Morgunblaðið - 31.12.1963, Page 31

Morgunblaðið - 31.12.1963, Page 31
t Þriðjudagur 31. des. 1963 MORGUNBLAÐIÐ 31 Hver er minnisstæðasti og raunar öllum heiminum — þegar svo snögglega var klippt á fjörband hans. En af innlendum atburðum er gosið suður af Vestmanna- eyjum mér efst í huga. Kem- ur þar tvennt til. í fyrsta lagi er ég hálfgerður Vestmanna- eyingur, á þar vini og frænd- ur, og gerþekki þar allar að- Guðrún P. Helgadóttir, skólastjóri: — Minnisstæðasti atburðurinn á síðastliðnu ári varð mér morðið á Kennedy. Líf sitt hafði hann helgað frelsi og friði og barizt ótrauð ur fyrir hugsjónum sínum, en einmitt það hefur sennilega kostað hann lífið. Margt bend- ir til, að Kennedy forseti hafi átt eftir að vinna sín beztu verk, meðal annars á sviði kynþáttamálanna, og það er þeirra, sem eftir eru, að sýna það í verki, að hann hafi ekki lifað og dáið til einskis. Gísli Ástþórsson, ritstjóri: — Víg Kennedys forseta er ekki einungis eftirminnileg- asti atburður sl. árs í vitund minni, heldur og sá atburður sem hæst ber á blaðamennsku ferli mínum. Þó hann væri af erlendu bergi brotinn, stóð hann furðulega nálægt okkur, — ég held mér sé óhætt að fullyrða að hann hafi staðið okkur nær en nokkur annar erlendur stjónmálamaður. Ég var eitt sinn viðstaddur blaðamannafund, sem Kenn- edy hélt í Washington, og horfði á hann tala. Sjaldan hef ég séð mann, sem mér hefur fundizt meira lifandi. Hann var ungur, frísklegur og iðandi af lífi og fjöri, dauðinn var það síðasta sem maður hugsaði um i návist hans. Það kom mér því mjög á óvart — Mér virðist að neðansjávar- gosið sunnan við landið hafi vakið mesta athygli í veröld- inni af hérlendum atburðum og mest um það talað, og sjálf- um finnst mér það vera stór- fenglegur atburður. Ég hef ekki farið á gosstöðvarnar enn sem komið er, og hef ekki annað fyrir’mér en myndir og frásagnir annarra ,en af þeim er ljóst að þarna hefur fáséð- ur atburður átt sér stað. Og nú eru gosin orðin þrjú, og eftir því sem þeim fjölgar fer mig meir að langa til að sjá atburðinn með eigin augum — eða kannski maður bíði eilítið enn eftir frekari fjölgun. Þetta eru þeir tveir atburð- ir ársins, sem mér finnst bera stæður. Og í öðru lagi stendur gosið ennþá yfir, og ég hlusta á fréttir af því á hverjum degi. Guðmundur Sigurðsson, rit- höfundur: — í sambandi við heimsviðburðina er mér morð- ið á Kennedy einna efst í huga, enda er svo stutt síðan sá atburður gerðist. Þegar ég heyrði fyrst um morðið sló á mig óhug eins og aðra, þó ég væri ekki með neinar vanga- veltur þá á stundinni um það, hver stæði á bak við morðið, hvort það væru samtök eða eitthvað annað. Hugsaði það eitt, að þau öfl væru a.m.k. ekki góð. menntaviðburður ársins á ís- landi, — en þó því aðeins, að menn hafi lesið 42. kafla Vef- arans, helzt í frumútgáfu. Skúli Halldórsson, tónskáld: — Eftirminnilegast þykir mér, er ég frétti um morð Kenn- hæst, og allir aðrar hverfa í skuggann fyrir. Sigurður Benediktsson, list- munasali: — Skáldatími er tvímælalaust merkasti bók- edys, forseta, og það, að Krús- jeff hefði grátið, er honum barst fregnin. Þá flugu mér í hug orð meistarans: „Sorgin er systir gleðinnar.“ En ekki tók Krúsjeff þó eins djúpt í árinni og Njáll forðum, þegar hann spurði víg Höskuldar Hvítanesgoða: „Vil ég yður það kunnugt gera, að ég unni Höskuldi meira en sonum mínum, og er ég spurði, að hann væri veginn, þótti mér slökkt hið sætasta ljós augna minna, og heldur vildi ég misst hafa alla syni mína og hann lifði.“ Lárus Sigurbjörnsson, skjala- og minjavörður: — Þegar ég er spurður svona persónulegrar spurningar, þá verð ég að svara henni í sama atburður ársins? dúr, og er mér þá minnisstætt, að strax á nýársmorgni, er ég kom út í býtið um morgun- inn á þessu herrans ári, sem nú er að líða, var það fyrsta sem fyrir augu bar svartur köttur. Þótti mér þetta illur fyrirboði, enda hefur árið ekki verið neitt happaár. En af skemmtilegum endur- minningum ársins geymi ég hins vegar margar og eru flest ar þeirra tengdar við ánægju- lega dvöl á Vestur-írlandi á sumrinu. H!1 - Nýft gos Framh. á bls. 31 um væru miiklir lygnublettir á svæðum, sem svo kæarú. ínikil ókyrð á. Einnig væru mikil litaskil og straumar, en stórstreymt var. * Oft gosið úr gigum á löngum sprungum á Islandi Sigurður Þórarinsson bend- ir sem fyrr er sagt á að slik sprungugos séu eðlilegt fyrir- brigði á íslandi. Enda segir Pálmi Hannesson í lok rit- gerðar um jarðelda á íslandi: „A móbergssvæðum íslands mótast landslagið af megin- stefnum, sem vita frá suð- vestri til norðausturs á Suð- urlandi, en frá suðri til norð- urs á Norðurlandi. Fjöll og dalir, holt og hæðir, ár og vötn, allt er þessu lögmáli háð og sést það glöggt, ef litið er á landabréf. Þessar stefnur skapast af sprunguim, sem liggja þvert við þeirri i leið, sem landið rekur. Ef til vill klofnar írland að nýju á næstu jarðöld eða jarðöld- um nema eldarnir hafi undan að sprengja sprungurnar, hlaða upp landið — og ef til vill tekst það. ísland er enn mesta jarðeldaland veraldar- innar“. Oft gýs úr sprungum og fíð- ur þá stundum nokikur tími milli þess sem gýs á nýjum stað úr sprengjunní. Eldgjá er stærsta gossprunga á land- inu. Hún er talin yfir 30 km löng og nær frá Gjátindi suð- vestur í Mýrdalsjökul, óslitið að kalla. „Á þessari löngu leið hefur hún rifið sundur fjöll og hálsa, eins og papp- írsblað, svo að ekkert hefur megnað að standa á móti þeirri ógnarorku, sem hefur skapað hana“, skrifar Pálmi. Nálsegt Eldgjá hefur gosið úr fleiri sprungum. Skaftáreldar komu t. d. úr einni, sem slitin er sundur með Laka. Þar er eitthvert mesta eldgos sem orðið hefur á íslandi og varð árið 1783. Það stóð i 7 mán- uði samfleytt og kom úr meira en 100 gígum, sem liggja í beinni röð á 36 km langri sprungu. Brauzt þá upp úr jörðu meira hraun en dæmi eru til annars staðar í ver- öldinni. Askan barst upp í háloftin, og gætti hennar alla leið til Afríku, Ameríku og Austur-Síberíu, en i Sikot- landi varð öskufall svo mikið að akrar spilltust. Þetta gos olli þjóðarböli á íslandi. Askan huldi allt landið og fylgdu henni eitraðar loftteg- undir, sem drápu gróður, en felldu fénað og menn. Gjár og jarðföll eru víða á Mývatnsöræfum. Þar er Sveinagjá, þar sem gaus 1875 úr mörgum gígum, fyrst 25. febrúar, aftur 10. marz 700—800 föðmum norðar og voru þá komnir 14—16 eld- gígar, stærri og smærri í línu frá suðri til norðurs og rann geysimikið hraun úr. Og enn hleypti upp miklum eldstrok- um 100 föðmum sunnar þann 18. marz. Nú var hvíld um hríð, en 4. apríl tók enn að gjósa og mynduðust þá syðstu gígarnir. Eldarnir æst ust enn á ný 21. apríl og óg- urlegum dunum, brestum og dynkjum. Nú var kyrrð til 15. ágúst, en þá sáust gufu- megkir úr byggð og Watts, sem var staddur í Bárðardal sá í fjarska 20 gufumekki og allt stóð í ljósum loga. Eld- æðin eða eldsprungan, sem 1875 sendi úr sér vikur, hraun og gjall og gufu, hefur þá áð líkindum verið orðin 90—100 km að lengd. Víðar á Mý- vatnsöræfum eru slíkar lang- ar sprungur, sem gosið hefur úr og þá stundum gígar bæzt við nokkru seinna, en það verður ekki rakið nánar. Enda ættu þessi stórtækustu dæmi að sýna að sprungugos eru ekki nýtt fyrirbrigði á íslandi. lí í þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nú þegar unglinga, röska krakka eða eldra fólk til að bera blaðið til kaupenda þess. Sogamýri — Grenimel Grettisgata — Þingholtsstræti ÓÐIIMSGÖTIJ Gjörið svo vel að tala við atgreiðslu blaðsins eða skrifstofu. Sími 224 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.