Morgunblaðið - 31.12.1963, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 31.12.1963, Qupperneq 6
6 MORGUN BLAÐIÐ Þriðjudagur 31. des. 1963 • Ellert Eggertsson Meðalfelli sjötugur Áramótabrennur í Reykjavík „Bóndi er bústólpi, bú ér land- stólpi, því skal hann virður vel“. ÞEGAR haldið er frá Reykja- vík, inní Kjós liggur leiðin sunn an Hvalfjarðar, og inn með Lax- vog að sunnan. Þegar komið er innfyrir smá sprænu, sem Skor- á heitir, er komið að vegamót- um, og er þá beygt til hsegri, inn á svokallaðan Kjósarskarðs- veg. Liggur leiðin eftir honum upp að Meðalfelli. Þegar komið er uppá samnefnt holt, vestán við túnið á Meðalfelli — blasir við vegfarandanum býlið Meðal- fell. Stendur bærinn undir sam- nefndu fjalli, og nær túnið fast að fjallsrótum stórt og allt renni slétt. Auk þess er verið að gera að túni óræktarholt og mýrar- bletti vestan við túnið. En neð- an við túnfótinn liggur Meðal- fellsvatn, ýmist spegilslétt eða allúfið, eftir því hvernig „Kári“ blæs. Er þetta heillandi um- hverfi, og eitt með því fegursta hér í sveit. f þessu umhverfi, hefir Ellert alizt upp og mót- azt. Áður var þarna annað býli, Meðafellskot. Þar bjó síðast, Þórður Edilsson læknir, þar til 'hann flutti til Hafnarfjarðar 1904. Var Meðalfellskot þá sam- einað Meðalfelli, og hefir verið ein jörð síðan. Jóhannes Ellert, en það er hans fulla nafn, þó að hann gangi undir því síðara meðal kunnugra, er fæddur 31. des. 1893 að Meðalfelli. Voru for- eldrar hans sæmdarhjónin Eiín Gísladóttir, prests að Reynivöll- um, Jóhannesssonar og Eggerts Finnssonar, Einarssonar, prests að Reynivöllum. Afi og langafi Ellerts bjuggu báðir á Meðal- felli, Eggert faðir Ellerts bjó þar frá 1886-1940. Eggert var mikill umbótamaður eins og kunnugt ér. Hann lauk námi við land- búnaðarskóla í Noregi eftir 2ja ára nám. Eftir að hann kom frá Noregi beitti hann sér mikið fyrir votheysverkum, og fleiri nytjamálum í þágu landbúnaðar- ins. Ellert bjó félagsbúi við föð- ur sinn á Meðalfelli 1925—42, en tók þá við jörðinni með óðals rétti, og bjó þar til 1959. Tók þá við jörð og búi Gísli sonur hans og kona hans Steinunn Þorleifsdóttir af Akranesi. Ellert hefir bætt jörðina mikið, bæði með byggingum og ræktun. Ellert naut allgóðrar menntun ar í æsku. Hann lauk námi við Flensborgarskólann í Hafnar- firði og einnig við bændaskólann á Hvanneyri. Hann hefir heldur ekki farið varhluta af því að starfa að málefnum sveitar sinn- ar, þó að sumir kunni að telja hann helzt til hlédrægan. Þær em orðnar æðimargar stjórnir og nefndir sem Ellert hefir ver- ið kosinn í, bæði innansveitar og utan, svo að vart verður tölu á k<Mnið. Þessum man ég eftir í fljótu bragði: í skattanefnd, fræðslunefnd, hreppsnefnd, sýslu nefnd, búnaðarfélagsstjórn, forðagæzla, áburðakaup fyrir sveitina, umboð fyrir Bruna- bótafél. íslands, safnaðarfulltrúi, í atjóm Bræðrafél., gjaldkeri Raforkusjóðs og einnig karla- kórs, form. U.M.F. „Drengs“, virðingamaður, í stjórn Mjólkur fél. Reykjavíkur, einnig í stjórn Sláturfél. Suðurlands, og lengi endurskoðandi reikninga þese, og deildarstjóri um langt árabil. Að sjálfsögðu er enn margt ó- talið. Má af þessu ráða, að tölu- vert hefir Ellert komið við sögu þessarar sveitar. Að öllu þessu, hefir Ellert unnið, með hinni mestu samvizkusemi. Ellert var einn með þeim fyrstu, sem eign- uðust jeppa. Margan greiða hefir hann veitt mér og öðrum, með því, að aka til og frá um sveit- ina, og útúr henni, í flestum til- fellum, ef ekki öllum, án end- urgjalds. Enda hverjum manni greiðviknari. Ellert er drengur góður, og. glaður í vinahóp. Og hverjum manni ólíklegri til þess að gera öðrum órétt. Ef Ellert hefði Framh. á bls. 21 í REYKJAVÍK verða að þessu sinni 65 áramótabrennur á gamlaárskvöld. Erlingur Páls- son, yfirlögregluþjónn, skýrði blaðinu frá því í gær, að í aðal- brennunum, sem eru fimm, yrði kveikt kl. 23.15 á gamlaárskvöld. Erlingur kvað líklegt, að í öðrum brennum yrði kveikt milli kl. 21 og 22. Stærsta brennan verður á Klambratúni á vegum Reykja- víkurborgar. Sagði Erlingur, að bálkösturinn væri mjög stór og í hann hefðu m.a. verið fluttir nokkrir bátar. Hinar aðalbrenn urnar verða við Ægitssíðu og Sörlaskjól. Hér fer á eftir listi yfir ára- mótabrennurnar: Austurbœr 1. Milli hitaveitustokks og Langagerðis. 2. Á auðu svæði sunnan Hafn- arfjarðarvegar, vestan Shell. 3. Suðaustur af Húsmæðra- kennaraskólanum við Hamrahlíð. 4. Á auðu svæði vestan Dal- brautar. 5. Á auðu svæði milli Valsheim ilis og Hafnarfjarðarvegar. 6. Á auðu svæði milli Stóra- gerðis og Hvassaleitis, við syðri enda Stóragerðis. 7. í gryfjunni fyrir sunnan hús H. Ben. & Co. við Suður- landsbraut. 8. Á auðu svæði út af Bolholti á móti Kringlumýri. 9. Beint norður af Klepps- vegi 52. 10. Á auðu svæði við Hallgríms- kirkju. 11. Yið Bústaðaveg austan braggahverfisins. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 32. 33. 34. 35. 36. Á auðu svæði austan Skip- holts. Fossvogsbletti 52. Á auðu svæði austan Reykja- veg»r. Á túninu neðan við Laíigaf- ásveg. Á auðu svæði á Grensáshæð- inni bak við Grensásveg 56—60. Móts við Bústaðaveg 91. Móts við Bústaðaveg 31. Við Elliðaár austan Skeið- vallar. Sunnan Miklubrautar á móts við Tunguveg. Sunnan Suðurlandsbrautar móts við Hálogaland. Sunnan Miklubrautar móts við Melavelli. Norðan Miklubrautar móts við Fagradal. Á túninu norðan Suðurlands brautar austan Álfheima. Yestan Grensásvegar norðan Ármúla. Sunnan Miklubrautar vestan Grensásvegar. Vestan Álfheima móts við Álfheima 36. Norðan Langholtsvegar austan Drekasunds. Sunnan Barðavogs móts við Barðavog 20. Vestan Skeiðavogs sunnan Keilis. Norðan Njörvasunds við hús ið nr. 20. Vestan Njörvasunds við húsið nr. 8. Norðan Skipasunds við húsið nr. 31. Norðan Kleppsvegar við húsið nr. 108. Milli Kleppsvegar og Vatna- garða. Norðan Kleppsvegar við húsið nr. 34. 37. Móts við Laugarnesveg 104. 38. Norðan Bólstaðahlíðar suna an Kennaraskólans. 39. Móts við Hvassaleiti 113. , 40. Móts við Hvassaleiti 46. 14. Vestan Dalbrautar norðan Sundlaugavegar. 42. Sunnan sundlaugarinnar í Laugardal. 43. Móts við Laugarásveg 34. 44. Milli Austurbrúnar og Vesturbrúnar. 45. Móti Klúbbnum norðan Borgartúns. 46. Á Víkingsvellinum. 47. Við Miklubraut og Kringlu- mýrarbraut. 48. Milli Lönguhlíðar og Stýrimannaskólans. 49. Sunnan Sogavegar móts vM Akurgerði 25. 50. Á auðu svæði í Blesugróf. 51. Á íþróttasvæði Ármanns. 52. Á Kleppstúni. 53. Á auðu svæði norðan Klepps vegar móts við Kambsveg. 54. Á Klambratúni. Vesfurbœr 1. Á horni Faxaskjóls og Sörlaskjóls. 2. í mýrinni fyrir vestan Granaskjól. 3. Á auðu svæði við Brú í Skerjafirði. 4. Á móts við Baugsveg 19. 5. Móts við Ægissíðu 54. 6. Móts við Ægissíðu 72. 7. í fjörunni við gatnamót Faxaskjóls og Sörlaskjóls. 8. Móts við Faxaskjól 26. 9. Norðan Kapplaskjólsvegar austan KR hússins. 10. Vestan flugvallarins sunnan Reyk j avíkurvegar. 11. Við Granaskjól. • TÍMINN FLÝGUR ÁFRAM ENN eru komin áramót. Ýms um okkar finnst sennilega, að stutt sé síðan við fögnuð- umum áramótum síðast. Marg ir kvarta yfir því að tíminn fljúgi bóks'taflega áfram. Þann ig tala þeir, sem um nóg hafa að hugsa og eru önnum kafnir. ÞeLm vinnst aldrei tími til að ljúka öllu, sem gera þarf, en þeir nota tímann kannski ekki alltaf jafnvel og skyldi. Okkur, sem alltaf vinnum í stöðugu kappi visð tímann finnst þess vegna undarlegt að heyra fólk kvarta yfir því, að það sé í vandræðum með verk- efni — og hversu margir eru ekki alltaf að leita að ein- hverju, finna einhver ráð til að „drepa tímann“? Það er hreinasti óþarfi að „drepa tímann“. Hér er þörf fyrir allar hendur, miklu meira en það. Hér geta allir haft næg verkefni — og það er eðlileg- ar að tíminn „fljúgi áfram“ nú á okkar dögum heldur en að hann „standi kyrr“. • HVAÐ ER MERKAST? Og þegar við gefum okkur tíma til að setjast niður og 'hugleiða hve tírninn líður annars fljótt — þá komumst við líka að raun um, að það er ekkert smáræði, sem er að gerast í okkar heimi. Hraði atbui'ðarásarinnar eykst með 'hraðaaulkningu í samgöngum og fjarskiptum. Stundum er sem allt gerist í senn. Meðan atburðirnir eiga sér stað — og meðan þeir eru fersk ir er ekki alltaf gott að gera sér grein fyrir þvi, sem merk- ast er. Og þegar við lítum yfir farinnn veg við áramót, erum við ekiki alltaf viss um það hvað merkast hefur gerzt, hvað það er, sem víðtækastar afleið ingar mun hafa í náinni fram- tíð, hvað af atburðum ársins mun lengst geymast á spjöld- um sögunnar. Það er í stuttu máli ekki alltaf gott að gera sér grein fyrir því, sem skiptir mestu máli. En við getum samt verið viss um, að okkar kynslóð lifir mjög af- drifaríkt tímabil í mannkyns- sögunni — og það, sem gerzt hefur á þessu ári — og annað sem næsta ár ber í skauti sér það á áreiðanlega eftir að hafa víðtaekar afleiðingar, ekki bara fyrir okkar kynslóð — heldfur líka fyrir þá næstu. • BARNABÖRNIN MUNU SPYRJA En ef við reynum að fara í huganum eina öld fram í tim- ann — og spyrjum síðan eins og kennari í skólabekk. Hvað gerðist merkast árið 1963? Hvað verður afkomendum okkar minnisstæðast í sam- bandi við árið 1963, þegar þau eru búin að lesa sögubókina sína árið 2063? Kannski verður ekki minnzt á árið 1963 — og þó. Á þessu ári hafa gerzt at- burðir, sem áreiðanlega míinu standa í sögubókum eftir 100 ár. Við höfum lifað, við höfum öll orðið vitni að a.m.k. einum viðburði, sem ekki verður máð ur út af spjöldum sögunnar í bráð. Það eru atburðirnir, sem áttu sér stað í Dallas fyrir nokkrum vikum. Þeir hafa sennilega baft dýpri áhrif á allt manrikyn en nokkrir aðrir atburðir érsins — og þeir hafa verið stærri lexía fyrir heim- inn en flest annað, sem gerzt hefur á þessu ári. Börn okkar og barnabörn munu spyrja okkur: Mannst þú eftir því, þegar Kennedy Bandarílkjaforseti var myrtur? Hvernig var það? Hvernig brást fólkið við? Segðu okkur frá því. Og margir okkar eiga eftir að segja þá sögu aftur og aftur, því á þessu ári höfum við oið- ig vitni að því, sem ekki gleym ist. Við höfum lifað heimssögu legar stundir. Enn einu sinnL Slíkir atburðir hafa djúp áhrif af þvi að þeir vekja fólk til umihugsunar, vekja fólk upp af móki hversdagsleikans — og í þessu tilifelli verður okkur ljóst, að þrátt fyrir allar til- raunir okkar, þrátt fyrir allar aðgerðir sem eiga að lyfta okkur hærra, þá erum við enn langt niðri --- og að sumu leyti hefur miðað skemmra en við héld'um. Enn er baráttan milli hins góða og illa í frum- stæðri mynd og svo heldur áfram. En kannski á mannfólkið eftir að vakna upp við góðan draum, sönnun þess, að árið 1963 hafi mannskepnan í raun- inni verið ósköp varuþróuð? Samt er sennilega langt í land. • AÐ BYRJA NÝJAN KAFLA Þegar líðandi ár er hvatt og nýju ári heilsað fer vart hjá því að flestir finni nálæ-gð tímamótanna, sem að visu eru aðeins tímamót á pappírnum. eins og kallað er. En þetta eru viðurkennd skil á mili flortíðar og framtíðar — og þau hjálpa e.t.v. einihverjum til að byrja upp á nýtt — eða gleyma. Menn eru fullir af góð um ásetningi alveg eins og um síðustu áramót — staðráðnir árs. Þeir eru ríkari af reynslu í að geyma vel lærdóm heils árs. Þeir eru ríkari af reynslu og minningum. En í samein- ingu höfum við skapað sögu og við ætlum að halda henni áfram þótt við ráðum sjaldnast atburðarásinni sjálf. Þegar við þökkum 'hvert öðru samfylgd- ina og byrjum nýjan kafla, þá bugleiðum við ósjálfrátt það merkasta, sem gerðist í síð- asta kafla og við vonum, að sögupersónurnar hafi lært eitt hvað af honum. GLEÐILEGT ÁR !

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.