Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 6
MORCUNBLADIÐ Fimmtudagur 10. des. 1964 ÚTVARP REYKJAVÍK 3 Ó N Jónsson, fiskifræðingur, flutti fjórða og síðasta erindi sitt um hvali sunnudaginn 29. nóv. Að þessu sinni vék hann einkum að hvalveiðum okkar íslendinga. Síðan 1948 hafa íslendingar veitt nálega 6500 hvali hér við land, mest út af Faxaflóa og Breiða- firði. Taldi Jón, að hvalstofnin- um mundi nú engin hætta búin af ofveiði, svo sem raunin var á um og eftir síðustu aldamót, er Norðmenn seildust mjög eftir hvölum á íslandsmiðum. Erindi Jóns voru mjög greinagóð og fróðleg. Sama má segja um erindi, sem Páll Theoódórsson, eðlisfræðing- ur, flutti á sunnudagskvöld um ítalska vísindafrömuðinn Galíleo Galílei (1564—1642). Galíleo var innan við tvítugt, er hann upp- götvaði hreyfingarlögmál pend- úlsins. Frægastur er hann fyrir uppgötvun tregðulögmálsins og kraftlögmálsins, en þau skýra ýmis náttúrulögmál, sem menn umgangast daglega og kunna nú skil á, án þess að gera sér rellu út af þeim eða hugsa mikið um örlög þeirra, sem uppgötvuðu þau. Sem kunnugt er var Galíleo á gamalsaldri neyddur til að sverja af sér snúning jarðar með meiru. „Samt snýst hún“ á hann svo að hafa hvíslað að kunningja sínum, er hann gekk út úr réttar- salnum. Síðar um kvöldið var þáttur- inn: „Kaupstaðirnir keppa“. Nes- kaupstaður og Seyðisfjörður leiddu að þessu sinni saman hesta sína, og sigraði Neskaup- staður á broti úr stigi. Varð það honum til lífs, að hann vissi nöfn allra ritstjóra Þjóðviljans, en Seyðisfjörður klikkaði á ívari H. Jónssyni. Spurningar voru nú yfirleitt léttari en í fyrri þáttum, en þátturinn annars einna skemmtilegastur þeirra þriggja, sem komnir eru. Sauðárkrókur, Hafnarfjörður og Neskaupstaður hafa nú unnið sér þátttökurétt í úrslitakeppninni. , Ragnar Jónsson, forstjóri, ræddi um daginn og veginn á mánudagskvöld. Kom hann víða við, sem hans er venja, og verður fátt eitt talið hér. Hann greindi m.a. frá Rússlandsför 1937. Fékk hann þar að skoða samyrkjubú um 100 km frá Moskvu, og íund- ust honum bændur þar ekki ó- líkt á vegi staddir og íbúar Eyr- arbakka 1904—20. Þeir höfðu smálandskika í aukagetu fyrir sjálfa sig-, utan hins lögboðna samyrkjuskipulags. Ragnar taldi, að við gætum margt lært af mis- tökum bæði Rússa og Banda- ríkjamanna í landbúnaðarmálum á síðustu áratugum, mistökum, sem stafað hefðu af tillitsleysi við mannlegar tilfinningar. Stórbýli í einkaeign eða rekin af hlutafélögum, ef með þyrfti, taldi hann heppilega tilhögun í íslenzkum landbúnaði. Smábýli þau, sem nú væru að leggjast í eyði, vildi hann láta ríkið kaupa og mundi síðan rísa þar upp byggð, væntanlega með áður- nefndum búnaðarrekstri. Ragnar Jónsson Ragnar sagði, að ekkert ætti jafn sterk ítök í manninum og i landið, og ekk- ert væri mann- | inum eins nauð- t synlegt og að elska. — Menn ættu ekki að af- rækja átthaga sína, því að svo fyrntust ástir sem fundir, jafnt til lands og kvenna. Ragnar er ágætur útvarpsmað- ur. Erindi hans um daginn og veginrt t.d., eru ekki venjulegt rabb um dægurmál eða þjóðmál. Að vísu eru þau tíðast umræðu- grundvöllurinn (enda í víðtæk- ustu merkingu naumast nokkur önnur mál til). En Ragnar ræðir málin á þann veg, að erindi hans minna oft fremur á kviðu list- rænna hugsana en venjulegan kaldtempraðan erindaflutning. — Þess vegna snerta þau mann oft dýpra en málflutningur margra annarra útvarpsmanna, þótt á- gætir séu á sína vísu. Seinna um kvöldið var þáttur- inn „Tveggja manna tal.“ Sigurð- ur Benediktsson ræddi við Gunn- laug Scheving, listmálara. Megin- efni þáttarins var þó gamansög- ur, sem listamaðurinn sagði, þar af meira en helmingur hafður eftir Eggerti Stefánssyni, söngv- ara. Á þriðjudagskvöld hófst nýtt framhaldsleikrit, sem efni standa til að geti orðið mjög vinsælt, og lofar fyrsti þáttur góðu um það. Það er „Heiðarbýlið" eftir Jón Trausta, búið til útvarpsflutnings af Valdimari Lárussyni, sem einnig er leikstjóri. Leikendur eru 13, en sögumaður Jónas Jón- asson. Helga Bachmanrt leikur Höllu. en Guðmundur Pálsson Ólaf bónda hennar. Fylgist með frá byrjun! Síðar um kvöldið var útvarpað frá dagskrá Stúdentafélags Reykjavíkur að Hóteí Sögu. Var það vönduð og efnismikil dag- skrá. Miklu mest var þar erindi Halldórs Halldórssonar, prófess- ors, um þróun handritamálsins og horfur í því. Á miðvikudagskvöld var margt til fróðleiks og skemmtunar. Þá las m.a. Kristján Albertsson, rit- höfundur, úr lokabindi sínu um Hannes Hafstein, en það er nú á jólamarkaðinum. — Væntanlega veldur þetta bindi minni deilum en annað bindið, sem út kom í fyrra, enda mun það ekki fjalla um eins viðkvæmt tímabil. Það er þarft verk að skrifa um ævi látinna stjórnmálaskörunga. Nú bíðum við eftir ævisögum Bjöms Jónssonar, Skúla Thoroddsens, Bjarna frá Vogi og Benedikts Sveinssonar, en allar snerta þær þetta tímabil, sem Kristján skrif- ar um. Fengjust þá eflaust fleiri víddir í mynd þá.^sem hann dreg- ur upp. Þá var flutt erindi eftir Helga Haraldsson frá Hrafnkelsstöðum um Kára Sölmundarson, þetta kvöld. Helgi dáir mjög íslend- ingasögurnar, eins og raunar flestir gera, þótt nú muni ekki lengur í tízku, að menn lesi þær í þaula á barnsaldri, eins og tíðkanlegt var í mínu ungdæmi. Á þeim árum voru persónur ís- lendingasagna svo lifandi fyrir fólki, að menn ræddu um Kára Sölmundarson og Höskuld Hvíta- nessgoða í ámóta áþreifanleika og menn rabba' nú um Vilhjálm Þór eða Kristmann Guðmundsson t.d. Stundum helltu menn sér yfir Mörð Valgarðsson af álíka fjálg- leik og menn bölva skattheimtu- mönnum nú til dags. Þetta hafði ýmsa kosti. Menn fengu þarna útrás fyrir hneykslun sína og sómatilfinningu, án þess að þurfa að óttast málshöfðun fyrir meið- yrði. En meira máli skipti þó líklega hitt, hvílík uppspretta fagurs máls íslendingasögurnar voru mönnum. Mun líka erfitt eða jafnvel ógjörningur að ná góðum tökum á íslenzkri tungu, nema lesa íslendingasögurnar á barns- aldri. Þar standa rætur flestra nútímaorða, íslenzkra, og setn- ingaskipun og þenkingarmáti leiða til þeirrar íslenzku, sem fegurst er skrifuð í dag og af mestri rökvísi. Benedikt Tómasson, skólayfir læknir, flutti gagnmerkt erindi um starfsþol nemenda og likams heilsu á fimmtudagskvöld. Hann minnti í upphafi á þá almennu venju hér á landi að taka ekki hesta til tamningar og notkunar fyrr en þeir væru nær fullvaxnir. Byggðist það vafalaust á því, að talið væri að slíkt drægi úr eðlilegum líkams þroska skepn- unnar. — Hann sagði, að það væri einkenni- legt, hve gerólík ar skoðanir marg ir hefðu um vinnu barna. Nú ynnu 12—14 ára unglingar sum- staðar jafnlengi og fullorðið fólk, og enn yngri börnum væri oft haldið til vinnu. Benedikt sagði, að börn yxu ekki jafnhratt allt vaxtarskeið sitt. Hraðastur væri vöxturinn fyrstu 2—3 árin, þá hægði hann á sér, ykist aftur nokkuð frá 6—8 ára aldurs, en annar aðalvaxtarkippurinn væri frá 11—17 ára aldurs. Stúlkur væru yfirleitt 1—2 ' ár á undan með líkamsþroska. Kraftar ykust ekki í hlutfalli við stærð. Því væri hættara við að of mikið væri á börnin lagt, ekki sízt þar sem börn væru yfirleitt sam- vizkusamir verkamenn og vildu ekki láta á sér standa. Benedikt sagði, að langvinn of reynsla barna væri oft meginor- sök andlegs eða líkamle0^ siúk- Benedikt Tómasson leika þeirra síðar meir. Þeir foreldrar, sem misst hafa af þessu erindi ættu að krefjast þess af útvarpinu, að það verði endurtekið. Ef ekki vegna sjálfra sín, þá barna sinna vegna. Þetta sama kvöld las Friðrik Sigurbjörnsson, blaðamaður, hrikalega og vel samda lýsingu Pálma Hannessonar, rektors, á sprengigosinu mikla á Martini- que 1902. Athyglisvert var erindi Sæ- mundar G. Jóhannessonar á föstudagskvöldið um uppeldis- mál. Þau mál eru nú ofarlega á dagskrá hjá útvarpinu, og er það vel. „I vikulokin" á laugardaginn, sagði Sigvaldi Hjálmarsson, fréttastjóri, okkur frá Indlandi, svo og nokkuð frá starfsemi Guð- spekifélagsins. — Guðspekingar leita, að hans sögn, ekki algildra niðurstaðna, heldur leita þeir, að því er helzt verður skilið, leitar- innar vegna. Þeir fælast jafnvel algild sannindi, þar sem þau mundu gera frekari leit ónauðsyn lega. Gamlir fjárleitarmenn, eins og undirritaður, eiga víst bágt með að skilja slík leitarsjónar- mið, enda er þá líklega vafa- samt, að vísindi þessi þyldu slíkan skilning, þar sem skilning- ur leiðir allajafnan til einhvers- konar niðurstöðu. En ekki er svo sem fyrir það að þræta, að „algildar" niður- stöður og kennisetningar hafa tíðum valdið mönnum vonbrigð- um og sætt sífelldum endurskoð- unum og breytingum, og þeir menn hafa leitt einna mestan ó- farnað yfir heimsbyggðina, sem höndlað hafa í krafti „óbrigðulla* kenninga. Kannske er það engin tilvib- un, að Indverjar, sem munu ha a lagt mjög mikla rækt við guð- speki eru víst ein friðsama: 'a þjóðasamsteypa í heimi. Hjá ís- lendingum fer þetta hins vegar ekki saman. Við erum lítt her- skáir, en gjarnir á að hampa á- kveðnum óhagganlegum skoðun- um. Virðist því dæmið um Ind- verja ekki algilt heldur. Sé ég þá ekki betur en Sigvaldi standi með pálmann í höndunum. Sveinn Kristinsson. • Á SKÍÐI Nú vantar víst ekki snjóinn til skíðaferða, enda eru þeir margir, sem tekið háfa fram skíðin sín. Sennilega eiga miklu færri skíði — en vildu. Það er ekkert óeðlilegt. Við höfum ekki fengið neinn snjó að ráði marga undanfarna vetur — o>g sjálfsagt eru þau mörg, ferm- ingarbömin hér sunnanlands, sem sjaldan eða aldrei hafa stig ið á skíði — af þeim sökum. Skíðaútbúnaður er fremur dýr og það eru ekki allir, sem efni hafa á að festa fé í slíkum útbúnaði, þótt þeir hafi von um að komast á skíði tvisvar eða þrisvar á vetri. En þeir, sem eiga skíði, ættu umfram allt að nota fyrsta tækifærið — og fara á skíði. Það er ekki víst að þau bjóðist mörg í vetur þótt snjórinn komi nú fyrr en oft áður. • TVEIR MÁNUÐIR Af þessum sökum er það auð vitað hæpið fyrir okkur að leggja í norræna skíðakeppni með það fyrir augum að vinna. Á hinum Norðurlöndunum eru skíðaferðir iðkaðar mi'klu meira en hér — af fyrrgreindum á- stæðum — og þess vegna ættu hin Norðurlöndin að standa bet- ur að vígi, þ.e.a.s. ef einhver sanngirni er í stigaútreikningi keppninnar. Hitt er svo annað mál, að keppni sem þessi gæti ýtt á eftir þeim, sem eru þungir á sér — komið þeim á skíði einu sinni a.m.k. yfir veturinn, EIF ekki stendur á snjónum. Ef einhver árangur á að nást þarf að vera hægt að ganga á skíðum í a.m.k. tvo mánuði, minna má það varla vera. Auðvitað vakir ekki annað fyrir þeim, sem frumkvæði eiga að þessari keppni, en stuðla að útiveru — og ég veit ek'kert heilnæmara og meira hressandi en skíðaferðir. Fólk ætti líka að ganga fimm kílómetrana með þetta atriði fyrst Oig fremst í huga, ekki að gera sér vonir um að við fáum vinninginn. ^ Ef einhver árangur á að nást þarf að vera hægt að ganga á skíðum í a.m.k. tVo mánuði. Auðvitað vakir ekki annað fyrir þeim, sem frumkvæði eiga að þessari keppni, en stuðla að útiveru — og ég veit ekkert heilnæmara og meira hressandi en skíðaferðir. Fólk ætti líka að iganga fimm kílómetrana með þetta atriði fyrst og fremst í huga, ekki að gera sér vonir um að við fáum vinninginn. Og það er sjálfsagt að hvetja alla til þess að taka þátt í igöngunni. Og ekki að fara að- eins einu sinni á skíði, heldur alltaf, þegar hægt er að koma því við. • ÞAKKA BER ÞAÐ, SEM VEL ER GERT Oftlega heyrir maður talað um slælega vinnu hjá ýmsum fyrirtækjum hér á landi, a.m.k. á síðari árum, og því miður hafa menn oft rétt fyrir sér hvað það snertir. En oft hefir slíkt líka ekki við rök að styðj- ast, og sjaldan er þess getið þegar vel og samvizkusamlega er unnið. Ég vil því með þess- um fáu linum vekja athygli á Skipasmíðastöð Marselíusar Bernhardssonar S ísafirði, en þar fór fram viðgerð á bát mín um, Ingvari Guðjónssyni (183 tonn að stærð) fyrir nokkru, Er ekki að orðlengja það, að á betri þjónustu er vart kost- ur. Öll vinnubrögð eru þar eina og bezt verður á kosið og vinna öll sérlega vönduð. — Ekki er éig með lírium' þessum að kásta rýrð á aðrar skipasmíðastöðvar, heldur aðeins vekja athygli á því sem vel er gert. — Tel ég að viðgerð sú, sem framkvæmd var á vélbátnum Ingvari Guð- jónssyni c»g tók ekki nema hálf- an mánuð, sé með því bezta, sem hér þekkist, bæði hvað vandvirkni og hraða snertir. — Magnús Magnússon skipstjóri, Hafnarfirði. B O S C H rafkerfi er í þessum bifreiðum: BENZ SAAB DAF TAUNUS NSU VOLVO OPEL VW Við höfum varahlutina. BRÆÐURNIR ORMSSON HF. Vesturgötu 3. — Sími 11467.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.