Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 10. des. 1964 SVARTAR RAFPERLUR EFTIR PHYLLIS A. WHITNEY hér undir dulnefni, þó að hún notaði sitt rétta nafn. Það var betra, að enginn fengi grun um leyndarmál hennar. Henni mundi ganga betur við njósnir sínar, ef enginn hefði vakandi auga með henni. Hvað Tyrkland var langt frá litla sveitaþorpinu þar sem hún hafði alizt upp! Þó ekki eins langt og London hafði fundizt vera fyrir fáum árum, þegar hún hafði ákvarðað sig og farið að heiman, þvert ofan í óskir for- eldra hennar. Fyrir tveim árum hafði hún farið að vinna hjá tímaritinu. Hana hafði alltaf langað til að taka þátt í samningu tímarita og bóka. Enn sem komið var hafði sá þáttur ekki verið sérlega mik ilvægur, en gengi henni vel þessi sendiferð til Miles Radburn, gat hún gert sér góðar vonir um frek ari árangur. Fazilet Erim var ung — lík- lega svo sem ári eldri en Tracy. Hún hafði stór svört augu og þessa fegurð, sem tilheyrir yfir stéttinni í Tyrklandi. Hún var vel búin á Lundúna- eða Parísar vísu. Þegar Tracy sá hinn skraut lega fatnað henna.r, fannst henni hún sjálf yera druslulega til fara í gráa kjólnum sinum og káp- unni. Nú kom þessi fegurðaropin- berun til hennar með útrétta hönd. — Ungfrú Tracy Hubbard? Eg er Fazilet Erim. Viljið þér koma með mér? Eins og vanalega hef- ég skilið bílinn minn eftir ólög- lega. Tracy las milli línanna, að smá lagabrot væri ungfrú Erim ekk ert sérlegt áhyggjuefni. Þegar út kom, flýttu þær sér gegn um rigninguna, að litlum, rennilegum bíl, sem stóð þvers á brautinni og var þegar farinn að tefja fyrir umferðinni. Dyra- vörðurinn hristi höfuðið með ör væntingarsvip, þegar ungfrú Er im opnaði dyrnar. Hún hló um leið og bún benti Tracy að koma upp í framsætið, og settist síðan við hliðina á henni. Hún sagði: — Innst í hjarta sínu trúir enginn Tyrki því, að kona geti ekið bíl. Mústafa Kem al losaði ökkur við blæjuna, en mannlegt eðli þarf meira en þrjátíu ár til að breytast. Þær óku í rigningunni eftir götunum, niður að ströndinni að bílferjunni. Þegar þær voru komnar um borð, skildu þær bíl inn eftir og gengu inn í hlýja káetuna, til að vera í skjóli þessa stuttu leið milli Evrópu og Asíu. Nú varð Fazilet Erim hinn kurt eisi gestgjafi, og útskýrði það litla sem sást af grámóskulegu útsýninu En hversu mjög sem hún reyndi að forðast það, var eins og hún væri eitthvað ofur- lítið þvinguð, rétt eins og hún væri ekki alveg viss með sjálfri Blaðburðafólk óskast til blaðburðar í eítirtalin hverfi Laugavegur frá 1—32 Grettisgata I Hringbraut 92—121 Kjartansgata Freyjugata Skólavörðustígur Sími 22-4-80 sér, hvernig Tracy myndi falla inn í þetta nýja umhverfi. — Hér er það, sem Bosporus hefur rennsli sitt milli Marmana hafsins og Svartahafsins, sagði hún. — Ef þér horfið fast í þessa átt, getið þér séð Soldánshallar nesið og múrana á gömlu höll- inni. Þarna upp frá var gamla Byzanz. Það var einmitt fram af þessum odda, sem konunrar úr kvennabúrinu, sem féllu 1 ónáð, voru settar í poka og þeim kastað í Bosporus. — Eigið þér heima langt frá Istambul Tracy hafði enga löng un til að tala um sjóinn í Bospor us á þessari stundu. — Ekki svo mjög langt. Húsið okkar er í Anatólíu, svæðinu sem tekur við í Asíu, þegar komið er yfir sundið. Þekkið þér orðið yali? Það þýðir hús, sem stend- ur við sjóinn. — Og þér búið þar með mág- konu yðar? Tracy langaði til að beina talinu að Miles Radburn. — Nei, við bróðir minn, dr. Murat Erim eigum heima í sjáv arhúsinu. Sylvana — frú Erim — kona eldra bróður okkar, sem er dáinn — hefur byggt hús handa sjálfri sér, uppi í brekk unni. fyrir ofan. Þannig höfum við hvor um sig sitt húshald, enda þótt bróðir minn hafi ranp sóknastofuna sína í kjallaranum á Brekkuhúsinu. — En hvar býr Miles Rad- burn? < — Herbergi hr. Radburns eru líka í Sjávarhúsinu, svaraði Faz ilet Erim. Það varð eins og ofur lítil breyting á málhreimnum þegar hún sagði nafnið. Það var eins og hún væri einhvernveginn á verði. En nú var ferjan að lenda við borgina Uskudar. Þær óku bíln um í land af ferjunni og síðan eftir veginum,* sem lá til norðurs fram með lágu hæðunum upp frá sjónum. Eftir hálfa klukkustund stönz- uðu þær við járngrindahlið á múrvegg. Dyravörður opnaði fyr ir þeim og þær óku inn á einka veg, sem var brattur niður að sjónum, en beygði síðan og end- aði fyrir framan ferkantað, þriggja hæða timburhús. Hú.sið var orðið veðrað og silfurgrátt að lit, og svalirnar á því voru skreyttar tyrkneskum bogum. Fazílet Erim leiddi Tracy^inn í langan gang með marmaragólfi. Lítilli þjónustustúlku skaut snögglega upp og hún talaði við hana á tyrknesku! —Halide segir, að herbergið yðar sé tilbúið, útskýrði Fazilet. — Komið þér með mér. Ég skal vísa yður þangað. Stigaþi-epin lágu upp í falleg- um boga. Þegar þær komu upp á fyrstu hæðina, stóð allt í einu karlmaður fyrir framan þær. Hann var í svörtum, hálf-ræfils- legum, evrópskum fötum. Ólívu- grænt andlitið á honum var eft irtektarvert fyrir mikið, svart yfirskegg og augu, sem voru svört og hnýsin. Tracy fann á sér, að verið var að vega hana og meta. — Þetta er Ahmet Effendi, hús - Nú varð ég hræddur. Ég hélt að þetta væri konan mín. þjónninn okkar, sem ræður yfir öllum smáatriðum í lífi okkar. Ef þér þarfnist einhvers, útveg ar Ahmet yður það. Tónninn hjá Fazilet var eitt- hvað svo vingjarnlegur, þegar hún talaði um Ahmet. Á leiðinni upp á næstu hæð, hélt hún áfram: — Bróðir minn og ég höfum okkar herbergi á fyrstu hæð. Mín snúa út að sjón um, en hans eru baka til. Ég hef stungið upp á því við frú Erim, að við látum yður hafa herbergi á annarri hæð; það er þægilegt og stendur autt, eins og er. Aftur varð Tracy vör þess, að hún leit til hliðar, rétt eins og tyrkneska stúlkan bíði eftir, að hún segði eitthvað. Stiginn endaði í stórum sal, dimmum og óvistlegum og með dragsúgi. Til beggja enda voru lokaðar dyr, en til hliðanna voru franskar hurðir, sem lágu út á svalir úti fyrir. — í gamla daga, útskýrði Fazi let fyrir Tracy, — voru haremlik eða kvennaherbergin hér uppi, en selamlik voru í þægilegri her bergjunum á hæðinni fyrir neð- an. Hún opnaði eina stóru tréhurð ina og sneri sér síðan brosandi að Tracy. — Gerið svo vel að ganga inn, sagði hún. Herbergið var geysistórt og hátt undir loft, og Tracy varð hissa á, að húsgögnin voru ný- tízkuleg og úr ljósum viði. Dyr voru á þremur veggjum, einar lágu inn í salinn, aðrar inn í annað herbergi og þær þriðju með vængjahurðum, út á sval- irnar, sem virtust ná allt í kring um húsið. Ungfrú Erim kinkaði kolli í áttina að næsta herbergi. — Þetta var einu sinni vinnustofan hans hr. Radburns. Og þetta hafði Annabel. Konan hans, skiljið þér. Tracy stóð kyrr. Tyrkneska stúlkan beið og horfði á hana. Eftir hverju hún væri að bíða, vissi Tracy ekki fyrir víst. Ef til vill eftir því, að hún segði eitthvað um nýafstaðið og sorg- legt andlát Annabel Radburn. KALLI KUREKI ~Xr~ Teiknari: J. MORA 1. Eftir þriggja daga reið kemur Kalli til bæjarins. 2. Ég hef hérna nokkur sýnishorn. Hvað er langt þangað til ég get feng- ið úrskurðinn. Ég er ekki upptekinn. byrja á þessu strax. 3. Yið bakvegg skrifstofunnar. Ég vona að þessi fundur sé betri en sá síðasti. Hann fann bara afbrigði af jámi. Þegiðu Tex. Þeir gætu heyrt í okk- ur. Hún vissi, að nú varð hún að fara sér varlega. — Þér þekktuð konuna hans vel? spurði hún og vonaði, að röddin væri nógu kæruleysisleg. — Auðvitað. Ég þekikti hana mjög vel, sagði Fazilet en þagn- aði síðan og varð allt í einu eins og eitthvað fjarræn. f þessu sama vetfangi þaut hvítur köttur gegn um opnu svaladyrnar og stökk upp á rúm- ið. Tracy gekk í áttina til hans, en Fazilet hélt aftur af henni. — Varið þér yður! Þessi kött- ur er ekki meinlaus, sagði hún. — Hann er það sem við köllum hér Ankaraköttur — eða Angora eins og þið segið. En ég er hrædd um, að þessi sé ekki vingjarn- legur við fólk. — Hvað heitir hann? spurði Tracy. Henni sýndist kötturinn alveg meinlaus. — Hann er kallaður Bolla. Faz ilet Erim brosti ofurlítið. — Skrítið nafn á kött, finnst yður ekki? En þetta er nafnið, sem frú Radburn valdi henni. Hún hitti kisuna hérna, fyrst þeg ar hún kom hingað í heimsókn og fór strax að gæla við hana. Tracy fór eitthvað að fitla við hnappana á kápunni sinni og horfði hvorki á köttinn né á Fazilet Erim. Ef hún væri með hendurnar á heryfingu, kynni hún að losna við þessa hroll- kenndu velgju. Hana hafði ekki órað fyrir því, hve erfitt þetta mundi verða, né heldur þeim áföllum, sem tilfinningar hennar áttu að verða fyrir í hverju spori. 'Bolla! Ekki nema það þó! Bolla, þurfti það endilega að vera! Reyðarfiörður KRISTINN Magnússon, kaupmaður á Reyðarfirði, er umboðsmaður Morgunblaðs- ins þar í kauptúninu. Að- komumönnum skal á það bent að hjá Kristni er blað- ið einnig selt í lausasölu. Eskifjörður I BÓKSÖLUNNI á Eskifirði er umboð Morgunblaðsins á Eskifirði. Seyðisfjörður (JMBOt) Morgunblaðsins í Seyðisfjarðarbæ er i Verzl. Dvergasteinn. Blaðið er þar cinnig í lausasölu fram til kl. 11,30 á kvöldin. „Bar- inn“, veitingastofa, hefur blaðið í lausasölu. Fáskrúðsfjörður F R Ú Þórunn Fálsdóttir er umboðsmaður Morgunblaðs- ins á Fáskrúðsfirði og hefur með höndum þjónustu við kaupendur blaðsins í bæn- um. í söluturni hjá Marteini Þorsteinssyni er blaðið selt í lausasölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.