Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 25
r Fimmtudagur 10. des. 19S4 MORGUNBLAÐ1Ð 25 ÉG VEIT að það er mikið færzt í fang fyrir mig, lítt kunnugan og alls engan Hún- vetning, að ætla mér að rita afmælisgrein um fjallkóng- inn og heiðahetjuna Lárus bónda Björnsson í Gríms- tungu í Vatnsdal. Hitt er mér heiður og sönn gleði að hafa fengið að kynnast þessum fulltrúa þeirrar kynslóð- er, sem nú er að hverfa; kyn- slóðar sem fæddist og ólst upp í torfbæjum íslenzkra heiða, lærði sem börn að lesa í grösin, fjallalækinn, fuglana, morgun- ro'ðann, kólguklýin, hjarnið og norðangarðinn; kynslóðar sem eðlisávísunin kenndi ratvísi, með- an áttavitinn var henni fram- andi; kynslóðar, sem sótti lífs- björgina í skaut náttúrunnar milliliðalaust og varð að treysa á mátt sinn og megin, meðan fé- lagslegur þroski var enn á frum- stigi; kyrvslóðar sem aðeins fvefckti framtak einstaklingsins og þáð, að ef þú hjálpar þér sjálf- ur þá hjálpar guð þér. í dag er Lárus Björnsson 75 éra. Borgfirzkur fjallagarpur sagði við mig ekki alls fyrir löngu: „>að getur ekkert bug- að Lárus í Grímstungu. Hann er fæddur í heiðinni“. Ég kynnt- ist Lárusi, rúmlega sjötugu öld- urmenni, fjallakóngi á Gríms- tunguheiði og Stórasandi. Eng- inn skyldi trúa því, að þessi kraftmikla kempa væri orðin svo görnul. Árvökull hafði hann á öllu gát og hann geystist éins og Ihvirfilvindur yfir harðihnjóska Stórasands á sínum alþekktu gæ’ðingum. Hann er fæddur stjórnandi, ákveðinn, lipur, vin- sæll með afbrigðum, skilnings- ríkur á hagi undinmanna sinna og getu, og í engu sérhlífinn, ef þörf er á því, að sjálfur grípi hann inn í leikinn. Fátt hefir fyllt mig jafn mik- ílli undrun og sjá þrek og út- hald þessa manns, er hann þeytt- ist meira en 30 klukkustundir samfleytt um Grímstunguheiði alla, í leit að refum. Um skeið hélt ég það myndi verða harð- asta raun mín í þessu lífi að fvlgja öldurmenninu. >að var eins og þreytan biti ekki þennan fjallahauk, sem sat negldur í hnakkinn. >á fóru Grímstungu- hestarnir oft meira en feti'ð. Eftir þessi kynni mín af Grims tungubóndanum undraði mig ekki, að hann gæti átt 1000 fjár og 100 hross. Mig undraði ekki heldur að hann gæti ferðazt á hálfum degi milli byggða úr Borgarfirði norður í Vatnsdal, og mér fannst ekkert sennilegra en' Ibílarnir stæðu kyrrir á Kaldadal, er Grimstungubóndinn þeysti framúr þeim. En Grimstungubóndinn er ekki aðeins stór í sniðum í fjalla ferðum og á refavei'ðum. Heima er hann sami höfðinginn. — Komdu heim, drekktu brennivín, éttu og rífðu kjaft og gistu svo hjá mér, karl minn, eagði hann við mig er við kom- um örþreyttir af fjalli. Heima i Grímstungu á hann smávaxna konu, en milda og glöggskyggna. Hún kann eins vel að stilla etorma síns eldhuga, eins og hann kann taumhald á villtum gæðingi. Péturína Björg Jóhanns dóttir samir vel sinu karlmenni. Gestrisni er á því heimili að gömlum höfðingjasið. >ar hefir margur ferðlúinn af fjöllum not- fð góðgerða og hlýju húsmóður- innar. Sitjir þú í stofu með Lárusi bónda, finnur þú fyrir fróðan og ckemmtilegan, drenglundaðan húsfreyja að Bakka í Vatnsdal, gift Jóni Bjarnasyni og Eggert Egill bóndi að Hjarðartungu í Vatnsdal, kvæntur Kristínu Lín- dal. Lárus Björnsson hefir gegnt mörgum trúna'ðarstörfum fyrir sveit sína, jafnan verið tillögu- góður og samstarfsfús, þótt staða hans sem útsvarshæsta bónda í Vatnsdal, hafi gert það að verkum, að sveitungarnir hafi tekið tillit til óska hans. Vignir Guðmundsson. GUNNFRÍÐUR Jónsdóttir, myndhöggvari, er nýbúin að stækka mynd sína, er hún nefnir Síldarstúlkurnar, og láta steypa hana í gips. >essu erfiða verki hefur Gunnfríður Sildarstúlkurnar. Gunnfríður stendur hjá verki sínu í vinna- stofunni. I.árus Björnsson í Grímstungn. og úrræðagóðan mann. í andlit- inu leikur í bland glettni og gáski með veðurbitinni hörku, brosviprur eru í augnakrókum og munnvikum undir grá- sprengdu skeggi, og undir loðn- um augnabrúnum sér í skýr augu drengskaparmanns. Þessi eru kynni min af Lárusi í Grímstungu. í dag sendi ég kveðju guðs og mína inn á hið hjartahlýja heimili Grímstungu- hjónanna og óska þeim farsæls ævikvölds. • Lárus er sonur Björns Eysteins sonar og Helgu Sigurgeirsdóttur, fæddur að Réttarhóli á Gríms- tunguhei'ði 10. des. 1889. Hann kvæntist Péturínu Björgu Jó- hannsdóttur (f. 22. ág. 1896) 13. maí 1915. Þau hjón eignuðust 8 börn og eru 6 þeirra á lífi: Björn Jakob, bóndi á Auðunnarstöðum í Víði- dal, kvæntur Erlu Guðmunds- dóttur, Helga Sigríður húsfreyja á Þórormstungu í Vatnsdal, gift Helga Sveinbjörnssyni, Ragnar Jóhann verkamaður í Kópavogi, kvæntur Elínu Jónsdóttur, Grím ur Heiðland verkamaður í Reykjavík, kvæntur Magneu Halldórsdóttur, Kristín Ingibjörg Cunnfríður hefur stœkk- að Síldarstúlkurnar smar Sjálfsmynd Gunnfríðar. lokið frá því í haust, þó hún sé nú að verða 75 ára gömul. Reyndar mótmælti hjartað í SNYRTIVORUR FRA ER KÆRKOMIN JÓLAGJÖF ELISABETH ARDEN snyrti- vörur. — Gott urval. Lyfjabúðin IÐUNN Laugavegi 40. miðju kafi og hún var frá verki í hálfan mánuð, en tók aftur til starfa um leið og hún kom á fætur við að sækja blautan leir ni'ður í kjallara og vinna úr honum styttuna, sem nú stendur uppsteypt í gips í vinnustofunni hennar. Við báðum Gunnhildi að segja okkur hvenær frummyndin var gerð og hvar myndin er nú. — Ég gerði litla mynd. Síld arstúlkurnar árið 1947. Stytt- an var svo steypt í bronz og er nú í Ráðhúsinu í Stokk- hólmi. Þegar ég var fyrst í Stokkihólmi var verið að byrja á grunni þessa fallega húss, og þegar ég fór þaðan 5 árum seinna, var nýbúið að ganga frá því. Ekki hélt ég þá a’ð ég ætti eftir að eiga mynd þar. Jæja, hún kom nú samt þang- að fyrir nokkrum árum. Mig hefur alltaf langað til að stækka þessa mynd af síldar- stúlkunum. En þetta er svo voðalega mikið verk að bera allan leirinn upp. En svo byrj aði ég á því í haust. Þá var ég nýbúin að missa hina mynd ina mína, sem mig langar líka til að stækka og var byrj- uð á. Hún heitir „Stúlkan með stráin“ og vadð til úti í Stokkhólmi. Ég var sem sagt byrjuð að stækka hana, en hún datt niður hjá mér og fór í þúsund mola. Þá tók ég síldarstúlkurnar. Þær eru erf iðari, því þær eru tvær og ég hélt ég mundi aldrei hafa það af að ljúka verkinu og var jafnvel að hugsa um að hætta og slá myndina niður. Og nú stendur hún þarna steypt í gips. — Ertu nokkuð farin að hugsa um anna'ð venkefni eða ætlarðu bara að hvíla þig núna fyrst? — Ja, ég er nú búin að hvíla mig í nokkra daga eftir að ég hreinsaði hér, segir Gunn- fríður. Gipsið fer um allt, svo það verður að taka allt húsið í gegn eftir að slíkri vinnu er loki’ð. Og auðvitað hugsa ég en það er nú annað en fram- kvæma. Þegar maður hefur erfiðað frá 7 ára aldri, er ekki von að maður endist vel. Við göngum fram í vinnu- stofuna, sem Gunnfríður hef- ur í húsi sínu á Freyjugötu 41. Þar eru Síldarstúlkurnar, nýuppsteyptar, tæpur hálfur annar meter á hæð, og þar standa stóru stytturnar af landnámskonunni, og Guð- mundi góða og fleiri. Og með- al andlitsmynda er sjálfs- myndin, sem mynd er af í Listamannaljóðunum, sem get in eru út nú fyrir jólin, en þar á Gunnfríður nokkur ljóð og stökur. Ökuþór, tímorit FÍB, komið út FYRIR skömmu kom út 3.—4. tbl. 1964 af tímariti Félags ísl. bifreiðaeigenda, ökuþór. Ritið er 108 blaðsíður að stærð og fjallar um margvísleg efni, sem snerta bifreiðaeigendur. í ritinu er m.a. ársskýrsla félagsins fyrir starfsárið 1963—1964. Meðal greina í blaðinu eru: „Vindhögg í vegamálum", „Hægri handar umferð er framtíðarfyrirkomu- Iag“. Sagt er frá Umferðadeild lögreglunnar og frá heimsókn í Gufunes, þar sem rætt er við Stefán Arndal. stöðvarstjóra um talstöðvaþjónustu við bíla. Þá er einnig í ritinu stutt ágrip af sögu A.A., félagi bifreiðaeigenda í Bretlandi. Varúðargreinar eru um hættuna, sem af því stafar, er ökumaður blindast og einnig er grein, sem nefnist „Sjáið hætt una á vegum og götum að vetr- inum“. Að venju er í ritinu þátt- urinn „Hljóð úr horni“. Þá er einnig að finna í rittnu ýmsar fréttir af félagsstarfi FÍB, sagt er frá olíumölinni á Akur- eyri, og stuttar fréttir eru um ýmsar nýjungar. Ritstjóri blaðs- ins er Valdimar J. Magnússon. svo hjá mér Lárus í Grímstuiigu 75 ára: Komdu heim, drekktu brenni- vín, éttu og rífðu kjaft og gistu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.