa stund ina væru í beztri aðstöðu til að koma íslenzku flugfélög- unum fyrir kattamef. í janúar voru kommafirétt- irnar oftlega á forsíðum blað- anna enda var Einar Olgeirs- son þá hjá Ulbriaht hinum þýzka, en þar var þá þingað um vandamál kommaiheims- ins. Þegar Kínverjar létu til sín heyra hrópuðu hinir og fussuðu, flautuðu og stöppuðu í góLfið — og var frammistaða Einars með þvílíkum ágaetum að hann var sendur heim með báða fætur í fatla. Það var þá sem séra Benjamín byrjaði að skrifa um sálarlífið. Hafinn vax innflutningur á rússnesk- um fiskibátum, en skipaskoð- unarstjóri vildi ekki gefa þeim blessun sína þar eð byging þeirra gaf til kynna, að þeir væm alls ekki ætlað- ir til róðra. Væm aðeins til að uppfylla 5 ára áætlunina í bátaframleiðslu. Menn nutu blessunar við- reisnarinnar í ríkum mæli meðan Krúsjeff hellti sér yf- ir ahstraktmálara eystra og ófært var að fljúga til Vest- mannaeyja í tvær vikur. Flug- vél slökkviliðsins á Reykja- víkurflugvelli sat föst á Hafn- arfjarðarveginum og hafði slökkvilið vallarins ekki vak- ið aðra eins athygli síðan Loft leiðaskálinn brann fiorðum. Isöld var þá hin mesta í Evrópu og í beinu framhaldi af henni vom heilfrystitæki sett í togarann Narfa. Stór- bingó var haldið í Austur- bæjarbíói og útvarpsstjóri gekfc á milli húsa í Vesur- bænum til þess að athuga hve margir hlustuðu ólöglega á á útvarpstæki. Sleit hann tvennum Iðunnarskóm í eftir litsferðum þessum. Það var líka í janúar, að kokkur á þýzkum togara stafck einn hásetanna með eldhússhnífnum, þegar háset- inn neitaði að sækja kjöt- skrokk í kæliklefa skipsins. Hafnaði hinn stungni í sjúbra húsinu á Patreksfirði þar sem hann heyrði óskalagaþátt sjúklinga í fyrsta sinn á æv- inni. Mestur loftþrýstingur mældist þá í Þingeyjarsýslum eins og nærri má geta. Þar með lauk janúarmánuði að mestu og hófst febrúair að vanda. Gerðist hættulegt að sigla fyrir Horn í myrkri vegna ísa og Hannes Jónsson tók þá „fjölskylduna og hjónaband- ið“ fyrir svo að um munaði. Með skömmu millibili vorum við að fá heimsókn ýmissa austurtogara sem gleymt höfðu veiðarfærunum heima hjá sér og voru á hálfgerðum flækingi umhverfis laindið með alls kyns tækniútbúnað, sem okkar togarakarlar könn- uðust ekkert við. Komu þessi skip til hafnar til að fá vatn, kaffi og aðra munaöarvöru, sem ekki fæst fyrir austan. Þá fögnuðu Banir og Grikk ir trúlofun Önnu Mairíu og Konstantíns, en Iðja fékfc 5% kauphæfckun. Tala óskilget- inna barna á íslandi stóð næstum í stað, var enn ekki nema liðlega 25%, enda þótt Klúbburinn hefði þá starfað í meira en níu mánuði. Mótorbáturinn Sævaldur SU 2 var þá tekinn í land- helgi í þriðja sinn í röð — og vantaði haffærissfcírteini, lög- sfcráningu og talstöð. Hann var samt með trollið. Um þær mundir fylgdist allur floti landhelgisgæzlunnar með Sævaldi bæði á sjó og úr lofti og gátu aðrir veitt í landlhelgi eftir vild á meðan. íþrótta- menn á Akureyri voru þá þrekmældir og kom í ljós, að þá vantaði einnig allt — nema þyngdina. Tveir Vopnfirðingar sáu furðuskepnu á hafi úti og töldu ýmsir, að þar heifði Lúð- víg farið. Mánafoss kom til landsins og sigldi beint á bryggjuna á Akureyri, en það var fyrsti viðkomustaður skipsins. Forstjóri Eimskips sagði þetta gert til að bæta þjónustuna víð' landsbyggðina Og gerði félag bryggjusmiða á Akureyri forsjórann að fyrsta heiðursfélaga sínum. Þá var Krúsjeff í óða önn að senda listamenn sína á Klepp þar eystra á meðan verið var að úthluta listamannalaunum til ýmissa Klepptækra hér á landi. Þótti þetta sýna bétur en nofckuð annað yfirburði kommúnismans. Eldifimar loft bólur komu úr vök á Lagar- fljóti og taldi Jónas Péturs- sonar þetta boða stórtíðindi. Lögðust menn á bæn fyrir austan. Drukkinn maður í Reykjavík nefbraut þá konu sína. Var þetta síðasta próf- verkefni hans í Félagsmála- skólanum, en þar nam hann um hjónabandið. Mánafoss kom þá til Reykj avífcur og sigldi hvergi á en bryggju- smiðir mótmæltu. í útlöndum var mikið talað um hinar bil- legu flugvélar Loftleiða, en þær eru taldar hinar beztu í heimi því þær fljúiga miklu hægar en allar aðrar flugvélar til samans — eins og Loft- leiðamenn segja sjálfir. Flug- félagsmenn höfðu sínar vélar þá á skíðum á Grænlandi vegna þess að hér var enginn skíðasnjór. Saltfiskur var í fyrsta sinn fluttur út í neyt- endapakkningum til Banda- ríkjanna og var ráðgert að senda íslenzka fegurðardís ut- an til að auglýsa fiskinn í sjónvarpi vestra. Var stúikan fyrst iátin nærast á þessari matvælateigund í heila vifcu og síðan send vestur, en Kan ar endursendu hana án þess að hún kæmi fram í sjónvarpi og var þannig komið í veg fyrir að markaður fyrir is- lenzkan saltfisk væri drepinn strax í upphafi. Unglingar kveifctu í hinni frægu fluigvél slökkviliðsins á Reykjavikurflugvelli, en þá flugvél ætluðu slökkviliðs- mennirnir að nota til að æfa sig á — þ.e.a.s. æfa sig að slökkva í hennL Þar eð slökkviliðinu var ekki til- kynnt um þennan bruna fyrir firam brann allt sem brunnið gat — að vanda — og hafðist ekki upp á sökudólgunum, þ.e.a.s. unglingunum. Þá skutu flugvélar frá Kúbu á banda- ríska rækjubáta og Færey- ingavaka var haldin í Kópa- vogi. Var hún talin vel heppn- uð. í spé- spegli Þá gerðist einn af stóru at- burðum ársins, er tveimur rússneskum sendiráðsstarfs- mönnum var vísað úr landi eftir að þeir höfðu verið handteiknir við eitthvert gauf uppi við Hafravatn að nætur- lagi. Höfðu þeir reynt að afla ýmissa upplýsinga um rútu- bílstjóra og vinnúkonur á Keflavíkurflugvelli, ennfrem- ur um herstyrk varnarliðsins. Voru þeir með nefið niðri í hvers manns koppi, höfðu m. a. óskiljanlegan áhuga á hafnarvinnunni. Talið var að þeir hefðu hug á að koma einhverjum sinna manna í vinnu við affermingu á Mac- Cormack-skipunum, sennilega einunigis til þess að komast yfir amerískt súkkulaði. Neit- uðu Rússarnir öllum sakar- giftum og urðu þá aliir vissir um að þeir væru sekir, því ef þeir hefðu gert „játningu“ á rússneska vísu hefðu íslend ingar sem aðrir heiðvirðir menn talið þá blásafclausa. Fóru þeir hljóðlega utan en Þjóðviljinn skipulagði píla- grímsferðir upp að Hafra- vatni þar sem Katlaskáldið las úr verkum sínum á hverj- um sunnudegi klukkan tvö, en Rúblupresturinn vígði Hafravatn í áföngum á sex vikum. Hyggst komimaflokk- urinn nú reisa sumarbúðir fyrir línumenn á þesum forn- helga stað. Þá kernur mars og íslenzk frímerki hækika í þýzkum verðlistum um 55%, en frí- merkjasleikjarar standa í stað. „Mús sem læðist“ kom út á spænsku Qg Mánafioss sigldi brezkan fiskibát í kaf aukna þjónustu Eknskips við Hull. Geðbilaður m a ð u r beitti rýtingi gegn lögregl- unni í Reykjavik án árangurs. og „Tengdapabbi" var sýnd- ur á Ólafsfirði við góðar und- irtektir. Logaði þá glatt í Gullfossi í Kaupmannaihöfn og skagfirzkir héldu gleðskap að Hótel Sögu. Neytendiasam- tökin héldu upp á 10 ára af- mæli sitt í húsakynnum Grænmetisverzlunarinnar. — Stóð sú veizla í tvær vikur og varð upphaf mikillar sam- vinnu Neytendasamtafca og Grænmetisverzlunar. Þá var deilt um firamtíð Reykjavíkur flugvallar aldrei þessu vant og voru íbúar á Kársmesi í Kópavogi háværir þar eð millilandaflugvélamar voru farnar að stinga sér undir snúrurnar hjá frúnum. Krafð- ist flgimálastjóri þess, að allir snúrustólpar í Kópavogi yrðu hækkaðir um fjögur fiet til þess að flug undir snúrur yrði óhindrað og skapaði far- þegum áhöfnum flugvéla ekiki hættu. Brezkur háseti strauk af togara sínum í Reykjavífc vqgna þess að honum þótti Esjan svo falleg og flösku- skeyti barst til Noregs eftir aðeins fimm mánaða ferð frá íslandi. Rætt var um að leggja nýja sæsímnn niður vegna tíðra bilana og taka upp flöskuskeytaþjónustuna, sem talin er mun fljótvirkar; en síma og póstþjómusta er nú hérléndis. Þá lækkaði sementið um 70 krónur tonn- ið og fluttu prestar um allt Framh. á bls. 14 við Hull. Var þar um að ræða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.