Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLADIÐ
Fimmtudagur 10. des. 1964
Elías Ingimarsson:
Stóriðjan og fiskiðna&urinn
MARGT er nú rætt og ritað
um stóriðjuframkvæmdir hér
á landi. Eins og venjulega eru
ekki allir sammála. Sumir
vilja ráðast í stórframkvæmd-
ir til framleiðslu nýrra út-
flutningsvara, en aðrir vilja
efla fisk- og síldariðnaðinn.
Hinir síðarnefndu segja jafn-
vel að margfalda megi verð-
mæti sjávarafurða með full-
komnari nýtingu til matvæla-
framleiðslu.
Á meðan við notum tugi þús-
unda tonna af þorskaflanum til
framleiðslu á þriðja flokks skreið
verður hægt að sýna fram á að
reikningslega má auka verðmæti
fisksins með fullkomnari nýt-
ingu, en gæta verður þess vand-
lega að þegja um ástandið í fisk-
veiðimálunum. Reiknimeistar-
amir hafa líka gætt þess, að láta
þess hvergi getið að 33% til 40%
ai netafiskinum er drepinn á
hafsbotni og þess vegna óhæfur
tii matvælaframleiðslu þegar
hann kemur að landi. Samkvæmt
mati ferskfiskseftirlitsins reynd-
ist netafiskurmn á síðustu vertíð
hér í Reykjavík og Hafnarfirði:
IA 25,6%, IB32%, II 42,4%.
Á þessu sést að aðeins 25,6%
af netafiskinum í Reykjavík og
Hafnarfirði var hægt að nota til
framleiðslu í vönduðum neyt-
endaumbúðum, sem seldar eru á
hæsta verði. No. II, eða 42,4%,
er gjörsamlega óhæf vara til
frystingar og helzt ekkert við
hana að gera nema herzla í III.
flokks skreið, eða nota til mjöl-
vinnslu. Þessa III. flokks skreið
er aðeins hægt að selja Afríku-
negrum, en hvað það verður
lengi, eða hvört það verður hægt
eftir að þessar þjóðir hafa mann-
azt, er önnur saga, sem ekki
verður rædd að sinni. Hitt er
augljóst, að til þess að auka verð-
mæti fisksins nokkuð verulega,
verðum við að breyta um veiði-
aðferð. Við verðum að hætta að
drepa fiskinn á hafsbotni. Við
verðum að hætta netaveiðinni,
sérstaklega á djúpu vatni. Ég held
að það væri skynsamlegt að
ákveða nú þegar, að netaveiði
skuli alveg hætt eftir stuttan
tíma, og þegar í stað á dýpra
vatni en 100 metrum eða svo.
Það getur verið að fiskaflinn
minnkaði eitthvað við þessar ráð-
stafanir, en ef við höfum kjark
til þess að skipuleggja veiðar
bæði með línu og botnvörpu, inn-
an fiskveiðitakmarkanna, að ráð
um reyndari sjómanna og fiski-
fræðinga, þá ættum við að geta
haldið nokkuð í horfinu hvað
fiskmagnið snertir.
Þegar allar staðreyndir eru at-
hugaðar er augljóst að stóraukn-
ing á verðmæti þorskaflans er
ekki framkvæmanleg án undan-
genginna breytinga á veiðiaðferð
um. Öðru máli gegnir um síld-
araflann. Þar má segja að við
séum langt á eftir timanum hvað
nýtingu aflans snertir. Hér eru
þó ýms ljón á vegi, sem leggja
verður að velli, áður en langt
verður komizt. Má þá fyrst nefna
flutning síldarinnar til vinnslu-
stöðvanna. Það mál er stórmál,
sem þarf að leysa svo fljótt, sem
verða má. Ef til vill getur til-
raun sú vísað leiðina, sem Einar
Guðfinnsson útgerðarmaður í
Bolungarvík gerði á siðastliðnu
sumri. Vildi ég í því samabndi
benda á, að heppilegra gæti
reynzt að útbúa einn eða tvo tog-
ara, sem liggja aðgerðalausir nú;
með dælu og tönkum og nota þá
til tilrauna í þessu skyni, held
ur en selja þá úr landi fyrir mjög
lítið verð. Þá mætti einnig nota
þessi skip til þess að halda áfram
tiiraunum með síldveiði í flót-
vörpu, sem dálítið hefur verið
reynd.
Hitt stórmálið er markaðsöfl-
unin. Ekki þýðir að framleiða
það, sem ekki er hægt að selja.
Það er staðreynd, sem ekki hef-
ur verið hægt að sniðganga að
markaður fyrir fullunna síld er
mjög þröngur og erfitt fyrir
nýja framleiðslu að komast inn á
hann. Það er því gefið mál að
okkur tekur það langan tíma að
ná verulegri fótfestu á þessum
markaði.
Nú tekur bráðlega til starfa
verksmiðja í Hafnarfirði, sem
ætlar að framleiða síld undir
norsku vörumerki og ætlunin er
að norskt fyrirtæki selji. Um
þetta er ekki nema allt gott að
segja, en ég hygg að stórfram-
leiðsla í þessu formi geti orðið
hættulegri en stóriðjan, sem nú
er verið að tala um.
Eftir síðustu heimsstyrjöld
stóð sölumiðstöð Hraðfrystihús-
anna á tímamótum. Á stríðsár-
unum var öll freðfisksframleiðsl-
an seld matvælastofnunum hers-
í Englandi. Þegar stríðinu
lauk var sú stofnun ekki lengur
kaupandi. Forráðamönnum S.H.
var ljóst að Bandaríkjamarkað-
urinn var þá þegar bezti og mesti
markaðurinn, og því stór nauð-
syn að komast þar inn með ís-
lenzka freðfiskinn. Þá var um
tvær leiðir að velja. í fyrsta lagi
að framleiða í amerískar um-
búðir fyrir stór innflutningsfyr-
irtæki og í öðru lagi að fram-
leiða í íslenzkar umbúðir og
vinna upp markaðinn smátt og
smátt. Mönnum var það fullljóst
að síðarnefnda leiðin kostaði mik
ið starf og þolinmæði. Hún var
samt valin ágreiningslaust. Til
forystu í því máli var valinn Jón
Gunnarsson, áður forstjóri Síld-
arverksmiðja ríkisins. Um starf
Jóns verður að segja að það tókst
eins vel eða betur, en bjartsýn-
ustu menn þorðu að vona. Ég
held að það hljóti að vera álit
allra manna, sem til þekkja að
Jón Gunnarsson hafi unnið stór
virki í markaðsmálum íslenzks
freðfisks í Bandaríkjunum. Þess
vegna minnist ég á þetta hér, að
ég tel að af þessu getum við lært
hvernig vinna má að öflun mark-
aða fyrir síldarafurðir. Siglósíld
er til, varan er góð en samt óselj-
anleg. Það má ekki gefast upp
við svo búið. Hér getur Jón Gunn
arsson áreiðanlega gefið góð ráð
og ef til vill haft á hendi skipu-
lagningu, eða finna verður ann-
an mann honum jafnvígan til að
brjóta leiðina. Þetta er erfitt
verk og torsótt og krefst hörku-
dugnaðar og mikils vinnuþreks.
Ég sagði áðan að stórframleiðsla
a fullunninni síld undir erlendu
vörumerki og seld af erlendum
mönnum, gæti orðið hættuleg.
Ég sagði þetta vegna þess að
slík framleiðsla í stórum stíl
krefst mikils vinnuafls og getur
þess vegna haft mjög mikla þýð-
ingu fyrir afkomu almennings í
landin.u Við megum ekki þurfa
að sækja afkomu almenningr
undir erlenda menn. Hitt getui
ekki haft úrslitaþýðingu um af-
komu almennings þótt nokkui
stóriðja, sem ekki þarf mikinr
vinnukraft, verði reist hér fyrii
erlent fé. Slík fyrirtæki geta
ekki sett okkur úrslitakosti. Slíkt
fyrirtæki yrði að vera fyrst og
fremst til þess að styrkja aðstöðu
okkar í utanríkisverzlninni. Þess
vegna má stofnun stóriðjuver.
hér ekki á nokkurn hátt draga
úr framsókn okkar. í fisk- og
síldariðnaðinum en sú starfsemi
verður að byggjast upp af ís-
lenzku fjármagni og íslenzkum
höndum og hugviti. Það má vel
vera að þetta sé þjóðrembingur
og eitthvert tilfinningarugl, en
samt ekki á svo háu stigi, að ég
get endurtekið það sem áður er
sagt, að ekkert er nema gott að
segjá um þótt ein verksmiðjan,
eins og verið er að reisa í Hafn
í SUMAR kom fastanefnd
þingmannasamtaka Atlants-
hafsbandalagsins saman í
Reykjavík. Bethouart hers-
höfðingi, sem var fulltrúi
frönsku þinigmannanna skrif-
aði grein í stórblaðið Le Fig-
aro við heimkomuna. í upp-
hafi segir hann:
Þetta kort, sem sýnir hernaðirlega mikilvæga staðsetninguí
íslands á hnettinum, birtist með grein Bethouarts i Lc Figaro..
ísland er ímynd lýðræðisins
í orðsins beztu merkingu
„Mikilvægi ísiands á al-
þjóðavettvangi byggist mest
á hernaðarlegri legu þess.
Andspænis hverskonar árás,
sem kæmi frá norðanverðri
Evrópu, er landið framvörður
á Atlantshafinu bæði á sjó ag
í lofti. Það er staðsett á
þrengstu ieið frá Norðursjó
eða íshafinu inn á Atlants-
hafið, ef ekki er farið um
Ermarsund. Grænland er að-
eins 280 km. frá og Færeyjar
400 km.
f síðari heimsstyrjöldinni
lenti ísland af sjálfdáðum í
röðum Vesturveldanna, m.a.
af því að landið var tengt
Danmörku með persónusam-
bandi við konung. Tók það þá
við og hýsti brezka og amer-
íska heri og mjög mikilvægar
herstöðvar.
fsland varð sjálfstætt lýð-
veldi 1944. Það igekk strax í
Atlantshafsbandalagið við
stofnun þess, og hefur nú flug
stöð, sem er lítið áberandi að
tilliti til íbúanna, en þar má
sjá á radarskermum rússneska
fiskveiðiflotann, sem telur
arfirði, að hún verði byggð upp
í samstarfi við erlent sölufélag.
Ef vel er á málum haldið, ætti
þessi verksmiðja að geta verið
okkur góður skóli og gæti, ef
amningar tækjust, framleitt góða
vöru undir islenzku vörumerki í
smáum stíl á meðan við náum
nokkurri fótfestu á markaðnum.
Enda þótt margt fleira mætti
segjá um þessi mál, skal nú látið
itaðar numið að sinni.
Þó get ég ekki látið hjá líða
að minnast aðeins á eitt mál, sem
íg tel hafa mikla þýðingu fyrir
Iskiðnaðinn, en það er stofnun
'lökunarskóla. Þetta er orðin
cnýjandi nauðsyn og má sjálf-
agt leysa án mikils kostnaðar
Væri svo fráleitt að leysa það í
:ambandi við verknámsskólana
Sg hygg að ekki sé nauðsynlegra
að kenna unglingunum flökun,
ag aðra meðferð á fiski, heldur
an smíðar og saumaskap að þeim
aámsgreinum algjörlega ólöst-
uðum.
300—400 sovétskip og tekur
þennan hernaðarlega mikil-
væga stað fram yfir önnur
fiskauðug svæði ....
Þó að Island hafi hvorki
her, sjóher e<Sa flugher og þó
þjóðin sé ekki sterk þegar um
er að ræða mannfjölda, sem
fer þó vaxandi, þá gegnir ís-
land miklu hlutverki í Atl-
antshafsbandalaginu. Ástæð-
an er lega landsins, en þó
miklu fremur þjóðin sjálf og
þjóðareinkenni hennar, því
hún gefur athyglisvert for-
dæmi um virðingu fyrir frels-
inu, sem er undirstaða vest-
rænnar menningar".
Þá gefur höfundur mjög
greinargóða lýsingu á landi
og þjóð, sem hann segir að
hafi næstbeztu lífskjör í
Evrópu, komi næst á eftir Sví-
þjóð. Þar sé nær enginn stétt-
armunur og hvorki mjög
fátækir né mjög ríkir, hvorki
glæpamenn né uppvöðslu-
unglingar. Og svo lýsir hann
íslendingum sem mikilli
menningarþjóð og unnendum
frelsins og rekur sögu lands-
ins allt frá komu fyrstu land-
námsmanna og fer mörgum
orðum um alþingi fslendinga.
Þá skýrir hann frá landslagi
á fslandi og eldfjöllum þess
og atvinnuháttum og ræðir
að því búnu um ferðalög til
íslands og eldflaugarskot
Frakka á Mýrdalssandi. Bet-
houart hershöfðingi lýkur svo
grein sinni með þessum orð-
um:
„Allt á íslandi er eftirtektar
vert, náttúra landsins og fólk-
ið sem þar býr, og hver sem
er, allt frá venjulegum ferða-
manni upp í vísindamenn, get-
ur fundið þar eitthvað til að
skoða, uppgötva, aðhafast og
skilja. En á tímum þegar
stjórnmál heimsins byggjast
meira en nokkru sinni á valda
styrkleika, þá er ánægjulegt
að sjá hvaða hlutverki vopn-
laus þjóð og jafn fámenn sem
ísleridingar getur enn gegnt
með því að koma fram sem
tákn um það frelsi sem hún
hefur ávallt barizt fyrir og
hjálpar enn til að verja, og
að vera sjálf ímynd lýðræðis-
ins í beztu merkingu þess orðs.
Skyndimyndir
Templarasundi 3.
Passamyndir — skírteinis-
myndir — eftirtökur.
Guðmundur Ólafsson
vfrá Móakoti 90 ára
GUÐMUNDUR Ólafsson .fyrrum
bóndi í Móakoti, varð 90 ára í
gær. Hann hefur lagt á margt
gjörva hönd á langri ævi. Auk
þess að vera bóndi í mörg ár
stundaði hann sjóinn, bæði á
opnum skipum togurum og skút-
um, og var talinn hinn mesti sæ-
garpur, sem komst oft í hann
krappan, en lánið fylgdi honum
einatt. Hann vann og algenga
vinnu og var organleikari við
ýmsar kirkjur, m.a. Eyrarbakka-
kirkju um tíma. Hin síðari ár
starfaði hann sem húsvörður við
Tónlistarskólann í Reykjavík, og
hygg ég að honum hafi fallið það
starf vel, því tónlistin er hans
aðaláhugamál í lífinu.
Guðmundur er að hinni kunnu
Fjalls-ætt, sem ég því miður
kann ekki annars að rekja, enda
óættfróður maður, en I þeirri ætt
er margt ágætismanna.
Okkar fyrstu fundum bar sam-
an með þeim hætti, að hann bauð
mér heim til sín að Móakoti í
Kaldaðarneshverfi, til að kynna
mig fyrir Haraldi Sigurðssyni,
píanósnillingnum mikia frá Kald-
aðarnesi. Síðan hefur vinátta
haldizt með okkur, og hef ég lif-
að marga ánægjustund með hin-
um fjölfróða og -lífsreynda á-
gætismanni, ekki sízt eftir að
hann fór að starfa við Tónlistar-
skólann. En þar var hann í jafn-
miklu áliti og uppáhaldi af kenn-
urum og nemendum. Guðmundur
lifir og hrærist í músík, og hefur
til skamms tíma sótt flesta kons-
erta sem haldnir hafa -verið hér.
Hann hefði efalaust orðið af-
bragðs tónlistarmaður, ef hann
hefði lagt út á þá braut.
Konu sína, frú Guðrúnu Sig-
urðardóttur, missti hann fyrir
nokkrum árum. Var hún honum
hinn tryggasti og bezti lífsföru-
nautur.
Guðmundur er enn ern og
höfðinglegur í fasi, enda manna
fríðastur og glæsilegastur á velli.
Við vinir hans sendum honum
okkar hjartanlegustu heilla- og
hamigjuóskir í dag, og þökkum
liðna daga og margar ógleyman-
legar stundir.
Páll lsólfsson.