Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. des. 1964 UM BÆKUR Konur og kraftaskáld KONUR OG KRAFTASKALD ] íslenzkir örlagaþættir. Höí- undar: SVERRIR KRIST- JÁNSSON og TÓMAS GUÐ- MUNDSSON. — Útgefandi: Forni. 1964. FYRIR NOKKRUM dögum kom hér út mjög athyglisverð og fróð- leg bók er nefnist „Konur og kraftaskáld. Höfundar eru þeir Sverrir Kristjánsson, sagnfræð- ingur og Tómas Guðmundsson skáld, en útgefandi er bókafor- lagið Forni. í bók þessari, sem er 228 blaðsíður auk allmargra mynda, eru þrír frásagnarþættir um persónur, er fyrir sakir frá- Ibærar skáldgáfu sinnar og ann- ars andlegs atgervis, settu svip á samtíð sína, en áttu það jafn- **framt sammerkt, að þurfa að heyja lífsgöngu sína örsnauðar í þrotlausri baráttu við fordóma Sverrir Kristjánsson •og skilningsleysi samferðarmann- anna og miskunnarlaust aldarfar. Enda þótt fólk þetta tsé fyrir löngu gengið fyrir ætternisstapa, iifir það og harmsaga þess enn í vitund allra þeirra íslendinga. sem enn hafa ekki glatað brag- heyrn sinni og hafa yndi af vel- kveðinni vísu, og láta sig mann- leg örlög nokkru skipta. Tyo fyrstu þætti bókarinnar hefur Tómas Guðmundsson sam- ið. Fjallar fyrri þátturinn um Látra-Björgu og hefur höfundur- inn valið honum fyrirsögnina: .Mttstór kona velur sér vergang. llr í þætti þessum rakin ætt þess-. tirar gáfuðu og skapmiklu skáld- konu, lýst umhverfi hennar og högum á bernskuárunum og henni síðan fylgt á einmana göngu hennar um grýttan veg þunigra örlaga unz ferð hennar lýkur að fullu á æskustöðvunum að haust- lagi árið 1785. Síðari þáttinn, um Vatnsenda- Rósu, nefnir höfundurinn: Þó að kali heitur hver. — Er í þætti þessum lýst af frábærum skiln- ingi og nærfærni, æviferli þess- ®rar skapheitu, örlyndu og skarp gáfuðu skáldkonu, allt frá því er hún og Páll Melsteð, síðar amt maður, fella hugi saman, hann þá 19 ára, skrifari amtmannsins á Möðruvöllum, fríður og frama- gjarn, en hún aðeins 15 ára bóndadóttir þar í nágrenninu, og þar til þessi göngumóða og lífs- í þreytta kona andast á síðustu göngu sinni á suðurleið úr kaupa- vinnu norður í landi. Höfundur- inn ber Páli Melsteð furðuvel söguna, enda þótt hann dragi enga dul á, að heitrof Páls við hina tilfinningaríku konu, sem í barnslegu trúnaðartrausti hafði gefið honum allan funa sins unga hjarta, urðu upphafið að hinni átakanlegu harmsögu hennar, sem hélt óslitnum þræði sínum Tómas Guðmundsson unz hún lagðist til hinztu hvíld- ar að Stóra-Núpi haustið 1855. Þannig er innri saga þessarar stórbrotnu skáldkonu, en harm sinn bar hún í hljóði með stoltri reisn. Um það kemst höfund- urinn svo að orði: Sumu fólki er svo farið, að það getur ein- ungis vaxið til fullrar stærðar við skuggalausa ha-mingju, en hjaðnar ella niður og fellir feg- urð og lit eins og villiblóm fyrsta haustnæðingi. Aðrar eru þær manneskjur, sem öðlast þá fyrst fulla reisn, er þær snúast einstæðar og yfirgefnar gegn hretvirðrum lífsins eins og eik ur á berangri, sem þúsund storm- ar hafa stælt og hert.“ — Þannig mun skáldkonunni Vatnsenda Rósu bezt lýst. Þriðja þátt þessarar bókar hef- ur Sverrir Kristjánsson samið Fjallar hann um Bólu-Hjálmar og nefnir höfundurinn þáttinn Feigur Fallandason, — nafn, sem runnið er frá skáldinu sjálfu Margir hafa orðið til þess að skrá hrakningasögu þessa mikil- úðuga skálds, en enginn að mínu viti, af jafnmikilli snilli og með n.eiri glæsibrag á máli og stíl en Sverrir í þessum þætti. Öll- um ber saman um það, að Hjálm ar hafi verið stórbrotinn persónu leiki, íkarpgáfaður og svipmik ill. Og þróttmikið skáld var hann, flestum öðrum orðslyng ari og myndauðugri í kvæðum sínum og kviðlingum. Hann mun hafa verið óáleitinn að fyrra bragði, en óvæginn og illskeyttur ef því var að skipta, enda stóð hann alla sína löngu ævi í stöð- ugri vörn gegn illkvittnum grönnum og óbilgjörnum og Dröngsýnum valdsmönnum. Verður þessum högum skáldsins og þrotlausri baráttu igegn þess- um illu öflum, sem að honum sóttu úr öllum áttum ekki betur lýst en með þessum orðum höf- undar: „Veröldin var við Hjálm- ar eins og heimarík búrtík, glefs- aði í hann sem óboðinn og um- komulítinn gest. Hælbitinn og hundeltur var Hjálmar alla ævi og virtist einu gilda, hvort hann gengi einstigu eða alfaraveg. Veröldinni var uppsigað við þennan mann. Hann hafði kvatt æskusveit sína til þess að losna við eril og illdeilur heimahag- anna. En hann gat aldrei gengið fylgju sína af sér. Hún settist við fótskör hans, hvar sem hann sló upp tjöldum á lífsleið sinni“. í formála geta höfundamir þess, að vinnubrögðum þeirra hafi að nokkru ráðið sú stað- reynd, að persónur þær, sem fjallað er um í þáttunum, hafi snemma eignast mikið rúm hugarheimi þjóðarinnar, þar sem þær hafi haldið áfram' að lifa og mótast löngu eftir sinn dag. Og þeir segja: Af þeim sök- um getur einatt reynzt erfitt að greina á miili staðreynda -eg skáldskapar í sögu þeirra, og þó er stundum enn meira vafamál. hvort mundi gefa af þeim raun- sannari mynd, lif þeirra eins og það yrði trúlegast rakið frá degi til dags eða eins og þjóðin sá það fyrir sér í eigin örlaga- spegli. Sennilega fer bezt á þvú þegar saga þeirra er sögð, að hvort tveggja sé haft í huga, og örugglega gætir slíks sjónar- miðs í þessum frásöguþátt- um . . . “ Á þetta ekki síst við um þætti Tómasar Heimildir þær, sem hann hefur haft við að styðjast, eru nokkuð slitróttar, en honum hefur, af skáldlegri innsýn og glöggum skilningi á persónulegum og aldarfarslegum orsökum þeirra atburða, sem greint er frá, tekist að fylla þann- ig í eyðurnar að frásögn hans verður öll samfelld og heiliandi. — Þó, að vísu, betur hafi verið að Sverri Kristjánssyni búið um heimildir að þætti hans, þá hef- ur honum engu að síður tekist, með glöggskyggni sagnfræðings- ins og mannþekkjarans, að bæta nýjum dráttum og mýkri í úfið svipmót skáldsins frá Bólu. Það er mikill fengur að þessari ágætu bók, enda eru höfundar hennar meðal snjöllustu manna þjóðarinnar. Þeir rita báðir fagurt mál og kjarngott og stíll þeirra beggja er listrænn og ris- mikill þó ólíkur sé. Ytri gerð bókarinnar er öll hin vandaðasta. Sigurður Grímsson. D AVÍÐSHÚS DAVÍÐ frá Fagraskógi er eitt af mestu skáldum sem Norðlend- ingar hafa átt. Hann var stolt þeirra meðan hann lifði og verð- ur það ekki síður, þegar aldir renna. Mér kom það þess vegna mjög á óvart þegar bæjarstjórn Akureyrar hafnaði tilboði um að kaupa húsið hans eins og það stendur í dag, i stað þess að sam- þykkja kaup á bókasafni hans til flutnings úr húsinu. Þetta finnst mér vægast sagt mjög ósmekiklegt gagnvart minningu þessa ástkæra skálds og mann- vinar. Bókasafnið er allt of dýr- mætt til að almenningur fái ótak markaðan aðgang að því. Annað mál er það að mér finnst að menn ættu að geta fengið lán- aða bók og bók úr safninu, ef hún væri ekki til í Amtbóka- safninu og svo ættu bókamenn að fá að kynnast safninu í húsi skáldsins undir eftirliti um- sjónarmanns. Bókasafnið missti gildi sitt, ef það væri flutt úr húsinu, og hvers virði yrði hús skáldsins án bókasafnsins og öll um þeim dýrmætu munum, sem þar eru innan veggja. Nei, húsið og bókasafnið eru eitt, þar sem sál þessa mikla skáldjöfurs er líka. Þessi stóra sál, sem sá og skynjaði svo margt sem enginn annars hefur gert. Hvílík skammsýni ef bæjar- stjórn Akureyrar léti þetta ein- í KVÖLD verður leikritið Kröfuhafar sýnt í 10. sinn á Litla sviðinu í Lindarbæ. — Leikurinn hlaut mjög góða dóma hjá gagnrýnendum blað anna og þykir sýningin í heild mjög athyglisverð. Leikendur eru aðeins þrír: Gunnar Eyj- ólfsson, Helga Valtýsdóttir og Rúrik Haraldsson. Leikstjóri er Lárus Pálsson. Þett.i verð- ur síðasta sýning leiksins fyrir jól. — Myndin er af Gunnari og Rúrik í hlutverk- um sínum. staka tækifæri ganga sér úr greip um. Hvílíkt tækifæri til að auka höfuðstað Norðurlands að mikl- um dýrgrip, sem yrði honum til vegs og virðingar um alla fram- tíð. Það yrði harður dómur sem þessi bæjarstjórn fengi hjá allri þjóðinni og þó* sérstaklega af eftirkomandi kynslóð, ef hún léti þetta einstaka tækifæri ganga sér úr greipum. En það eru ekki aðeins Akur- eyringar, sem eiga Davíð frá Fagraskógi, heldur alþjóð. Hann hefur verið elskaður og dáður meir en nokkurt annað skáld á hérvistardögum sínum og finnd- ist mér ekki nema sjálfsagt að ríkisstjórnin legði fram sinn skerf til þess að hrinda þessu í frarðkvæmd. En nú býst ég við því að Norðlendingar vilji sjálfir tileinka sér Davíð frá Fagra- skógi, og því máske nokkur vandi með hverjum hætti alþjóð gæti styrkt þá til að eignast þetta minningarsafn um hann. Við sem vorum að opna augun fyrir fegurð lífsins, þegar Svart- ar Fjaðrir komu út og höfum beðið hverrar bókar hans með óþreyju og drukkið í okkur alla þá dásamlegu list og fegurð, sem endurspeglast í bókum hans og síðast í „Mælt Mál“, við vildum svo sannarlega greiða okkar nef- skatt svo að engu yrði hróflað í húsi Davíðs, og það væri áreið- anlega það fyrsta, sem börnin okkar myndu spyrja um þegar við kæmum til Akureyrar, hvar hús Davíðs væri. Ég hef ekki séð fallegra bóka- safn í eins manns eigu, né orðið fyrir sterkari áhrifum í nokkiru húsi hérlendis. Þar fyllist-maður lotningu og finnur smæð sína. Sál Davíðs býr þar enn í öllum hlutum. Þetta má ekki snerta. Þétta er heilagt vé. Athugið það Akureyringar að þið eignist aldrei annan Davíð frá Fagraskógi. 3/12 ’64. Guðmundur IlraundaL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.