Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 31
T, Fimmtudagur 10, des. 1964 MORCUNBLAÐIÐ 31 Nóbelsverðlaunin af- hent í Stokkhólmií das Þessi mynd sýnir veghefl- ana að verki á Hellisheiði eða nánar til tekið í Svína- lirauni. í gær var sagt frá >ví að snjógirðingarnar hefðu gert lítið gagn. Það skal fram tekið að girðing- arnar eru settar upp fyrir nórðan og norðvestanátt og eiga þá að safna snjónum saman, en snjókoman nú síðast hefir verið af austan- átt og lognfallin og því litið gagn að girðingunum e.nn sem kismið er. Mælingar hafa hinsvegar verið gerðar við girðingarnar og sýna ber að sunnan snjókoma hefir bundizt við þær. — Sovéinkin Framhald af bls. 1 ráðinu er fjarverandi og engar skýringar gefnar á fjarvist þeirra. Við síðustu kosningar híutu 1,440 manns kosningu til Æðstaráðsins, en fund þess riú sitja aðeins 1,378 fulltrúar. Meðal annarra mála, sem á dagskrá Æðstaráðsins eru nú, er val formanns í svokallaða stjórn- arskrárnefnd, sem sett var á lagg irnar 1962 til þess að gera drög að nýrri stjórnarskrá, en sú sem nú er í gildi í Sovétríkjunum er frá árinu 1935 og á Stalín allan heiður af henni. Krúsjeff var formaður nefndar þessarar áður en honum var vikið frá völdum. í>að var Brezhnev, sem steig í pontuna á allsherjarfundinum í dag og lagði fyrir ráðið stutt- orðar tilskipanir um frávikningu Krúsjeffs, sem sögð var „fyrir aldurs sakir og heilsubrests". — Brezhnev lauk máli sínu á tveim mínútum og voru atkvæði greidd á jafnlöngum tíma. Síðan ræddi Brezhnev nokkuð um Kosygin, kvað hann miklum skipulagshæfi leikum búinn og unna landi sínu hugástum og kvaðst vera viss um að honum myndi vel farnast í forsætisráðherraembættinu. Kosygin sagði í ræðu sinni, sem er fyrsta meiriháttar ræðan er hann flytur þjóð sinrli eftir embættistökuna, að hennar biðu nú betri lífskjör en áður hefði verið, aukin yrði framleiðsla á neyzluvörum, bætt úr húsnæðis- vandamálum og laun hækkuð að mun. Sagði hann að það myndi draga mjög úr spennu í alþjóðamálum að bæði Sovétrík- in og Bandaríkin hyggðust draga úr útgjöldum sínum til landvarna og kvað Sovétstjórnina fylgja stefnunni um friðsamlega sam- búð, bætt samskipti við lönd kapítalista, aukna einingu og samhug kommúnistaríkjanna og aðstoð við allar þær þjóðir sem enn ættu í höggi við heimsveld- isstefnu og nýlendustefnu. For- sætisráðherrann talaði í fimm stundarfjórðunga og kom víða við. Tailsmenn Bandar íkjast j órn>ar lýstu því yfir í kvöld að Banda- ríkin hefðu ekki gert neina samnin.ga við Sovétríkin um gagnkvæma lækkun á útgjöld- uim landanna til hermála. I>au myndu semja fjárihagsásetiun sína með það fyrir aiuguim hvað Bandaríkjunum kæmi bezt og ekki taka neitt beint tillit til yfirlýstrar 'iækkuniar Sovétríkjanna á úbgjöldiúim sín um til hermália én meta sijállfir og veg.a varnarþörf iaindsinis, með tiLliti til aLlra aðstæðnia. — Dómurinn Frh. af bls. 28 virðist hending ein hafa ráðið, að honum varð ekki a'ð ætlun sinni. Ákærður fór heim til Guðríðar Erlu með þeim ásetningi, að svipta hana lífi, ef hún féllist ekki á að koma með honum norður í land. Samkvaemt þessu hefur ákærður gerzt brotlegur við 211. gr. sbr. 20. gr. 1. mgr. almennra hegningarlaga nr. 19/ 1940. II) Sannað er me'ð framfeurð- um ákærðs og vitna, að ákærð- ur sló til Þóreyjar Guðmunds- dóttur, er hann mætti henni á leið út úr húsinu að aflokinni árásinni á Guðríði Erlu. Hlaut hún af því áverka þá í andlit, sem Sður greinir, en eigi eru þeir svo alvarlegir að þeir falli undir 218. gr. hegningarlaganna. Þá þykir dóminum varhugavert að telja nægilega sannáð, að andlegt áfall Þóreyjar eftir at- burði þessa verði talið ákærð- um til sakar á þann veg, að hon- um verði gerð refsing fyrir brot gegn 218. gr. hegningarlaganna, og er þá haft í huga, að ætla má, að það hafi fengið verulega á Þóreyju, áð koma að vinstúlku sinni særðri og blóðugri, svo sem lýst hefur verið. Ber því að sýkna ákærðan af ákæru um brot gegn 218. gr. hegningarlaganna, en með árás sinni á Þóreyju hefur hann brotið gegn 217. gr. þeirra laga. Samkvæmt því sem nú var greint, og með hliðsjón af 77. gr. 1. mgr. hegningarlaganna þykir refsing ákærðs hæfilega ákveðin fangelsi 12 ár. Ákærður hefur seti'ð í gæzlu- varðhaldi síðan 13. maí síðast- liðinn eða samtals 210 daga. Sam kvæmt 76. gr. hegningarlaganna ber þessi varðhaldsvist að koma að fullu til frádráttar refsingu hans. Fébótakröifur hafa eigi verið hafðar uppi í málinu. Ákærðan ber að dærnia til að greiða allan kostnað sakarinnar, þar með talin málssóknarlaun kr. 8000.00, er renni til ríkissjóðs, og málsvarnarlaun skipaðs verj- anda síns, Arnar Clausen hæsta- réttarlögmanns, kr. 8000.00. Dómur þessi er kveðinn upp af þremur sakadóimurum eftir ákvörðun yfirsakadómara og samkvæmt heimild í 3. mgr. 5. gr. 1. 82/1961. Dómsorð: Ákærður Lárus Stefánsson sæti fangelsi 12 ár. Gæzluvarðlhaldsvist ákærðs si’ðan 13. mai 1964 eða samtals í 210 daga, komi að fullu refsingu hans til frádráttar. Ákærður greiði allan kostnað sakarinnar, þar með talin máls- sóknarlaun til ríkissjóðs, kr. 8.000,00 og málsvarnarlaun skip- aðs verjanda síns, Arnar Clausen hæstaréttarlögmanns, kr. 8.000,00. Dóminum skal fullnæigja með aðför að lögum.“ Washington, 8. des. NTB. BANDARÍSKA geimvísinda- stofnunin — NASA — skýrði svo frá í dag að geimfarið „Mariner IV“, hafi aftiir far- ið út af réttri braut. Reynt verður að koma geimfarinu aftur á braut. Það var í gær- kveldi komið 2.680.000 km. frá jörðuL — Bandaríkin Framhald af bls. 1 an heldur verið á móti því að Bandaríkin misstu neitunarvald það, sem þau nú hafa varðandi beitingu kjarnorkuyopna. Sagði Wilson að hann myndi hefja máls á tillögum þeim er hann hefði lagt fyrir Johnson forseta varðandi hinn fyrirhugaða sam- eiginlega kjarnorkuflota NATO í brezka þinginu er heim kæmi. í hinni sameiginlegu yfirlýs- ingu Wilsons og Johnsons sagði, að þeir hefðu rætt tillögu Banda- ríkjamanna um sameiginlegan kjarnorkuflota Atlantshafsbanda- lagsins og tillögu Breta um kjarn orkuvarnir, en ekki var tillög- unum lýst nánjir. Lögð var á það áherzla í yfirlýsingunni, að í kjöl far viðræðna Wilsons og John- sons myndu sigla viðræður banda manna þeirra sín í milli. Voru leiðtoigarnir sammála um að traústur efnahagur yrði að renna stoðum undir stefnu rikja í landvarnamálum og lýstu þeir þeirri sannfæringu sinni, að skipta yrði jafnar varnarbyrð- um þeim sam á hinum vestræna heimi hvíldu. Þé vildu þeir gera gangskör að því að auka sam- vinnu Bandaríkjanna og Bret- lands á sviði vopnaframleiðslu og rannsókna á sviði varnarmála. Johnson o>g Wilson lögðu einn- ig á það áherzlú, hve mjög þeim væri í mun að varðveita friðinn í Austurlöndum nær og Austur- Asíu og lýstu mikilvægi hernað- arlegs stuðnings landa sinna við Stokkhólmi, 9. des. — NTB. HINGAÐ eru nú komnir allir þeir, sem Nóbelsverðlaun hlutu í ár, sex talsins, til hess að veita verðlaununum viðtöku — utan sá eini margumtnlaði Jean-Paul Sartre, sem afþakkaði Nóbels- verðlaunin fyrir bókmenntir, svo sem frægt er orðið. Stóll lögmætgr ríkisstjórnir í Suð- austur-Ásíu, einkum í Malaysíu o$< Suður Vietnam. Þá sögðust þeir einhuga fylgjandi S.Þ. í öllum þeirra gerðum, sem mið- uðu að varðveizlu friðar í heim- inum og sögðust myndu styðja með ráðum og dáð bandalög þau sem fyrir væru í Evrópu, Austurlöndum nær og Austur- Asíu. Johnson og Wilson voru á einu máli um nauðsyn þess að hafa eftirlit með vígbúnaði og afvopnun um allan heim til þess að stuðla að því að kjarnorku- vopn dreifðust ekki á fleiri hend ur en fyrir væru. Loks sagði í yfirlýsingunni ,að leiðtogarnir hefðu mikla trú á mikilvægi auk innar samvinnu bandamanna í heimsmálunum og þeir sæju fram á frekari- viðræður Atlants- hafsbandalagslandanna og al- þjóðlegar samningagerðir, sem miðuðu að því að draga úr spennu í heiminum og stuðla að afvopnun, bæði kjarnorkuvopna og venjulegra vopna. Helur aíiað 5.300 tunnur Ólafsvík, 9 des. í FRETT um síldarafla bátanna héðan féll niður nafn aflahæsta bátsins, Sveinbjörns Jakobsson- ar, sem aflað hefur 5.300 tunnur á haustvertíðinni. Skipstjóri er | Rafn Þórðarson. — Hinrik. bans mun standa auffur i»g t»m ur þegar Gústaf kóngur A (sem nú er 82 ára) afbendir se* menningunum verðlaunin við há tíðahöldin á morgun. Dr. Anders Österling, fyrrum ritari sænsku akademiunnar, mun þá taka til máls og s®gja frá þeirri ákvörðun Sartres að taka ekki við verðlaununuœ. Fé það sem Sartre var ætlað í verð laun, 273.000 sænskar krónur, eða krónur 2.211.360,00 íst., rennur aftur í verðlaunasjóðinn, en Sartre mun framvegis emgu að síður standa á skrá NóbeU- verðlaúnahafa, eins og Boris Pastérnak, sem fyrir nokkrum árum afþakkaði einnig bók- menntaverðlaun Nóbels. Síðust verðlaunahafanna kom frú Dorothy Crowfoot Hodgkin til Stokkhólms í gær. Frúiíi stundar rannsóknir sínar í Ox,- ford í Englandi og hlaut Nóbels- verðlaunin í efnafræði í ár. Og það var ekki bara frúin, sem kom til Stokkhólms, heldur kom þar saman fjölskylda hennar nær öll, sem annars er dreifð um heimsbyggðina. Maður frú Dorothy er kennari í Ghana og dóttir hennar, Elizabeth, kenn- ari í Zambia, einn sonurinn kenn ari í Indlandi og annar í Alsir, og var hann sá eini sem ekki gat komið norður til Svíþjóðar. Sovézku vísindamennirnir Pro korov og Basov eru mættir f Stokkhólmi og sömuleiðis Banda ríkjamaðurinn Charles Townes, semhlaut eðlisfræðiverðlaun No- bels að hálfu mót Rússunum tveim. Þjóðverjarnir tveir sem læknaverðlaununum deildu eru einnig komnir, en það eru þeir IConrad Bloch sem nú er banda- rískur ríkisborgari, og Feodor Lynen, sem starfar í Vestur- Þýzkalandi. Síðdegis í dag heldur Nóbeis- stofnunin í Stokkhólmi háf til heiðurs verðlaunahöfunura og fjölskyldum þeirra en á mor-gim síðdegis verða verðlaunin afbent við hátíðlega athöfn i Konsert- huset að venju. Dr. Martin Luther King tók við friðarverölaununum í gær Osló, 9. des. (NTB-AP) í D A G veitti dr. Martin Luther King viðtöku friðar- verðlaunum Nobels við há- tíðlega athöfn í hátíðasal Oslóarháskóla, að viðstödd- um Ólafi konungi, fjölskyldu hans, ríkisstjórninni, þing- mönnum öllum, fulltrúum er- lendra rikja og öðru fyrit- fólki. Á blaðamannafundi síðar um daginn, sagði Dr. King að hann myndi nota verðlaunin, sem eru að upphæð 273.000 sænslcar krónur, (eða kr. 2.271.360 ísl. kr) til stuðnings við baráttu blökkumanna í Bandaríkjunum fyrir almenn- um borgaralegum réttindum. Sagði King að innan skamms yrðu þáttaskil í réttindabar- áttu blökkumanna vestra og niyndi hafizt handa um að út- rýma misrétti gagnvart þeim í húsnæðismálum, kennslu- málum og á vinnumarkaðn- um, en til þess þyrfti öflug samtök og stjórnmálaaðigierð- ir af þeirra hálfu. King drap á þau ummæli Dr. Martin Luther King. hins látna forsætisráðherra Indlands, Jawaharlal Nehrus, að það væri göfgandi fyrir manninn að sitja í fangelsi og kvaðst því algerlega sammála, að fangelsisvist hefði mikil á- hrif á menn, bæði siðfræði- lega og hálfræðilega. Dr. King hefur oft setið í fangelsi eins og Nehru áður. Aðspurður um Kongó sagði Dr. Kinig, að það sem þar ætti sér stað væri afleiðing þess óréttlætis, sem sáð hefði verið til á dögum nýlendu- stjórnarinnar þar og taldi nauðsyn bera til þess, að allur erlendur her yrði á brott úr landinu en þá gætu fyrst haf- izt gagnlegar umræður uim það sem gera þyrfti fyrir land ið. Bezta möguleika til úr- lausnar taldi hanir vera að finna innan samtaka Afríku- ríikjanna, með aðstoð S.Þ. Síðdegis í dag sat Dr. King boð norskra Baptista í Stabekk og voru þangað einn- ig boðnir margir leiðtogar norsku evanigelisk-lúthersku krkjunnar. Á föstudag flytur hann Nóbelsverðlaunaræðu sína og situr veizlu í sendiráði Banda ríkjanna í Osló, en heldur ttl Stokkhólms á laugardags- kvöld eftir að hafa skoðað Oslóarborg um daginn. Norska stúdentasambandið fer blys- för til heiðurs Dr. King á föstudaiginn áður en hann flytur verðlaunaræðu sína.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.