Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 13
? FimTntudagur 10. des. 1964 - MORCUNBLADIÐ 13 T Bók Ingimars um „Lífið í kringum okkur44 NÝLEGA hefur Ingimar Óskars- Bon, náttúrufræðingur, sent frá 6ér bók, sem hanrt nefnir „Lífið í kringum okkur“. Er þetta sam- safn greina og frásagna, er hann hefur samið, ýmist fyrir blöð eða útvarp, en þessir þættir hafa notið óskiptra vinsælda, enda kann Ingimar vel þá list að segja Bkemmtilega frá lífsháttum hinna ólíkustu dýra, og vekja áhuga manna á þeim. Bókin skiptist í þrjá megin- kafla: Margt býr í djúpinu, Katta dýrkun og konuríki og Frá fiðr- Hdurn til fíla, og má af þessu sjá, að frásögnin nær til margvís- legra dýra bæði úr sjó og af landi. Þótt hér sé að mestu fjall- ®ð um dýr, sem lifa fjarri okkar landi — og að því leyti m.a. for- vitnileg til fróðleiks — rekur höfundur í töluverðu máli lífs- hætti íslenzkra skeldýra, enda munu þau honum einna hugleikn ust. Skemmtileg er frásögn Ingi- mars af því, hvernig hann vakti éhuga barna ,sem hann kenndi, á ekeldýrum í fjörunni, þannig að þau tóku til við söfnun skelja og kuðunga og litu fjöruna öðrum augum en áður, séu hana sem hinn mikla og fjölskrúðuga dýra- garð, sem hún í rauninni er. Von- endi verður þessi bók, ásamt óðrum tveim, sem Ingimar hefur ritað um íslenzk skeldýr, til þess að vekja áhuga ungiinga, og jafn- vel fullorðinna líka, á söfnun skeldýra enda mun enginn verða á því svikinn. Þau eru fjölskrúð- ug fylking dýra, sem bæði er auðvelt að safna og geyma, en fá dýr sameina þá kosti báða. Auk skeldýranna fjallar bók- in um fjölda erlendra dýra, sem flest eiga sér einkennilegan lífs- feril. Mörg þeirra eru þekkt úr kennslubókum barna- og ungl- varnafélag Reykjavíkur hefur nú sent frá sér blað, sem ber nefnið „Hjartavernd“. Hefur blaðið verið sent bókaverzlun- um í Reykjavík, og kostar ein- takið kr. 25,00. í blaðinu er m.a. að finna grein eftir Snorra P. Snorrason, lækni, um einkenni kransæða- sjúkdóma, tvær greinar eftir Sigurð Samúelsson, prófessor, önnur um hjarta og æðasjúk- dóma, hin um markmið lands- sambandsins hjartaverndarfélag- anna, svo og grein eftir Ólaf Ólafsson, lækni Um hjarta- og ingaskólanna í dýrafræði, en hér er fjallað um þau á skemmtileg- an hátt, og mun margur ungl- ingurinn sjá þau í öðru ljósi eftir lestur þessarar bókar. Þótt frá- sagnir þær, sem bók Ingimars hefur að geyma, hafi uppruna- lega verið samdar fyrir fróðleiks- fúst fólk yfirleitt, eins og höf- undur getur í formála, eru þær ekki hvað sízt fengur fyrir þá unglinga, sem lesa dýrafræði, t.d. í gagnfræðaskólunum. Sá stóri hópur á vart völ á mörgum bók- .um, sem eru í senn jafn fræðandi og skemmtilegar aflestrar sem þessi bók Ingimars Óskarssonar. Ingvar Hallgrímsson. æðaverndarfélög. í blaðinu eru einnig birtar lagasamþykktir landssambandsins „Hjartavernd- ar“. Hjarta- og æðasjúkdómavarna félag Reykjavíkur minnir á að allir bankar og sparisjóðir í Reykjavík veita viðtöku iðgjöld um til félagsins, og að nýir fé- lagar geta einnig látið skrásetja sig í þeim stofnunum. Minningar kort félagsins fást í bókaverzlun um Lárusar Blöndal og bóka- verzlun ísafoldar, Austurstræti. (Frá Hjarta- og æðasjúk- dómavarnafél. Rvikur). Blesö um hjarta- sjúkdómtt off fíeira HJARTA- og æðasjúkdóma- Sjóskaðar í ofviðri Stokkhólmi, 8. des. NTB. VEÐUROFSI, — snjókoma og hvassviöri — hefúr síðustu daga valdið sjóslysum úti fyrir aust- urströnd Svíþjóðar. Varð alvar- legasta slysið um síðustu helgi, þegar lítið flutningaskip „Graut- en“ sökk í Bottenviken með ftllri áhöfn, átta manns. 1 í dag fórst flutningaskútan „Nordfart" í Kalmarsund. Voru tveir menn um borð og björguð- wst báðir með naumindum. Höfðu þeir þá svamlað í ísköld- #m sjónum í u.þ.b. hálfa klukku- Btund. Prjónanælonsloppar Allar konur þurfa að eiga léttan og þægi- legan eldhússlopp. — Mjög fallegir slopp- ar úr vestur-þýzku, munstruðu prjóna- nælon. Verð kr. 298,- Lækjargötu 4. — Miklatorgi. Verð kr. 595 - 7985 —★— í»ér getið valið úr yfir 600 síðdegis- og kvöldkjólum. Aðeins 1—2 kjólar af flestum gerðum. ÞETTA ER ÓEFAÐ STÆRSTA OG BEZTA KJÓLAÚRVAL, SEM SÉZT HEFUR HÉR Á LANDI NOKKRU SINNI. Nýjar kjólasendingar daglega til jóla. MARKAÐURINN Laugavegi 89. JT I dag skein sól Ný endurminningabók PÁLS ISOLFSSONAR Út er komin ný minningabók PÁLS ÍSÓLFSSONAR sem Matthías Johannes- sen hefir samið. Það þarf ekki að taka fram, að þetta er alveg sér- staklega skemmtileg bók, enda leikur Páll á als oddi í þessum samtölum sínum við Matthías. Og víða er komið við, því að fjallað er um efni frá Stokkseyrarfjörum til sönghalla meginlandsins. Páll segir þarna og frá viðkynnum sínum af fjölda frægra manna, svo sem Albert Schweitzer, Einari Benediktssyni, Davíð frá Fagraskógi, Halldóri Lax- ness, Stefánj Islandi, Nordal Grieg og mörgum fleirum. Þetta er bók, sem allir hafa áreið- anlega gaman af að lesa, og öruggt má telja að engum leiðist í skamm- deginu, sem eignast bókina „I dag skein sóV4 Bókfellsútgáfan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.