Morgunblaðið - 31.12.1963, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.12.1963, Blaðsíða 19
19 (T-, Þriðjudagur 31. des. 1963 MOkGUNBLADID -ÁRAMÓT Framh. af bls. 18 leysa þau til að firra beinum voða hefur allt of oft verið um hreina bráðabirgðalausn að ræða, svo að augljóst hef- ur verið, að hún gæti ein- ungis komið að gagni rétt í bili. Á þessum málum er að sjálfsögðu ekki til nein end- anleg lausn, frekar en flest- um öðrum mannlegum vanda málum. En eitthvað má á milli vera. Hið versta er, að sí endurteknar bráðabirgða- lausnir, þegar einimgis er tjaldað til einnar nætur, taka um of upp hugi allra aðila og beina þeim frá þeim verkefn- um, sem miklu meira máli skipta og raunverulegá gætu valdið þeim kjarabótum, er allir sækjast efir. ★ Á síðustu áratugum hafa orðið miklar framfarir og lífs- kjör batnað á skömmum tíma mun meira en nokkru sinni áður í sögu þjóðarinnar. Þetta hefur tekizt þrátt fyyir eilífar kjaradeilur, en um- bætumar hefðu orðið meiri og hraðari, ef menn hefðu minna sinnt deilunum og meira gefið sig að hinum raun verulegu úrlausnarefnum. Sem betur fer er það ekki fyrst og fremst peningaleysi, sem nú þjakar íslenzkan al- menning, heldur of langur vinnutími, lengri en tíðkast með öðrum þjóðum, er standa á svipuðu stigi og við. Að vísu höfum við sérstöðu um sumt, land okkar er erfitt og víða verður ekki komizt hjá skorpuvinnu. En um margt getum við lært af öðrum, vinnuhagræðing og aukin tækni hljóta að geta áorkað hinu sama á íslandi og ann- ars staðar. Hér er verðugt verkefni og lausn þess mundi létta líf fleiri og veita þeim raunhæfari kjarabætur en annað, sem úrlausnar bíður. En til þess að fá því áorkað verður öllum aðilum, laun- þegum, atvinnurekendum og handhöfum ríkisvalds að skap ast tóm til að sinna öðru en að firra vandræðum frá degi til dags. Þessu verkefni verð- ur ekki lokið nema með heils- hugar samstarfi allra þeirra, sem nú voru taldir. Hví ekki að gefa sér tíma til þess, í staðinn fyrir að hjakka ætíð í sama fari? Allir viðurkenna og, að ís- lenzkt atvinnulíf er of fá- breytt. Þess vegna erum við háðir miklu meiri sveiflum en góðu hófi gegnir. Nú eru allar líkur til að úr þessu megi að nokkru bæta með stórfelldri virkjun auðlinda landsins. Vafalaust verður um það deilt, hvar eigi að hef jast handa og við hverja eigi að leita samstarfs til svo stór- felldra framkvæmda.. Upp- hafið er til alls fyrst. Okkur er ekki vandara en öðrum að búa svo um hnútana, að hagur þjóðarinnar sé tryggður með samstarfi við erlenda aðila Huseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Grundarstíg 2A Sími 15659. Opin kl. 5—7 alla vrrka daga nema laugardaga. um það, sem við enn ráðum ekki með neinu móti við ein- ir. Einskisvert jag má ekki verða til þess, að tækifærin að við verðum afturúr og höf- um það síðan okkur til dægra- styttingar að kenna hver öðrum um, að ekki miði nógu hratt áfram. ★ Alþingi og ríkisstjórn verða gangi okkur úr greipum, svo að stjórna í samræmi við þá stefnu, sem kjósendur marka við almennar alþingiskosn- ingar. Að þessu sinni var á- kvörðun kjósenda svo ótví- ræð, að enginn getur um villst. Enginn má ætla sér þá dul að ómerkja vilja-yfirlýs- ingu kjósenda með misbeit- ing ofurveldis almannasam- taka í annarlegum tilgangi. En á meðan þau halda sér innan eðlilegra marka og sinna þeim verkefnum, sem þau eru mynduð til að gegna, þá er sjálfsagt að Alþingi og ríkisstjórn hafi við þau vin- samlega samvinnu. Án gagn- kvæms skilnings og sam- hjálpar verða vandamál okk- ar ekki leyst og þjóðinni ekki búin þau lífsskilyrði, sem hún auðveldlega getur aflað sér, ef góðvild fær að ráða. Látum hana verða leiðarljós okkar á komandi ári. Megi árið 1964 verða öllum íslendingum til gæfu og gengis! Bjarni Benediktsson. Maðurinn minn WILHELM LUDVIG MÖLLER lézt 19. desember sl. á Frederiksbergspítala. Jóna Möller, Adolph, Steens Alle 6. Köbenliavn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns, föður, tengdaföður og afa SIGURJÓNS SÍMONARSONAR Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunar- liði Borgarsjúkrahússins. Hólmfríður Halldórsdóttir, Guðrún K. Sigurjónsdóttir, Þórarinn Jónsson, Hallborg Sigurjónsd., Haraldur Guðmundss., Kristján Sigurjónsson, Guðný Þorvaldsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Jórunn A. Sigurjónsdóttir, Kristján J. Ólafsson og barnaborn. F I N Þessi vörumerki og verksmiöjur eru þekkt um allan heim þar sem pappír og pappi eru í notkun L JL Við erum umboðsmenn fyrir neðangreind sölusambönd, sem hafa selt til íslands í áratugi Anlafn KYMMENE AKTIE601A0 Bjixoebor* 'i J»kobji»d iScFnumwi) Kajaanl Kymm*n* Woikka* Kyro tOHJAKOTKAOr MyllykwU Kofkn Nokte Tervafcotfcf Vaítiiluofo O. A. SCRLACHIUS Oé Aaoekotkf Kaogas - A. AHLSTRÖM Or Kaulrua i. Warkaus MSnflI ONITEO PAPER MIUS ITO. j ENSO-CUTZGT OY Jamsönkoikl Kotk* KaipoU Surrvn* SJmpot* TamionkotU Walkiakoikf XÁNEKOSKI HEINOLA INGERÖIS KARHULA KYRO LÖNNQVIST MXNTTA nasijárvi PANKAKOSKI SIMPELE STRÖMSOAL TAKO TIENHAARA VEITSILUOTO WERLA S. ÁRNASON & C0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.