Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 14
r
14
MORGU N BLADItí
Fimmtudagur 10. des. 1964
>
70 smalesta vélbátur
Höfum verið beðnir að selja nýlegan vélbát.
Stærð: 70 smálestir. Vél: 360 HK Lister Blackstone.
Simrad dýptarmælir, Elac sjálfritari, Decha radar.
Báturinu hefur stundað síldveiðar með kraft-
blökk og þorskveiðar á vetrarvertíð með línu
og netum.
Veiðarfæri geta fylgt eftir samkomulagi. Bátur og
allur útbúnaður er í góðu standi og er báturinn til-
búinn að hefja veiðar nú þegar.
MÁLFLUTNINGS- og FASTEIGNASTOFA
Agnar Gústafsson, hrl.,
Björn Pétursson, fasteignaviðskipti.
Austurstræti 14. — Símar 22870 og 21750.
Utan skrifstofutíma, sími 35455 og 33267.
Símaskráin 1965
SÍMNOTENDUR, munið að frestur til að senda inn
breytingar við símaskrána rennur út í dag, sbr.
auglýsingu í dagblöðunum 29. nóvember sl. —
Allar breytingar eiga að vera skriflegar.
BÆJARSÍMI REYKJAVÍKUR
Keflavík — Njarðvík
TIL SÖLU:
3ja herb. íbúð í Keflavík. Laus til íbúðar. —
Lítil útborgun.
3ja herb. íbúð auk verzlunarpláss í Ytri-Njarðvík.
Upplýsingar gefur:
EIGNA- og VERÐBRÉFASALAN
Keflavík. — Símar 1430 og 2094.
Skrifstofumaður
Þekkt innflutningsfyrirtæki vill ráða mann nú þegar
eða um næstu áramót til verðútreikninga .og pant-
ana á. varahlutum. Enskukunnátta nauðsynleg. —
Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf
leggist inn á afgr. Mbl., merkt: „Framtíðaratvinna
— 6728“. ’
TIL SÖLU
Ný 2. herbergja íbúD
á bezta stað á Seltjarnarnesi, tilbúin til íbúðar strax.
Útborgun aðeins kr. 17.5 þús. Eftirstöðvar á 6—10
árum. — Lysthafendur sendi nöfn til afgr. Mbl. ,fyr
ir hádegi á laugardag, merkt: „Strax *— 9761“.
Sendisveinar óskast
Vinnutími kl. 6,30 til 12 f.h.
Samkomui
Fíladelfía
Almenn samkoma í kvöld
kl 8.30. Glenn Hunt og sonur
tala. Allir velkomnir.
MORGU N B LAOIO
ÍBókmenntavi&burður árs ins númer eitt
SJÖSTAFAKVERIÐ
BARIM IMÁTTÚRIJIMIVAR
Skáldsögur Halldórs Laxness hafa hlotið fast'an sess með því allra fremsta, sem heimur okkar hefir skapað í þeirri
grein. Ný skáldsaga eftir Laxness er því ekki aðeins íslenzkur bókmenntaviðburður, en heimsfrétt — heimsviðburð-
ur, sem íslendingar njóta þeirra forréttinda að sitja einir að um þessi jóL
Sögurnar í hinni kyngimögnuðu nýju Laxnessbók, Sjöstafakverinu, eru 7 talsins, allar meitluð listaverk, þar sem
skiftist á háð og gamansögur með þungum undirtón, og sögur alvarlegs efnis, um mannssálina og hennar órannsak-
anlegu vegi og villur og skelfilega reynslu, um tryggðina, um mannlega stærð á hámarki, um Jesús og postulana fyrr
og nú, um gamalt fólk, sem er að kveðja heiminn.
En sögurnar eru miklu meira en þetta. Þær mynda allar saman eina heild, eins og svíta eftir Bach, og eru umfram
annað túlkun lífsins í veldi skáldsins — um manneskjurnar, manneðlið, í öllum þess mikilleik, smæð, villu og trú-
arvissu, í fáum orðum sagt, lífsannar myndir varðandi manninn og atburði, samnefnarar þess sem er að gerast hjá
okkur öllum, í okkur öllum og allsstaðar í veröld okkar.
„Barn náttúrunnar" — Kveðja skáldsins til bernskudaganna — er að sönnu fyrsta saga skáldsins, ástarsaga 17 ára
unglings, en hún sannar að þessum pilti var eki fisjað saman, og hann segir 50 árum seinna um þetta verk sitt,
framan við þessa nýju útgáfu: „Nú er ég renni augum yfir-þá uppgötva ég, að þetta muni vera bezta bók mín,
og liggja til þess þær orsakir að hún geymir óm bernskunnar. Þetta er kveðja mín til bernskudaganna.”
Það er ekki mikiil vandi að velja vinum gjöf er þessar tvær bækur eru meðal jólabókanna.
Aðrar Laxnessbækur, sem til eru í Unuhúsi: Vefarinn mikli, Alþýðubókin, Kvæðakverið, Reisubókarkorn, Salka
Valka, Sjálfstætt fólk, Heiman ég fór, Gerpla, Brekkukotsannáll, íslandsklukkan, Gjörningabók Strompleikur, Atóm-
stöðin, Vettvangur dagsins, Dagleið á fjöllum, Sjálfsagðir hlutir, Prjónastofan Sólin, Skáldatími, og bækur Hallbergs
um skáldið. HELGAFELL. Áskrifendur vitji bóka sinna í Unuhúsi.