Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 11
í>riðjudagur 24. nóv. 1964 M0RGUNBLAÐ1 11 INNLENT LÁN RÍKISSJÓÐS ÍSLANDS 1964 VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI ÚTBOÐ Fjármálaráðherra hefur ákveðið að nofa heimild í lögum frá 20. þ. m. fil þess að bjóða úf 50 milljón króna innlent lán * ríkissjóðs með eftirfarandi skilmáfum: SKILMÁLAR 1. GREI N Hlutdeildarbréf lánsins eru nefnd spariskírteini, og eru þau Öll gefin út til handhafa. Þau eru í þremur stærðum, 500, 2.000 og 10.000 krónum, og eru gefin út í töluröð eins og segir í oðalskuldabréfi. 2. GREI N Skírteinin eru lengst til 10 ára, en frá 10. janúar 1968 er hand- hafa í sjálfsvald sett, hvenær hann fær skírteini innleyst. Vextir greiðast eftir á og í einu lagi við innlausn. Fyrstu 5 árin nema þeir 6% á ári, en fara síðan hækkandi, eftir því sem handhafi i dregur innlausn, og verða tæplega 9,2% á ári síðasta ár láns- tímans. Innlausnarverð skírteinis tvöfaldast á 10 árum og verður sem hér segir að meðtöldum vöxtum og vaxtavöxtum: Skírteini 500 kr. 2.000 kr. 10.000 kr. Eftir 3 ár 596 2.384 11.920 —— 4 ár 631 2.524 12.620 — 5 ár 669 2.676 13.380 — 6 ár 719 2.876 14.380 — 7 ár 777 3.108 15.540 — 8 ár 843 3.372 16.860 — 9 ár 916 3.664 18.320 — 10 ár 1.000 4.000 20.000 Við þetta bætast verðbætur samkvæmt 3. gr. 3. GREIN Við innlausn skírteins greiðir ríkissjóður verðbót á höfuðstól, vexti og vaxtavexti í hlutfalli við þá hækkun, sem kann að hafa orðið á vísitölu byggingarkostnaðar frá útgáfudegi skír- teinis til gjalddaga þess (sbr. 4. gr.). Hagstofa íslands reiknar vísitölu byggingarkostnaðar, og eru núgildandi lög um hana nr. 25 frá 24. apríl 1957. Spariskírteinin skulu innleyst á nafn- verði auk vaxta, þótt vísitala byggingarkostnaðar lækki á tímabilinu frá útgáfudegi til gjalddaga. Skírteini verða ekki r innleyst að hluta. Spariskírteinin verða til söíu í öllum bönkum, bankaútibúum, I stærri sparisjóðum og hjá nokkrum verðbréfasölum í Reykja- i yík. Geta væntanlegir kaupendur keypt skírteini gegn bráða- birgðakvittun frá og með mánudeginum 23. nóvember n.k., en skírteinin verða tilbúin til afhendingar í Reykjavík frá og með 1. desember n.k. Afhending þeirra utan Reykjavíkur.hefst nokkrum dögum seinna eftir því sem samgöngur leyfa. 4. GREI N Fastir gjalddagar skírteina eru 10. janúar ár hvert, í fyrsto sinn 10. janúar 1968. Innlausnarfjárhæð skírteinis, sem er höfuðstóll, yextir og vaxtavextir auk verðbótar, skal auglýst í nóvember ár hvert í Lögbirtingablaði, útvarpi og dagblöðum, í fyrsta sinn fyrir nóvemberlok 1967. Gildir hin auglýsta inn- lausnarfjárhæð óbreytt frá og með 10. janúar þar á eftir allt árið fram að næsta gjalddaga fyrir öll skírteini, sem innleyst eru á tímabilinu. 5. GREI N Nú rís ógreiningur um framkvæmd ákvæða 3. gr. um greiðslu verðbótar á höfuðstól og vexti, og skal þá málinu vísað til nefndar þriggja manna, er skal þannig skipuð: Seðlabankl íslands tilnefnir einn nefndarmann, Hæstiréttur annan, en hagstofustjóri skal vera formaður nefndarinnar. Nefndin fell- ir fullnaðarúrskurð í ágreiningsmálum, sem hún fær til með* ferðar. Ef breyting verður gerð á grundvelli vísitölu bygging- arkostnaðar, skal nefnd þessi koma saman og ákveða, hvernig vísitölur samkvæmt nýjum eða breyttum grundvelli skull téngdar eldri vísitölum. Skulu slíkar ákvarðanir nefndarinnat vera fullnaðarúrskurðir. 6. GREl N Skírteini þetta er undanþegið framtalsskyldu og er skattfrjálsV á sama hátt og sparifé, samkvæmt heimild í 3. gr. nefndra laga um lántöku þessa. 7. GREI N Innlausn spariskírteina fer fram í Seðlabanka íslands. Eftir* lokagjalddaga greiðast ekki vextir af skírteinum, og engin verðbót er greidd vegna hækkunar-vísitölu byggingarkostn- aðar eftir 10. janúar 1975. 8. GREI N Allar kröfur samkvæmt skírteini þessu fyrnast, sé þeim ekki lýst hjá Seðlabanka íslands innan 10 ára, talið frá 10. janúar 1975. 9. GREI N Aðalskuldabréf lánsins er geymt hjá Seðlabanka íslands. 21. nóvember 1964 SEÐLABANKI ISLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.