Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 16
16 MORGUNBIADIÐ Fimmtudagur Ið. des. 1964 Jllttgmtldftfrffr Útgefandi: Framkvæmdsts t j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjóltur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480, á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. SÍLDABIÐNAÐURINN OG umm Vaxandi innflutningur bíla til Bandaríkjanna INNFLUTNINGUR á bifreið- ura til Bandaríkjanna náði há- marki árið 1959, en )þá voru seldar 614 þúsund erlendar bifreiðir þar í landi. Næsta ár á eftir datt botninn úr inn- flutningnum, nema hjá ein- staka tegundum. Siðan hefur aftur innfluttum bílum farið fjölgandi ár frá ári, og er á- ætlað að í ár verði 485 þús- und erlendar bifreiðir seldar í Bandarikjunum. Það sem fyrst og fremst olli minnkandi innfiutningi árið 1960 var að bandarískar bíla- smiðjur sendu á markaðinn smækkaðar útgáfur innlendra bíla, eða „compacts“, eins og þeír eru nefndir..En þótt inn- flutningur bíla fari nú vax- andi, hafa bandarísku smiðj- urnar engar áhyggjur, því þær telja að ekki sé enn það mikill markaður fyrir litla bíla að sala þeirra dragi að ráði úr sölu stóru bílanna. Blaðið Wall Street Journal telur að á næsta ári verði fluttar inn um 560 þúsund bif- reiðir til Bandaríkjanna, og að salan skiptist nokkurn veginn þannig milli tegunda: Söluhæsta bifreiðin verður Volkswagen, með um 60% alls innflutningsins, eða 350 þúsund bíla. BMC ( Austin, Morris o. fl.) um 42 þúsund bíla, aðallega MG og Austin-Healy sport- bíla. Triumph, 26 þúsund sport- bíla. Renault, 23 þúsund. Simca, 18 þúsund. Fiat, 15 þúsund. Datsun (frá Japan), 14 þús. Rootes (Singer o. fl.) 13 þús. Saab, 6 þúsund. Hér eru ekki taldar með þrjár tegundir, sem selzt hafa vel á yfirstandandi ári. Eru þær Volvo, með 18 þúsund bíla í ár, Opel með 15 þúsund og Mercedes Benz með 11 þús- und. Varðandi Volvo er það að segja, að í Svíþjóð er skort- ur á vinnuafli, og hefur það að sögn blaðsins þau áhrif að ekki hefur reynzt unnt að af- greiða jafn marga bíla og ósk- að var. Um hinar tegundirnar kveðst blaðið ekki hafa getað aflað sér upplýsingar. takmörkun vígbúnaðar CJíldariðnaðurinn á íslandi er ^ orðinn stóriðnaður á okk- ar mælikvarða. Heildarafköst síldarverksmiðjanna í land- inu á sólarhring, munu nú vera rúmlega 100 þúsund mál. Þar af eru á Norður- og Aust- urlandi verksmiðjur, sem af- kasta 60-—70 þúsund mála bræðslu á sólarhring. Af þessu sést, að afköst sfld- 'arverksmiðjanna eru þegar orðin mjög mikil. Heildarafli síldveiðiflotans síðan sl. vor er nú orðinn nokkuð yfir 3 millj. mál og tunnur. Allan þennan mikla síldarafla, sem er meiri en nokkru sinni fyrr í sögu síldveiðanna hér við land, gætu síldarverksmiðjur okkar þannig brætt á rúmum mánuði, ef aflanum væri land að nokkurn veginn jafnt og heildarafköst þeirra hagnýtt. En þrátt fyrir þessar stað- reyndir er nú rætt um að auka afköst síldarverksmiðjanna á Austfjörðum og Norðaustur- landi að miklum mun og verja til þess 1-—200 millj. kr. í f jár- festingu. Það er út af fyrir sig góðra gjalda vert að ráðgera frekari uppbyggingu síldar- iðnaðarins, sem vafalaust á sér mikla framtíð hér á landi. Æskilegt er að geta stækkað nokkuð einstakar verksmiðj- ur og bætt afstöðu þeirra til móttöku afla og geymslu af- urða. En þess ber þó að gæta, að höfuðnauðsyn ber til þess að hagnýta sem bezt afkasta- getu þeirra verksmiðja, sem fyrir eru, og dreifðar eru um meginhluta landsins. Þetta er ekki sízt nauðsynlegt, þegar þess er gætt, að atvinnuerfið- leikar ríkja í mörgum byggð- arlögum norðanlands og vest- an, vegna aflabrests á þorsk- veiðum og síldarleysis á mið- unum fyrir NorðurlandL ★ Margt bendir því til þess, að skynsamlegast væri nú að leggja höfuðáherzlu á betri hagnýtingu hins mikla verk- smiðjukosts, sem byggður hefúr verið upp í nær öllum landshlutum. En til þess að það takist þarf að leggja stór- aukna rækt við síldarflutn- inga milli landshluta, þegar þannig stendur á að síldin veiðist fyrst og fremst á tak- "mörkuðu svæði fyrir strönd- um landsins. Sem betur fer hefur tækninni fleygt fram á þessu sviði. Á sl. sumri var t.d. fyrir frumkvæði Einars Guðfinnssonar, útgerðar- manns í Bolungarvík, gerð merkileg tilraun með að dæla síld úr veiðiskipum yfir í flutningaskip á miðum úti. Þessi tilraun tókst svo vel, að óhætt er að fullyrða að hún bendi langt áleiðis um það sem koma skal. — Mikill tími getur greinilega spar- azt við það að dæla síld- inni úr veiðiskipunum úti á miðunum í flutningaskip, sem síðan flytja aflann til verk- smiðja í hinum ýmsu lands- hlutum. Hin litla reynsla, sem þegar er fengin á þessu sviði, sannar ótvírætt, að þetta er mögulegt. Er ákaflega þýð- ingarmikið að ráðstafanir verði gerðar til þess að slík- um síldarflutningum verði haldið áfram og þeir auknir. Tæknin á þessu sviði er í hraðri framför. Má í því sam- bandi minnast á olíuflutninga milli skipa úti á rúmsjó og jafnvel flugvéla á flugi. Ennfremur hefur nú verið hafizt handa um síldarflutn- inga með togurum í kæli. Væri stórmikils virði ef hægt væri að hagnýta slíka síld til sköpunar verðmætari útflutn- ingsvöru en bræðslusíldaraf- urðirnar eru. Einskis má láta ófreistað til umbóta og ný- unga í þessum efnum. Gífurlegt fjármagn er bund ið í síldarverksmiðjum okkar íslendinga. Þess vegna verð- ur að hagnýta þessi dýru fram leiðslutæki eins og frekast er kostur, og stuðla þannig að aukinni framleiðslu og vax- andi gjaldeyristekjum þjóðar- innar, samhliða auknu at- vinnuöryggi í fjölda byggðar- laga. TENGSL HÁSKÓLANS OG ATVINNULÍFSINS í ágætri ræðu Ármanns -*• Snævars, háskólarektors, l. desember sl., lagði hann m. a. mikla áherzlu á nauðsyn þess að treysta tengslin miili háskólans og íslenzkra bjarg- ræðisvega. Komst rektor þar m.a. að orði á þessa leið: „í þeim heilstæðu könnun- um um frambúðarstarfsemi Háskólans, sem ég tel að hefj- ast þurfi handa um þegar í stað, ætti að gefa sérstakan gaum að kennslugreinum, sem varða atvinnuvegi þjóð- arinnar, svo sem að athuga möguieika á að koma hér við kennslu í landbúnaðarvísind- um, fiskifræði og haffræði, og í greinum, er varða iðnað. Ég hef margoft í ræðum undan- farin ár bent á þá höfuðnauð- syn, sem á því er, að treysta tengslin milli Háskólans og atvinnuvega þjóðarinnar.“ New York, 8. des. (NTB ANDREI GROMYKO, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, lagði í dag fyrir AUsherjarþing Samein uðu Þjóðanna álitsgerð í ellefu liðum, þar sem kveðið er á um takmörkun vígbúnaðarkapp- hlaupsins. Er þar meðal annars lagt til að fækkað verði erlend- um hermönnum í Austur- og Vestur-Þýzkalandi og komið á algeru banni við neðanjarðartil- raunum með kjarnorkuvopn. Þá er gert ráð fyrir því, að útgjöld til landvarna verði skorin niður um 19-15% og hluti þess fjár, sem þannig sparast notaður til aðstoðar þeim ríkjum, sem skammt eru á veg komin í efna- hags- og þjóðfélagslegri þróun. í álitsgerðinni er lögð áherzla á nauðsyn þess, að lagðar séu niður erlendar herstöövar; að komið verði í veg fyrir frekari útbreiðslu kjarnorkuvopna og komið á kjarnorkuvopnalausum svæðum í Mið-Evrópu, sam- kvæmt Rapacki-áætluninni, svo og í Norður-Evrópu, Balkan- löndunum, í Afríku, Indlands- hafi, í Austurlöndum fjær og Þessi ummæli Ármanns Snævars eru hin athyglis- verðustu. Grunntónn þeirra er hinn sami og í skrifum og ræðum Jóns Sigurðssonar, forseta, sem lagði áherzlu á, að Háskóli íslands ætti að verða „þjóðskóli.“ Hann ætti ekki aðeins að verða mennta- stofnun til þess að ala upp embættismenn, heldur jafn- framt forystumenn í athafna- og efnahagslífi landsmanna. Af slíkri framsýni og fyrir- hyggju mælti þessi mikli leið- togi íslenzkrar sjálfstæðisbar- áttu. nær — og víðar. Segist Sovét- stjórnin munl virða slík svæði, geri önnur stórveldi það einnig. Zond II. enn á ferð Moskva, 8. des. NTB. SOVÉZKA geimfaria „Zond 2“ sem er á leiS til Marz er ennþá á réttri braut og samband allt við það með eðlilegum hætti, að því er Tass-fréttastofan segir í dag. „Zond 2“ var sent á loft 30. nóvember sl. og var um hádegi (ísl. tími) í dag í 2.470.000 km. fjarlægð frá jörðu. Fljótt eftir að geimfarinu var skotið á loft, tilkynnti Tass, að það hefði þegar notað helming alls elds- neytis síns og gæti það haft í för með sér, að tilraunin heppn- aðist eklki, — geimfarinu tækist ekki að afla tilskilinna upplýs- inga. í dag minntist Tass ekki á eldsneytísíorða þess. til ufidirbúfiings tunglferða Los Angeles, 8. des. — (NTB) í D A G var skotið á loft frá tilraunastöðinni White Sands í New Mexico ómönnuðu geimfari af þeirri tegund, sem nota á, þegar þrír menn verða scndir til tunglsins, væntan- lega einhverntíma fyrir 1970. Upplýst er, að tilraunin hafi Loks er lagt til að allar sprengjuflugvélar verði eyði- lagðar, að komið verði á griða- sáttmála NATO-ríkjanna og að- ildarríkja Varsjárbandalagsins og sett verði skilyrðislaust bann — undir ströngu eftir- liti — við staðsetningu kjarnorku vopna í Austur- og Vestur- Þýzkalandi. I siuttu máli Plymouth, 8. des. NTB. BREZKA skipið „Arthur AII- bright" bjargaði i nótt fimm m.anna áhöfn 326 lesta daesks skips, „Scantic", sem sökk seint í gærkveldi u.þ.b. 50 sjó mílur suður undan strönd ír- lands. Höfðu skipbrotsmenn velkzt í björgunarbát í marg- ar klukkustundir í — vonzku- veðri, sem torveidaðí mjög leit að þeún. Khartoun, 8. des. AP- NTB. AÐ minnsta kosti 23 menn biðu bana og 400 særðust í gær í átökum milli blökku- manna frá suðurhluta landsins og Araba frá norðurhlutanunv. tekizt vel og sé mikilsvert skref í rétta átt. Tilgangur tilraunarinnar var ai5 prófa björgunartæki þau, sena geimfarar í fyrirhugaðri tungl- ferð eiga að nota, ef Satúrnua eldflaugin, sem flytur tunglfarið á loft skyldi lenda út af réttri braut. Við tilraunina í dag var notuð lítil eldflaug. Geimfarið var sent í 9.500 metra hæð og virtust öll tæki starfa samkvæmt áætlun. Vísindamenn náðu geim- farinu aftur til jarðar — lenti það með fallhlíf í 9.5 km fjar- lægð frá tilraunastöðinrii. Vel heppnuð tilraun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.