Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 28
28 MORGU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 24. nóv. 1964 f--------------- JENNIFER AMES: "N Hættuleg forvitni <________________J Brett beið herrnar fyrir utan stofnunina þegar hún kom út í kvöldsólina daginn eftir. Hann flýtti sér til hennar: — Þú ert vonandi ekki reið við mig út af því að ég fór til húsbónda þíns, elskan min? Mér datt í hug að ef við töluðum saman eins og tveir skynsamir menn, þá mundi hann gefa eftir loforðið. Ég held líka að mér hafi tekizt að láta hann skilja, hve eigin- gjarn hann hefði verið, að taka svona loforð af ungri stúlku. Enda lét hann undan áður en lauk, og mér finnst að við verð- um að gera okkur dagamun út af því. Ég hef patnað borð á Peninsular Hotel í Kowloon. Þar er ágætur matur og það verður gaman að sitja þar og horfa yfir höfnina. Ódýrasta og falleg- asta jóla- og nýárs- kveðjan til vina og kunningja erlendis lceland Review Græsilegt rit á ensku um fslond og íslendinga. Kostar oðeins 50 krónur. Fæst ■ bókaverzlunum. — En ég er þreytt, Brett, sagði hún og færðist undan. — Ég vildi miklu heldur fara beint heim og leggja mig. En Brett var ósveigjanlegur og loks lét hún undan, með því skil yrði að hún gæti fyrst farið heim og haft fataskifti. Mildred var líkia að hafa fata- skiftL — Ætlar þú út? spurði Mild- red með talsverðu yfirlæti. Hér sérðu stúlku, sem ætlar líka út að viðra sig í kvöld. 28 ' — Það var gaman, sagði Gail. Hana langaði til að spyrja hvort hún ætlaði út með Grant, en gat ekki komið sér að þvL Brett kom eftir hálftíma að sækja hana. Þau óku niður að höfninni, og fóru svo með ferj- unni yfir sundið og létu kvöld- goluna, kæla sig eftir heitan og erfiðan dag. Þau töluðu mikið saman á leiðinni — reyndar var það aðallega Brett, sem hafði orðið, og smámsaman tókst hon uon með glensi sínu og gamni að koma Gail til, svo að loks hreifst hún með og skemmti sér vel. Þau fóru beint í veitingahúsið er þau stigu á land úr ferjUnni. Járnbrautarstöðin var fyrir handan götuna. Þaðan fóru lest ir inn í Rauða-Kína á hverjum klukkutíma — hurfu bak við járntjaldið. I Blaðburðafólk óskcist til blaðburðar í eftirtalin hverfi] H jarðarhagi Skúlagata frá 50-80 Fi'Jkagata Sörlaskjól Túngata Sími 22-4-80 I 1 Þau fóru inn í stóra salinn og þar sat fólk við smáborð og var að drekka te eða kaffi, eða svala drykki. Þau héldu áfram að barn um inn í horninu. Það var rétt- nefni að kalla hann alþjóðlegan samkomustað — þar voru Bret- ar, Ameríkumenn, Frakkar, Kín verjar og allskonar kynblend- ingar við bogamyndaðan disk- inn, sitjandi á háum kollustól um masandi og hlæjandi. Þama var glaumur, sem virtist endur- spegla gjálífið og ólguna í Hong Kong. Það var erfitt að sitja al- varlegur og þegjandi í þessu umhverfi innanum öll hlátra- sköllin. Gail samlagaðist fljótt umhverfinu. Brett bað um tvo þurra Martini, og þau settust á tvo háu kollustólana. Og síðan fóru þau í lyftunni upp í borð- salinn, sem vissi út að höfninni. Ljós var á öllum skipunum, ferj urnar runnu fram og aftur eins og ævintýrafleytur, en bak við sáust milljónir ljósa í Hong Kong. Gail starði á þetta fagra sumarkvöld eins og hún hefði verið lögð í læðing. Hún var svo ung, að hún gat hrist af sér áhyggjumar. Brett sá að fjör ið í henni var vaknað aftur, og þegar hann heyrði hve dillandi hún hló, hélt hann að hann hefði unnið leikinn. En hann hafði vit á að vera ekki of veiðibráður, fyrst um sinn. Hann varð að játa, að hann hafði orðið dálítið hissa á, hve fóstri han var áfram um að hann giftist Gail hið allra fyrsta. Um sjálfan hann var ekki annað en það að segja, að hann var alvar lega ástfanginn af henni, og um leið var hann boðinn og búinn til að þóknast gamla manninum, sem hafði verið honum svo góð- ur og sem var honum svo hjart- fólginn. En samt átti hann bágt með að skilja hversvegná þessu lá svona mikið á. Þeim hafði komið saman um að borða Evrópumat um kvöldið, og hann var mjög ljúffengur: ostur, steiktur urriði, kjúkling- ur með allskonar sælgæti og loks ískaka. Meðan þáu vom að borða silunginn leit Gail kring- um sig og kom auga á Mildred. Hún kom inn með Kalavitch, for stöðumanni stofnunarinnar, sem Gail hafði aðeins einu sinni tal- að við, skömmu eftir að hún kom. Henni kom á óvart að sjá hann þarna með Mildred. Kala- vitch var prúðbúinn og það sóp aði að honum, hæruskotnum með djúpu, brúnu'augun. En hvern- ig gat staðið á því, að hann hafði farið með Mildred hingað Að vísu var það í almælL að hann væri kvenhollur. Mildred brosti til hans með ástleitni og virtist ekki kunna sér læti. Gail féll ekki sem bezt að sjá þau saman, því að henni hafði alls ekki get izt að þessum forstöðumanni stofnunarinnar þessa stuttu stund, sem þau höfðu talað sam- an. Hún hélt áfram að skima, og nú kom hún auga á Wong, sem sat aleinn við borð skammt frá dyrunum. Hann var í svörtum silkifötum með löngum, víðum ermum. Meðan þau voru að bíða eftir kaffinu bað Gail Brett um að afsaka sig, því að hún þyrfti að — Þetta er bara mamma. Hún er að mtnna mig á að ég a trúlofuð Jóni. skreppa í kvenna-fatageymsl- una. Hún varð að ganga fram hjá borði Wongs á leiðinni þang- að. Hann stóð upp þegar hann sá hana og heilsaði mjög vingjarn- lega. Þakkaði henni fyrir að húji hefði sýnt sér þann sóma að líta inn til sín nokkru áður. Hún ætlaði að halda áfram, eftir að hún hafði svarað honum hæ- verskulega, én allt í einu studdi hann á handlegginn á henni og stöðvaði hana. — Afsakið þér, ungfrú Ste- wart, sagði hann. — Ég á tals- vert af fallegum smíðisgripum úr kínversku jade og fílabeini, sem ég hefði gaman af að sýna yður. Það er áríðandi að þér fáið að sjá þetta safn, sagði hann lágt. — Vilduð þér sýna mér þann heiður að heimsækja mig annað kvöld Jú, gerið þér það fyrir mig. Gætum við ekki borð að miðdegisverð saman? Þér meg ið ekki segja nei, ég segi yður það satt, að þér hefðuð gaman af að sjá þetta. Það fór titringur um hana, efl irvænting og ótti í senn. Átti Wong við, að hann hefði eitt- hvað að segja henni? — Já, þakka yður fyrir, mig langar mikið til að koma, sagði hún. — Hvenær dagsins er yður hentugast? Hann stakk uppá klukkan hálf átta, og hún sagðist áreiðanlega skyldu koma. Þegar Gail kom að borðinu aftur spurði Brett hvað Wong hefði viljað henni. Hvernig nú sem á því stóð kynokaði Gail sér við að segja honum að Wong hefði boðið henni heim, en vit- anlega var þetta ekiki annað en bábylja. Og svo sagði hún að Wong hefði stungið upp á, að hún kæmi og skoðaði listmunina hans. Brett hló: — Ojæja, ég ætti líklega ekki að þurfa að vera hræddur um þig fyrir gömlum sérvitringi. Þau sátu nokkuð lengi yfir kaffinu eftir miðdegisverðinn og horfðu á umferðina á höfninni. Mildred og Kalavitch doktor fór út á undan þeim, og á leið- inni út rak Mildred tærnar í eitthvað. Það var næstum að sjá, að hún hefði fengið sér full mik ið neðan í því. Hvað var það sem förunautur hafði gefið henni, — og hversvegna hafði hann gert það? Gail hafði ör- uggt hugboð um, að Kalavitch gerði aldrei neitt nema í ákveða um tilgangi. Gail og Brett voru 1 bezta skapi það sem eftir var kvölds- ins. Þegar bíllinn nam staðar við matsöluna, sem Gail átti heima í, sagði Brett að fóstra sínum þætti vænt um, ef hún vildi koma til miðdegisverðar ein- hvern daginn, og svo nefndi hana ákveðinn dag seinna í vikunnL Gail var þreytt og hún svaf fast og rólega. En henni fannst hún jafn þreytt þegar hún vakn- aði morguninn eftir, og hún hlakkaði ekkert til að eiga að fara að vinna. Grant var mjög fálátur, og þau töluðust ekki mikið við um daginn. En svo urðu þau ein sam an í rannsóknarstofunni síðdeg- is, og þá spurði hann hvort hann mætti óska henni til ham- ingju. — Nei, ég er ekkl trúlofuð, sagði hún. — En mér skildist á Dyson, að bæði þú og hann vilduð komast í hjónabandið, sem allra fyrst. — Ef satt skal segja þá langar mig ekkert til að giftast núna. sagði hún með talsverðri ákefð, — Hver svo sem í hlut ætti! En Grant lét ekki standa upp á sig. — Hversvegna var hann þá að kioma hingað og tefja mig? sagði hann samstundis. — Það hefur kannske verið mér að kenna, sagði Gail hik- andi. — Ég sagði honum nefni. lega, að ég væri bundin við lof- orð mitt næstu tvö árin. Það kæmi ekki til mála að ég gæti breytt nokkuð til næstu tvö árin sagði ég. — En nú hef ég gert hon- um ljóst, að þú ert alveg frjála að því, hvernig þú hagar fram- tíðinni, svaraði Grant. — Ég geri engar kröfur til þín eða vinn- unnar þinnar, umfrarn það sera þú vilt sjálf. KALLI KÚREKI ->f- --K- — ->f— Teiknari: J. MORA (^OMVIMCED THATIT WAS FRAtiKIB WHO PUT THE STOHE UMDER H/S SADDLE, CEC/L CAAJ TH/MK OFOMLY OMEMY TO SHOW H/S FEEUMS-S 1. Þar eð Kalli er alveg viss um að það hafi verið Frikki, sem setti steininn undir hnakkinn á hestinum getur hann aðeins sýnl tilfinnmg- ar sínar á einn hátt. 2. Nú er nóg komið Keli. Teldu i þér tennurnar meðan þú hefur pær því ég ætla að losa þig við þær. 3. Berðu hann Frikki. Náðu þér nú niðri á honum, Keli. Þið hafið verið að drepast úr leiðindum... Nú getið þið lífgað hlutina við. AKUREYRI t Afgreiðsla Morgunblaðs- I t ins er að Hafnarstræti 92, 1 l sími 1905. I / Auk þess að annast þjón- ( l ustu blaðsins við kaupend- t ur þess í bænum, er Akur- í eyrar-afgreiðslan mikilvæg- | / ur hlekkur í dreifingarkerfi j i Morgunblaðsins fyrir Norð- \ urland allt. Þaðan er blaðið 1 t sent með fyrstu beinu ferð- I / um til nokkurra helztu kaup t / staða og kauptúna á Norður- ^ l landi, svo og til fjölda ein- t staklinga um allan Eyjaf jörð 1' t og víðar. !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.