Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. nóv. 1964
MORGU N B LAÐIÐ
9
fermetrar á stærð. Eigandi
hússins er Margrét Ásgeirs-
dóttir, símstöðvarstjóri á
LaugarvatnL
í viðtali, sem Morgunblaðið
átti við frú Margréti í gær-
kvöldi sagði hún, að húsið
hefði verið sér mjög ódýrt.
Sagði hún að hér væri leið til
þess að byggja mjög ódýrt.
Hús sitt hefði kostað 172 þús-
und krónur uppkomið þ.e.a.s.
grunnur og 13 veggir. Nú
væri aðeins eftir að mála,
ganga frá tréverki og dúk-
leggja. Kvaðst hún þess full-
viss að hægt yrði að lækka
þenna kostnað að miklum
mun ef byggð yrðu fleiri hús
í einu. Bætti frúin því við
til gamans, að aðeins væri
liðinn mánuður síðan byrjað
var að hreyfa við bygginga-
framkvæmdunum.
í GÆR var Sv- eða V átt með
éljum hér á landi nema aust-
anlands, en þar var bjart veð-
ur. Alls staðar var kalt, þetta
0—3 stig, en ekki frost. NA-
áttin var ekki langt undan,
því á Halanum var NA-kaldi,
dálítil snjókoma allan dag-
inn.
í Kaupmannahöfn var á há-
degi 11 stiga hiti, en suður í
New York var um 3 stiga
frost.
Veðurhorfur í gærkvöldi:
Suðvesturland, Faxaflói og
miðin: SV-átt með allhvöss-
um éljum, Breiðafjörður og
miðin: breytileg átt, él. Vest-
firðir, miðin og Norðurmið:
NA-gola eða kaldi, sums stað
ar snjóél. Norðurland, Norð-
austurland og miðin: NV-
kaldi, smáél. Austfirðir, Suð-
austurland: NV-kaldi, létt-
skýjað. Austfjarðarmið, Suð-
austurmið og Austfjarðar-
djúp: V-átt með allhvössum
skúrum.
Horfur á miðvikudag: SV-
átt, éljagangur á Suður- og
Vesturlandi, en NA-átt út af
Vestfjörðum.
Bandarikfamenn minnasf
morðs Kennedys forseta
Lyndon B. Johnson, forseti, við styttu af John F. Kennedy,
fyrrum forseta. Styttu þessa á að setja upp í Kennedy bóka-
safninu í Cambridge, Massachusetts, þegar það verður fullgert.
AÐFARANÓTT s.l. laugar-
dags gerðist sú nýlunda, að
hús, sem hyggt hafði verið
hjá Steinstólpum h.f. var flutt
í stykkjum austur að Laugar-
vatni. Var húsið reist nú um
helgina.
Morgunblaðið hafði sam-
band við Höskuld Baldvins-
son forstjóra Steinstólpa h.f.
og innti hann nánar eftir
þessu. Sagði hann, að húsið
hefði verið flutt á þremur bíl
um. Nokkrir erfiðleikar hefðu
verið á að fá leyfi vegamála- Einn af hinum þremur biluum, sem fluttu húsið.
Hús flutt austur fyrir fjall
Washington, 23. nóv. NTB-AP
MILLJÓNIR Bandaríkja-
manna tóku þátt í minning-
arathöfn í gær í tilefni þess
að þá var eitt ár liðið frá því
Kennedy, þáverandi forseti,
var myrtur í Dallas, Texas.
Lyndon B. Johnson hafði ákveð
iðið að dagurinn skyldi helgaður
minningu Kennedys, og var
Johnson sjálfur viðstaddur minn-
ingarguðsþjónustu í bórginni
Austin í heimaríki sínu, Texas.
Minningarguðsþjónustur voru
haldnar um gjörvöll Bandaríkin,
en auk þess sendu útvarps- og
sjónvarpsstöðvar út sérstakar
minningardagskrár, þar sem
einnig var lýst hve forsetamorð-
ið var bandarísku þjóðinni mikið
áfall.
Frú Jacqueline Kennedy,
ekkja forsetans, eyddi deginum á
heimili sínu í New York ásamt
börnum sínum. Hafði hún lýst
því yfir fyrirfram að hún vildi
vera ein með börnunum þennan
dag og ekki sækja neina minn-
ingarguðsþjónustu.
Bróðir forsetans heitins, Robert
Kennedy, fyrrum dómsmálaráð-
herra og nýkjörinn öldungadeild-
arþingmaður fyrir New York-
ríki, sótti hins vegar minningar-
guðsþjónustu í St. Mattheusar
dómkirkjunni í Washington, en
þaðan var útför Kennedys gerð
fyrir tæpu ári.
Allan sunnudaginn var stoð-
ugur straumur gesta að gröf
Kennedys í Arlington-kirkju-
garðinum í Washington, en alls
hafa um átta milljónir manna
heimsótt gröfina á liðnu ári.
Frú Jacqueline Kennedy barst
mikill fjöldi samúðarkveðja í
gær, þeirra á meðal samúðar-
skeyti frá de Gaulle, forseta, og
fleiri þjóðhöfðingjum.
byggja aðeins eitt hús í einu,
þar sem kostnaður við flutn-
inga væri mikill.
Höskuldur sagði, að það
væri tiltölulega mjög fljót-
legt að reisa húsið eftir að
það er komið á staðinn. Raf-
lagnir hafa þegar verið settar
í veggina og ekki er þörf á að
pússa þá. Útveggir hússins
eru talsvert þykkari en inn-
veggirnir og hefur verið
steypt í þá plasteinangrun.
Þak hússins, sem á að verða
úr timbri verður smíðað á
staðnum. Húsið er 140—150
Húsið reist.
stjóra til flutningsins, en það
hefði fengizt með þeim fyrir-
vara, að krani sá, sem nota
átti við að reisa húsið, yrði
ekki fluttur austur. Varð því
að notast við minni krana.
Höskuldur sagði að ekki væri
beinn peningasparnaður við *
að byggja hús á þennan hátt
og flytja það, en að því væri
talsverður tímasparnaður.
Auk þess væri dýrara að
STAKSTEI\\l»
Líiið lagðist fyrir
kappann
Hannibal Valdimarsson var
cndurkosinn forseti Alþýðusam-
bands íslands á nýafstöðnu
þingi þess. —
Venjulega er
því svo farið,
þegar samtök
velja sér odd-
vita, að kosning
hans er um leið
stuðningur við
stefnuskrá fram
bjóðandans. Svo
einkennilega
kosningu háttað,
að Hannibal Valdimarsson kom
engu stefnumáli sínu fram á
þinginu. Hafði hann þó lýst því
yfir mjög digrurbarkalega, að
hann gæfi ekki kost á sér til
forsetatignar, næðu ákveðin at-
riði ekki fram að gnnga á þing
inu. Kvaðst hann gera það að
algeru skilyrði.
En Moskvukommúnistar og
Framsóknarmenn héldu garpn-
um í heljargreipum, og tillögur
Hannibals urðu ekki að lcgum.
Þá rann hetjan á sj,óru orðun-
um og kvaðst gefa kost á sér að
nýju „fyrir þrábeiðni samstarfs-
manna“.
Valdlaus vegtylla?
Hannibal Valdimarsson lagði
mjög ríka áherzlu á það í setn-
ingarræðu sinni á þinginu, að
hlutfallskosningar yrði að taka
up við stjórnarkjör ASÍ. Hann
gerði það og að skilyrði fyrir
því, að hann gæfi kost á sér til
forsetakjörs, að tillögur hans um
hækkaffar tekjur ASÍ yrðu sam-
þykktar.
En hvernig fór?
Moskvukommúnistar máttu
ekki til þess hugsa, að hlutfalls
kosningar yrðu teknar upp.
Sovétmálgagnið „Þjóffviljinn'*
snerist öndvert gegn hugmynd-
inni, og H.V. gafst upp við að
berjast fyrir helztu hugsjón
sinni. Tillögur hans um hækkuð
gjöld runnu út I sandinn.
Það má vera geðlítill maður,
sem lætur kjósa sig leiðtoga sam
taka, eftir að þau hafa hundsað
öll mál hans, er hann kvaðst ætla
að bera fram til sigurs og gerffi
raunar aff algeru skilyrffi fyrir
áfriamhaldandi setu í forsetastól.
Er nú svo komiff fyrir Hanni-
bal Valdimarssyni, aff hann unir
því að vera valdalaus vegtylla,
toppfígúra, handbendi Moskvu-
kommúnista og Framsóknár-
mann.i, — til þess eins að fá aff
velgja forsctastólinn lengur?
Dómstóllinn í
Moskvu
Hin samvirka forysta íslenzkra
kommúnista kom skemmtilega í
ljós fyrir nokkru, er tveir fund
ir voru auglýstir hlið viff hlið
á forsíðu „Þjóðviljans“. Báffa
átti að halda sama kvöldið og
á sama tíma. Annar var fundur
í MÍR, „Menningartengsl íslands
og Ráffstjórnarríkjanna“, en
hinn í KÍM, „Kínversk-íslenzka
menningarfélaginu“.
Þetta auglýsingastríff minnir á
ummæli B.B. frá Hofteigi um för
Einars Olgeirssonar og félaga
austur til Moskvu nú fyrir
skemmstu: „Mig grunar — þótt
ég viti það ekki — að þeir hafi
á fundum sínum eystra fjallað
um mál, sem enginn flokkur
þarf að ræffa við annan flokk
. . . . mál, sem enginn flokkur
ræðir við annan flokk, nema að
hann telji hann algeran sam-
herja sinn eða jafnvel dómstól
sinn“.