Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 13
T>riff3u(íagur 24. nðv. 1984 MORGUNBLAÐIÐ 13 Brýn nauðsyn að vél- væða síldarsöltunina Samið hefiir verið um sölu á 140 þús. tunnum Suðurlands- síldar. Stofnaður verði sjóður til að greiða fyrir flutningi síldar til söllunarbæjanna MORGUNBLAfHÐ hefur átt tal við Gunnar Flóvenz, fram- kvæmdastjóra Síldarútvegsnefnd ar, og spurzt fyrir um sölu Suður landssíldar ogr önnur þau mál, sem um þessar mundir eru efst á baugi innan síldariðnaðarins. Cunnar saigði: — Búið er að selja samtals um 140 þúsund tunnur af saltaðari Kuðurlandssíld með fyrirfram- 6amningum. Þetta magn er selt til Bússlands, Póllands, Banda- ríkjanna, Svíþjóðar og Danmerk ur. Af þessu magni eru 15 þús- und tunnur flökuð síld. — Auk þessa hafa að undan- iörnu staðið yfir samningaum- leitanir við fleiri viðskiptalönd evo sem Búmeníu, ísrael, Tékkó- slóvakíu og Austur-Þýzkaland. En gert er ráð fyrir, að til þess- ara fjögurra landa verði unnt að selja 70-80 þúsund tunnur. — Til þess að geta afgreitt til allra þeirra landa, sem samið hefur verið við. eða möiguleikar eru á að ná samningum við, mun þurfa rúmlega 300 þúsund uppmældar tunnur af fersksíld. Það er meira magn en sölusamn- ingar hafa nokkru sinni fyrr gert kieift að saitað yrði. — Vegna sívaxandi þátttöku eíldveiðunum við Suð-vesturland undanfarin ár, hafa allir hlutað- eigendur lagt á það mikla á- herzlu, að tryggð yrði fyrirfram eala á sem mestu magni saltaðr- er og hraðfrystrar síldar. -— Þetta hefur tekizt allvel í ár, en því miður hefur það gerzt, ®ð síidveiðarnar hafa gengið mjög illa það sem af er þessari vertíð. Af því leiðir, að vafasamt er, hvort gerðir skuli frekari eamningar um saltsíldarsölur, þar *em mjög áríðandi er að staðið verði við þá samninga, sem þeg- *r hafa verið gerðir. Bala á heilsaltaðri síld — Þó breytir það málinu nokk uð, að Búmenar, og sennilega einnig Austur-Þjóðverjar, munu eamþykkja kaup á heilsaltaðri eíld, en hana er mjög fljótlegt að verka. Þegar mikil síld berst að landi geta söltunarstöðvarnar saitað á sama tíma allt að 50% meira magn atf þeirri síld en venjulegri hausskorinni og slóig- dreginni síld. — Þá eykur það og söltunar- möguleikana, að í flestum fyrir- framsamningunum er nú gert ráð fyrir að halda megi áfram söltun til janúarloka, en áður hafa til- tölulega fáir kaupendur sam- þy>kkt söltun lengur en til ára- móta. — Einniig er útlit fyrir, að sum ir hinna erlendu kaupenda muni fallast á að framlengja samning- ana til loka næsta árs, ef veiði kynni að bregðast á yfirstand- andi vertíð. — Eins og ég hefi þegar minnzt á, heifur vertíðin gengið mjög illa. Veiðarnar hófust óvenju seint og fádæma óigæftir hafa tafið þær. Fleiri sildarleitarskip — Ég vil nota tækifærið og taka sérstaklega fram, að ég tel síldarleit fyrir Suður- og Vestur- landi vera í hinum mesta ólestri. Sama er að segja um allar rann- sóknir á göngum ísienzka síldar- stofnsins. — Það má segja, að síldar hafi hvengi verið leitað nema út af Gunnar Flóvenz. Snæfellsnesi, enda hefur aðeins eitt skip verið að undanförnu við síldarleit og hefur það nær ein- göngu haldið sig á miðunum út af Snæfellsnesi og leiðbeint flot- anum þar. Ég vil taka það fram, að aðstoð þessa skips við síld- veiðiflotann hefur komið að veru legu gagni, enda stjórnað af ágæt um síldarleitarmanni. — Aftur á móti er brýn nauð- syn á því, að eitt til tvö skip til viðbótar verði tafarlaust send til síldarleitar á öllu svæðinu fyrir Suður- oig Vesturlandi, á grunn- miðum og djúpmiðum. Þá er og nauðsynlegt, að sérstökum fiski- fræðingi sé falin yfirumsjón með rannsóknum á íslenzka síldar- stofninum og göngum hans. Á ég þá við síldina, sem hryggnir við Suður- oig Vesturströndina. — Við vitum þegar orðið mjög mikið um göngur og lifnaðar- hætti norsk-íslenzka síldarstofns ins, enda hefur mikilli vinnu og fjármagni margra þjóða verið var ið til þeirra rannsókna. Má þar fyrst og fremst nefna- Bússa, Norðmenn og íslendinga, en dr. Ámi Friðriksson var sem kunn ugt er fyrsti maðurinn, sem kom fram með kenninguna um göng- ur þessa stofns milli Noregs og íslands. — Ég tel, að íslenzka síldar- leitin og síldarrannsóknimar fyr ir Norður- og Austurlandi hafi verið til mikillar fyrirmyndar undir stjórn Jakobs Jakobssonar, fiskifræðings. — En því má ekki gleyma, að á Suður- og Vesturlandi hefur eins og fyrir norðan og austan, verið lagt í óhemju kostnað við byggingu sildarmóttökustöðva á undanförnum árum. Mikill fjöldi fólks er starfandi hjá þessum stöðvum og er því brýn nauð- syn að allt sé gert sem unnt er til þess að tryggja að þær hafi nægjanlegt verkefni. Vélar við síldarsöltun — Annað brýnt verkefni, sem þarf að leysa, er að vélvæða síld- arsöltunina. Undanfarin ár hafa verið gerðar hér sunnanlands margvíslegar undirbúningsathug- anir og tilraunir í þessu skyni. •— Mikinn hluta þeirrar gífur- legu og seinvirku vinnu, sem nú á sér stað við sildarsöltun, má framkvæma með vélum og færi- böndum. Síldina má hausskera í vélum og flokka í vélum. Til- raunir hafa verið gerðar hér syðra með að salta síldina í sér- staklega gerðar þrær og báru þær góðan árangur. — Rússar hófu fyrir nokkrum árum framleiðslu á sérstökum vöðlunar- og pökkunarvélum. Síldarútveigsnefnd hefur nú tek- izt efeir ítrekaðar tilraunir að fá þesar vélar keyptar hjá. þeim í tilraunaskyni og eru þær væntan legar til landsins nú á næstunni. — Séu allar þær vélar, sem ég hef minnzt hér á, ásamt pækili- körum, notaðar sem ein heild á söltunarstöðvunum tel ég að lækka megi framleiðslukostnað- inn og auka afkastagetu stöðv- anna verulega. 3n afkoma þeirra byggist mjöig á því, að unnt sé að taka á móti miklu magni á skömmum tíma þá daga, sem veiðist — þ.e. að söltunarafköst- in séu sem mest í aflahrotunum. „Panik“skrlf og ræður — Þá vildi ég loks koma að þeim vandræðum, sem skapazt hafa í síldarmóttökubæjunum á 8 miijónir fyrir 310 t. af hámeri Bandarikst fyrirtæki leigir færeyskt skip til veiða við Súmalíland FÆREYSKA skipið Skugvur, sem frystir aflann um borð, seldi fyrir skömmu 310 tonn af hámeri í Bremerhaven, en skipið hafði verið að veiðum við Nýfundnaland. Fyrir aflann fengust rúmar 8 milljónir ísl. króna. Útgerðarfélagið, Skipafélagið Föroyar, hafði á prjónunum áætlanir um að senda Skugvar á túnfisksveiðar á Suður- Atlantshafi, en hefur nú hætt við það, þar sem bandarískt fyrirtæki hefir tekið skipið á leigu til túnfiskveiða við Sómaliland og mun það hafa aðsetur í hafnarbæ við Aden- flóann Skipið er leigt í 4—6 mánuði, en fyrir þann tíma mun hið bandaríska fyrirtæki hafa komið sér upp frysti- húsi í Sómalilandi. Skugvur á að afhendast leigjanda í brezkri höfn fyrir áramót. Auk þess að veiða túnfisk á skipið einnig að taka á móti afla annarra skipa og áhöfnin að kenna Sómölum veiði- aðferðir og meðferð aflans. Norðurlandi vegna sildarleysisins þar. — Við íslendingar þekkjum það af biturri reynslu, hve mikil áhætta og örygigisleysi fylgir síld veiðum og síldarvinnslu. Austfirð ingar fengu áþreifanlega að kenna á duttlungum síldarinnar skömmu fyrir síðustu aldamót, er veiðarnar færðust norður fyrir land. Nú hafa Norðlendingar orð ið mjög hart úti vegna síldar- brests fyrir Norðurlandi. — Talað er um atvinnuleysi Oig yfirvofandi fólksflótta frá síldar- bæjunum norðanlands og ráð- stefnur eru haldnar til að ræða, hvað til bragðs skuli taka. Talað er um fjárhagslegt öngþveiti ein- stakra bæjar- og sveitarfélaga og hópum starfsmanna er sagt upp vinnu. Allt gerist þetta um það bil, sem bezta síldveiðisumri í sögu landsins er að ljúka. — í stað þess að grípa til skyn samlegra úrræða og reyna að bjarga þeim miklu verðmætn' sem sköpuð hafa verið í s. bandi við síldarvinnsluna norðan lands, er keppst um að draga kjarkinn úr fólkinu með alls kyns „panik“ skrifum og ræðum. — Á undanförnum áratugum hefur hundruðum milljóna verið varið til bygginga síldarvinnslu- stöðva á Norðurlandi miðað við núverandi verðlaig. Fái þessar stöðvar ekki það lágmarksmagn . f hráefni, sem þær þurfa til þess að reksturinn geti borið sig, tap- ar þjóðarbúið þessum miklu verð mætum. — En þetta yrði ekki nema hluti tjónsins. Margfalt meiri fjármunum hefur verið varið til bygginga og framkvæmda, sem ekki yrði unnt að flytja burtu með fólkinu. Nægir þar að benda á hafnarmanrtvirki, veigi, íbúðar- hús, skóla, sjúkrahús, auk ótelj- andi annarra verðmæta, sem verð laus verða, ef síldarvinnslustöðv arnar verða lagðar niður og fólk ið flytur á brott. Jafnvel sveit- irnar á nágrenni síldarbæjanna munu verða fyrir stórtjóni, ef markaðir fyrir afurðir þeirra 1 síldarbæjunum verða úr sögunni. Flytja verður síldina til söltunarbæjanna — Nei, til þess að koma í veg fyrir öngþveiti í þessum málum er aðeins til ein raunhæf leið, sem unnt er að grípa til í tæka tíð. Síldina verður að flytja til þeirra staða á viðkomandi síld- ■'vinnslusvæði, sem verst verða . vegna fjarlægðar veiðisvæð- -nna hverju sinni. Á ég þá fyrst og fremst við síld til söltunar og frystingar, en það er fyrst og fremst síldarsaltunin, sem mesta atvinnu hefur skapað í síldar- bæjunum norðanlands á undan- förnum árum. — Á sl. vori ræddi ég við nokkra aðila um möguleika á að flytja síld af Austurlandsmiðum til söltunar á Norðurlandi, ef veiði kynni að bregða&t nyrðra. Lagði ég m.a. til, að stofnaður Framh. á b)s. 20. Fá 140 sterlingspund fyrir saltfisktonnið FÆREYINGAR hafa nýlega selt 4 þúsund tonn af saltfiski til italíu fyrir 140 sierlingspund tonnið, cif. í Esbjerg. Fulltrúar Föroya Fisksala og Föroya út- flutningssamtök sömdu við kaup endur í Genúa. Fyrr í ár gerðu Færeyingar samning um sölu á 6 þúsund tonnum til ítaliu og var verðið 110 sterlingspund tonnið fyrir netafisk, en 112 sterlingspund fyrir línufisk. Þá bauðst ítalska fisksölufyrir tækið Salvatore Bonarrigo í Nea pel til að kaupa 850 tonn af salt- fiski í Færeyjum fyrir 142 sterl ingspund tonnið og skyldi fiskur inn afhendast í Færeyjum. Færeyska landsstjórnin synj- aði um útflutningsleyfi fyrir þess um 850 tonnum vegna fyrra sam komulags við ítölsku fiskkaup- endurna. Salvatore Bonarrigo er ekki í samtökum ítalskra fisk- kaupenda. Það var þetfa fyrir- tæki, sem greiddi Færeyingum hæsta verðið sem þeir fengu fyrir saltfisk í fyrra, þ.e. 150 sterlingspund fyrir tonnið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.