Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLADIÐ Þriðjudagur 24. nóv. 1964 Lokað í dag vegna jarðarfarar. Bílamarkaðiirinn Brautarholti 22. Faðir okkar SIGURÐUR g. magnússon Bergstaðastræti 63 andaðist í Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 21. þ. m. Bíbi Atanían, Magnús Sigurðsson. Maðurinn minn, BJÖRN JÓHANNESSON fyrrverandi bæjarfulltrúi, Hafnarfirði, andaðist 22. nóvember síðastliðinn. Jónína Guðmundsdóttir. Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar SIGURÐUR JÓNASSON úrsmiður frá Borg, andaðist á Landsspítalanum 23. þessa mánaðar. Matthildur Stefánsdóttir og börn. Eiginmaður minn MAGNÚS SVEINSSON frá Kirkjubóli, Staðardal, Strandasýsiu, andaðist í Landsspítalanum sunnudaginn 22. nóv. sl. Útförin auglýst síðar. Þorbjörg Árnadóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÍMONÍA SIGURÐARDÓTTIR andaðist að heimili sínu Álftröð 7, Kópavogi, 22. þ. m. Börn, tengdabörn og barnabörn. ELÍNBORG BJARNADÓTTIR Sunnuhvoli, Vatnsleysuströnd, fyrrum húsfreyja á Arnarstöðum, Hraungerðishreppi, lézt í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði aðfaranótt 21. nóv. Vandamenn. Útför móður okkar SIGRÍÐAR JÓNSDÓTTUR frá Fáskrúðsfirði fer fram miðvikudaginn 25. þ.m. kl. 10,30 f.h. frá Fossvogskirkju. — Blóm afbeðin en þeim, sem vildu minnast hinnar Iátnu, er vinsamlegast bent á Dvalar- heimili aldraðra sjómanna. Athöfninni verður útvarpað. Börn, tengdabörn og barnabörn. Innilega þökkum við öllum þeim, sem auðsýndu okk- ur vináttu við andlát og útför litla sonar okkar og bróður EGGERTS ÍSAKS Sesselja Erlendsdóttir, Eggert ísaksson, Ellert Eggertsson, Erla María Eggertsdóttir, Guðbjörg Edda Eggertsdóttir. Innilegt þakklæti til allra er auðsýndu okkur vin- áttu og samúð við andlát og jarðarför konu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ÞÓRUNNAR GUÐMUNDSDÓTTUR Kristmann Ágúst Runólfsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum hjartanlega öllum þeim, sem auðsýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför elsku litla drengsins okkar JÓNS VIKTORS OTTÓSSONAR Kristrún Grímsdóttir, Ottó Viktorsson og sytkini hins látna. Islenzlc saga um knaftspyrnudreng og 10 aðrar barna- og unglingabækur SETBERG gefur út 11 barna- og unglingabækur á þessu hausti og eru þær allar komnar út. Mörg undanfarin ár hefur útgáfufyrir- tækið komið með um tug slíkra bóka á hverju ári, og mun halda því áfram að því er Arinbjörn Kristinsson, tjá’ði fréttamanni Mbl. Telur hann nauðsynlegt að hafa bækurnar það mangar, til að koma upp góðum barnabóka- lager sem skólar og söfn vita af, og hafa bækur við hæfi allra aldursflokka. En okkur vantar tilfinnanlega fleiri íslenzkar barnabækur sagði Arnbjörn. Bækurnar, sem eru komnar út í ár, eru þvi fjölbreyttar, ætlað- ar börnum allt frá 6 ára og við hæfi unglinga. Meðal bókanna er ein ný drengjasaga „Knattspyrnudreng- urinn“ eftir íslenzkan hötfund, Þóri S. Guðbergsson og er þetta fyrsta bók hans. Þórir er 25 ára gamali Reykvíkingur, stúdent og kennari að menntun og starfar- mikið með ungum drengjum í íþróttahreyfingunni og í KFUM. Undanfarna 3 vetur hefur hann verið starfsmaður hjé Sambandi ísl. kristniboðsfélaga og sjö sum- ur í sumarbúðum KFUM í Vagla skógi, þar sem hundruð drengja hafa dvalizt. Bók hans er saga um heilbrigða drengi í starfi og leik og er knattspyrnan þeirra líf og yndi, en keppnin hörð og stundum skerst í odda. Þórir S. Guðbergsson. urðardrottningin“ eftir Sylvia Edwards er önnur bók sem Guð- rún þýðir og er hún ætluð stúlk- um á aldrinum 12—16 ára, spennandi æfintýrabók úr nýjum bókarflokki sem heitir „Bæk- urnar um Sally Baxter fregnrit- ara“. „Anna Maria trúlofast’* eftir Evi Bögenæs er unglinga- bók fyrir stúlkur á aldrinum 13 til 16 ára. Hana þýddi Sigurður Gunnarsson. Og þá kemur önnur bókin um Ernu og Ingu Láru eftir Margarethe Haller, höfund bókanna Disa Dóra, Fríða fjör- kálfur, Erna og skólasystur. Frægir menn heitir bókaflokk- Ur hjá Setberg, en í honum hafa komið út áður bækur um Albert Sohweitzer, Edison, og Friðþjóí Nansen. Ritstjóri og þýðingu ann ast Freysteinn Gunnarsson. Nú er komin út fjói'ða bókin, Henry Ford eftir Sverre S. Amundsen, prýdd mörgum myndum og á- kjósanlegt lestrarefni fyrir ung- linga á aldrinum 12—16 ára. Tvær bækur eftir Richmal Crompton, „Grímur og leynifélag ið,“ og „Grímur grallari — njósn arinn mikli“, feoma út í ár og eru það 5. og 6. bókin um Grím grallara, sem hæfa börnum frá 9—12 ára. Og loks er bókin „Lási gerist leikari" eftir Sivar Ahi- rud með sömu sögúhetjum, sern í „Vinstri útherji" eftir sama höf und, þeim Geira og Lása, en i henni kémur nýr strákur til sög- unnar, Hávarður frændi þeirra. Mikil hey - búvöru- verð - félagslíf „Pabbi segðu mér sögu“ er sú bókin sem ætluð er yngstu börn- unum, á aldrinum 6—10 ára. Vil bergur Júlíusson valdi sögurnar, sem eru þýddar eða lagfærðar fyrir börn og staðhæfðar. Eru þetta stuttar skemmtilegar sög- ur fyrir þá sem eru að byrja að lesa sér til gamans og er bókin prýdd teikningum eftir Bjarna Jónsson. Margir fullorðnir „strákar" þekkja Sandhóla-Pétur eftir, A. Chr. WestergaEird sem kom út fyrir 25 árum í þýðingu Eiríks Sigurðssonar. Arnbjörn hjá Set- bergi hefur gert nokkuð að því að gefa út aftur þær barna- og unglingabækur sem honum þótti sjálfum mest gaman að sem dreng og hefur það gefizt vel. Sandhóla-Pétur er ein af þeim. Kemur nú út fyrsta bindið, mynd skreytt af Halldóri Péturssyni. Æfintýri Sandhóla-Péturs eru mjög spennandi, og boðskapur- inn í bókinni hollur. Þessi bók er talin henta drengjum 11—15 ára. Flestar barna- og unglingabæk urnar eru eftir norska og þýzka höfunda og þýddar á íslenzku. Af þeim má nefna „Skólaástir" eftir Signe Utne í þý’ðingu Guð- rúnar Guðmundsdóttur, sem fjall ar um æskufólk í menntaskóla og er ætluð stúlkum á aldrin- um 13—18 ára. „Dularfulla feg- Seljatungu, 7. nóv. VEDRÁTTA er hér mild, en um- hleypingasöm. Úrkoma mikil og fremur óhægt með ýmis útiverk. Staðreynd er hins vegar að nú er oft hlýrra en var í fyrrihluta júlímánaðar en þó getur ekki annað talizt en að sumarið hafi verið hér fremur gott, grasspretta ágæt og nýting heyja bærileg. Heymagn víðast meira en nokk- urntíma áður, eða svo er það hér í sveit. Forðagæzlumaður hefur á vegum sveitarstjórnarinn ar nýlega lokið við að mæla hey- birgðir hér í hreppnum og reynd ust þær að meðaltali ýfrið næg- ar. Einstaka bændur hafa geysi- legar birgðir af heyjum og eru það að sjálfsögðu helzt þeir, er mestan dugnað hafa sýnt í tún- ræktun undanfarin ár. Æ gjörist nú vonminna með hverju árinu að afla heyja af ræktuðu landi, enda hefur ríkisvaldið með lög- gjöf komið þar myndarlega á móts við staðreyndir. Skurðgrafa hefur verið hér að verki í sveitinni um langan tíma og grefur og markar skurði á vegum Flóaáveitunnar og við- komandi einstaklinga. Jarðir losna hér úr ábúð smám saman og eru nú 10 jarðir ábúðar lausar er allar voru í ábúð árið 1945. Ýmsar persónulegar ástæð- ur valda slíku og skulu þær ekki ræddar af mér. Hitt er staðreynd að, sumar þessara jarða hafa ekki möguleika til þess að bera þau bú er nútíma kröfur heimta. Sumar jarðirnar hafa því lagzt undir aðrar og er ekki nema gott eitt við því að segja þar sem við komandi fær þá meira olnboga- rými til þess að framfleita sín- um umsvifum. Svo sem áður er kunnugt náð ist á þessu hausti samkomulag um verð búvöru, verðlagsgrund- völlinn svonefnda og þar með kjör bænda næsta ár. Vafalaust fagna því allir heilbrigt hugsandi menn að svo vel tókst til, enda þótt það samkomulag sé ekki án skugga fremur en oft áður og alltaf þegar samningar eru gerð- ir. Eða hversu langt ætla bænda leiðtogar að ganga í því að kné- setja mjólkurframleiðsluna? —• Sennilega væri hér miklu ver komið, ef ekki nyti við laga- ákvæðis í Framleiðsluráðslögun- um þar sem bændum einum er meinað að taka einhliða ákvarð anir um verðhlutföll mjólkurS og kjöts. Það er nefnilega stað- reynd að ráðandi löggjafarmeiri hluti hefur hér haft hemil á á- sókn bændaforingjanna til þess að draga möguleika mjólkurfram leiðenda niður. Víst veit ég að auðveldara er að selja sauðfjár- afurðir úr landi heldur en mjólk urvörur og það er þvi eðlilega frekar fagmál en stjórnmálalegt hvað hægt er að gera til þess að breyta svo framleiðsluháttum að þeir, sem áður hafa lagt á- herziu á mjólkurframleiðslu og geta vegna staðhátta ekki tekið upp sauðfjárrækt, komist frá mál inu á skaðlausan hátt. Ekki er það hald mitt, að ég geti beht hér á úrlausn, enda veit ég- að bændasamtökin hafa aragrúa aí ráðunautum, sem vafalaust hafa hugleitt vandamálið og því áð- eins fyrir okkur hlutáðeigahdl bændur að bíða eftir þeirra lausnarorði. Félagslíf er hér ætíð með nokkrum blóma. íþróttaæfingar og keppni allt sumarið út, og íþróttaæfingar og spilamennska þegar haustar og vetur er geng- inn í garð. Að sjálfsögðu er það ungmennafélagið er stendur fyr- ir þessu félagslífi og vinnur með nágrannafélagi, umf. Vöku I Villingaholtshreppi. -Oftast eiriu sinni á vetri halda þessi félög með sér keppni, — spílakeppni, — og er þá spiluð Framsóknar- Framh. á bls. 23 Alúðar þakkir öllum nær og fjær, er sýndu mér vinar- hug á 70 ára afmælisdegi mínum 14. nóv. sl. með heim- sóknum, gjöfum, skeytum og blómum. Guð blessi ykkur. Ingibjörg Hákonardóttir frá Reykhólum. Innilegar þakkir til barna minna, tengdabarna, barna bama og annarra ættingja og vina, er sýndu mér vina- hug í tilefni af 75 ára afmæli mínu 14. nóv. sl. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Magnúsdóttir, Núpum. Hjartans þakklæti sendi ég vandamönnum, vinum og kvenfélagskonum staðarins og öllum öðrum, sem glöddu mig á níræðisafmæli mínu þann 15. þ.m. með heimsókn- um, gjöfum og skeytum. — Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Kristófersdóttir, Bíldudal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.