Morgunblaðið - 31.12.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.12.1963, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 31. des. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 17 B J ARIMI BENEDIKTSSOIM: ÁRA MOT U M þessar mundir hefur þingræði ríkt hér á landi í 60 ár. Á þessum 60 árum hafa tuttugu sinnum farið fram al- mennar kosningar til Alþing- is. Kosningaúrslit hefur mátt túlka með ýmsum hætti, en fram á síðasta sumar hafa stjórnarbreytingar orðið í sambandi við allar kosningar, annað hvort á næstu mánuð- um á undan eða eftir, svo að um samhengið hefur ekki verið að villast. Með þessa reynslu í huga var eigi furða, þótt stjórnar- andstæðingar hyggðu gott til kosninganna á sl. sumri. Þeg- ar viðreisnarstjórnin tók við haustið 1959 var þrotabús- skiptum vinstri stjórnarinnar enn eigi lokið, landið var gjaldeyrislaust og jafnvel torvelt um útvegun lífsnauð- synja. Margháttaðar, misjafn- lega vinsælar ráðstafanir þurtfi að gera til að firra vandræðum og endurvekja traust þjóðarinnar. Tveim öflugustu samtökum almenn- ings, verkalýðshreyfingunni og samvinnufélögunum, var beitt til óþurftar ríkisstjórn og meirihluta Alþingis. Ríkisstjórninni hafði tekizt að leysa margan vanda en ekki allan. Óspart var vitnað til orða Ólafs Thors, forsætis- ráðherra, í áramótaræðu hans sl. gamlárskvöld, er hann sagði: „Hins vegar játa ég það hispurslaust, að enn hefur ekki tekizt að ráða niðurlög- um verðbólgunnar, enda þótt rétt sé að þjóðin standi í dag betur að vígi en fyrir þremur árum, til að fást við hana. En takist ekki að sigrast á verðbólgunni gleypir hún fyrr eða síðar ávexti þess, sem bezt hefur tekizt. Er þá unnið fyrir gíg og beinn voði fyrir höndum.“ Á þessum sannindum var endalaust hamrað í málgögn- um stjórnarandstöðunnar og á mannfundum. Þá var og reynt að láta kosn ingarnar snúast um aðild ís- lands að Efnahagsbandalagi Evrópu. Fullyrt var, að ríkis- stjórnin væri staðráðin í að knýja þá aðild fram, þegar að kosningum loknum. Að engu var haft, þó að sýnt væri fram á, að það mál væri úr sögunni um ófyrirsjáanlega framtíð, og hvað, sem því liði, kæmi full aðild íslendinga að banda laginu ekki til greina vegna margháttaðrar sérstöðu. Óstýrilæti skipstjórans á Milwood og glappaskot skip- herrans á Paliser voru blásin upp. Svo var látið sem ís- lenzk stjórnvöld hefðu afsal- að sér sjálfstæði og opnað landhelgina. Þannig mætti lengi telja. Ljóst var, að stjórnarand- stæðingar hugðu þeim mun betra til glóðarinnar sem þeim nægði að vinna tvö þing sæti af stjórnarflokkunum til að gera meirihluta á Alþingi óstjórnhæfan. Einfaldur meiri hluti þings nægir sem sé ekki til að hafa fullt vald á mál- um, heldur þarf til þess meiri- hluta í báðum deildum Al- þingis, þ. e. a. m. k. 32 þing- menn. í því skyni að skapa sér slíka vígstöðu, lögðu báðir andstöðuflokkar stjórnarinnar megináherzlu á að afla sér fylgis þess óróaliðs, sem við kosningarnar 1959 hafði kosið Þjóðvarnarflokkinn. Atkvæði hans féllu þá dauð niður og vonuðu stjórnarandstæðingar, að með því að ná þeim liðs- auka tryggðu þeir sér sigur. Þrátt fyrir nána samvinnu Framsóknar og Alþýðubanda lags á Alþingi, m.a. við ýmsar nefndarkosningar, innan Al- þýðusambandsins og ein- stakra verkalýðsfélaga hófst mikið kapphlaup þeirra í milli um Þjóðvarnaratkvæð- in. Lögðust báðir flokkarnir á eitt um að koma í veg fyrir að Þjóðvörn byði fram. Fram- sókn brá sér í gervi vinstri flokks í þeim tilgangi að efl- ast svo við kosningarnar, að hún gæti knúið sig inn í rík- isstjórn með Sjálfstæðis- flokknum að kosningum lokn- um. Þrátt fyrir allt vinstra hjalið, var nú annað í huga forráðamanna hennar, en þeg ar þáverandi form .flokks- ins hældist um yfir því á Hólmavík haustið 1958, að búið væri að setja Sjálfstæð- ismenn til hliðar í þjóðfélag- inu. Til enn frekara öryggis voru í einstaka kjördæmi gerðir leynisamningar milli Framsóknar- og Alþýðu- bandalagsmanna. — Linka sumra áður harðsnúinna Al- þýðubandalagsmanna í kosn- ingunum þótti ekki einleikin. Var hún þegar fyrir kosning- ar t.d. höfð á orði í Suður- landskjördæmi, enda kom á daginn, að álitlegur hópur ein dreginna stuðningsmanna Al- þýðubandalagsins varpaði atkvæðum á Framsókn, vegna þess að þeim hafði verið talin trú um, að með því móti væri hægt að fella ríkisstjórnina. ★ Allt kom þetta fyrir ekki. Úrslitin urðu þau, að stjórn- arflokkarnir juku sameigin- lega fylgi sitt úr 54,9% upp í 55,6%. Vegna þess að enn er ekki fullt samræmi milli fylg- is kjósenda og þingmannatölu flokka — Framsókn nýtur enn forréttinda umfram aðra, - þá misstu stjórnarflokk- arnir eitt þingsæti, en héldu starfhæfum meirihluta, þ.e. um. Svipað hafði að borið sumarið 1961, og tók Ólafur sér þá rúmlega þriggja mán- aða frí. Hann vildi nú ekki hafa sama hátt á, heldur kaus að segja af sér. Um söknuð okkar samstarfs manna Ólafs Thors yfir hvarfi hans úr ríkisstjórn, þarf ég ekki að fjölyrða. Við Sjálfstæðismenn höfum not- ið forystu hans í heilan manns aldur og kemur öllum saman um, að hæfari né ástsælli for- ystumann háfi enginn flokk- ur haft á þessu tímabili. Á engan hefur meira reynt öll þessi ár, ekki einungis innan flokksins, heldur og um lausn allra þeirra vandamála, sem að þjóðinni hafa steðjað á þessum árum. Hlutur Ólafs í heilladrjúgri framsókn þjóð- arinnar allt frá því að hann lét fyrst að sér kveða fram á Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra. 32 þingmönnum í stað 33 áður. Úrskurður þjóðarinnar var því ótvíræður. Slíkur sigur flokka, sem fyrir kosningar höfðu lýst yfir, að þeir mundu halda áfram samstarfi og ó- breytttri stefnu, ef þeir hlytu nægilegt fylgi við kosningarn- ar, er algert einsdæmi í ís- lenzkri stjórnmálasögu. Svo glæsilegur sigur er einnig fá- gætur meðal lýðræðisþjóða, enda er ekki vitað um neina slíka í okkar nágrenni, þar sem nú sitji ríkisstjórn, er hlotið hafi jafn skýlausa traustsyfirlýsingu við almenn ar kosningar. Það eitt var þess vegna í samræmi við kosningaúrslit- in, að stjórnarflokkarnir héldu áfram samstarfi sínu. Tóku þeir báðir ákvörðun um það skömmu eftir kosning- arnar og hefur samstarfið haldizt á sama grundvelli og áður. Á því varð þó sú mikil- væga breyting nú í nóvember, að Ólafur Thors sagði af sér embætti forsætisráðherra. — Ólafur Thors varð veikur snemma í júlímánuði, lá þá rúmfastur vikum saman og hafði hvergi nærri náð sér í upphafi þings. Þá hófst hörð hríð, sem stóð allt til hins 9. nóvember. Ólafur hefur aldrei dregið af sér, þegar mikið hefur við legið. En þeg- ar nokkuð slotaði kröfðust læknar hans þess, að hann tæki sér algera hvíld frá störf þennan dag, er meiri en svo, að í stuttu máli verði rakinn. Engum dylst, að hann ber langt af öðrum, og er það í samræmi við eðli Ólafs, að hann vill ekki gegna foryst- unni lengur en hann finnur sig hafa krafta til að taka á sjálfan sig hina þyngstu byrði. Vonandi eiga menn þó lengi enn eftir að njóta hans far- sælu ráða og hollustu, dreng- skapar og lífsreynslu. ★ Stjórnarandstæðingar undu að vonum illa ósigri sínum. Framsóknarmenn hafa reynt að hugga sig við, að stjórnin hafi einungis „marið meiri- hluta“. Sjálfir hafa þeir þó aldrei setið í stjórn, sem jafn- mikið eða meira fylgi hafi hlotið hjá þjóðinni, nema þeg ar þeir hafa starfað með Sjálf stæðisflokknum. Á blóma- tíma þeirra áður fyrri, er þeir voru ýmist einir við völd eða stjórnuðu með Alþýðuflokkn um, höfðu þeir aldrei fylgi helmings greiddra atkvæða, hvað þá meira. Málefnaþurrð Framsóknar hefur og greinilega lýst sér undanfarna mánuði. Á Mil- woodmálið, þeirra miklu kosn ingabombu, hafa þeir ekki minnzt einu orði, það sem af er þingsins. Um aðild íslands að Efnahagsbandalagi Evrópu hafa þeir einnig þagað þunnu hljóði. Þeir hafa eins og aðrir orðið að játa, að um þau efni sögðu stjórnarflokkarnir satt fyrir kosningar, en hinir reyndust hafa rangt fyrir sér, sem fullyrtu, að aðildin myndi koma á dagskrá að nýju, strax að kosningum loknum. Hinu reyna Framsóknar- menn að halda fram, að stjórnarflokkarnir hafi unnið kosningarnar á röngum for- sendum, þeim, að allur vandi efnahagsmálanna væri leyst- ur. Þá hafa þeir ekki á orði yfirlýsingu Ólafs Thors um voðann, sem af verðbólgunni stafaði. Henni gleymdu þeir þó sízt fyrir kosningar, og áttu ásamt stjórnarflokkun- um fullan þátt í því að gera kjósendum grein fyrir, hver hætta vofði yfir á meðan þessi vandi magnaðist. Alþýðubandalagsmenn brugðust af meiri hreinskilni við ósigri sínum en Fram- sóknarmenn. Þeir viður- kenndu ósigurinn en hétu hefndum. Hannibal Valdi- marsson sagði berum orðum í ríkisútvarpinu hinn 11. júní: „Viðreisnarflokkarnir hafa nú tilkynnt þjóðinni, að við- reisninni verði áfram haldið. Þeirri stefnu er Alþýðubanda lagið og verkalýðssamtökin andvíg í grundvallaratriðum. Þeirri stefnu viljum við hnekkja. Þess vegna 'boðar Alþýðubandalagið nú stríð en ekki frið og það veit, að við- reisninni verður hnekkt.K Ýmsir töldu þessi ummæli viðhöfð af fljótfærni, en svo reyndist ekki. Eftir að Hanni- bal hafði haft samráð við lags- bræður sína, áréttaði hann hinn 29. júní í Frjálsri þjóð orð sín og sagði: „Ég sagði því hreinskilnis- lega: Alþýðubandalagið boð- ar stríð en ekki frið. Og það var í engu fljótræði sagt, heldur sem sjálfsagður hlutur og af vel yfirlögðu ráði.“ ★ Hannibal og lagsbræður hans vissu vel hvað fyrir þeim vakti. Við verðbólguna hafði því miður ekki tekizt að ráða. Hún er sú mein- semd sem þjáð hefur ísl. þjóð- líf áratugum saman. Orsakir hennar eru margþættar. Ein hinna helztu er óraunhæf kröfugerð verkalýðssamtak- anna og þar af leiðandi síend- urteknar kauphækkanir í skjóli ofurvalds þeirra. Mjög miklar tekjur vegna góðæra síðari hluta árs 1961 og einkum 1962 leituðu útrás- ar í framkvæmdum og alls kyns vörueftirspurn á árinu 1963. Ríkisstjórn og bankar sýndu ekki nægan viðbragðs- flýti í ráðstöfunum gegn þeirri þenslu, sem af þessu leiddi. Vinnuafl reyndist ekki fyrir hendi til allra fram kvæmda, sem í var ráðizt. Af því spruttu yfirborganir og önnur merki vaxandi verð- bólgu. Háar tekjur síldveiði- sjómanna ýttu hér undir. All- ir viðurkenndu, að eðlilegt væri, að þeir, sem langa lengi höfðu hlotið lítinn hlut, bættu nú hag sinn. En uppgripin sögðu til sín í vaxandi eftir- spurn í ýmsum greinum og aðrir báru sínar tekjur sam- an við þeirra, sem sögur fóru Framh. á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.