Morgunblaðið - 10.12.1964, Side 23
Fimmtudagur 10. des. 1964
MORGUNBLAÐIÐ
23
Soffía Jóhannesdótti
kaupkona áttræð
MARGIR ísfirðingar myndu vilja
eiga þess kost, að sjá frú Soffíu
Jóhannesdóttur á áttræðisafmæli
hennar, en á ísafirði átti hún
heima í meira en 60 ár, og síðan
á Akureyri.
Hún fæddist á ísafirði, næst-
elzt sex systkina. Faðir hennar,
Jóhannes Guðmundsson, verzlun-
armaður, var ísfirzkur að ætt,
prúður maður og vinsæll, og móð
ir hennar, Sigríður Bjarnadóttir,
var eyfirzk að ætt, greindarkona
og sköruleg. Þau hjón bjuggu
allan sinn búskap á ísafirði, vin-
sæl og vel metin.
Eftir að hafa lokið skélanámi
á Akureyri, sneri Soffía sér að
verzlunarstörfum heima á Isa-
firði. Má af því marka hæfileika
hennar, að snemma voru henni
falin störf, sem ekki var títt að
trúa konum fyrir. Á þeim árum
Var hún lengi í þjónustu Edin-
borgar-verzlunar á ísafirði. Þar
man ég hana fyrst, ekki að búð-
arstörfum, eins og margar aðrar
stúlkur, heldur prúðmannlega
búna og prúðmannlega í háttum
með farmskírteini sín og „con-
nossement“ við afgreiðslur gufu-
skipanna á Isafirði.
Frú Soffía virtist flest leika í
hendi. Faðir minn sagði, að
gleggri starfsmann hefði hann
naumast fengið að Landsbankan-
um á ísafirði en hana, einkum
við ársuppgjör, sem mikillar ná-
kvæmni krafðist, áður en reikn-
ingsvélar komu til sögu.
Um alllangt skeið rak frú
Sofíía verzlun sína á ísafirði, en
sakir þess trausts, sem hún naut,
komst hún ekki hjá að gegna
ýmsum öðrum störfum. Hún var
lengi bókavörður Bókasafns ísá-
fjarðar. Þá sneri hún sér að út-
gerðarmálum og rak um skeið
með frábærri fyrirhyggju útgerð
á ísafirði, fyrst mótorbátaútgerð
og síðan togaraútgerð, sem aðal-
eigandi með ísafjarðarkaupstað.
Hafði hún jafnan ráð og fram-
kvæmdir með höndum, sem
Vöktu virðingu ísfirðinga. Þar
réð ekki heppni ein, heldur það,
að þar fór mikil hæfileikakona,
sem lék sér að verkefnum, sem
konur leiða að jafnaði hjá sér.
Þá stofnaði hún Soffíubúð hér
í Reykjavík með frænda sínum,
Axel Ketilssyni, og lagði þar
grundvöll að mjög arðbæru fyrir-
tæki. Hún hefur enn á hendi
framkvæmdastjórn á Austur-
etræti 14 í Reykjavík o. fl.
Á ísafirði söknuðu menn frú
Soffíu, er hún fluttist þaðan burt
rúmlega sextug. Á Akureyri
hafði hún byggt sér stórt og vand
að íbúðarhús á stórri og fagurri
lóð, sem amma hennar og nafna
hafði látið henni eftir. Þar bjó
hún með systrum sínum tveim,
sem nú eru látnar. Hún er eftir
I húsinu ein, en í næsta húsi býr
systir hennar, frú Fanney, ekkja
Jóns Sveinssonar, bæjarstjóra.
Ég vissi ekki til að nokkur
kona á ísafirði nyti meiri virð-
ingar en frú Soffía, enda tókst
hún á við verkefni, sem fátítt er
að konur fáist við, einkum í út'
gerðarmálum. Hún stóð straum
af stóru rausnarheimili, og hún
hefur fen-gið að lifa það, að sjá
þeim öllum farborða, sem á veg
um hennar voru. Ég geri engum
góðum rangt til þótt ég segi, að
frú Soffía hafi gert stórmann
legar við ættingja og venzlafólk
en ég veit um aðrar konur. Og
þegar leitað var fjárframlaga til
einhvers á Isafirði, var frú Soffía
oft eina konan þar á lista og jöfn
þeim fremstu að rausn. Hún hef
ur lengi búið við góðan efnahag.
en aldrei verið sparsöm.
Þessa afmælisgrein verður vin-
kona mín, frú Soffía, að fyrir-
gefa mér. En ég veit, að ómak-
legt hefði mörgum ísfirðingum
þótt, ef enginn ísfirðingur hefði
minnzt hennar í dag.
Þótt frú Soffía hafi lengi ævi
fengizt við mál, sem að jafnaði
eru falin karlmönnum, er hún
kvenleg kona í bezta skilningi.
Rausnarlegri húsfreyja er fágæt,
og yndi hafa allir sem í hús henn
ar koma, af samtölum við hana
og sálufélagi. Um hana er allt
stórbrotið, en samt er hún hóg-
vær kona. En það er hlustað á
það, sem hún segir.
Þannig man ég hana frá ísa-
firði, en milli foreldra minna og
hennar var ævivinátta, sem þeim
var dýrmæt. Hún var á hvort-
tveggja jafnvíg, að ræða útgerð-
armál og vandamál viðskiptalífs-
ins við föður minn, og að ræða
um sérmál konunnar við móður
mína, og bækur.
Karl Sigurðsson
bóndi Knútsstöðum í Aðaldal
Fyrir vgstan er þessarar óvenju
svipmiklu og glæsilegu konu
minnzt með virðingu margra.
Svo minnast hennar ísfirðingar,
sem fluttir eru burt.
Jón Auðuns.
Rósa Sigríður
Guðjónsdóttir
STUNDIN er liðin og starfinu
hér er lokið fyrr en varir. Vonir
rættust og lífið blasti við í vax-
andi ljóma og sólin varpaði geisl-
um sínum á umhverfið í hækk-
andi gengi. En skyndilega syrti
að. Ógnþrungin myrkva dró fyr-
ir sólu. Lífinu var lokið. En þó
var svo margt, sem kallaði á
blíða móðurhönd og kærleika, til
að umvefja litíu börnin og leiða
þau áfram til þroskandi lífs. Það
var hin æðstra þrá hinnar ungu
móður, er hún var kölluð áfram
til æðra lífs. Vér skiljum eigi. En
WWR
snúum oss í auðmjúkri bæn til
Hans, sem heyrir bænir okkar.
Hann bænheyrir og blessar oss.
Látum það vera huggun vora.
Rósa Guðjónsdóttir andaðist
skyndilega í Keflavík 2. þ. m. í
dag verður hún jarðsungin í Foss
vogskirkju.
Rósa Guðjónsdóttir var fædd
30. maí 1929 í Þorlákshöfn. For-
eldrar hennar eru hjónin Guðjón
Brynjólfsson og Helga Jónsdóttir.
Hún ólst upp að mestu hér í
bæ og starfaði hér unz hún 26.
des. 1957 giftist eftirlifandi
manni sínum, Boga Benedikts-
syni. Reistu þau bú hér í bæn-
ujn, en fluttu bráðlega til Kefla-
víkur og eignuðust þar hlýlegt og
yndislegt heimili.
Þau eignuðust 2 sonu, Guðjón,
sem nú er 5 ára, og Benedikt,
3 ára. Batt hún miklar vonir við
þessa litlu drengi og fórnaði þeim
ógleymanlegan kærleika. Sá kær
leikur fylgir þeim, þó hún falli.
Ég kveð þig og blessa minningu
þína. Vors og söngva vina, góðar
nætur. Vertu sæl, þú prýddir
landsins dætur.
G. H.
í DAG er gerð frá Kapellunni I
Fossvogi útför Rósu S. Guðjóns
dóttur, sem andaðist 2. des. eftir
mjög stutta legu í Sjúkrahúsinu
í Keflavík. Kom hið skyndilega
andlát hennar vandamönnum og
vinum mjög á óvart.
Rósa var fædd í Þorlákshöfn
Helgu Jónsdóttur og Guðjóns
Bry n j ólf ssonar.
Hún fluttist á fyrsta ári með
foreldrum sínum til Reykjavíkur
og ólst síðan upp á heimili þeirra
ásamt tveim systkinum. Dvaldist
hún í foreldrahúsum, þar til hún
giftist 26. des. 1957 Boga stýri-
manni Benedikssyni frá Bolung
arvík og stofnaði sitt eigið heim-
ili. Bjuggu þau fyrst í Reykjavík,
en fluttust síðan til Keflavíkur
og komu sér þar upp eigin ibúð,
Þau eignuðust tvo efnilega
drengi, sem nú eru 5 og 3 ára og
verða nú svo ungir að árum að
sjá á bak móður sinni.
Rósa var ein af þeim konum
sem vinna störf sín í kyrrþey og
hávaðalaust og með þeirri alúð,
sem góðum konum er eiginleg
Hún var að eðlisfari dul og fá-
skiptin og flíkaði ekki tilfinn-
ingum sínum. Hún var viðkvæm
í lund og ekki ávallt svo hraust
sem skyldi, enda mun hún oft
ekki hafa gengið heil til skógar,
þó hún léti ekki á því bera. Eng
inn bjóst samt við, að’dauðinn
myndi kveðja svo skjótt dyra,
sem nú hefur orðið raunin á.
Þessi unga kona er nú horfin
sjónum, en eftir lifir minningin
um góða konu, sem dó fyrir ald-
ur fram. Allir fara að lokum
þessa sömu leið, sumir vonum
fyrr, aðrir vonum seinna, en lífið
heldur áfram og tíminn græðir
sárin.
Með þeirri von og vissu votta
ég ástvinum hinnar látnu mína
innilegustu samúð.
J. J. P.
ÞANN 27/11 sl. andaðist að
heimili sínu, Knútsstöðum í
Aðaldal, S-Þing., Karl Sigurðs-
son, bóndi þar, f. 6/7 1890 á
Kraunastöðum.
Karl var sonur Sigurðar
sterka Guðmundssonar, frá
Grímsstöðum við Mývatn og síð-
ari konu hans, Guðfinnu Jóns-
dóttur frá Kraunastöðum í Aðal-
dal. Sigurður faðir Karls bjó
m. a. að Hlíðarhaga á Mývatns-
fjöllum og að Þeystareykjum í
Reykjaheiði,_ langt frá manna-
byggðum. Lét Sigurður ei á sig
fá, þótt munnmælasögur hermdu
að tvívegis hefðu bjarndýr eytt
byggð að Þeystareykjum, enda
var hann risi að vexti og ann-
álaður fyrir krafta. Karl sonur
Sigurðar líktist föður sínum og
gerðist, er hann óx svo tröllauk-
inn að afli og vexti að einstakt
telst.
Karl var maður skýr og grein-
argóður, en ekki lét hann á sér
bera sem slíkum. Hann var og
hagur á tré og járn. Oft sýndi
Karl meiri fyrirhyggju en al-
mennt gerðist. Fyrir allmörgum,
árum bjargaði hann manni úr
Laxá í S-Þing., er fallið hafði
niður um veikan ís, á miklu
dýpi. Við björgun þessa sýndi
Karl frábæra fyrirhyggju, snar-
ræði og áræði.
öllum varð mjög starsýnt á
Karl, er hann sáu og undruðust
hans mikla Vöxt. Sá er þetta rit-
ar hefur aldrei séð mann svo
riðvaxinn um herðar eða eins
sterklegan og Karl var. Karl var
mjög rólegur í lund, en var þó
gæddur gamansemi. Hann hafði
og gaman af að takast á við
menn í góðu og brá því fyrir sig
fram eftir árum.
Það bar til eitt sinn, er Karl
var kominn af léttasta skeiði, að
hann flaugst á við tvo unga
menn, er taldir voru í hópi sterk
ustu manna. Lyktaði þeirri við-
ureign með því að Karl felldi
menn þessa báða undir sig í
einu og hélt þeim þannig í helj-
argreipum sínum.
Einu sinni var Karl að störf-
um í útihýsi nokkru, ásamt fleiri
mönnum. Verður það nú að einn
manna þessara, sem var yfir
þrjár álnir að hæð, sterkur og
vanur glímum, langaði til að
reyna afl sitt við Karl og ræðst
því á hann. Skiptir það síðan
skömmum togum að Karl hefur
mann þenna upp og heldur með
hann í áttina að útidyrum. Hurð-
in á dyrunum var lokuð að inn-
an með krók, en sigin á hjörum
og dróst með jörð, þá hún var
opnuð. Þessu næst fer Karl að
opna hurðina með annarri hend-
inni, en heldur manninum á
lofti undir hinni hendi sér. Er
Karl hafði nú opnað hurðina,
Magnús Torfi Ólafsson og Möckel ræðast við.
Austur-þýzk bókasýnin^
urinn um vísindi og tækni. Magn
30. maí 1929, dóttir hjónanna ús Torfi Ólafsson deildarstjóri
í SÍÐUSTU viku var opnuð í sýndi blaðamönnum og boðsfólki
sýninguna ásamt Mödkel, verzl-
unarfulltrúa austur-Þjóðverja
hér. Atíhygli vakti, hvað bæk-
urnar voru ódýrar. Bækurnar
eru allar til sölu. Sýningin stend-
ur til 12. þ.m. Aðgangur er ó-
heldur hann áleiðis út úr hús-
inu, en þá nær viðfangsmaður
hans taki á dyrakörmum og held
ur sér. Er hér var komið sögu,
slítur Karl manninn af dyra-
körmunum, gengur með hann
spölkorn frá húsinu og leggur
hann því næst niður í lækjar-
sprænu, er þarna rann. Síðar var
Karl að því spurður hvort ekki
hefði verið erfið viðureignin við
mann þenna, í umrætt sinn. Karl
lét lítt af því og kvaðst hafa
átt erfiðast með að beygja sig
með hann niður í lækinn, þar
sem gigt þjáði sig í baki.
Ýmsar sögur fleiri mætti segja
af Grettistökum Karls, en hér
verður nú staðar numið.
Karl var kvæntur Sigríði
Kristjánsdóttur á Knútsstöðum,
sem lifir mann sinn. Þau bjuggu
jafnan að Knútsstöðum og varð
6 barna auðið, sem öll náðu fuli-
orðinsaldri.
Fátækur mun Karl hafa verið
á fyrstu búskaparárum sínum,
en er frá leið og synir hans uxu
upp, ræktuðu þeir feðgar hina
frjósömu bakka vestan Laxár og
breyttu i víðáttumikil tún. Einn-
ig reistu þeir mikil hús á jörð
sinni. Hefur því lengi að undan-
förnu verið rekið stórt bú á
Knútsstöðum.
Skömmu fyrir lát Karls, and-
aðist sonur hans Jón að nafni.
Maður á góðum aldri, sem unnið
hafði við búið á Knútsstöðum og
verið stoð foréldra sinna. Er því
mikill harmur kveðinn að Knúts
staðaheimilinu nú á skömmum
tíma.
Sigríði á Knútsstöðum og fjöl-
skyldu hennar sendi ég. að síð-
ustu, hugheilar samúðarkveðjur.
Hallgrímur Jónsson.
húsakynnum MálS- og menningar
við Laugaveg mjög myndarleg
yfirlitssýning á austur-þýzkum
bókum. Um 800 bækur eru á
sýningunni og er stærsti flokk
keypis og öltum heimill.
— Eftir sex ára þögn
Framhald af bls. 17
málstaðar, sem hún fylgir. Her-
luf Daa verður t.d. allur annar
en Herlegdáð þjóðsagnanna, og
Guðbrandur biskup mun birtast
í sögunni nákvæmlega. eins og
Jóni finnast rök liggja til, hvort
sem þessum eða hinum kynni að
virðast eitthvað annað. Þá er á-
stæða til að taka það fram, áð
sakakonan Þórdís, barnsmóðir
Tómasar Böðvarssonar, verður
fyrst verulega geðþekk í krafti
móðurástar sinnar, og lengi vel
einhver ógeðfelldasta persóna
sögunnar, séra Magnús, verður
að stórmenni á örlagastund af
því að ást hans hefur ekki verið
neitt hagsmuna- eða stundarfyr-
irbæri, heldur mesti og sannasti
veruleiki lífs hans. Þá mun Sól-
rún gamla verða lesendum minn-
isstæð. I umkomuleysi sínu og
skorti á hvers konar lífsins salti
og safa gengur hún samvizkulaus
veg slefberans og mútuþegans, en
þá er þeir atburðir gerast, sem
hún telur sig að nokkru eiga sök
á og koma hart og sárt við hús-
bændur hennar og Þórdísi og
litlu dóttur hennar, verður gamla
konan í senn norn og hetja.
Lýsing sú á aldarfarinu, sem
fram kemur í sögunni, er allt
annað en glæsleg, enda er þarna
að hefjast annað ömurlegasta
tímabilið í allri þjóðarsögunni.
En þótt nú sé öldin önnur og
mætti virðast betri í öllu tilliti,
er glöggum lesanda auðsætt, að
Jón hefur oft í huga hliðstæður
úr samtíð sinni, og mundi þar
einkum að nefna múgsefjun, fé-
græðgi, falsrök, eftir því sem
henta þykir þá og þá, og þann
meinlega þjóðarlöst, hve frænd-
semi, samábyrgð sékra, hags-
munabundið flokksfylgi, völd og
auður ráða oft miklu um það,
hvort þjóðfélagsborgari verður
að gjalda glapa sinna og mis-
ferlis — eða hvort maður á þess
nokkurn kost að ná rétti sínum.
Þetta er mesta saga Jóns, og
væri nú fróðlegt að sjá hann
snúa sér beint að samtíð sinni.
Bókin er vel og snoturlega úr
garði gerð frá hendi útgefanda.
Guðmundur Gislason Hagalín.