Morgunblaðið - 31.12.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.12.1963, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 31. des. 1963 •* Bíll frá slökkviliðinu dregur flugvélina af flugbrautinni. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.). Stjelhjólið losnaði UM hádegisbilið á sunnudag var æfingaflugvél á flugi yfir Reykjavík. Einn maður var í vélinni, sem er af gerðinni Fleet Finch. Losnaði þá stjelhjólið und an vélinni, féll ekki ekki til jarðar, en hékk neðan í búkn- um. Senditæki var ekki í vél- inni, en flugmaðurinn gerði flugturnsmönnum vart við óhapp ið, með því að vagga vélinni til og frá. Sáu þeir þegar, hvað að var, enda lafði stjelhjólið niður úr. Slökkviliðið og sjúkra lið var kvatt á vettvang, eins og venja er í slíkum tilvikum. Lend ing gekk greiðléga. Starfsmenn flugvallarins hafa tjáð Morgunblaðinu, að engin sérstök hætta hafi verið á ferð- um fyrir flugmanninn. Sú bil- un, sem hér var um að ræða, hafi yfirleitt ekki eldhættu eða aðra slysahættu í för með sér. Hins vegar getur flugvélin sjálf laskast við lendinguna, en svo varð ekki hér. 353 sjúklingar komu til æfingar- meðferðar hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra AÐALFUNDUR Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra var haldinn sunnudaginn 8. des. sl. Formaður félagsins Svavar Pálsson flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið 1. október 1962 — 30. september 1963. Æfingastöðin á Sjafnargötu var rekin með sama hætti og áður. 353 sjúklingar komu þang- að á árinu og fengu 9451 æfinga- meðferð. Er það um 50% aukn- ing á meðferðafjölda frá fyrra ári. Þá rak félagið sumardvalar- heimili fyrir fötluð börn í Reykja dal í Mosfellssveit. Dvöldust þar 40 börn um nokkurra vikna skeið við leiki og æfingar. Tekjur félagsins námu alls 2 milj. 660 þúsund krónur. Er það fyrst og fremst ágóðahluti af eldspýtnasölu — 1476 þúsund kr. og síðan dánargjöf Ástríðar Jó- hannesdóttur og Magnúsar Þor- steinssonar húseignin Eiríksgötu 19 talin á brunabótamati rúm- lega 1 miljón krónur. Þessum tekjum var varið til að greiða rekstrarhalla á æfinga stöð félagsins og á rekstri sumar- Björn Þorsteins- son vann jólahrað skákmótið. HIÐ árlega jólahraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur fór fram síðastliðinn sunnudag, 29. des. Þátttakendur voru 42, og voru tefldar 10 umferðir eftir Monrad kerfi, þó svo að hver umferð var raunverulega tvöföld, 2 skák ir á 10 mínútum. Þótt mann- val væri gott þarna söknuðu menn þó ýmsra beztu hraðskák- manna okkar. Sigurvegari varð hinn ungi hraðskákmeistari, Björn Þorst- einsson, hlaut 17J/2 vinning (af 20). Var hann greinilega í sér- flokki. 2—4 urðu þeir Björn Jóhann esson, Haukur Angantýsson og Bragi Kristjánsson, nveð 13y2 v. hver. dvalarheimilis, sem samtals nam rúmlega 1 miljón krónur. Til eignaaukningar fóru 1577 þúsund krónur. Hrein eign félagsins nam skv. efnahagsreikningi 5,3 miljón krónum og eru þá þrjár fasteign- ir félagsins taldar á brunabóta- mati. í stjórn félagsins eru nú: Svavar Pálsson endurskoðandi, Andrés G. Þormar, aðalgjaldkeri Baldur Sveinsson, fulltrúi í framkvæmdaráði eru: Haukur Kristjánsson, yfirlæknir Haukur Þorleifsson, bankafullt. Sigríður Bachmann yfirhjúkr- unarkona Guðjón Sigurjónsson, sjúkraþjálf ari Páll Sigurðsson, læknir (Frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra.) Bækur Ingstod gefnnr út í USA New York. — NORSKI landkönnuðurinn, dr. Helge Ingstad, sá er fann rústir af víkingabúðum á Ný- fundnalandi, hefur gert samn ing við útgáfufyrirtækið St. Martins í New York. Bók um þetta efni skal vera tiibúið eftir 18 mánuði. St. Martins hefur einnig aðra bók eftir Ingstad í undir búningi, og á hún að koma út á næsta hausti. Nafn bókar- innar verður „Land undir pól stjörnu“, og fjallar um land- nám víkinga á Grænlandi. — Erling Aþena, 30. des. — NTB: Páll Grikkjakonungur til- nefndi í dag varaframkvæmda stjóra Þjóðbankans, Johannes Paraskevopoulus, forsætis- ráðherra í embættismanna- stjórn. Jafnframt ákvað konung- ur að fallast á kröfur fráfar andi forsætisráðherra, George Papandreous. um nvjar kosn ingar. FH og ÍR unnu í 1. deild Handknattleiksmóti íslands 1964 var fram haldið á laugardag og sunnudag. Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla. FH vann KR 36:25 og ÍR vann Víking í tvísýnum og spenn andi leik 23:20. f 2. deild urðu úrslit þau að Akranes vann Breiðablik með 36:12 og Þróttur vann Val með 20:19 og Akranes vann Kefla- vík á sunnudag með 30:22. Önnur úrslit urðu þau að í 3. fl. vann Víkingur Þrótt með 16 gegn 9, ÍR vann Hauka með 14:16 og Þróttur vann ÍBK með 12:9. í 2. flokki karla vann FH Ármann 18:13, ír vann Hauka með 20:12 og Fram vann Þrótt með 14:10. Hlýtnr Solsjen- itsin Lenin- verðlnun? Moskvu, 28. des. — (NTB) ALEXANDER Solsjenitsin, höfundur bókarinnar „Dagur í lífi Ivans Denisovits“, er með- al þeirra sovézku Iistamanna, sem til greina koma við út- hlutun Leninverðlaunanna 1964. Fréttastofan Tass skýrði frá þessu í gær og sagði, að alls kæmu 69 listamenn til greina. Saga Solsjenitsins sætti nokkurri gagnrýni í Sovét- ríkjunum og hefur verið þýdd á f jölda tungumála, þar á með al íslenzku. Ný bók eftir Solsjenitsin, sem út kom fyrir skömmu, hefur verið gagnrýnd harð- lega í málgagni sovézka rit- höfundafélagsins „Literatur- naja Gazeeta.“ Argoud neit- ar að svara París 27. des. - NTB. AMTMINE Argoud, fyrrum of- ursti, sem frá maí 1962 stjórn aði hryðjuverkahreyfingunni OAS, og nú er fyrir rétti í Frakk- landi, neitaði í dag að svara öllum spurningum dómarans varðandi ákæruatriði. Verjendur Argouds halda því fram, að lög- fræðilega séð hljóti Argoud að teljast vera í Múnchen í Þýzka- landi en ekki í réttarsal í París. Argoud var rænt í Múnchen á sínum tíma og fluttur nauðugur til Frakklands. Argoud er ákærð ur fyrir liðhlaup, hryðjuverk, — samsæri gegn ríkinu og tilraun til þess að hrifsa völd með að- stoð vopna. Við þessum ákæru- atriðum getur legið dauðadóm- ur. Áður hafði Argoud verið dæmdur til dauða af frönskum rétti, að honum fjarstöddum. — Var það vegna liðsforingjaupp- reisnannnar í Alsír í apríl 1961. Þetta ákæruatriði er einnig fyrir réttinum nú. Erhard lætur vel af Johnson forseta segir vináttu hafa tekizt með þeim Bonn, 30. des. — (NTB) LUDWIG Erhard, kanzlari V-Þýzkalands, skýrði frá því í dag, að tengsl hans og Johnsons, forseta Bandaríkj- anna, væru náin. Ríkti með þeim vinátta. Erhard kom í dag heim til Bonn, en undanfarna tvo daga hafa þeir Johnson ræðzt við í Texas, þar sem Erhard hefur dvalizt í opinberri heim sókn. Sagði Erhard viðræð- urnar hafa farið fram af mik- illi vinsemd. Við ræddum saman i hrein- skifni. og sneiddum ekki hjá vandamálunum, sem við reynd- um að kryfja til mergjar", sagði kanzlarinn. „Af umræðuefnum má nefna hagsmunamál Vest- ur-Þýzkalands á alþjóðasviðinu, stjórn- og efnahagsmál Evrópu, afstöðu Evrópulanda til væntan- legra umræðna um gagnkvæmar tollalækkanir landan#ia beggja vegna Atlantshafsins og sameig- inlegar varnir, þ.á.m. Atlantshafs bandalagið," hermdi kanzlarinn ennfremur. í lok viðtals þess, sem vitnað er í, hér að ofan, sagði Erhard: „Það er engin ástæða til að ef- ast um einlægni og stuðning Bandaríkjanna.“ Deilt um fiskverðið DEILU um verðákvörðun á bol- fiski á næsta ári hefur nú verið vísað til yfirnefndar. Var það gert 21. desember. Verðlagsráð sjávarútvegsins gat ekki komið sér saman um verðið, en ráðið skipa 12 menn, Hljóðfæraleikar- ar aflýsa verk- falli SAMKVÆMT upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér hjá framkvæmdastjóra Sam- bands veitinga- og gistihúsaeig- enda (SVG), Jóni Magnússyni, kemur ekki til verkfalls hjá hljóðfæraleikurum nú um ára- mótin, þar sem hljóðfæraleikar- ar hafa aflýst boðuðu verkfalli. Verkfall þetta taldi Samband veitinga- og gistihúsaeigenda m.a. ólöglega boðað. Samnings- viðræður milli SVG og FÍH hefj ast þegar upp úr áramótum. Sæmdur Fálka- orðunni HINN 27. des. sl. sæmdi forseti íslands Einar Baldvin Guð- mundsson, hæstaréttarlögmann, formann stjórnar Eimskipafélags íslands, riddarakrossi hmnar is- lenzku fálkaorðu fyrir störf í þágu viðskipta- og samgöngu- mála. (Frá Orðuritara) sex frá seljendum og sex frá kaupendum, Landssamband ís- lenzkra útvegsmánna (LÍÚ) til- nefnir þrjá menn í ráðið, Al- þýðusamband íslands (ASÍ) einn Sjómannasamband íslands eínn, Farmanna- og fiskimannasam- band Íslands einn, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna (SH) þrjá, Samband íslenzkra samvinnufél aga (SIS) einn, Samlag skreiðar íramdeiðanda einn og Sölusam- band íslenzkra fiskframleiðenda (SÍF) einn. Fisksverðdeilunni var því vís- að til yfirnenfdar, sem er skipuð fimm rnönnum. Hún er þannig mönnuð: LÍÚ tilneíndi Kristján Ragnarsson, sjómenn sameigin- lega Tryggva Helgason, fisk- kaupendur Helg.a Þórðarson og Valgarð J. Ólafsson oe Hæsti- réttur íslands skipaði oddamann, Hákon Guðmundsson, hæstarétt- arritara, sem er formaður nefnd arinnar. Yfirnefndin hélt fyrsta fund sinn í gær. Vinningar síma- happdrættisins DREGIÐ var á Þorláksmessu í símahappdrætti Styrktarfélaga lamaðra og fatlaðra. Aðalvinn- ingar að verðmæti kr. 225.000.ÓO hvor komu á símanúmer 17147 og 23111. Aukavinningar að verðmæti kr. 10.000.00 hver komu á þessi símanúmer: 37270 21437 17175 51500 (Hafnarfjörður) 18352 37789 12283 34406 15860 40426 (Kópavogur). i Um hádegi í gær var austan strekkingur undan Eyjafjöll- um, en annars hæg norðaust an átt um allt land með vægu frosti og nokkrum éljadrög- um á N- og A-landi. Alldjúp lægð er vestur af Skotlandi og hreyfist hægt norðauastur eftir, en mun ekki hafa miki) áhrif hér á landi. Hlýr suð- vestlægur loftstraumur renn ur nú yfir Bretland og Mið- Evrópu, enda var þar 6—10 st hiti. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.