Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 17
MOKGUNSLAÐIÐ 17. Fimmtudagur 10. de«. 1964 Ævisaga Hannesar Hafsteins Síðari hluti seinna bindis Kristján Albertsson: Mannes Hafsteinn. Ævisaga. SiíSara bindi, síðari hluti, 370 bls. Desemberbók Almenna bóka- félagsins. Reykjavík 1964. ÞÁ er lokabindið af ævisögu Hannesar Hafsteins komið út og þar með lokið miklu riti og in'.erkilegu um eitt umbrotamestá og afdrifaríkasta skeið í íslenzkri Kristján Albertsson sögu seinni alda. Segja má að með þessu þriggja-binda verki Kristjáns Albertssonar hafi Is- lendingar í fyrsta sinn fengið samfellda, ítarlega og sannfróða mynd af þeim fáfengilega trúð- leik sem stjórnmálabaráttan á íslandi hefur löngum verið, bæði fyrr og síðar, og hefur fátt breytzt í því efni á seinni árum nema þá helzt það, að stjórnmálamenn- iinir hafa orðið æ smærri í snið- nm, lítilsigldari, ósnjallari í máli, hugdeigari. Enda þótt leikur íslenzkra stjórnmála í upphafi aldarinnar væri að sönnu ófagur og einatt hrottalegur, þá getur niaður ekki að S,- gert að dást í aðra röndina að orðkynngi, myndauðgi og vopnfimi þeirra manna, sem þá áttust við, og þá jafnframt dirfsku þeirra í skoð- anaskiptum og stefnubreytingum! Hitt orkar samt miklum mun sterkar á lesandann, hve stjórn- málabaráttan er í eðli sínu sið- spiLlt og mannskemmandi. Einar H. Kvaran víkur að þessu á ein- um stað, þar sem hann furðar sig á því, ,,hvernig stjórnmálaþrefið og valdakappleikurinn“ geti farið með jafnvel gáfaða menn, sem fráleitt vilji gera nokkrum tr.anni rangt í hversdagslegum málum; það sé líkt og þeir um- hverfist þegar til stjórnmálanna Icomi, og geti þá ritað ,,eins og þeir væru annaðhvort bófar eða ekki með öllum mjalla" (bls. 267). >etta verður sú mynd úr ís- lenzku þjóðlífi sem Kristján Albertsson dregur skýrustum dráttum í riti sínu. Óheilindin, hentistefnan, valdabröltið, óskammfeilnin — allt leikur það lausum hala árum saman í íslenzkri pólitik einmitt á þeim tímamótum þegar fjallað er um viðkvæmasta og afdrifaríkasta hagsmunamál þjóðarinnar — ejálfstæði hennar og þjóðernis- legt fjöregg. Var það skammsýni ein sem hér var að verki? Ég býst við að Árni Pálsson (síðar prófesso.) hafi komið auiga á kjarna málsins, þegar hann skrif- *x í „Þjóðólf* 1911: „Það er imörgum manni í þessu landi óþolandi tilhugsun, að pólitískur mótstöðumaður vinni sér nokk- vm hlut til ágætis, jafnvel það að halda fram réttu máii og leiða það til sigurs. Menn tala oft með fullum rétti um, að háska- legt sé að byiggja pólitíska stefnu á tilfinningum einum. I því sambandi virðist rétt að gera þá athugasemd, að íslenzk til- finningapólitík hefur oftar sprott- ið at' flokkshatri en föðurlands- ást. Hin svonefnda frelsisbar- átta vor hefur, á seinni tímum að minnsta kosti, næstum því al- drei verið barátta við erlendan óvin; hún hefur lang-oftast ækkert verið annað en skæð innlend borgarastyrjöld, háð með furðulegu ofstæki oig siðleysi" (bls. 141). Kristján Albertsson hefur tek- ið upp þráðinn þar sem hann var r.iður felldur í lok miðbindis ævisögunnar eftir fail „upp- kastsins“ sæla, og heldur nú áfram að lýsa afdrifum sam- bandsmálsins fram til 1918, þeg- ar það var loks til lýkta leitt í fultu samræmi við stefnu og baráttu Hannesar Hafsteins og á grundvelli þeirra eftirgjafa j sem hann hafði fyrir löngu fenigið dönsk stjórnarvöld til að veita. Þetta er meginþátturinn í lokabindinu eins og bindinu á undan, en frásögnin er þó hvergi r.ærri jafn ítarieg og í miðbind- inu, enda er nú fjallað um lengra árabil og söguhetjan kemur mun minna við sögu opinberra mála en á árunum 1903—1909. Þar fyrir er þessi greinargerð Kristjáns Albertssonar um stjórn- málaþróunina 1909—1918 sízt ófróðlegri en það sem áður var komið; bókin er spennandi af- lestrar og nýtur í ríkum mæli ritleikni höfundar og hæfileika til að gera greinarmun á aðal- atriðum og aukaatriðum, og jafn- framt til að gera viðfangsefnið Ijóst og lifandi fyrir lesandanum með því að tína fram þau smá- atriði og svipmyndir sem varpa Ijósi á einstakar persónur sög- unnar. Þessir kostir verða seint ofmetnir í sagnfræðiriti, því eins og kunnugt er hefur sagnfræði yfirleitt haft orð fyrir að vera leiðinleg, þurr og óaðgengileg, og hafa mörig veigamikil rit gold- ið þess. Bækur verða nú einu sinni að vera læsilegar og laða lesendur til sín, ef þeirra á að verða meira en hálft gagn. Næstu árin eftir hið sögulega fall „uppkastsins" voru skeið fullkomins úrræðaleysis í ís- lenzkri pólitík, þar sem enginn vissi sitt rjúkandi ráð, hver höndin var uppi á móti annarri; menn göspruðu um fullan skilnað án þess að vilja hann, heimtuðu griska fánann (bláhvíta) sem þjóðfána Islands, áttu í enda- lausu og ófrjóu þjarki um ríkis- ráðsdrauginn, sem vakinn var upp að nýju, rifust um stjórnar- skrárbreytinguna og þar fram eftir götunum. Allt var 1 öng- þveiti o« laks gáfust hinir sjálf- umglöðu sigurvegarar úr kosn- ir.gunum 1908 hreinlega upp. Þeir höfðu týnt trausti þjóðar- innar og biðu hið háðulegasta afhroð í kosningunum 1911, og ári síðar eftir að Hannes Haf- stein virðist enn vera að koma málinu í höfn, leggur „fsa- fold“ til að sambandsmálið verði lagt á hilluna, „vér höfum ekki annað upp úr þessum samninga- tilraunum en að vér veikjum Oss meir og meir í baráttunui við Dani. Vér höfum nóg annað um að hugsa, ýxns aðkallandi verk- efni í fjármálum og samgöngu- málum“ (bls. 204). Ég man ekki í svipinn eftir öllu sneggri og spaugilagri umskiptum í íslenzk- um stjórnmálum en þeim sem urðu á þessu þriggja ára skeiði, 1909—1911.. Hannes Hafstein stóð aftur með pálmann í höndunum árið 1912 og gerði enn árangursríka tilraun til að leiða sambands- málið til lykta — en lausnin strandaði sem fyrr á íslending- um og þá fyrst og fremst á „til- viljun“ sem var í rauninni jafn afdrifarík og hliðstæð „til- viljun“ í sambandi við uppkastið 1908. Sigur Hannesar í fánamál- inu 1913 var síðasti stórpólitíski siigur hans, og sagði dr. Valtýr Guðmundsson löngu síðar við dr. Björn K. Þórólfsson, að „fána- úrskurðurinn 1913 hefði verið mesta diplómatíska snilldar- bragð Hannesar Hafsteins, ann- að en frumvarpið 1908“ (bls. 248). Á þessu sama ári, 1913, missti Hannes Hafstein Ragnheiði konu Eftir sex Jón Björnsson: JÓMFRÚ ÞÓRDÍS. Almenna bókafélagið. JÓN Björnsson er einn þeirra ís- lenzku rithöfunda, sem hófu feril sinn á vettvangi ritmennskunnar utan íslands. Hann fór ungur til Noregs og stundaði þar nám í lýðháskóla, en síðan lá leið hans til Danmerkur. Þar gaf hann út þrjár skáldsögur handa fullorðnu fólki og nokkrar drengjabækur. Hann var þar öll styrjaldarárin, en hélt síðan heim. Hann vann ekki fullnaðarsigur í Danmörku, en bókum hans var yfirleitt vel tekið. Hann hlaut jafnvel lofsam- lega dóma frá hendi jafnvandfýs- ins ritdómara og Hans Brix pró- fessors. Það var bókaforlag Hasselbalchs, sem gaf út bækur hans, en það gaf og út lengi vel dönskuþýðingar á skáldsögum Laxness og Kristmanns Guð- mundssonar. Jón gaf út fyrstu bók sína á íslenzku árið 1946, og alls komu frá hans hendi á 12 árum, 16 bækur. Ein þeirra er leikrit, sem gert er upp úr skáldsögunni Valtýr á grænni treyju, og fimm eru drengjabækur. Hinar 9 eru langar skáldsögur, efni flestra sótt til liðinna alda. Jón náði miklum vinsældum hjá íslenzkum lesendum, — og eru bækur hans lesnar mikið í almenningsbókasöfnum, þó að langt hafi liðið síðan hann sendi frá sér nýja bók. En nú er komin frá hans hendi skáldsaga, sem Almenna bókafélagið hefur gefið út og var októberbók félagsins. Bókin heitir Jómfrú Þórdís, saga, sem gerist á öndverðri 17. öld. Hún er mjög löng, 334 þéttletr- aðar blaðsíður. Mundi láta nærri, að hún væri 25 arkir með því leturmagni á síðu, sem teljast mundi algengast. Eins og margar af fyrri skáld- Hanmes Hafstein sína og bar aldrei sitt barr síð- an, enda tók strax árið eftir að gæta sjúkdóms sem dró hann til dauða 1922. Má heita að stjórn- málaafskiptum hans ljúki að fullu árið 1916, þó hann sitji á þingi til 1917, og var það vissu- lega mikil örlaganna kaldhæðni að hann skyldi heilsu sinnar vegna ekki geta tekið þátt í að leiða það mál til lykta persónu- lega, sem hann hafði allra mann mest stuðlað að framgangi þess. Þegar horft er yfir óvenju- glæsilegan stjórnmálaferil Hann- esar Hafsteins, þau stórfenglegu afrek sem hann vann og ósigr- ana sem hann beið á örlagastund- um, er einkum þetta sem verður manni hugstætt: hvað var það sem sneri fyrirsjáanlegum iglæsi- legum sigrum upp í fullkomna ósigra bæði 1998 og 1912? Segja mætti að þar hafi tilviljun ein ára þögn Jón Björnsson sögum Jóns er þetta sakamála- saga. Ég hef ekki hirt um að skyggnast í gögn, sem sýni, að hve miklu leyti atburðir og per- sónur eru í samræmi við sögu- legar staðreyndir, en víst er þó um, að Jón Sigurðsson, sem mik- ið kemur við sögu, var lögmaður í 12 ár og bjó á Reynistað, að Guðbrandur Þorláksson var í þann tíð Hólabiskup og Herluf Daa höfuðsmaður. Þá var og Tómas Böðvarsson, prests á Myrká, bóndi að Sólheimum í Sæmundarhlíð, og sá búandmað- ur stökk af landi brott til að forðast dauðarefsingu, sakir barn eignar hans með systur konu sinnar. Ennfremur er fljótséð, að Magnús prestur Sigurðsson er sannsöguleg persóna. Hann var djákni á Reynistað og síðan kirkjuprestur á Hólum og eitt af sálmaskáldum Guðbrands bisk- ups og honum næsta eftirlátur. Sagan gerist á þeim tíma, sem Stóridómur er kominn á, en enn- þá er hánn lítt í samræmi við verið að verki, og er sú skýring vitanlega nærtækust og ein- földust. En mér virðast tilvikin svo keimlík, að rökin hljóti að liggja dýpra, en því miður gerir höfundur ekki tilraun til að leysa þann vanda. Hyað var það í persónu Hannesar Hafsteins sem gerði hann viðskila við þá menn, sem hann þurfti mest á að halda, einmitt þegar verst gegndi, Hannes Þorsteinsson 1908 og Lárus H. Bjarnason 1912? Ég ætla mér ekki þá dul að skýra slíkan leyndardóm, en mér hefur oft orðið hugsað til hinna klassísku harmleika í þessu sambandi: Hetja hins klassístka harmleiks er yfirburðamaður í öllu tilliti, en hefur venjulega einn tiltekinn „tragískan brest“. einn snöggan biett, sem verður undirrót ógæfunnar. Þessi trag- ísiki brestur er venjulega kostur, en ekki löstur, þó honum sé sam- fara eins konar „sál'blinda“. Var Hannes Hafstein kannsiki í ætt við þessa klassísku hetju harm- leiksins? Hugmyndin er ekki sxzt tælandi fyrir þá sök, að Gunnar skáld Gunnarsson skýrir frá því í bréfi til Hannesar Hafsteins 1916, að hann hafi haft á prjón- unum áætlanir um að láta höfuð- persónu skáldsögunnar „Vangur í véum“ bera blæ Hannesar Haf- steins, en horfið frá því ráði, enda hafi sér komið í hug skáldrita-ibálkur, þar sem honum yrði þörf á stórri og heilli per- sónu í síðasta þættinum. Vissu- lega hefði Hannes orðið heillandi persóna í skáIdsögu, enda ekki fráleitt að slík saga verði ein- hvern tíma samin. Framh. á bls. 19 réttarmeðvitund ýmissa vers- legra yfirvalda — sem og flestra annarra landsmanna, og jafnvel kóngsins útsendir þénarar, höfuðs maður og fógeti, eru ekki sérlega ginnkeyptir fyrir að beita hon- um, nema sakir þess, að hann hentar vel til að ná eignum breyskra manna undir konung. Þá er það og í þennan tíma, að Guðbrandur biskup og klerkar hans heyja jafnt harða baráttu gegn leifum pápískrar villu og amorsvísum, brunakvæðum, rím- um og fornum sögum, sem alþýð- an og margur verslegur dándis- maður hefur í heiðri. Klerkavald ið eflir djöfulinn og hans púka sér til fulltingis — og ýmsir geist legir herrar eru teknir að sjá í anda með sadískri velþóknun elda kyntá undir galdrahyski, körlum og kvensniftum. Jón hefur áreiðanlega goldið þess að nokkru í máli og stít, að hann varð í upphafi rithöfundur á danska tungu, þó að mál hans hafi raunar aldrei verið dönsku- skotið. Nú er stíll hans persónu- legri og hugsunin ljósari en í flestum fyrri bókum hans. Hins vegar er stíllinn ekki yfirbragðs- mikill, raunar heldur ekki að neinu leyti andkannalegur eða af honum orðabókarkeimur. Fram- an af bókinni er hann sums stað- ar um of vangaveltuiegur og frá- sögnin alllangdræg, en eftir því sem meiri spenna kemur í at- burðarásina, verður stíllinn svip- meiri og markvissari, frásögnin hraðari og um leið grunþyngri. Styrkur Jóns hefur frá upp- hafi verið sá, að hann er mjög glöggskyggn á mannlegt sálarlif, og mannþekking hans hefur hvergi notið sín betur en í þess- ari bók. Þar kemur mjög greini- lega í ljós, hve hann er skyggn á þann tvískinnung, sem gætir nxjög hjá miklum þorra manna, gagnvarf alvöru tilverunnar — og ennfremur þeirrar viðleitni að fela það fyrir sjálfum sér,. sem menn telja sér ekki samboðið eða hagkvæmt að kannast við — en reynzt þeim svo oft ærið órlög- þrungið á úrslitastundum. Jón gætir þess vandlega I mannlýsingum sínum, að halla ekki á einn eða neinn vegna af- stöðu hans til þessa eða hins, sem kynni að vera lesandanum miður geðfellt — og eins þess, að draga ekki taum neinnar persónu sakir Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.