Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 30
30 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. des. 1964 Hraðkeppni 9 liða í handbolta í kvdld Öll 1. deildar liHin með og 3 úr 2. deild f KVÖLD og annað kvöld efnir Þróttur til hraðkeppnismóts í handknattleik. Tilefnið er 15 ára afmaeli félaprsins um þessar mund ir. Hraðkeppnin verður að Há logalandi og taka þátt í henni ÖU 1. deildar liðin sex og auk þess Valdur, ÍR og Þróttur úr 2. deild. Fjórir leikir verða í kvöld en úrslitin verða annað kvöld. Dregið hefur verið um það hverjir leika saman í fyrri um- ferðinni og eru það þessi lið: Fram — KR. Everlon hltrat 30 þús. kr. sekt ENSKA liðið Everton verður að greiða 250 punda — um 30 þúsund krónur — sekt til enska knattspymusambands- ins vegna óeirða er úrðu á velli félagsins í leik Everton 7. nóv. sl. er dómarinn varð að grípa til þess einstaða ráðs að gera hlé á leiknum til að kæla skap leikmanna. Einn leikmanna Everton var rekinn af velli í leiknum eftir 4 mín. leik. Hann hlaut í refs- ingu 14 daga keppnisbann frá 14. des að telja. 30 þúsund kr. sektin sýnir að enska sambandið fylgir fast fram ætlun sinni um strangari viðurlög við leik- brotum. Áður hefði sekt í svip uðu tilfelli verið 100 pund eða 12 þúsund krónur. FH — ÍR. Haukar — Þróttur. Víkingur — Ármann. en Valur situr yfir. Það lið er tapar leik er úr keppn inni. A.-lið Fram er ekki komið heim frá Gautaborgarleiknum, en Fram er með engu að sdður og teflir fram sínu næst bezta liði. Nú koma Hafnarfjarðarliðin í fyrsta sinn til keppni vi'ð Reykja víkurliðin á þessurn vetri. Fýsir marga að sjá hver styrkleiki þeirra er, því Hafnfirðingar eru sagðir hafa æft mjög vel. Hraðkeppni býður einnig upp á sérstaka spennu þar sem allt getur skeð í stuttum leikjum, en leiktímd er 2x10 mín. Má því ætla að marga fýsi til Hiáloga- landsferðar í kvöld. Bongers vann Bnpid 2-0 GLASGOW Rangers sigruðu knattspyrnuliðið Rapid í Vín með 2—0 (1—0 í hálfleik) í síðari leik liðanna í 2. umferð í keppni meistaraliða um Evrópubikarinn. Rangers vann fyrri leikinn á heimavelli í Skotlandi með 1—0 og eru því komnir í 3. umferð með 3—0 samanlagt. 70 þús. manns horfðu skjálf- andi á Rangers-menn leika frá- bærlega vel uppbyggðan varnar- leik og á milli framkvæma eld- snögg upphlaup sem færðu þá í 3. umferð keppninnar. Gusugangur í suudknuttleL ÞESSAR myndir eru teknar í úrslitaleik Ármanns og KR í sundknattleikl. Sú stærri sýn ir Sigmar (KR) með hvíta hettu reyna markskot á Ár- mannsmarkið, sem mistókst þó. Það er mikið skvett í þess ari íþrótt. Minni myndin sýnir misk- unarlausa kaffæringu Siggeirs Á. á einum KR-ing. En leyfi- legt er að kaffæra þann, sem um boltann heldur — og KR- ingurinn tók boltann með sér niður, en það er ólöglegt og Ármann fékk aukakast. Á myndinni sjást fyrstu þátttakendur Norrænu skíðagöng- unnar nýkomnir í mark. Þeir eru: taldir frá vinstri: Magnús E. Guðjónsson, bæjarstjóri, Snjólaug Bragadóttir, Hermann Stefánsson, form. Skíðaráðs, Anna Hermannsdóttir, Hermann Sigtryggsson, íþróttafulltrúi, Ármann Dalmannsson, fyrrv. formaður íþróttabandalags Ak ureyrar, og ísak, J. Guðnason, núverandi formaður Í.B.A. Ljósm. FrímannGunnlaugsson. Akureyringar hefja 5 km. gönguna NORRÆNA skiðagangan var haf in af hálfu Akureyringa á sunnu daginn. Bæjarstjóri, Magnús E. Guðjónsson, hóf gönguna ásamt (- nokkrum forustumönnum íþrótta mála á Akureyri. Gengin var 5 km. braut í nágrenni Skíða- FH gefið lag eftir Sigfús FTMLEIKAFÉLAG Hafnarfjarð- ar starfar nú sem flest önnur íþróttafélög í deildum, hand- knattleiks-, frjálsíþrótta- og knattspyrnudeild. — Samkvæmt hinu nýja fyrirkomulagi verða deildirnar að halda aðalfundi sína í desembermánuði, en aðal- fundur félagsins er aftur á móti haldinn um miðjan janúar ár hvert. Knattspyrnudeild félagsins hef ur ákveðið að halda aðalfund deildarinnar n.k. sunnudag. Fund urinn verður haldinn í Góð- templárahúsinu og'hefst kl. 2 e.h. — Mikil - gróska hefur verið í starfi deildarinnar í sumar, og auk hinna venjulegu aðalfundar- starfa mun starf deildarinnar verða sýnt í myndum AGFA- Coulars og hið nýja lag Sigfúsar Halldórssonar verður fært fé- laginu að gjöf. hótelsins í silkifæri og jafnfölln- um snjó, heiðskíru veðri og 8 stiga frosti. Allmikið hefir verið unnið í haust að lagfæringu á æfinga- brekkum í nánd við hótelið. Sléttað var með jarðýtu, áður en snjó festi, staksteinar fjar- lægðir og settur upp ágætur ljósabúnaður, svo að nú er hægt að renna sér þar eftir dagsetur, ef vill. Jafnframt hefir verið sett upp 150 metra tog- braut á þessum stað. Skölafólk úr Menntaskólanum og gagn- fræðaskólanum hefir aðallega unnið verkið í sjálfboðavinnu undir umsjá Skíðaráðs Akureyr- ar og íþróttafulltrúa bæjarins. Magnús Guðmundsson skíða- og golfkappi hefir verið ráðinn skíðakennari í vetur við Skíða- hótelið. Hótelstjóri er Frímann Gunniaugsson. — Sv. P. Real Madrid tryggði sér í gær rétt til 8 liða úrslita í keppninni um Evrópubikar í knattspyrnu. Lék liðið síðari leik sinn við Dukla Prag í Prag og varð jafntefli 2-2. Höfðu Spánverjar 1-0 í hálf leik. Fyrri leik liðanna lauk með 4-0 sigri Real Madrid og þar með halda þeir áfram í keppninni. Hlaut 36 millj. kr. í getraununum 54 ÁRA gamall verzlunar- maður í Lundúnum, Lawrence Freedman vann í gær stærstu verðlaun sem unnizt hafa í getraunum i Bretlandi til þessa. Hann vann 301.739 sterlingspund eða rúmar 36 millj. ísl. kr. Hann segist ekki ætla að gera sér neinn tyllidag þrátt fyrir þennan rosavinning og muni mæta í sinni vinnu eins og ekkert hefði í skorizt. Lawrence Freedman hefur sent inn getraunaseðla í 30 ár og*mikið hugsað um get- raunakerfi. Hann setti saman seðil sem kostaði 5 shillinga í vikunni sem leið. Hann bauð vini sínum seðilinn fyrir 5 pund, en vinurinn afþakkaði boðið, því hann hafði oft feng ið slíkt tilboð fyrr frá Freed- man án árangurs. En nú gaf seðillinn vel í aðra hönd. Eldra vinningsmetið í Bret- landi var 300.684 pund og hlaut þá upphæð maður í Bel fast 1959. Hayes og Carr atvinnu- menn HÖGGVIÐ hefur verið stórt skarð í raðir beztu spretthlaup- ara heim.s. Bandaríkjamennirnir Botoby Hayes og Henry Carr hafa báðir gerzt atvinnumenn í amerískum fótbolta. - Hayes skriifaði undir samning s.l. þriðjudag og gerist atvinnu maður hjá Dallas Cowboys. Hay- es er talinn mesti spretthlaupari sem uppi hefur verið og náði m.a. 9,9 sek í 100 m. hlaupi í Tokíó í örlitlum mé'ðvindi. Henry Carr vann gullverðlaun í 200 m og í 4x400 m boðhlaupi I Tokíó. Hann hefur gerzt atvinnu maður hjá Arizona University, en þar hefur hann leikið bæði bakvörð og útherja í ameriskum fótbolta sem áhugamaður. Bæði þessi lið eru í „1. deild“ í Bandaríikjunum og ætla má að þeir félagar eigi eftir að heyja margt einvígið á knattspyrnu- vellinuim. M0LAR WEST HAM komst í gærkvöld í 3. umferð keppninnar um Evrópubikar bikarmeistara. Liðið tapaði fyrir Prag Sokolo 1— 2 en hafði unnið heimaleik sinn 2—0 og vann því saman- lagt. SPÁNSKA liðið Espagnolse (Saragossa) er komið í undan úrslit Evrópukeppni bikar- meistara. Liðið vann Dundee á heimavelli sinum í gær með 2— 1. Fyrri leikur liðanna end- aði 2—2 í Skotlandi. Tékkar unnu Svia í lands- leik í handknattleik með 17—14 í Helsingborg á sunnu dagskvöldið var. Sigurinn var verðskuldaður og réttlátur, þaf sem Tékkar höfðu yfir- burði í spili mestan hluta leiksins. Tékkarnir léku landsleik við Dani í Kaupmannahöfn á laugardag og lyktaði þcim leik með jafntefli 18—18. ítalir unnu Dani í landsleik í knattspyrnu í Bologna á sunnudaginn með 3—1. Það var endasprettur Italanna I leiknum sem úrslitin sköpuðu. Dönum tókst að skora eina mark fyrri hálfleiks og höfðu forustu langt fram í þann síð ari. Áhorfendur píptu og píptu á landa sína — unz bet ur fór að ganga fyrir þeim. Það var Henning Enoksen sem skoraði mark Dana. Ungverska liðið Vasa tap- aði 3—4 fyrir Lokomotiva i Sofía, í knattspymuleik á sunnudaginn. Leikurinn var liður í Evrópukeppni meistara liða. Vasa heldur samt áfram í 3. umferð keppninnar, þar sem samanlögð úrslit leikja liðanna eru Vasa í hag 8—7. Finnland vann Pólland i handknattleik í Helsingfors á sunnudag með 21—19. f leik- hléi höfðu Pólverjar yfir 11—10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.