Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 2
a MORCUNBLAÐIÐ I'immtudagur 10, des. 1964 ■A (s’enzk iðnaiarvöruverzl- un opnuð í New York Tbi/d Avenue var sklrð upp og gefið nafnið lcelandic Way I tilefni dagsins ÍSLENZK verzlun var opnuð í jær í New York á mótum Third Avenue og 62. strætis við hátíðlegra athöfn. Hún heitir á ensku Icelandic Arts & Crafts og hefur á boð- stólum íslenzkar iðnaðarvör- nr, húsjögn, ullarvörur og keramik. í tilefni opnunarinn- ar var Third Avenue skírð upp og gefið nafnið Icelandic Way. Fjöldi gesta var við- staddur opnun verzlunarinnar, m.a. Thor Thors, ambassador. Morgunblaðið átti í gær- kvöldi símtal við Ásbjörn Sigurjónsson, formann stjórn- . ar verzlunarinnar, en hann var við opnunina og í sjö- unda himni. Ásbjörn sagði: — Þetta er mikill hátíðis- dagur og mikið um dýrðir. Starfsfólk verzlunarinnar er Guðrún Elíasdóttir, Anna Guðmundsdóttir, John Pat- rica, Pétur Einarsson, Burt Georges og svo Kristján Frið riksson, forstjóri, sem stjórn- ar verzluninni. — Dagurinn byrjaði með góðu veðri og hlýindum og kl. 10 í morgun skipti Thor Thors, ambassador, um nafn á Third Avenue, sem heitir í dag Icelandic Way. Það er New York borg, sem sýnir okk ur þessa vinsemd í sambandi við opnun verzlunarinnar og býður okkur hjartanlega vel- komna til hjarta borgarinnar. — Bæði blaðamenn og sjón varpsmenn voru hér viðstadd ir og á að sjónvarpa frá at- höfninni kl. 5,30 og 11,15 eftir klukkunni hér. — Klukkan 4 í dag var boð inni í verzluninni og komu um 200 manns. Það voru blaða menn, innanhússarkitektar, verkfræðingar, ljósmyndarar og áróðursmenn fyrir bær vör ur, sem við erum með. Hér voru einnig milli 30 og 40 ís- lendingar. Klukkan 6 hélt Kristján Friðriksson, forstjóri, kynningarræðu fyrir verzlun- inni og vörunum og rakti ör- lítið aðdraganda bessa stór- átaks og bess áræðis hluthafa að bjóða sína vöru á bessum brönga og erfiða markaði. Hann kynnti svo ambassador íslands, Thor Thors, sem rakti sögu lands og bjóðar og sam- starfsins við Bandaríkin, allt frá Leifi F.iríkssyni og til dags ins í dag. Thor sagði m.a. frá íslenzkum handiðnaði fyrr á öldum og bókmenntum bjóðar innar, svo og fiskveiðum og brautryðjendastarfi okkar í fiskinnflutningi hér. Nú væri brotið blað i útflutningi okk- ar í iðnaðarvörum. — Nú, verzlunin bykir sér- staklega falleg og vel innrétt- uð og Jón Haraldsson, sem teiknaði innréttingarnar, hef- ur þótt sýna hæfileika á heimsmælikvarða að bví er hérlendir fagmenn segja. — Þetta hefur verið mjög hátíðlegur dagur og mikið brautryðjendastarf unnið og erum við mjög ánægðir. — New York borg bauð, að Third Avenue héti Icelandic Way i dag, en við ætlum að berjast fyrir því að gatan fái að halda bví nafni framvegis. Skiltið má standa svolengisem veður ekki grandar bví, en við bundum bað rækilega niður. Þá ræddi blaðið einnig við fréttaritara sinn í New York, Erling Aspelund, sem hafði bví að bæta við frásögn Ás- björns, að margir Bandaríkja- menn hefðu verið á göngu þá um kvöldið á Icelandic Way, stanzað við verzlunina og skoðað. Sagði hann, að kera- mik vörurnar hefðu ekki sízt vakið mikila athygli, svo og húsgögnin og ullarvörurn- ar. íslenzku fyrirtækin, sem hin nýja verzlun er fulltrúi fyrir eru Álafoss, Últíma, Víðir, Dúna, Valbjörk, Kristján Siggeirsson, . Skeifan, Glit, Árni Jónsson, Sláturfélag Suðurlands, Sóló, Hansa, Model-magazin, Axel Eyjólfs- son, Iðunn, Teppi, Peysan, Sportver og Dröfn. Erling sagði, að starfsfólk norsku verzlunarinnar í New York hafi verið við opnun- ina og hafi það sagt, að fs- lendingarnir stæðu þeim fyllilega á sporði hvað gæði snerti og sérstaklega hvað vöruverð snerti sem er talsvert lægra en hjá Norðmönnun- x\nsjikov látinn Moskvu, 9. des. — NTB. PRÓFESSOR Nikolaj Ansjikov, fyrrum formaður sovézku visinda akademíunnar, er látinn, 80 ára að aldri. Prófessor Ansjikov fékk Stalin-verðlaunin árið 1942 og hefur hlotið margar Lenin-orð- ur. Rúmri milljón haldið eitir til jólagiala Sparískírfeim ríkissjóðs að öðru leyti uppseld-sérstök umslög fyrir gjafabréfin Bnngæingor AÐALFUNDUR Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Rangár- vallasýslu verður haldinn að Hellu n.k. laugardagskvöld kl. 21.30. SÖLII hinna verðtryggðu spari- sktírteina ríkissjóðs er nú að fullu lokið, nema hvað Seðlabankinn hefur haldið eftir rúmlega einni milljón króna, mest í 500 króna skírteinum, sem ætlunin er að setja á markað eftir nokkra daga. Spariskírteini þessi eru fyrst og fremst hugsuð til jólagjafa og annara gjafa og verða útbúin sér stök umslög fyrir þau. Umslög- in verða einnig fáanleg fyrir þá, sem þegar hafa keypt spariskír- teini og hafa í huga að geía þau. Auglýst verður hvenær sala skír teinanna og umslagana hefst. Alls voru gefin út spariskír- teini fyrir 75 milljónir króna. Hófst sala á skírteinum að upp- hæð 50 milljónir hinn 21. nóv- ember sl. og seldust þau upp á einni viku. Hinn 5. desember sl. hófst svo sala á þeim 25 milljón- um, sem eftir voru, og lauk sölu þeirra í gær Gordon Wallssr og Gromyko ræðast við Venjuleg aðalfundarstörf Ingólfur Jónsson, landbúnað- aráðherra, mætir á fundinum. AÐALFUNDUR „Fjölnis", félags ungra Sjálfstæðismanna í Rang- árvallasýslu verður haldinn að Hellu n.k. laugardgskvöld. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Kópavogur JÓLAFUNDUR Sjálfstæðis- kvennafélagsins „Edda“ verður í kvöld tal. 20.30 í Sjálfstæðis- húsinu, Kópavogi. Bryndís Stein þórsdóttir, húsmæðrakennari, hefur sýnikennslu í skreytingu jólaboðs. Ennfremur verður sýn ing á jólakörfum frá Alaska. Washington, 9. desember, NTB, AP. f DAG ræddu þeir saman utan- ríkisráðherra Bretlands og So- vétríkjanna, Patrick Gordon Walker og Andrei Gromyko og stóð fundur þeirra í 40 mínútur. Að fundi loknum sagði Gordon Walker, að hann vonaði að þeir myndu bráðlega hittast aftur, en þeir hefðu talað um heimsmálin og m. a. yfirlýsingu Johnsons I forseta og Wílsons forsætisráð- herra að loknum furtdi þeirra, og ræðu Gromykos i SÞ á mánudag þar sem Sovétstjórnin varaði við áformunum um að kioma á lagg- irnar sameiginlegum kjarnorku- flota NATO-landanna. Þá sagði Gordon Walker, að þeir Gromy- ko hefðu einnig rætt nokkuð 19. grein stofnskrár SÞ., þar sem fjallað er um niðurfellingu at- kvæðisréttar þeirra aðildarríkja samtakanna, sem ekki standa í skilum með greiðslur til þeirra. Sigurgeir Sigurðsson Sveitastj.sklpti ts Seltjornarnesi NÚ um áramótin verða sveitar- stjóraskipti á Seltjarnarnesi. Bjami Beinteinsson, sem verið hefur sveitarstjóri, hefur sagt starfi sínu lausu, en við því tek- ur Sigurgeir Sigurðsson, sem verið hefur starfsmaður Kr. Kristjánsson h.f. Sigurgeir hefur átt sæti í hreppsnefnd Seltjarnarnes- hrepps um þriggja ára skeið og jafnframt setið í ýmsum nefnd- um á vegum hreppsins og er því gjörkunnugur málefnum hans. Var gengið frá ráðningu Sigur- geirs á fundi hreppsnefndar í gær. Þungfært orðið á Snæfellsnesi VEGAMÁLASKRIFSTOFAN skýrði blaðinu svo frá í gær, að þungfært væri orðið stórum bíl- um um Snæfellsnes, allt frá Hitará. Mikill lausasnjór var þar á vegum, en í fyrrinótt tók að skafa og dró í skafla. Að öðru leyti er færðin á þjóS vegunum óbreytt. Þeir vegir. sem hafa verið færir að undaiw förnu, eru það ennþá. Sonur flugmála- ráðherra Spán- ar dæmdur í átta ára fangelsi Madrid, 9. des. (NTB) JOSÉ Daniel Lacalle, 24 ára gam- all sonur flugmálaráðherra Spáti ar, var í dag dæmdur í átta ára fangelsi og 100.000 peseta sekt fyrir þátttöku í bönnuðum sam- tökum og ólöglega áróðursstarf- semi. Lacalle, sem er flugverkfræð- ingur að menntun, viðurkenndi fyrir rétti að hann væri kommún isti og hefði verið undanfarin tvö til þrjú ár, en neitaði að hafa stundað nokkra áróðurs- starfsemi. José Lacalle Larraga, faðir hins ákærða, varð flugmálaráð- herra sumarið 1962, Neifar að bœta konunni tjónið SÁ atburður gerffist sl. þriffju- dag um kl. 6 síffdegis, aff bil var ekiff aftur á bak út af biiastæði viff Klapparstig, ofan Laugaveg- ar, og lenti á konu, sem átti þar leiff eftir gangstéttinni. Konan kastaðist í götuna, missti innkaupatösku sína, sem í voru dýrir munir, og var task- an oftar en einu sinni undir þunga bílsins. Eyðilagðist task- an og það sem í henni var. Kon- an meiddist á handlegg og fæti, þó ekki alvarlega. Ökumaður bílsins var hinn alúðlegasti og kurteisasti við kon una og bauðst til að bæta henni tjónið. Kallaði konan því ekki á lögregluna, enda miður sín eftir áfallið. í gær, þegar konan átti tal við ökumahninn, neitaði hann að standa við samkomulagið. Kærði konan því málið til umferðar- deildar rannsóknarlögreglunnar. Tvær konur kornu á staðinn og buðust til að mæta sem vitni í málinu, þyrfti þess með, og karl maður kom þar að máli við kon una og benti henni á að kalla á lögreglu. R'mnsóknarlögreglan skorar á konurnar tvær. og karlmanninn, að hafa samband við sig hið fyrsta til að bera vitni í málinu, svo konan, sem fyrir þessu varð, fái tjón sitt bætt. Heimdallur ERINDAFLOKKUR Hcimdallar um „Stjórnmálastefnur samtím- ans“ heldur áfram n.k. fimmtu- dag 10. des. Þar mun dr. Gunnar G. Schram, ritstjóri, flytja erindi, er nefnist: „Staffa lýffraeffíssósíail ismans í dag.“ Erindið ver’ður flutt í Valhöll v/Suðurgötu og hefst kl. 20:30. Fjáröflun til Félagsheimilis Heimdallar er nú í fullum giangi og hafa Heimdallarfélagar, eldri sem yngri, sýnt þessu máli mik- inn skilning. Er þess vænzt, að sem flestir geri skil eins fljótt og auðiff er. Tekiff er á móti framlögum í skrifstofu Heimdati ar í Valhöll og á skrifstofu Sjálf stæðisflokksins í Sjálfstæðishús- inu v/Austurvöll. í GÆR var alldjúp en að- Grænlandshafi var N-átt og gerðalítið lægðarsvæði fyrir horfur á að muni breiðast sunnan landið og austanvind austur eftir og hreinsa loftið ur var yfirleitt hægur, vægt hér * ið Faxaflóa og á Suður- frost, en víða snjómugga. Á landi. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.