Morgunblaðið - 31.12.1963, Síða 10

Morgunblaðið - 31.12.1963, Síða 10
10 MORGUNBLADID >riðjudagur 31. des. 1963 Leikfélag Reykjavíkur: Altona Fangarnir í eftir Jean-Paul Sartre Leikstjóri Gísli Halldórsson Þýðandi Sigfús Daðason A FÖSTUD AGSK V ÖLD, þriðja í jólum, frumsýndi Leik- félag Reykjavíkur í Iðnó síð- asta og frægasta leikrit hins kunna franska höfunda-r Jean- Paul Sartres, „Fangana í Alt- ona“, sem hann samdi árið 1959 og hefur vakið athygli víða um Evrópu. Einhverjir hafa nefnt það helzta leikhúsverk aldar- innar, aðrir mesta leikrit síð- asta áratugs. Þó báðar þessar einkunnir séu fjarri lagi, er hitt víst, að hér er um að ræða leik- rit sem túlkar ýmis vandamál 20. aldar með sérstæðum og minnisverðum hætti — verk sem erfitt verður að ganga fram- hjá þegar gerðir verða upp reikn ingar við leikbókmenntir aldar- innar. Það sem mér finnst mestur ljóður á þessu verki Sartres, eins og raunar öðrum leikritum hans, «r sá keimur af heimspekilegum formúlum sem þau bera, þó eng inn neiti því að hann kunni vel til verks í leikritun og megni að blása lífsanda í þær heimspeki- legu ritgerðir sem hann er að setja á svið. Jafnvel þó Sartre fáist að eigin sögn fyrst og frernst við að skapa „goðsagnir sem allir geta skilið og skynjað á djúptækan hátt“, og þó hann segist vera mótfallinn því að sýna á leiksviðinu sérstaka ein- staklinga, þá er það nú svo að verk hans ómerkja einatt orð hans, „goðsögnin" lýtur í lægra Haldi fyrir einstaklingunum — það gerir hún tvímælalaust í þessu síðasta leikriti hans, þó það beri keim af heimspekileg- um formúlum, eins og áður seg- ir. í „Föngunum í Altona“ dreg- ur Sartre 20. öldina fyrir rétt og heldur yfir henni dóm — öld- inni sem hefði getað orðið dá- gott skeið í sögu mannsins, væri honum ekki ógnað af hinum grimma óvini sem svarið hefur að eyða honum, hinni hár- lausu, spilltu kjötætu — mann- inum sjálfum, eins og höfundur segir í niðurlagi leiksins. Allar persónur leikritsins eru verjendur og birtast á leiksvið- inu jafnberskjaldaðar og bjargar lausar eins og Adolf Eichmann í glerbúrinu í Jerúsalem fyrir tæpum þremur árum. Dómari þeirra er fortíðin og dómur hennar miskunnarlaus og óhagg anlegur. Felldir eru tveir dauða dómar, en þriðji dómurinn hljóð- ar upp á ævilanga einangrun. Eins og endranær verður leik- sviðið hjá Sartre vettvangur sið- ferðilegs rannsóknarréttar, í senn dómsalur og prísund. Leikritið fjallar um auðuga og valdamikla fjölskyldu skipa- smiða í Hamborg, sem er merg- sogin af minningunni um þátt- töku sína í grimmdarverkum nazista, þó hún dylji sig undir endurheimtum auði og glæsi- leik. En leikritið er þó ekki fyrst og fremst áfellisdómur yfir Þýzkalandi, heldur engu síður yfir Frakklandi. Sartre hefur skýrt frá því, að hann hafi haft í hyggju að semja leikrit um grimmdaræði og pyndingar Frakka í Alsír, en horfið frá því af vonleysi um að fá slíkt verk sýnt I Frakklandi. Sé lengra skyggnzt er leikritið dóm ur yfir okkur öllum: glæpur okkar allra er að hafa umborið glæpi gegn mannkyninu, sem framdir voru í okkar nafni. Gerlach-fjöiskyldan blómgast undir stjórn Adenauers eins og hún gerði undir stjórn Hitlers og á hernámsárum bandamanna: allir valdhafar hafa þörf fyrir skip. Fjölskyldufaðirinn, hæg- látur en tinnuharður einvaldur, væntir dauða síns af völdum krabbameins í hálsi og kveður saman fjölskylduráðstefnu til að skýra frá því, að yngri sonur hans, Werner, sem hann fyrir- lítur, eigi að taka við fyrirtæk- inu Werner er veiklundaður og hlýðir föður sínum, sem prédik- ar þá kenningu, að mannkynið skiptist í veika einstaklinga og sterka, og sé Werner einn hinna fyrrnefndu. Jóhanna, kona Wern ers, reynir að spyrna á móti á- hrifavaldi tengdaföður síns, en verður að horfa upp á það að eiginmaðurinn týni sjálfstæði sínu og s.iálfsvirðingu og þoli umyrðalaust spott systur sinnar, Lení. Þannig er lífið á neðri hæð hins sérkennilega Gerlach-heim- ilis; þar ríkir járnharður föður- agi og andrúmsloftið logar af gagnkvæmri tortryggni, heift og fyrirlitningu. En á efri hæðinni brýzt samvizka fjölskyldunnar um í gervi Franz, sem er elzt- ur þriggja systkina, fyrrverandi foringi í her nazista. Hann hef- ur lokað sig inni í herbergi sínu í 13 ár og neitað að taka á móti nokkurri sál annarri en systur sinni, sem annast um hann og lifir í blóðskömm með honum. Opinberlega er Franz ekki leng- ur í tölu lifenda, fjölskyldan hefur látið falsa dánarvottorð fyrir hann. En í rauninni hefur hann hálfsturlazt af samvizku- kvölum og þeirri viðleitni að gleyma fortíðinni. Hann fær við og við æðisköst sem virðast vera sambland af ofsóknargrillum og „delirium tremens." Franz ver hinum lörum árum ,,útlegðar“ sinnar til að tala inn á segulband boðskap til fram- tíðarinnar, sem hann ímyndar sér að verði á valdi einhverrar krabbategundar. Hann lifir á kampavíni og ostrum, en skelj- unum af þeim fleygir hann í stóra veegmynd af Hitler, beg- ar æðið rennur á hann. Her- bergið er gluggalaust, og Franz kveðst trúa því að þýzka bióð- in sé á heljarþröm af völdum siffurvegaranna, sem ætli að út- rýma henni með skipulegum hætti, en þeirri trú afneitar hann svo í leikslok. Inn i þennan ein- angraða fanffaklefa kemst Jó- hanna, sem hefur loforð gamla Gerlachs fyrir því, að þau hión- in séu laus allra mála, ef hún geti fengið Franz til að tala við föður sinn, áður en hann deyr. Heimsókn hennar hefur gertæk áhrif á Franz og vekur megna afbrýði Lení. sem knýr bróður sinn til að ljóstra upp um raun- verulega fortíð sína. Þessi uppljóstrun fær svo á Jóhönnu, að hún snýr baki við Franz, sem hún hefur fengið ást á, og í því sambandi verð- ur ljóst hvað fyrir Lení vakir, þegar hún segir, að Franz yrði ósæranlegur, ef hann gæti sagt af fullri sannfæringu: „Ég hef gert það sem ég hef viljað, og viljað það sem ég hef gert.“ En svo langt getur Franz ekki geng- ið, og Sartre mundi sennilega vilja segja, að menn séu fúsir að játa allt nema glæpi sína. Leiknum lýkur með því að Franz yfirgefúr herbergi sitt, hittir föður sinn og fær hann til að binda með sér enda á vand kvæði fiölskyldunnar. Lení tek- ur við hlutverki bróður síns í einangrunarklefanum, en um framtíð Jóhönnu og Werners er allt á huldu. Enda þótt þau séu nú frjáls ferða sinna og yfirgefi Gerlaeh-heimilið, virðast þau vera óafmáanlega mörkuð þeim óhugnanleik sem tengdur er for- tíð fjölskyldunnar. Þetta þrauthugsaða, marg- slungna og kaldhamraða leikrit minnir um margt á annað verk Sartres, sem leikflokkurinn Gríma sýndi hér fyrir tveimur árum, „Læstar dyr“ (Huis clos): persónurnar ofsækja og kvelja hver aðra bak við iæstar dyr — þær eru í helvíti fjölskyldu- Helgi Skúlason og Brynjólfur Jóhannesson í hlutverkum sínum Sigríður Hagalín (Lení) og Helgi Skúlason (Franz) tengsla og borgaralegra fjár- gróðadrauma. Þetta er ný útgáfa af sögunni um virðulega ætt með lík í lestinni. Meðlimir fjöl- skyldunnar núast hver við ann- an eins og skeljarnar sem Franz nýr saman í æði sínu. í einum skilningi er leikritið fordæming á gróðahyggjunni og eigingirn- inni, sem sundrar flestum nútíma þjóðfélögum og gerir þau að blóðlausum vígvöllum, en það er fyrst og fremst útlistun á þeirri heimspekilegu kenningu Sartres, að einstaklingur sem tekur ákvörðun, velur eða hafn ar, hafi ekki einungis áhrif á örlög sjálfs sín, heldur jafnframt örlög allra annarra. Kjaminn í boðskap Sartres með þessu verki er sá, að trú- in skipti litlu eða engu máli í samanburði vii athöfnina. Fjöl- skyldufaðirinn og Franz segjast báðir hafa fyrirlitið Hitler, en annar þeirra byggði samt fyrir hann skip og hinn lét honum í té lík. Franz spyr kaldranalega, hvort þeir hefðu getað gert hon- um meira gagn þó þeir hefðu dáð hann og tilbeðið. Við verð- um dæmd af því sem við gerð- um, ekki eftir því hvernig við fundum til meðan við vorum að framkvæma það. Gísli Halldórsson hefur sett þetta langa og erfiða verkefni á svið og unnið gott verk með tilliti til allra aðstæðna. Sýn- ingin er heilsteypt og heldur at- hygli leikhúsgesta vakandi í sam fleytt fjórar klukkustundir, sem er ekki lítið afrek. Kannski má það helzt að sýningunni finna, að í lokin slaknar dálítið á henni, endahnúturinn er ekki nógu rækilega hnýttur. Leiktjöld Stein þórs Sigurðssonar eru gerð af mikilli natni og vandvirkni, og þeim er haganlega fyrir komið á hinu litla leiksviði. Þau eru gamaldags og í stíl við verkið, en kannski mættu tjöldin á neðri hæðinni vera yfrið íburðarmeiri. Um leikendurna er það að segja, að tveir þeirra unnu fræga leiksigra, þau Helgi Skúlason og Helga Bachmann. Túlkun Helga Skúlasonar á hlutverki Franz er í senn áhrifarik og óhugnanleg með köflum. Þessi hviklyndi of- stækismaður og samvizkukvaldi verjandi kynslóðar sinnar klæð- ist raunverulega holdi og blóði í meðförum leikarans. Hreyf- ingar hans á sviðinu og látbragð allt einkennist af hnitmiðun og furðulegum sveigjanleik líkama og tilfinninga. í öðrum og fjórð* þætti, sem fara fram í herberg- inu uppi, er leikur hans mátt- ugastur, og er engu líkara en herforingjabúningurinn trvíefli hann til átaka. Helga Bachmann leikur Jó- hönnu, vandasamt hlutverk og margslungið, og gerir því mjög góð skil. Hún gefur því innri þunga og sannfæringu, þó höf- undurinn tefli óneitanlega á tæpasta vað í tvennum sinna- skiptúm þessarar dularfullu konu. Sigríður Hagalín fer með hlut- verk Lení, sem er á mörkum heilbrigðis og sturlunar, og er þó vísast sturluð. Gervi Sigríð- ar er mjög gott og látbragð henn ar í stíl við það, en mér fannst dimm röddin stöku sinnum ó- eðlilega þvinguð og ryðguð á lágu nótunum. Guðmundur Pálsson leikur Werner, lítið hlutverk en mikil- vægt. I fyrsta þætti brá fyrir góðum leik hjá Guðmundi, eink- anlega í návíginu við föðurinn, en hann brást þegar mest á reyndi: geðshræringar hans urðu fremur hróp og handagangur en innri eldur. Brynjólfur Jóhannes9on leik- ur annað tveggja lykilhlutverka leiksins, fjölskylduföðurinn, og tókst margt dável, en í megin- atriðum brást þessum fjölhæfa leikara bogalistin. f meðferð hans skortir föðurinn þá eitilhörku, ósveigjanleik og kaldrana, sem eru forsendan fyrir ógnarvaldi hans yfir fjölskyldunni og áhrif- um hans út á við. Hann minn- ir meir á góðlátlegan og ráð- settan heimilisþjón en alvaldan og einbeittan heimilisföður. Með smáhlutverk fara Stein- dór Hjörleifsson, Bríet Héðins- dóttir, Pétur Einarsson og Sæv- ar Helgason, og leysa þau öll vel af hendi. Þýðing Sigfúsar Daðasonar virt ist mér ljós og mjög lipur. Sigurður A. Magnússon IKennsla Lærlð ensku á mettima i hinu þægilega hóteli okkar viS sjávarsíðuna nálægt Dover. Fá- nennar bekkjadeildir. Fimm ilukkustundir á dag. Engin ald- arstakmörk. Stjórnað af kennur- jm menntuðum i Oxford. England. The Regency. Ramsgate.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.