Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 24. nóv. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 17 Stúdentafimdiir um leikhúsmúl Af fundinum. Frá vinstri: Stein grímur J. Þorsteinsson, prófessor, Haraldur Björnsson, leikari; Njör ður P. Njarðvik, ritstjóri og kona hans, frú Bera ÞórLsdóttir. ALMENNUR umræðufundur um leikhúsmál var haldinn á sunnu dag í Sigtúni á vegum málfunda nefndar Stúdentaráðs Háskóla tslands. Frummælendur voru Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleik- hússtjóri; Sveinn Einarsson leik hússtjóri Leikfélags Reykjavík- ur, og Þorleifur Hauksson, stud. mag. Fundurinn var geysi- fjölmennur og bersýnilegt, að fólk kom á hann fullt áhuga, enda voru þarna saman komnir auk stúdenta margir helztu leik- arar og leikhúsmanna borgarinn- ar. Hins vegar urðu umræður mun dauflegri en búast hefði mátt við, einkum er líða tók á fundinn. Guðlaugur Rósinkranz talaði fyrstur framsögumanna. Hann ræddi mjög um hlutverk leik- hússins í þjóðfélaginu. T.d. sagði hann: „Höfuðverkefni ábyrgs leikhúss hlýtur fyrst og fremst að vera að sýna áhorfendum inn í djúp mannssálarinnar og skýra á listrænan hátt sem flest við- fangsefni og vandamál mannlegs lífs. Leikhúsgesturinn á að geta farið úr leikhúsinu vitrari og ibetri heldur en hann kom. Flest ir kjósa heldur að sjá hið góða og fagra. Ef leikhúsið sýndi allt- af glansmyndir úr lífinu í stað raunsærra, sýndi það falska lífs mynd. List ljótleikans og list tfegurðarinnar og gleðinnar verð ur að vera nokkuð jöfnum hönd- um í því leikhúsi, sem vill leitast við að vera nokkurs konar speg- 111 mannlífsins og samtíðarinn- ar. Það getur ekki talizt nein goðgá hjá leikhúsi, sem telur sig listrænt leikhús, iþótt það öðru hvoru hregði á glensi og igamni, sýni það sem fyrst og tfremst gleður augu og eyru á- horfenda, svo að þeir gleymi sér um stund í ævintýraheimi hand an fortjaldsins. — Þar sem um (þjóðleikhús, leikhús þjóðarinnar er að ræða, verður það að teljast skylt og rétt, að sem flestir þegn ar þjóðfélagsins fái eitthvað að sjá við sitt hæfi.“ Þá rakti Guðlaugur nokkuð starfsemi Þjóðleikhússins og þau iþáttaskil, sem opnun þess hefði valdið í íslenzku leiklistarlífi. Hann kvað Þjóðleikhúsið hafa sýnt alls 134 verk á þeim 15 ár- um, sem liðin eru frá því það tók til starfa. Auk þess hefðu komið til landsins á vegum Þjóð leikhússins 28 gestaleikflokkar frá 13 þjóðum, sem sýnt hefðu sígilda og þjóðlega list, leikrit, óperur og balletta. Guðlaugur fjallaði nokkuð um verk erlendra stórsnillinga, sem tekin hafa verið til sýninga í Þjóðleikhúsinu og sagði frá þeim sjónarmiðum, sem ríktu í vali þeirra. Þá sagði hann, að það væri að sjálfsögðu eitt af höfuðverkefnum Þjóðleikhúss, eð sýna innlend leikverk líðandi stunda, svo sem efni stæðu til. En hann kvað aðeins lítinn hluta þeirra leikrita, sem hærust, vera Ihæf til sýningar, og stundum væri og álitamál, hvort sum þeirra leikrita, sem til sýningar hefðu verið tekin, væru í raun •g veru sýningarhæf. Þjóðleikhússtjóri kvað vel hafa verið fylgzt með leikbókmennt- tim nútímans og Þjóðleikhúsið hafa sýnt fjölmörg leikrit er- lendra höfunda, nýstárleg leik- húsverk, sem vakið hafi alþjóða •thygli. Þá kvað hann sérstaka éstæðu til að ræða sýningu „My tfair lady", sem ýmsir hefðu bar- izt svo skelegglega gegn að sýnt yrði hér. Leikhúsgestir hefðu greinilega verið á nokkuð ann- •rri skoðun, þar sem um 45 þús. Hvanns hefðu séð „My fair lady“ og leikhúsið hefði hagnazt um 2,2 milljónir króna fyrir vikið. Guðlaugur kvað mönnum og hætta við að gleyma því, að nauð synlegt væri hverju leikhúsi að sýna endrum og eins verk, sem góða aðsókn hlytu og gæfu skild ing í aðra hönd. Sá hagnaður, sem af þeim sýningum hlytist, gerði leikhúsum einmitt kleift að færa upp önnur verk, sem fram- ar stæðu að listrænu gildi. Þá drap Guðlaugur á starfsemi Leiklistarskóla Þjóðleikhússins, sem stofnaður var árið 1950 og starfar sem síðdegisskóli með tveggja ára námstíma. Kvað hann þörf þessa skóla hafa sann azt áþreifanlega, þar sem allir yngri leikarar Þjóðleikhússins og flestir hjá Leikfélagi Reykja- víkur og Grímu væru nemendur úr Leiklistarskóla Þjóðleikhúss- ins. Þá kvað hann marga þess- ara nemenda auk þess hafa starf að úti um land og hjálpað áhuga mannafélögum við uppsetningu leikrita. Þjóðleikhússtjóri lauk máli sínu á þessa leið: „Það er ekki æskilegt að hafa kyrrð um leik- húsið. Afskiptaleysi og logn- molla í kringum leikhúsið væri hættulegt, en hins vegar vænti ég þess, að öll gagnrýni verði byggð á rökum, flutt af dreng- skap og í þeim tilgangi einum að efla og bæta þá list, sem vér vinnum að og unnum af alhug.“ L. R. EKKI OFAUKIÐ Sveinn Einarsson kvaðst vona, að til þessa fundar hefðf ekki verið efnt í því augnamiði að koma af stað metingi milli tveggja aðalleikhúsa borgarinn- ar, enda væri það varla góðu leikhúsfólki að skapi, á hvoru sviðinu sem það starfaði. Hins vegar kvaðst Sveinn ekki geta orða bundizt um málefni, sem formaður Þjóðleikhúsráðs hefði tjáð sig um í vígsluræðu „Litla sviðsins". en formaðurinn hefði gefið í skyn eða • vikið að því orðum, að Reykvíkingar þyrftu ekki á öðru leikhúsi að halda en Þjóðleikhúsinu. Sveinn kvað ekki saka að minna á þá stað- reynd að um 15 ára skeið hafi starfað samhliða í Reykjavík 2 leikhús, auk Grímu, sem hefði nú þegar unnið virðingarvert starf. Væri ekki ósennilegt, að annaðhvort þessara leikhúsa væri búið að geispa golunni, hefði þess ekki verið þörf. Þá kvað hann þetta leikhús, sem form. Þjóðleikhúsráðs teldi of- aukið, hafa á síðastliðnu leikári haft 150 sýningar með 80%— 90% sætanýtingu, svo að notað væri flugfélagamál. Fyrir 20 árum kvað Sveinn um 5 til 7 verk hafa verið tekin til sýningar í Reykjavik á vetri. Nú væru um 20 uppfærslur og að- sókn hlutfallslega ekki miklu minni en fjölbreytnin meiri. Varpaði hann fram þeirri spurn- ingu, hvort samleikur og mót- leikur leikhúsanpa tveggja í þessi 15 ár hefðu ekki orðið til þess að örva þessa þróun. Hitt gæti verið, að formanni Þjóðleik húsráðs væri það þyrnir i aug- um, ef Leikfélag Reykjavíkur eignaðist nýtt sómasamlegt leik- hús — borgarleikhús — nú, þeg ar Iðnó á að víkja fyrir ráðhús- inu, en aðstöðumunur leikhús- anna yrði vitaskuld minni við þetta. Formaður Þjóðleikhúsráðs hefði sagt í umræddri ræðu, hélt Sveinn áfram, að í Þjóðleikhús- inu hefði verið mest og bezt leik ið. „Ég býst við því að til þess hafi verið ætlazt með stofnun Þjóðleikhússins“, sagði Svenn, „enda er þar önnur aðstaða til listiðkunar en islenzkir leikarar höfðu fram til 1950. Hver sem árangurinn hefur orðið, kann svo að virðast smekksatriði og sízt vil ég kasta rýrð á það ágæta listafólk, sem við Þjóðleikhúsið starfar eða hefur starfað og oft hefur iljað mér um hjartað með list sinni. Ég fékk ekki skilið af orðum formanns Þjóðleikhúsráðs að hann teldi ekki að aðstaða leikaranna við Þjóðleikhúsið hefði orðið til að efla listræna getu þeirra. Og þá fæ ég heldur ekki skilið — og það satt að segja, hvaða skoðun sem formað ur Þjóðleikhúsráðs hefur á því máli — að bætt aðstaða Leik- félagsleikaranna yrði til að gera iþeim betur fært að þjóna list sinni og þannig til eflingar leik- listar- og leikmenningarlífi þjóð arinnar.“ Sveinn kvað um 20 leikrit, sem nú eru sýnd á vetri, ekki vera lakari frá menningarlegu sjónarmiði en hin 7, sem sýnd voru fyrir 20 árum. Meiri mögu- leikar væru nú til að kynna er- lend verk, sem fjalla um spurn- ingar líðandi stundar og við slík verkefni hefðu leikhúsin lagt stórum meiri rækt en áður. Mörg þessara verkefna hefðu verið raunsæ að formi, en það hafi til skamms tíma verið styrkur ís- lenzkra leikara. Þó kvaðst Sveinn vera þeirrar trúar ,að þarna sé að verða breyting á og mönnum að opnast nýir heimar, enda hafi íslenzkir leiklistar- menn sýnt að þeir hafi aðrar stíl tegundir á valdi sínu en raunsæi legan leikmáta. Þá fór Sevinn nokkrum orð- um um íslenzka leikritun. Kvað hann menn hafa gert sér von um nýja grósku í henni við komu Þjóðleikhússins, en svo hafi ekki orðið. Þó sagðist hann búast við, að miklu meira væri að gerast í leikritun okkar á þeim áratug, sem nú er að líða. Sveinn kvaðst harma það, hve mjög skorti á að gagnrýnendur reyni að kryfja til mergjar ís- lenzk leikhúsverk og fjalli um þau með bókmenntalegri og sviðs legri skilgreiningu. Hins vegar sagði hann bókmenntalega ana- lysu þeirra hnitmiðaðri, þegar um væri að ræða erlend verk, sem aðrir hefðu ritað um áður. En hér væru þeir einir til þess starfa og því þeim mun mikil- vægara að fjalla ýtarlega um verkin. Ábyrgir gagnrýnendur eiga að hafa áhrif á þróun í leik ritun engu síður en leikhúsin. Þó kvað Sveinn ábyrga leikgagn rýni fara batnandi. Að lokum kom Sveinn að leik- listarfræðslu, sem hann kvað enn þurfa að efla mjög, ef leik- listarskólarnir eigi að veita nem- endum sínum þá alhliða þjálf- un og menntun, sem nútímaleik ara sé nauðsynleg. Útlendur leik húsmaður, sem hingað kæmi til að finna að, mundi einna fyrst taka eftir því, hve hér er margt um mikilhæfa leikara og hversu margir þeirra berjast við tækni- lega erfiðleika. Fyrr verði ekki skynsemd í þessum hlutuim en leiklistarskólarnir verði jafngild ir öðrum skólum, sem krefst alls tíma nemandans, en ekki kvönd námskeið samhliða annarri vinnu. LEIKSTJÓRAR HUGMYNDA- LAUSIR OG LEIKARAR AGALAUSIR Þorleifur Hauksson fjallaði fyrst um stöðu leiklistarinnar: „Leiklist hefur verið nefnd list nútímáns, sú listgrein, sem höfð ar mest til nútímafólks. Tímabili hinna löngu skáldverka í bókar- formi virðist vera að mestu lokið. Hraði og asi nútímaþjóðfélags gefur lítið tóm til þess að til- einka sér umhverfi og söguþráð slíkra verka við lestur, menn kjósa heldur að sjá atburðina ljóslifandi fyrir sér á leiksviði eða kvikmyndatjaldi, enda er það óneitanlega þægilegra og á- reynsluminni afþreying.“ Þorleifur kvað baráttuna um hylli leikhúsgesta, sem ríki milli leikhúsanna tveggja í Reykjavík hafa verið mikla lyftistöng léik- listarlífinu, eftir stofnun Þjóð- leikhússins. Hún hefði örvað leik húsin til að vera vandlátari í leik ritavali, seilast lengra til fanga og kynna ýmislegt nýtt og áður óþekkt hér á landi. Hins vegar sagði hann að leikstarfsemi úti um land hefði víðast hvar staðið í stað. Kvað Þorleifur t.d. sorg- lega fárra góðra grasa kenna í skrá yfir verkefni leikfélaga utan Reykjavíkur, sem hann hefði meðferðis. Sömu leikritin virtust leikin af Bandalagsfélögunum ár eftir ár. Undantekningar kvað hann þó vera Leikfélag Sauðár- króks, Dalvíkur og ekki sízt Ak- ureyrar. Þá gagnrýndi Þorieifur mjög leikskólana í Reykjavík og kvií þá veita afar takmarkaða mennt un. Ekki sízt væri það nokur býræfni, er nýútskrifaðir leikar ar færu til næstu kaupstaða og settu sjálfir á stofn leikskóla. Enn uggvænlegra sagði Þorleif- ur að ástandið væri í menntun leikstjóra. Hefði margra ára skeytingarleysi haft þau áhrif, að nú væri hér tilfinnanleg vöntun vel menntaðra leikstjóra. Kvað hann það enga bót á þessu, að senda leikstjóra utan á nokkurra vikna námskeið. Háskólastúdent- ar væru kostaðir til margra ára náms erlendis til undirbúnings lífsstarfs síns, en leikstjórar að- eins nokkrar vikur. Þá fór Þor- leifur nokkrum orðum um hlut- verk leikstjóra og vinnubrögð. Hann kvað þá einkum skorta frumleika og hugkvæmni. Þeir ættu þó við þá erfiðleika að stríða, að íslenzkir leikarar og aðrir starfsmenn væru oft mjög kærulausir og skorti mjög ábyrgð artilfinningu gagnvart sýning- um. Þá kvað hann agaleysi ríkja mjög meðal þeirra. Að lokum tók Þorleifur til um ræðu reglugerð Þjóðleikhússins, gagnrýndi skipan Þjóðleikhús- ráðs og það, að störf bókmennta ráðunauts skulu vera unnin í hjáverkum. REGLUGERH ÞJÓÐLEIK- HÚSSINS MEINGÖLLUÐ. Njörður P. Njarðvík, ritstjóri, tók til máls næstur á eftir frum- mælendum. Hann sagði, að ís- lenzk leiklist, í ströngum skiln- ingi þess orðs, væri ungt fyrir- brigði í þjóðlífinu. Þjóðin stæði í mikilli þakkarskuld við það fólk, sem gerzt hefði brautryðj- endur islenzkrar leiklistar, því án þrotlausrar baráttu þess við erfiðustu skilyrði væri nú skarð fyrir skildi í menningarlífi lands ins. Með tilkomu Þjóðleikhússins árið 1950 hefði gelgjuskeiði ís- lenakrar leiklistar átt að ljúka, en raunin hefði því miður ekki orðið sú. Helztu ástæðu þessa kvað Njörður vera meingallaða reglu gerð Þjóðleikhússins. Ráðningar tími Þjóðleikhússtjóra væri ekki tilgreindur, né hve lengi ráðið eigi að sitja, enda hefðu aðeins tvær breytingar orðið á því, síð an ráðið tók til starfa. Þrír með limir ráðsins hefðu nú setið í 15 ár og væri tími til kominn að skipta um blóð í því. Þá kvað Njörður Guðlaug Rósinkranz ó- heppilegan forystumann Þjóð- leikhússins. Væri menntun hans á sviði verzlunarmála og hefði hann því ekki búið sig undir það lífsstarf að vera listrænn lei'k- togi, en þess yrði að krefjast af Þj óðleikhússtj óra. Njörður sagði það á allra vit- orði, að Leiklistarskóli Þjóðleik- hússins væri í mestu niðurníðsiu og hefði leikarastéttin því ekki eflzt sem skyldi fyrir atbeina Þjóðleikhússins. Hann kvaðst gagnrýna Þjóðleikhússtjóra og lýsa ábyrgð á hendur honum fyr ir það, að hann skuli leyfa sér að vera skólastjóri Leiklistárskól ans, þar sem hann hafi enga menntun til slíks starfs, en marg ir vel menntaðir leikarar fynnist hér á landi, sem vel gætu ynnt starf þetta af hendi. Að lokum kvað Njörður eink- um vera 5 atriði, sem leysa þyrfti, með tilliti til framtíðar íslenzkrar leiklistar: 1) Breyta þarf reglugerð Þjóð leikhússins til þess að þar fáist betri og skynsamlegri st j órnarhættir. 2) Laga þarf enn til muna Ieik listarskóla þess og athug'a, hvort ekki sé rétt að stofna sérstakan leiklistarsikóla Framh. á bls. 25

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.