Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 23
( Þriðjudagur 24. nóv. 1964 MORCUNBLAOIO 23 Norskur reksturs- sérfræðingur á ferð Flutti hér fyrirlestra og veitti ráðleggingar Hjalti Geir Kristjáinsson, Kristján Siffgeirsson og Timo Sarpaneva. SIMON Marcussen, forstjóri Grossistforbundets Rasjonaliser- ingskontor í Osló, var nýlega á ferð hér á vegum Heildverzlun- arinnar Heklu fyrir milligöngu Fél. ísl. stórkaupm. Marcussen er hagfræSingur að mennt, og fyr- irtæki það, er hann veitir for- stöðu, er deild norsku stórkaup- mannasamtakanna. Að því standa um 800 fyrirtæki í Noregi. Hjá fyrirtæki Marcussans vinna margir sérfræðingar á sviði verzlunar og viðskipta, og er srtarf þeirra aðaillega fólgið í því að ráðleggja fé'agsimönniim stórkaupm.samtakanna um allt er Sérstæð sýning glermuna OPNUÐ hefur verið sýning hjá Kristjáni Siggeirssyni h.f. I.augavegi 13 á mjög sérstæð- um glermunum. Ber sýningin nafnið „GL,ER“ og eru sýning armunir gerðir af víðkunnum finnskum listamanni, Timo Sarpaneva. Er sýningin hald- in í hans nafni, enda eru sýn- ingargripir og fyrirkomulag sýningarinnar að hans fyrir- sögn. Var sýning þessi haldin í Stockhólmi í september s.i., en fór þaðan til Parísar, þar sem hún var opnuð í október- mánuði og er nú komin hing- að til Reykjavíkur. Timo Sarpaneva er fæddur í Helsinki ári’ð 1926. Hann stundaði nám í Finnlandi og hefur starfað þar, en sýningar hefur hann haldið víða um heim og listmuni eftir hann er að finna á mörgum viðurkennd um listasöfnum. Glermunasafn hans, sem nú er hafin sýning á hér, er að margra hygigju eitt hið markverðasta, sem fram hefur komið um langan tíma í finnskum gleriðnaði. Hér er um að ræða endumýj- un, sem er ekki aðeins fólgin I nýjum formum, heldur er þetta gagnger nýjung í við- horfinu við gleri og meðferð þess. Listmunirnir eru framleidd- ir hjá Karhula-Ittala glerverk smiðjunum í Finnlandi en for stjóri útflutningsdeildar fyrir- tækisins Ainamo er komin hingað til lands vegna sýning arinnar. Einkaumboð á íslandi hefur Kristján Siggeireson h. f. Sýningin verður opin í dag og næstu viku frá kl. 9 árd. til kl. 10 e. hád. varðar rekstur og fra-mtíðar- skipulag íélaga þeirra. Það er sama hve vel fyrirtækin eru rek in, all'tiaf eru möguleikar á að bæta reksturinn. í Noregi er það reynsla okkar að stæretu og bezt reknu félögin eru beztu við skiptavinir okkar, s*agði Marcus- sen. Hér ér ekki beinlínis um starfsskipulag að ræða, heldur er starf okkar miklu yfirgnpis- meira. Marcussen dva'ldi hér í hálfan mánuð og flutti m.a. fyrinestur um . reksturssikipulag og starf- semi félags síns í Háskólanum. — En að öðru leyti starfaði hann að því að kynna sér rekstur Heildverzlunarinnar Heklu. Starf mitt hér gefur góða mynd af tilgangi okkar, segir hann. Hér kynntist ég reks-tri hverrar d-eildar Heklu, hvernig s'bfnfé nýtist í deildun um og -hvemig vinna skiptist. Einnig kynnti ég mér bókhald dei' d'anna, og hvernig fylgzt er m*eð a/fkomunni frá degi til dags. Þótt ég hafi ekki getað gefið ráð leggingar, sem að gagni koma á stundinni vagna þess að hér er um vel rekið fyrirtæki að ræða, þá hef ég unnið að því að gera áseitlun um framitíðarþróun o-g Meira Ijós RAFVEITUR ríkisins hafa látið fara fram athugun á því, að ef rafveitan væri lengd um 14 til 15 km. út frá Höfðakaupstað, væri hægt að ná til 10 sveita- býla, sem enn hafa ekki fengið orkuna og ljósið frá veitunum og auk þessara 10 bæja eru tveir bæir á þessu svæði í byggð yfir sumarið, oig annar þeirra vildis- jörð, sem ólíklegt er að fari í eyði og þessu til viðbótar er éformað m-eð stofnun nýbýlis á komandi vori. Á bæjum þeim, sem hér um ræðir, eru möguleikar fyrir mikla aukningu landbúnaðar- framleiðslu, og til undirbúnings því að svo megi verða, hafa verið ræstir þar fram nokkur hundruð ha. mýrlendis, sem nú bíða þar með sinn blundandi gróðurmátt. eftir því að jarðræktarmaðurinn komi með sinn töfrasprota og gefi moldinni líf og klæði landið oytjajurtum. Hér veltur því eðeins á því að maðurinn láti sitt ekki eftir liggja. Nú hagar þann- ig til, að á umræddum bæjum er margt af fólki á þeim aldri, að eðlilegt er að það fari að stofna *ér heimili, og veltur þá á miklu, eða jafnvel öllu, fyrir byggðar- Jagið, að aðstaða til heimilis- myndunar sé sem bezt. Fyrir því beini ég máli mínu til raforku- málastjórnar landsins, að hún komi til móts við okkur og veiti rafmagni út á umrætt svæði nú á næsta sumri, út í Skaga- hreppinn. Það myndi mega segja sem svo, að okkur væri ekki vandara um, en öðrum, að bíða þeirra þæginda sem rafmagn- inu fylgja og getur það átt við um ok-kar hina eldri sem aldrei munum flýja atthagana hvað sem á dynur, en gagnvart unga fólkinu sem ég gat um fyrr, gæti það verið of seint, því hér myndi fara sem svo víða annars staðar, að fari það að heiman er óvist um endurkomuna, og þá væri meiningarminna að vera að kosta til fyrir gamla fólkið eitt. Ég veit ekki til að Hag- hreppingar hafi stundað þá bjargræðisvegí að biðja, en nú -gerum við það, og því aðeins að okkur finnst mikið við liggja. Þýzka stórskáldið Göthe hróp- aði til alföður, þegar það sá myritur dauðans nálgast: „Meira ljós“. Nú legg ég orð hans mér í munn og beini þeim til raf-orku- málastjórnar og segi: „Gefið ok-kur meira ljós, meiri orku, meiri hita. Það má segja að ekki sé um lítið beðið, en ég hef þá trú að við munum ávaxta það pund, sem okkur verður fengið. P.trReykjavík, 16. nóv. 1964 Sigurður Björnsson . oddv. vtjorn Sfómannafélags Reykjavíkur sjálfkjörin FRAMBOÐSFRESTUR til stjórn nrkjörs í Sjómannafélagi Reykja- vikur rann út kl. 22 sl. föstudag. Fram kom aðeins einn listi frá trúnaðarmannaráði félagsins, og varð hann því sjálfkjörinn. — í •tjórn fyrir næsta starfsár verða því þessir menn: Formaður: Jón Sigurðsson. Varaform.: Sigfús Bjarnason. Ritari: Pétur Sigurðsson. Gjaldkeri: Hilmar Jónsson. Varagjaldkeri: Kristján Jó- hannsson. Meðstjórnendur: Pétur Thor- arensen og Karl E, Karlsson. í varastjórn: Óli Barðdal, Jón Helgason, Sigurður Sigurðsson. — Mikil hey Framhald af bls. 22. vist og verðlaun veitt. Enda þótt að spilið sjálft sé vitlaust, þá gefur það þó tækifæri til þess að efna til félagsskapar og það er góðra gjalda vert. Allir þurfa á félagsskap náungans að halda og samgöngur í sveitum eru nú ekki lengur Þrándur í götu þess að félagslífi margvíslegu sé hald ið uppi. Leiklist hefur hins vegar lagzt hér niður og er það miður farið en játa verður staðreyndir á því sviði sem öðrum. Gunnar Sigurðsson. Simon Marcussen vöxt félagsins í samráði við for- stjórann og hina ýmsu deildar- stjóra. En margir þeirra eiga yfir 20 ára starfsferil hjá Heklu, sem er ekki nema 30 ára. í Noregi er það vernja stærri fél'a-ganna að láta reglubundið kanna reksturinn, því það vill koma fyrir að félögin staðni með aldrinum. En það er okkar verk efni að koma í veg fyrir að svo fari. Einnig höfuim við tækni- fræðingia, sem leiðbeina við skipulagningu og nýsmíði skrif- stofu- og iðnaðarhúsnæðis, svo og birgðaskemma, en á því sviði hafa orðið miklar framfarir á undanförnum ár- Framh. á bls. 25 Fyrsta stjórn nýstofnaðs félags matráðskvenna á sjúkrahúsum. Standandi, talið frá vinstri: Guð rún Pálmadóttir, formaður, Snji fríður Jónsdótir, gjaldkeri og Jó hanna Ingólfsdóttir, ritari. Sitj- andi eru: Soffía Guttormsdóttir og Sigrún Arnórsdóttir. Matráðskonur á sjúk- rahúsum stoðna lélag Endurbætur á eldhúsum og menntun matráðskvenna aðaláhugamálið NÝLEGA var sett á stofn nýtt félag, Féiag sjúkrahúsmatráðs- kvenna, og hélt félagið sinn fyrsta aðalfund 15. september s.l. Matráðskonur á sjúkrahúsum hafa aldrei haft með sér neinn félagsskap fyrr, hó þær myndi orðið nokkuð stóra stétt. 24 sjúkmhús eru á landinu, þar sem matreitt er fyrir allt upp í 400 —500 manns á dag, eins og á I.andspítalanum, og bæði ráðs- konan og aðstoðarráðskonan á hverjum st-ið geta gerzt félagar í hinu nýja félagi. í stjórn voru kosnir: Guðrún Pálmadóttir á Landspítalanum, formaður; Jóhanna Ingólfsdóttir á Landspítalanum, ritari; Snjá- fríður Jónsdóttir á Reykjalundi, gjaldkeri, og meðstjórnendur: Sigrún Arnórsdóttir á Fæðingar- heimilinu og Soffía Guttormsdótt ir á Kópavogshæli. Fréttamaður Mbl. hitti þær snöggvast að máli og sögðu þær frá aðalmarkmiði hins nýja félags. Markmiðið með stofnun félags- ins er að vinna að framfaramál- um og kjaramálum matráðs- kvenna. Mikill áhugi er t.d. rikj- andi á því að beita sér fyrir ýms- um umbótum í eldhúsum sjúkra- húsanna, sem lítil áherzla hefur verið lögð á. — Við vitum að þetta stendur til bóta með eld- húsin, en okkur þykir langt að bíða eftir því, segja þær. Annað sem félagskonur hyggj- ast beita sér fyrir, er að koma upp sérskóla fyrir matráðskon- ur. Hér hefur ekki verið krafizt nein-nar ákveðinnar menntunar, aðeins ráðnar konur með góða þekkingu á matreiðslu og sjúkra- fæði ekki verið talin sérgrein. Á Norðurlöndum þurfa ráðskonur á slíkum stofnunum að ganga í sérstakan skóla í 2—3 ár, en hafa áður lært matreiðslu í skól- um eða starfi. Slíkum skóla fylg ir verklegt nám í eldhúsum sjúkrahúsanna. Nokkrar íslenzk- ar stúlkur hafa að vísu farið utan til slíks náms, en þæ. nafa þá setzt að úti á eftir. Af þessum sökum er ekkert framboð af með ráðskonum með tilheyrandi menntun og í rauninni ekkert framboð af konum, sem vitja taka þessi störf að sér. Nú telja matráðskonurnar að þörfin fyr- ir konur í slíkar stöður verði brýnni en nokkru sinni með til- komu nýrra sjúkrahúsa. Og hvað gerir stúlka sem vill fá menntun til að verða matráðskona? Meðan engin-n skóli er til hér, getur hún snúið sér til hins nýja félags og fengið upplýsingar. Og ekki er ómögulegt að það geti aðstoð- að hana við að komast á réttan skóla á Norðurlöndum. Vonast félagskonur til að geta unnið málinu gagn með því að gera stúlkum auðveldara að leggja þetta starf fyrir sig og afla sér menntunar í það. Vandræðin að fá konur í' stöð- ur matráðskvenna eru svo mikil nú þegar, segja þær, að sums staðár kemst ráðskonan alls ekki í frí nema einhver leysi hann af fyrir persónulega greiða semi. Og þó stöður á stórum sjúkrahúsum losni, kemur fyrir að engin sæki um þær. — Það gengur auðvitað ekki að byggð- ir séu spítalar, en enginn fáist til að sjá Um matinn þar, segja þær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.