Morgunblaðið - 31.12.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.12.1963, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 31. des. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 16 \ I>á komu 115 V-íslendingar í heimsókn. Var þeim vel tek- iS og þeir leystir út með gjöf um svo sem aðrir ferðamenn, eem við lokkum hingað til að græða á. Teresjkova flaug um Ihverfis jörðu og dyr Flugfél- agsvélar opnuðust á leið til Akureyrar. Urðu farþegar óttaslegnir, en þegar ljóst varð, að enginn réðist til inn- göngu, varð öllum rórra. íslenzkir vísindamenn rann sökuðu sveiflur í rjúpnastofn- inum og komusit þeir að gagn merkri niðurstöðu — sem sagt, að rjúpunni fækkaði í réttu hlutfalli við það, sem veitt væri af henni. Gerbreytt ir þetta öllum fyrri kenning- um um rjúpuna og lifnaðar- hætti hennar. Liz sagðist þá ætla að giftast Burton og Burfcon sagði já og amen. Franskar sýningarstúlkur sýndu að Hótel Sögu og 250 þús. síldartunnur seldust fyr- irfram. Milkii ölvun var á Akureyri þá sem fyrr. Er þá kominn júlí og held- ur Þórður á Sæbóli blómasýn- ingu og tvær grimur eru farn-- ar að renna á Kandamennina, íem hingað komu til þess að flaka ýsu. Sögðu þeir blöðun- um, að fsland væri allt annað en lofað hefði verið. Matur væri hér óætur og Kók væri helmingi dýrara hér en í Kan- ada. Auk þess væri slorlykt af fiskinum. En Kanadamenn- irnir fengu litla samúð, því þeir höguðu sér eins og kján- ar — héldu áfram að vinna í stað þess að fara í verkfall eins og allt venjulegt fólk. Nú er komið það langt fram á sumar, að okkar mönnum þótti kominn tími til að bursta útlendingana í íþróttunum. — Fyrst tókum við Danina — eða ætluðum að taka þá. Við töpuðum frjálsiþróttakeppni við þá með 77 stigum gegn 135 öllum til undrunar, því eins og allir vita eru Danir mestu væsklar. Allt gekk móti okk- ar mönnum, en þó einkum það, að þeir höfðu ekki gefið sér tíma til að æfa fyrir keppn ina. Mættu samt allir i kveðju gillinu og sýndu drengirnir okkar þá fyrst yfirburði. — Stóðu Danirnir og göptu, þeg- ar farið var að bera okkar menn út í þann mund er gillið var að hefjast. Þá var Hart í bak sýnd á Hvammstanga og ís var á Vestfjörðum. Á íslandsmóti í handknattleik gerðist það helzt að Sigurður Johnny missti buxurnar í miðjum leik. Færeyjaflug Flugfélagsins hófst og Liston rotaði Patter- son. Ný plata með Ómari kom á markaðinn: Limbó-rokk- twist — og leitað var að Sig- ríði Jónu og Ljóma hennar svo til um alla heimsbyggðina. Lá Sigríður Jóna úti í 5 daga og 5 nætur — og sömuleiðis Ljómi og þótti þrekvirki hið mesta. Lét hún í veðri vaka að fara aðra ferð og var þá ákveð ið að halda leitinni áfram svo að allt skipulagið færi ekki út um þúfur. Var leitað áfram í eina viku til viðbótar í von um að Sigríður Jóna festist einhvxers staðar í hinu þétt- riðna neti leitarmanna. En leitin bar ekki árangur þar eð Sigríður Jóna var enn hjá vin- um í Reykjavík og var hætt við að fara öðru sinni á kreik. Voru leitarflokkarnir þá leyst ir upp. Komu allir leitar- menn fram. Hafin var skyrframleiðsla í Noregi og bragðaðist fram- leiðslan heldur vel. Blómaball var haldið í Hveragerði, söngv ari var Árni Ingólfsson. Tíð- indi þóttu það, að lax tók á hjá tveimur veiðimönnum sam tímis. í rauninni voru það lex- veiðimennirnir, sem settu jafnt í laxinn, en þeir komu sér saman um að skella skuld- inni á skynlausa skepnuna. Samband norðlenzkra kvenna ályktaði að refsa ætti þeim. sem útveguðu unglingum áfengi, og voru hinir seku beðnir að gefa sig fram til þess að taka út refsinguna. — Mikil óvissa ríkti þá um kjóla sídd vetrartízkunnar. Hringdu margar í Einar Jónsson og spurðu ráða. Hann varðist allra frétta og fór til Istam- bul til þess að dæma. Þá kom ágúst og fóru blaðamenn í verkfall, hlupu í skarðið þar eð engir aðrir höfðu tilkynnt vetrkfall á þeim tírna. Gerðist fátt á meðan engin blöð komu út, em þó gengu ýmsar sögur uim bæinn — rétt til þeas að halda kvenfólkinu við efnið. Ægir sigldi þá á Fróðaklett og sökkti fyrir austam. Vildu Ægismenn ekki vera minni en iþeir á Óðni, sem siglt höfðu á Milwood — þó ekki hefði verið með jafngóðum árangri. Mestur þjófnaður til þess tíma var framimn í Reyfcja- vík. Stolið var úrum fyrir fjögur hundruð þúsund krón- ur oig fór leynilölgreglan á stúfana. Yfirheyrði hún alla, sem fermst höfðu á landinu sðuistu 20 árin og fann loks- ins einn, sem ekki hafði feng- ið úr í férmingargjöf. Reynd- ist hann vera þjófurinn. Rætt var um að setja upp nýja steinolíutanka í Hvalfirði og hrópuðu þá Framsökn og kommar að verið væri að gera Hvalfjörð að höfn fyrir kjarnorkukafbáta. Munu Bandaríkjamenn nú hafa í huga að breyta öllum sínum kjarmorkubátum þannig, að þeir brenni steinolíu í stað úraníum. Þjóðhátíð var haldin í Eyjum og fór hún vel fram að vanda. Nokkrar konur strípuðust í Herjólfsdal þeg- ar hátíðin stóð haest. Lags- menn þeirra máluðu eina hátt og lágt og þótti ölluim mikil skemmtun. Er þetta ein þeirra íþrótta, sem eru að deyja út í Afríku, og Vestmannaey- ingar hafa tekið að sér að varðveita fyrir komandi kyn- slóðir. Þá var mesta hval- véiði sumarsins, en sildin lét ekki sjá sig þrátt fyrir að Jakob Jakobsson æddi um allan sjó. Þýzk kona stund- aði rannsóknir á Drangajökli, en þegar síðast fréttist hafði ekki vitnazt hvað hún rann- sakaði. Hins vegar varð ís- lenzk stúlka númer eitt á Langasandi í Kaliforníu — og barst Einari Jónssyni fjöldi heillaóska. Réttinda- laus, ölvaður ökumaður var tekinn í stolnum bíl — og þótti víst engum mikið. Hér sunnan lands voru bátarnir að veiða smásíld en 3.400 laxar gengu upp Elliðaárnar til þess að athuga hvort eitt- hvert vatn væri í þeim. Þjófur brauzt inn hjá Kornelíusi og stal góðurn grip um, en maður nokkur taldi þjófnum hughvarf og fékk hann til að skila þýfinu aftur. Talað vaor um að reisa oliu- hreinsunarstöð á íslandi og mun megintilgangurinn að hreinsa Olíufélagið. Lestarrán var framið í Skotlandi og stolið milljónum króna. For- múlan frá Kornelíusi diugði ekki. KR vann þá Akureyr- inga með 2 gegn 1 og vair tal- ið bezta knattspyrnulið ársios fyrir bragðið. Spurðist þetta víða. Sterk vín og sígarettur hækkuðu í verði en ekki netf- tóbak, enda mun forstjóri ÁTVR taka í nefið í laumi. Milwood var nú sleppt gegn tryggingu og söng lögreglu- kórinn hugþekkt baráttuljóð eftir Lárus Salómonsson, þegar skipið lagði frá bryiggju. Skákmenn stóðu heiðursvörð. Þá var kominn september og togarinn Freyr seldur fyrir slikk úr landi. Olvaðir norskir sjóliðar gengu berserksgang á Akureyri. Lög reglan flutti óeirðarseggina um borð einn og einn í einu, en þeiir komu atfur í land jafnharðan. Tók lögreglan það ráð að saekja áhöfnina um borð og kasta einum og einum upp á bryggjuna. Stukku þá hinir norsku sjóliðar jafnóð- um um borð aftur. Fulltrúar bænda kröfðust 36% hækkunar á afurðaverði og 50 þúsund Kínverjar voru landflótta í Rússlandi — og Þórólfur Beck var aindvaka í Glaisgow. Þá höfðu 375 blóð- sýnishorn verið tekin úr bíl- stjórum bæjarins frá því um árarnót — og voru unnar úr þeim tvær flöskur af vodka og fimm af viskí. Lúdó og Stefán skemmtu þá að Hlé- garði. Hækkun framileiðslukostn- aðar stefnir fiskiðnaðinum í voða, sagði Sölumiðstöðin. Var ákveðið að fá fleiri Kanadamenn til starfa til þess að reyna að lækka fram- leiðslukostnaðinn en beina ís- lenzku verkafólki að arðbær- um störfum. Þá var Guðrúnar gildi haldið að Hótel Sögu og var fegurðardrottninigin hyllt þar lenigi og innilega eins og Lynöon Johnson síðar. Amma ein í Venezuela fæddi fknib- ura. Bretar voru komnir hingað til knattspyrnuleiks og ætl- uðu okkar menn nú aldeilis að bursta óvinina. Lyktaði leiknum með sigri gestanna, þeir skoruðu 6 mörk en okfcar menn hittu aldrei í mark. Var þá talað um að íselnzkir íþróttamenn þyorftu að fara að æfa sig. I sárabætur slæddu Bretar upp nokkur tundurdufl — og tóku ekkert fyrir nema ánægj una að þvælast innan land- helginnar. Hér var Anderson sjálfur nefnilega kominn. Töframaðurinn Viggo Sparr kom líka í heimsókn, en tveir aðrir voru settir í sóttkví af ótta við bólusótt. Löndunar- bið var eystra og Kolviðar- hóll að byggjast upp á ný. Gul skólpfatan valt út úr hvalsmaga í hvalstöðinni í Hvalfirði og gerðu fiskifræð- ingar vorir tilkall til hennar. Sögðust þeir hafa misst föt- una út af rannsóknarskipi sínu á Faxaflóa. Var fötunni skilað umyrðalaust. Fannst stigvél í öðrum hvalsmaga ag komu allir fiskifræðingarnir upp í Hvalfjörð til að máta það. Þá kom konunglegi danski ballettinn í Þjóðleikhúsið. Guðlaugur bað um gömlu dansana. Olíumöl var talin 5 sinnum ódýrari en mal'bik og þar af leiðandi óhæf hér- lendis vegna kostnaðarleysis. Eldavélin í Freyju RE 97, sem lá í höfninni, oflhitnaði — og var slökkviliðið vinsarn- legast beðið að skreppa niður eftir. Kom hópur vaskra manna og þar eð enginn eld- ur fannst í skipinu var ákveð- ið að dæla það fullt af sjó til þess að gera þó eitthvað. Matvörukaupmenn, 45 talsins, komu saman ag samþykktu að fcrefjast aukins frjálsræðis í kvöldsölu til aukinnar þjón- ustu við neytendur. Vilja sprúttsalar fá að selja bland- ið með — og hinir, sem selja bland, vilja fó að selja sprútt- ið með. Neytendasamtökin fögnuðu þessu ag ákváðu að efna til framihalds-tíu-ára- afmælisfagnaðar um leið og breytingin kæmist á. Johnson Bandarikjaforseti hætti við fyrirhugaða Grænlandsheim- sókn er honum varð ljóst hvers konar fólk hann mundi hitta fyrir hér. Sagði blaða- fulltrúi þáverandi varafor- seta, að það væru takmörk fyrir þvi, sem hægt væri að leggja á einn mann. Kommar höfðu þá mifcinn viðbúnað og var Þorvaldur Þórarinsson fremstur í flokki og klæddist skotheldu vesti innst klæða. Var safnazt sam- an við Hótel Sögu, en kamm- arnir týndust í mannihafinu, sem komið var til að sjá Johnson og kommana. Jónas Árnason var mættur með sendibréf til Johnsons ag af- henti það í eigin persónu. Sagðist Johnson kunna vel að meta hugulsemi þeirra „Her- námsandstæðinga", en spurði Jónas hvort ekki hefði verið fyrirhafnarminna að setja brófið í póst. Brast Jónas þá í grát og sagði, að Rússarnir eyddu nú hverjum eyri í hveiti og væri varla til fyrir frímerkjum. Klökfcnaði John- son og hét að styðja samtökin með einhverju framlagi. Lifn- aði þá heldur en efcki yfir kommasálunum. Var athöfnin áhrifarík og jók það á hótíð- leika hennar, að Haukur Helgason sýndi sig bæði á undan og eftir. Islenzkir knattspyrnukapp- ar fóiru nú til Bretlands til þess að borga fyrir sig. — Keyptu fatnað á konur og börn. Þá var svarti augnaum- búnaðurinn kominn úr tízku í tízkuskóla Andreu og stað- festi Einar Jónsson þetta skömimu síðar. Grænlenzkir bændur voru hér á férð til að kenna íslenzkum stéttarbræðr um til verka. Mun nú orðið algengt í ýmisum sveitum landsins, að bændur hafi býtti á fconum „eftir behag“. ís- lenzkir sjóroenn voru þá beitt ir harðræði í Lettlandi a£ því ■að þeir sögðu rússkí svínía, en rofcfchljómsveit lenti í 18 tima hrakningum í Mývatns- sveit. Þarlendir rokkarar hafa sjaldan séð hann svartari. Voru þeir taldir af og má segja, að þeir hafi á endan- um rokkað við eigin útför. Benedikt Ámason fékk þá heldur slappa dóma fyrir upp setningu á Rómeo og Jjúlrn í Árósum og varð það til þess að Guðlaugur tryggði sér hann til að setja Hamlet á svið. Bruggari í Borgarnesi lét nappa sig ölvaðan við akstur. Þegar hér var komið sögu reið október í garð og blessuð börnin þurftu nú að byrja skólagöngu enn á ný. Mikil vandræði höfðu skapazt hjá bílainnflytjendum því nú máttu allir kaupa bíl. Jafnvel ráðherrarnir fengu nýja bíla, að vísu af billegustu gerð, handsnúnir í gang. Indversk- ur munkur prédikaði í Reykja vík og risaskjaldbaka fannst í kjördæmi Hermanns. Ála- veiðin brást hjá öllum nema Pétri Hoffmann og hlaut hann mikinn sóma fyrir bragðið. Hann var ekki einungis krýnd ur konungur ála og hrogn- kelsaveiða — heldur var hon- um skipað í öndvegi í bók- menntum vorum. Þeir, sem kaupa ál hjá SÍS, munu fram- vegis fá tvö eintök af ævisögu Framh. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.