Morgunblaðið - 31.12.1963, Blaðsíða 16
16
MORGUN BLAÐIÐ
Þriðjudagur 31. des. 1963
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sígurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Árm Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskrifturgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakib.
VIÐ ÁRAMÓT
ÁRIÐ 1963, sem nú er að kveðja, hefur að ýmsu
leyti verið íslendingum hagstætt ár. Það hefur ver-
ið ár mikillar framleiðslu, framkvæmda og uppbygg-
ingar. Á árinu 1962 nam verðmæti heildarútflutn-
ings okkar um 3,6 milljarða kr, Nú er áætlað að
verðmæti útflutningsins á þessu ári kunni að nema
nokkru hærri upphæð, sennilega um 3,8 milljörðum
króna.
Meginhluti útflutningsverðmætanna kemur eins
og áður frá sjávarútveginum, sem á nú betri og af-
kastameiri framleiðslutæki en nokkru sinni fyrr.
Þetta liðna ár var ár mikilla átaka og umbrota
í íslenzku þjóðlífi. Almennar þingkosningar fóru
fram, og stefnu Viðreisnarstjórnarinnar var vottað
traust og henni falið ótvírætt umboð til þess að
stjórna landinum áfram næsta kjörtímabil. Nær
56% íslenzkra kjósenda studdu ríkisstjórnina og
flokka hennar. Má því segja að hún hafi unnið mik-
inn og óvenjulegan kosningasigur.
íslenzku þjóðinni er það mikils virði að njóta
forystu samhentrar og dugmikillar ríkisstjórnar,
sem hefur sýnt það og sannað með starfi sínu sl. 4
ár, að hún hefur manndóm til þess að segja þjóðinni
sannleikann um ástand mála hennar, og gera nauð-
synlegar ráðstafanir til þess að tryggja vaxandi
framleiðslu og miklar framfarir og framkvæmdir í
landinu.
Sl. tvö ár hafa orðið ein hin mestu framleiðslu-
ár í sögu þjóðarinnar. En á þau ber þó nokkurn
skugga. Því efnahagskerfi, sem viðreisnarstefnan
lagði grundvöll að árið 1960 hefur verið stefnt í
hættu með of miklum kröfum á hendur atvinnu-
vegunum, og þá fyrst og fremst útflutningsfram-
leiðslunni. Hin miklu verkföll og vinnudeilur á því
ári, sem nú er á enda runnið, hafa haft í för með
sér nær 30% almenna kauphækkun í landinu. Ligg-
ur í augum uppi, að slík stökkbreyting getur haft
örlagaríkar afleiðingar og átt þátt í að raska því
jafnvægi, sem tekizt hafði að skapa í efnahagsmál-
um landsmanna.
Það verður eitt af stærstu verkefnunum á ár-
inu 1964 að koma í veg fyrir að varanlegt tjón hljót-
ist af því gáleysi, sem þjóðin óneitanlega hefur gerzt
sek um.
En þótt út í nokkra hættu hafi á þessu ári ver-
ið stefnt í efnahagsmálunum, hlýtur að verða hald-
ið áfram undirbúningi margvíslegra þjóðþrifafyrir-
tækja, sem unnið hefur verið að undanfarin ár. Við
íslendingar verðum að gera okkur ljóst, að ef við
ætlum að halda áfram að bæta lífskjör okkar, verð-
um við að gera bjargræðisvegina, sem afkoma okkar
býggist á, fjölbreyttari og útflutningsframleiðslu
okkar verðmætari. Meðal þeirra stóriðjufyrirtækja,
sem undibúin hafa verið síðustu árin, má nefna
alúminíumverksmiðju, kísilgúrverksmiðju og olíu-
hreinsunarstöð. Að undirbúningi stórvirkjana hefur
einnig verið unnið. Á árinu 1964 hlýtur að verða
skorið úr um það, hvernig þessum miklu framkvæmd
Johnson, forseti Bandaríkjanna, og Erhard kanzlari V-Þýzkalands, rædast við á Bergström her-
flugvellinum í Texas. Erhard ræddi í gær viS fréttamenn, er hann kom aftur til Bonn að lok-
inni heimsókninni vestra.
U Thant bjartsýnn á bætta
sambúð Austurs og Vesturs
New York, 28. des. — (NTB) I
í NÝÁRSÁVARPI í gær-
kvöldi kvaðst U Thant, fram-'
kvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, vera bjartsýnn á,
að í náinni framtíð myndi
takast að draga úr ágreiningi
Austurs og Vesturs.
Framkvæmdastjórinn sagði, að
vonin um bætta sambúð stór-
veldanna gæti orðið að veruleika
á afvopnunarráðstefnunni í
Genf eða við einkaviðræður full-
trúa kjarnorkuveldanna. Hann
kvað Moskvusáttmálann um tak-
markað bann við kjarnorkuvopn
um og samkomulagið um beint
fjarskiptasamband milli Kreml
og Hvíta hússins mikilvæg skref
á leið til afvopnunar og hið góða
andrúmsloft, sem skapazt hefði
við þessa samninga væri enn
ríkjandi á fundum allsherjar-
þings SÞ.
U Thant kvað það von sína, að
áframhaldandi samvinna yrði um
lausn vandamála í sambandi við
geimferðir og friðsamlega rann-
sókn himingeimsins. Að lokum
bauð hann Kenya og Zanzibar
velkomin í samtök Sameinuðu
þjóðanna og kvaðst vona, að
fleiri lönd bættust í hópinn á
næsta ári.
Ghanastúdentar tóku
ekki þátt í
Mosikvu, 27. des. — NTB
X V E I R læknastúdentar frá
Ghana lýstu því yfir í dag að
þeir hefðu ekki tekið þátt í
krufningu Ghanastúdentsins,
sem fyrir nokkru fannst látinn
krufningu
fyrir utan Moskvu. Dauði stú-
dcntsins varð til þess að afrískir
stúdentar í Moskvu komu saman
á Rauða torginu í mótmælaskyni,
þar sem þeir telja að dauða stú-
dentsins hafi ekki borið að tr«3
eðlilegum hætti.
um skuli háttað. Mikla nauðsyn ber til þess að sem
fyrst verði mögulegt að hefja þessar framkvæmdir
og leggja þar með traustari grundvöll að allri af-
komu landsmanna.
★
Ef íslenzka þjóðin kann fótum sínum forráð
getur hún litið björtum augum til framtíðarinnar.
Því miður eru nú dimrnar blikur á lofti í efnahags-
málum okkar, vegna gálauslegrar kröfugerðar á
hendur bjargræðisvegunum. En á því vandamáli
verður að taka föstum tökum, eins og Viðreisnar-
stjórnin gerði árið 1960, þegar hún tók við þrotabúi
vinstri stjórnarinnar og markaði nýja og raunhæfa
uppbyggingarstefnu, sem síðan hefur reynzt þjóð-
inni hinn mesti gæfuvegur.
MORGUNBLAÐIÐ óskar öllum lesendum sínum,
allri hinni íslenzku þjóð, gæfu og velfarnaðar á
nýju ári.
Læknastúdentarnir tv-eir, Er-
nest K. Boakye-Yiadom og Seth
Wellington Atando, gáfu í da.g
út skriflega yfirlýsingu, þar sem
segir að þeir hafi ekiki tekið
þátt í krufningu stúdentsins.
Þeir hafi aðeins verið til staðav
sem áhorfendur, og þeir hafi
ekikf samþykkt yfirlýsingu hinna
rússnesku lækna, sem gefin va*
út um dauðaorsök stúdentsins.
„Við lásum ekki kruifningaskýrsl
una, og við sikrifuðum heldu*
ekki undir hana“, segja stúdent-
arnir tveir í yfirlýsingu sinni.
RússneSka fréttastofan Tass
hafði áður sagt að tveir læknis-
fræðistúdentar frá Ghana hefðu
verið meðal þeirra, sem rann-
sökuðu dauða fyrrgreinds stú-
dents. Hafi niðurstaða þeirra
verið að stúdentinn, Edmund
Asare-Addo, hafi dáið af kulda
og að hann hafi verið undir áhrif
um áfengis. Boakye-Yiadom hef-
ur upplýst að hann hafi sent leið
réttingu á þessu til Tass fyrir
nokkrum dögum. Kveður hann
það persónulega skoðun sina, að
stúdentinn hafí látizt í átökunv.