Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.11.1964, Blaðsíða 20
r 20 MORGUNBLAÐIÐ ÞriSjudagur 24. nóv. 1964 Frú Pandit fetar í fótspor Nehrus Er í framboði í kjördæmi hans við aukakosningar í dag ÞÓTT stutt sé síðan Nehru, fyrrum leiðtogi Indverja, lézt, eiga ættingjar hans fullt í fangi með að halda við því áliti, sem hann hafði áunnið sér meðai landsmanna, og hafa þeir ncyðzt tii að leita aðstoðar Shastris, arftaka Nehrus. íbúar Phulpur, kjördæmis Nehrus í Uttar Pardesh ríki, ganga til kosninga í dag til að kjósa sér nýjan þinigmann. Frambjóðandi stjórnarflokks- ins er systir Nehrus, frú Vijaja Lakshmi Pandit, fyrr- um sendifulltrúi Indlands í London, sendiherra í Washing ton og Moskvu, og eitt sinn forseti Allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna. Keppinaut- ur hennar um þingsætið er Saligram Jaiswal, frambjóð- andi Sambandsflokks sósial- ista. Þótt Jana Sangh, flokkur róttækra Hindiúa, bjóði einnig fram vi'ð þessar aukakosning- ar, benda allar líkur til þess að baráttan verði aðeins milli frú Pandit og Jaiswals. Að undanförnu hafa mörg indversk blöð, þeirra á meðai máigagn stjórnarinnar, dreg- ið í efa að frú Pandit muni bera sigur af hólmi, þrátt fyrir vinsaeldir Nehru-fjölskyldunn ar. Þessvegna var leitað á náð ir Shastris. Og hann braut all- ar fyrri venjur þegar hann fór til Phulpur til aðstoðar frú Pandit, því forsætisráðherra Indiands hefur hinga'ð til látið aukakosningar afskiptalausar. Nehru vann yfirburðasigra í Phulpur við tvennar fyrstu kosningarnar þar, en árið 1962 mætti hann skæðum keppi- naut, dr. Kam Manohar Lohia, frambjóðanda indverska sósí- alistaflokksins. Dr. Lohia hlaut þá 54.360 atkvæði, en Nehru 118.934. Lýsti dr. Lo- hia því yfir eftir kosningarn- ar að „næst þegar íbúar Phul- pur ganga til kosninga mun ég sjá um að þeir afsanni goðsögnina um Nehru fyrir fullt og allt og á áhrifaríkan hátt.“ Stjómarflokkurinn og rikis stjórn Shastris áttu í miklum erfiðleikum með að ákveða frambóðið í Phulpur. Pyrst var ákveðið að fela frú Gandi, dóttur Nehrus, sem nú er upp- lýsingamálaráðherra í stjóm Shastris, framboðið. En eftir að hún hafði litast um í Phul.p ur og kynnt sér ástandið tii- kynnti hún stjórn Kongress flokksins að hún kærði sig ekki um það. Stjórnmálaleiðtogar í Phulp ur ráðlögðu einnig frú Pandit að leggja ekki út í kosninga- vöru og skort á nauðsynjum. Jaiswal hamrar stöðugt á því að Kongressflokkurinn hafi algjörlega brugðizt þeim kröf um, er til stjórnarflokksins voru gerðar. Þótt undarlegt miegi teijast, álíta margir í Phulpur að Nehru hafi ekki sinnt kjör- dæmi sínu sem skyldi. En það vill svo til að Nehru vildi ekki sæta þeirri ásökun að hann hyglaði um of að eigin kjördæmi á kostnað annarra, og gekk svo langt að gefa ósk- um kjósenda sirma lítinn gaum. Þetta hefur m.a. orðið til þess að á framboðsfundi Jana Sangh var ræðumanni Hind- úa ákaft fagnað er hann sagði: „Nehru var fulltrúi ykkar á Frú Vijaya Lakshmi Pandit. baráttuna þar, en hún tók engu að síður að sér fram- boðið. Eins og hún sagði á framboðsfundi: „Sá sem er hræddur, verðskuldar ekki frelsið. Sá sem vill sinna stjórnmálum, verður að vera við öllu búinn." A'ð því er varðar Jaiswal hefur frú Pandit gífurlega yfirbúrði. Um 12 ára skeið var hún í alþjóða sviðsljósi. Engin ind- versk kona er jafn áhrifamikil og hún. Árið 1937, þegar hún var 37 ára, varð hún fynsti Indverjinn, er fékk sæti í Ný- lendustjórn Breta. Mikill mannfjöldi sækir jafnan framboðsifundi hennar. Mörgum vöknar um augu við að sjá hana vegna minningar- innar um bróður hennar. En efnahagserfiðleikamir í héxað inu verða til þess að efla fylgi við frambjóðanda sósíalista. í Phuipur búa menn við stöð- ugt hækkandi ver'ð á korn- a'ð ýta undir kröfu sína um áhrifaembætti innan ríkis- stjórnarinnar í Nýju Delhi. Shastri á erfitt með að virða að vettugi kröfu frú Pandit. En hinsvegar, eins og blaðið Bombay Free Press Journal hefur bent á, verður frú Gand hi að víkja úr stjórninni ef frú Pandit tekur þar sæti. Frænkurnar tvær greinir á í grundvallaratriðum bæði að því er varðar innan- og utan ríkismál. Einnig er talið a’ð fleiri ráðherrum reynist erf- itt að sitja áfram ef frú Pand it kemst í áhrifastöðu. Sumir kunnugir telja að frú Pandit muni frekar kjósa að halda sig utan ríkisstjórn- arinnar, ef hún ber sigur af hólmi, og koma fram sem öt- ull en vingjarnlegur gagnrýn- andi ríkisstjórnar og stjórnar flokks. Telja þeir að hún vilji með því afla sér frekari al- mennra vinsælda áður en hún gefur metorðagirni sinni iaus- an tauminn, en meðal fram- tíðardrauma hennar ér hugs- unin um að ver'ða fyrsta kon- an, sem gegnir embœtti for- ■ sætisráðherra á Indlandi. (Lausl. þýtt úr Observerj. 1« Lal Bahadur Shastri þingi í nærri hálfan annan áratug. En afrekaði hann nokkru fyrir ykkur? Bendið mér á eitthvað, sem hann hefur gert til að draga úr neyð íbúanna í Phulpur." Ef frú Pandit ber lægri hlut í kosningunum í PhulpUr, er þar með lokið stjórnmálaferli hennar. En sigri hún, mun hún nota umboð kjósenda til Jawaharlal Nehru. — Brýn nauðsyn Framhald á bls. 13. y.ði sérstakur sjóður til þess að gera þessa flutninga kleifa. — Á þessu voru talín einkum tvö tormerki. Ekki væri unnt að flytja síldina óskemmda svo langa leið og flutningarnir yrðu óheyrilega dýrir, ef leigja ætti sérstaklega útbúin flutningaskip í því skyni. Þá var því einnig hald- ið fram, að síldveiðiskipin myndu ekki fást til þess að flytja sild- ina alla þá leið, þótt ráð yrði fundið til að flytja hana ó- skemmda. Hægt aff flytja.síldina óskemmda — Síldina er hægt að flytja óskemmda frá Austurlandsmið- um til Norðurlandshafna. í því eambandi þykir mér rétt að benda á, að meirihluti þeirrar eíldar, sem Vestur-Þjóðverjar taka til alls kyns vinnslu í hafn- arborgum sínum, er ísuð um Iborð í veiðiskipunum og er hún venjulega margra daga gömul er vinnslustöðvarnar taka við henni. Einnig er nauðsynlegt að kanna, hvort unnt sé að flytja síldina óskemmda langa leið á annan hátt en ísaða. — Hvað kostnaðarhliðina snert ir tel ég að hana megi leysa þann ig, að ákveðnum hluta síldar- verðsins verði ráðstafað í sérstak an sjóð, sem varið verði til að greiða fyrir flutningi söltunar- hæfrar síldar til þeirra staða, eem skortir síld vegna veiði- brests á nærliggjandi miðum. Á ég þá við, að sjóðnum yrði varið til þess að greiða sérstakar upp- bætur til þeirra veiðiskipa, sem flytja vildu síldina ísaða og til þátttöku í kostnaði við flutning eölunarhæfrar síldar með sérstak lega útbúnum síidarflutninga- skipum. Ekki teldi ég óeðlilegt, að síldarsaltendur á viðkomandi vinnslusvæði, sem ekki fenigju #íld ella, legðu eitthvað af mörk- um í sama tilgangi. Fleiri fjár- öflunarleiðir fyrir slíkan sjóð kæmu einnig til greina. — Vegna hinnar miklu síldar- gengdar fyrir Austurlandi, hefur miklu fjármagni verið varið til uppbyggingar síldarvinnslu- stöðva þar. Af sömu ástæðum befur miklu fjármagni verið var ið til annarra framkvæmda á því svæði. — Tækist nú svo illa til, að síldin hyrfi af Austurlandsmið- um og veiddist t.d. aðeins fyrir vestanverðu Norðurlandi, væri þá rétt að leggja árar í bát aust anlands og kasta á glæ öllum verðmætunum þar? — Og hvemig væri þá aðstað- an til að taka á móti síld á Norð urlandi ,ef fólkið væri horfið „suður“ í millitíðinni og síldar- vinnslusöðvarnar grotnaðar nið- ur? Skúk í ÁTTUNDU umferð á skákmót inu í Tel Aviv tókst Júgóslafan- um Gligoric að sigra fyrrverandi heimsmeistara M. Botvinnik; eftir tíu klukkustunda baráttu. Gligoric fórnaði tveimur peðum fyrir hraða útkomu manna sinna, og þegar skákin fór í bið hafði Botvinnik orðið að gefa bæði peðin til baka auk tveggja í viðbót. í síðari setunni gaf Gligoric eitt peð til baka og þá sá Botvinnik að frekari barátta var vonlaus og gafst upp. Úrslit í 9. umferð í C-riðli Tyrkland: 3 írland: 1 Kólumbía: 2% Grikklland: líé Frakkland: 3% Monarko: 14 ísland: 314 — íran: 14 Finnland: 314 Mexico: 14 Indland 2 Puerto Rico: 2 Sviss: 3 Venzuela: 1 í tíundu umferð urðu úrslit þessi í sama riðli! Venezuela 3 Puerto Rico: 1 Sviss: 214 Finnland: 114 íran: 2 Mexco: 2 ísland: 4 Monaco: 0 Kólumbía: 2 — Frakkland: 2 í 11. umferð er vitað um þessi úrslit: írland: 114 Grikkl.: 114 og 1 bið Tyrkland: 2 Frakkl.: 2 og 1 bið Sviss: 2 íran: 1 og 1 bið ísland: 114 Kólumbia 14 og 2 bið Venezuela: 2 Indland: 2 og 2 bið í 11. umíerð í A-riðli fóru leikar svo: U.S.A.: 2 Pólland: 1 og 1 bið Rúmenía: 314: Spánn: 14 Júgóslafía í Tékkar: 1 og 1 bið Búlgaria: 2 ísrael: 0 og 2 bið U.S.S.R.: 3 Argentína: 0 og 1 bið V-Þýzkal.: 3 Kanada: 0 og 1 bið Ungverjal.: 2 Holland: 0 og 2 bið Röðin í riðlunum eftir 11 um- ferðir er þessi: A-riffill. 1. U.S.S.R. 30 og 2 bið 2. V.-Þýzlaaland 2514 — 2 — 3. Júgóslafía 2514 — 1 — 4. Ungverjaiand 2414 — 1 — 5. Tékkar 2314 — 1 — 6. Rúmenía 23 — 7. U.S.A. 2214 — 1 — B-riffill. 1. A-Þýzkaland 3014 og 2 bið 2. Danir 2614 — 1 — 3. Svíþjóð 25% — 2 — 4. Kú,ba 2514 — 1 — C-rilI. Sviss 31 og 1 biðskák. Finnland 31. ísland 2914 og 1 biðsk'ák. Colombia 3914 og 1 biðskák. D.-riffilI. 1. Ástralía 18 Vestur Þjóðverjar unnu fræg- an sigur gegn Sovétskákmeist- urunum í 5. umferð. Á fyrsta borði áttust við þeir Smyzlof og Unzicker. Hvitt: Smyzlof. Svart: Unzicker. Katlana byrjun. 1. c4, Rf6. 2. g3, e6w 3. Bg2, d5. 4. Rf3, dxc4. 5. Da4t, Dbd7. 6. Dxc4, a6. 7. Dc2, Hb8. 8. O-O, Be7. Ra3, 0-0. 10. Rc4, c5. 11. a4, b6. 12. d3, Bb7. 13. Bf4, Ha8. 14. e4, Bc6. 15. Bd2, Re8. 16. Bc3, BLAÐINU hefur borizt frá Bóka forlagi Odds Björnssonar, annað bindi af Vestur-íslenzkum ævi- skrám, sem séra Benjamín Krist jánsson frá Laugalandi hefur búið til prentunar. Þetta bindi er mjög vandað að öllum frá- gangi eins og hið fyrra og hefur iþað fram yfir allar aðrar ævi- skrár og ættartölur að það er prýtt myndum af miklum fjölda þeirra manna er það fjallar um. í bindinu, sem er 425 síður að stærð, eru 500 mannamyndir. í formála segir séra Benjamín að með þessu bindi hafi meira verið sveigt inn á þá leið að taka heila ættbálka, þar sem kostur hefur verið á nægum upp lýsingum, segja fyrst frá land- námsmanninum og gera síðan meiri eða minni grein fyrir öll- um afkomendum hans lífs og liðnufn. Hefur þessi aðferð þann kost, að betra er að átta sig á skyldleika manna, auk þess sem ekki þarf að telja sömu ættfeð- uma á mörgum stöðum. — Vitanlega kostar þetta miklu meiri fyrirhöfn og er naumast vinnandi verk nema með góðri samvinnu við hlutað- eigendur, segir séra Benjamki ennfremur. Loks segir höfundur að (þriðja Rd6, 17. Rfe5, Rxe5. 18. Rxe5, Bb7. 19. b3 Dc7. 20. Hacl, Hac8. 21.Bb2, b5. 22. d4, f6. 23. Rd3, Bxe4. 25. dxc5, Bxb2. 25. Kxb2, Dc6t. 26. Kgl, Rb7. 27. De2, e5. 28. Hfdl (?), bxa4. 29. bxa4, Dea4. 30. Rxe5, fxe5. 31. Dxe5, Hf7. 32. De6, Hxc5. 33, Hal, Dc6. 34. Gefiff. Smyzlof lét mann af hendi, sennilega í þeirri von að ná kóngssókn gegn svarti, en sú von brást gjörsamlega. bindi þessa verks sé nú í undir- búningi og muni fylgja þvi við- aukar og leiðréttingar við bæði fyrsta og annað bindL Bókin er prentuð í Prentverki Odds Björnssonar h.f. á einkar vandaðan pappír og hin smekk legasta að öUum frágangL aff auglýsing í útbreiddasta blaðinu borgar sig bezt. Vestur íslenzkar æviskrár 2. bindi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.