Morgunblaðið - 10.12.1964, Blaðsíða 19
I Fimmtudagur 10. des. 1964
MCRCUNBLAÐIÐ
19
\
Ævlsaga Hannesar
i| Framh. af bls. 17
En í hverju var þá hinn trag-
íski brestur fóliginn? Að minni
hyggju fólst hann í því, að skáld-
ið var stjórnmálamanninum
yfirsterkara — ekki í þeim skiln-
ingi að Hannes væri endilega
betra skáld en stjórnmálamaður
(á báðum sviðum sýndi hann
yfirburði), heldur í þeim skiln-
ingi að skáldlegt næmi hans og
þau heilindi sem mörgum skáld-
um eru eiiginleg gerðu honum
óljúft og jafnvel ófært að eiga
náið samstarf við eða eiga gengi
sitt undir smásálum sem fyrst
og fremst sköruðu eld að sinni
köku eða létu stjórnast af per-
sónulegum metnaði fyrst og
fremst. Hann var svo stór í
sniðum, að hann gat fyrirgefið
slíka lesti, hvort sem var hjá mót-
herjum eða samherjum, eins og
mörg dæmi sanna, en hann gat
ekki látið pólitískt genigi sitt
velta á fylgi slíkra manna. Hafi
þessi tilgáta, svo langsótt sem
hún kann að virðast, við ein-
hver rök að styðjast (og þyrfti
miklu lengra mál til að gera
henni full skil), þá er Hannes
Hafstein einmitt klassískt dæmi
um „hetju“ sem fellur á kostum
sínum. Auk þess gæti ég vel trú-
að, að Hannesi Hafstein hafi ver-
ið mikil raun að því að umgang-
ast leiðinlega menn, og gæti þar
verið önnur skýring á gátunni.
Til hliðsjónar er fróðlegt að lesa
ummæli Árna Pálssonar um
Harines á bls. 162.
Ég hef áður lýst því yfir og
tel ástæðu til að ítreka það, að
könnun Kristjáns Albertssonar
á stjórnmálaþættinum í ævisögu
Hannesar Hafsteins er merki-
legt brautryðjandaverk og stór-
virki, því hér er að langmestu
leyti um að ræða frumkönnun
heimildanna, sem hlýtur að hafa
verið geysimikið verk, bæði tím'a
frekt og vandasamt. Sem stjórn-
málasaga er ævisagan því grund-
vJ^larrit í íslenzkri sagnfræði,
hváð sem' líður dómum manna
sem ganga með þá grillu að sagn-
fræðirit geti Verið hlutlaus (ég
hef hvergi heyrt slíkra rita getið).
Hins vegar fer ekki hjá því
að maður sakni sjálfrar ævisög-
unnar í tveim seinni bindum
verksins, og á ég þá ekki fyrst
og fremst við ýtri atvik í ævi-
ferli Hannesar Hafsteins, heldur
viðleitni höfundar til að vlnna
úr staðreyndunum (í stað þess
að láta þær sjálfar tala), kafa
undir yfirborðið, túlka rökin
sem undir lágu og draga upp
heilli og umfram allt fyllri mynd
af söguhetjunni. f>etta fannst
mér höfundinum takast eindæma
vel á fyrstu 200 blaðsíðum fyrsta
bindis, og víða bregður óneitan-
lega fyrir ljósum og eftirminni-
legum svipmyndum úr persónu-
legu lífi Hannesar í seinni bind-
unum, en ég sakna meiri fyll-
ingar í myndina af þessum
margbrotna og fjölhæfa manni.
Mér er fuilkomlega ljóst, að
hér hefur Kristján Albertsson
átt úr vöndu að ráða og senni-
lega talið tímabærast að rekja
stjórnmálasöguna, svo mjöig sem
Hannes Hafstein hefur verið af-
fluttur og rangtúlkaður á þeim
vettvangi, enda hefur Kristjáni
að mínu viti tekizt að færa sönn-
ur á það, að Hannes var lang-
samlega stórbrotnasti, heilsteypt-
asti og áhrifamesti stjórnmála-
maður sem ísland hefur alið síð-
an Jón Sigurðsson leið, og verð-
ur þess sennilega langt að bíða,
að við eignumst annan slíkan. Og
þó eru jafnvel í þeirri sögu eyð-
ur sem betur hefði mátt fylla.
Kristján Albertsson igetur þess í
upphafi lokabindis (bls. 21), að
Hannes Hafstein hafi lagt yfir
hundrað stjórnarfrumvörp fyrir
Alþingi árin 1905, 1907, og 1909,
og minnist stuttlega á nokkur
þeirra. Sá kafli hefði að minni
hyggju mátt vera miklu ítarlegri,
því framtak Hannesar í löig-
gjafarmálum á öllum sviðum var
með ólíkindum, og búum við enn
að því á margvíslegan hátt.
Umhverfis- og þjóðlífslýsingar
í bókinni hefðu einnig mátt vera
rækilegri til að igera myndina
fyllri og „áþreifanlegri". Þeim
bregður fyrir á stöku stað og eru
jafnan ljósar. Sömuleiðs minnist
höfundur stuttlega á ,,ævintýrið“
sem hófst 1905 með stofnun hluta
félags um kaup á fyrsta togar-
anum og varð undanfari mikilla
viðburða, en saga verklegra fram-
kvæmda lendir lí'ka í skugga
stjórnmálasögunnar.
Yitanlega verður ekki með
sanngirni til þess ætlazt að höf-
undur geri tæmandi igrein fyrir
öllu sem var að gerjast með þjóð-
inni á þessum örlagatímum, en
með hliðsjón af fyrsta bindi rits-
ins hefur honum alvarlega skeik-
að í einu veigamiklu atriði í
seinni bindunum: honum hefur
láðst að fjalla um skáldiS Hann-
es Hafstein svo sem vert væri.
Skáldskapur hans verðskuldar
vissulega nákvæma og rækilega
könnun, ekki sízt með hliðhjón
af öðrum þáttum í lífsverki hans,
en það verkefni bíður þá bók-
menntafræðinganna. Að vísu er
að nokkru úr þessari vöntun
bætt með tilvitnunum í ritdóma
ýmissa fremstu bókmennta-
manna þjóðarinnar eftir að seinni
ljóðabók Hannesar kom út 1916,
þar sem drepið er á nokkur helztu
sérkenni skáldskapar hans, en
mat Kristjáns Albertssonar sjálfs
hefði verið mun forvitnilegra og
átt brýnna erindi við nútíman.n.
Að þessum aðfinnslum sleppt-
um verður ekki annað sagt en
rit Kristjáns Albertssonar sé ein
hin þarfasta sagnfræði sem hér
hefur verið stunduð í háa herr-
ans tíð. Að vísu verður sagan
aldrei sögð nákvæmlega eins og
hún var né heldur verður nokk-
urn tíma hægt að leggja full-
komlega hlutlaust mat á nokk-
urn skapaðan hlut, en Kristján
hefur svo sannarlega látið stað-
reyndirnar tala, þannig að hver
og einn getur dregið sínar álykt-
anir af þeim, og hann hefur gef-
ið löngu liðnum atburðum nú-
tíðargildi, af því þeir höfða til
þess sem enn er að gerast með
þjóð okkar og geta þannig orðið
til varnaðar þeim sem eitthvað
vilja af sögunni læra. Ég nefni
bara sem dæmi lotteríismálið
svonefnda og viðbrögð Hannesar
—------------------------------‘1
Hafsteins við því. Sjónvarps- '
málið alræmda er í mörgu tilliti
hliðstæða þess. Hefði það mál !
fengið jafn smánarlega af- j
greiðslu og raun bar vitni, e£ |
vjð ættum nú leiðtoga á borð 1
við Hannes Hafstein? Ég held
ekkú i
Sigurður A. Magnússon. I j
Caboon
16, 19 og 22 mm. — Stærðir 153x350.
TEAK 2” og 2 V2
GABOON, fínskorið; 16, 19 og 22 mm.
FYKIRLIGGJANDI.
Hjálmar Þorsteinsson & Co. h.f.
Kiapparstíg 28. — Sími 11956.
PEERPONT ÚR
Nýtízkulegar gerðir.
4 VATNSÞÉTT
4 HÖGGVARIN
4 SAFÍRSLÍPAÐ GLAS
4 ÓBROTLEG FJÖÐUR
4 17—30 STEINAR
Yfir eitt hundrað mismunandi gerðir fáanlegar
af Pierpont-úrum.
SENDI GEGN PÓSTKRÖFU.
r *
Garðar Ökfsson, úrsmiður
Lækjartorgi — Sími 100-81.
4 LESBÓK BARNANNA
Hector Malot:
Remi og vinir hons
11. Daginn eftir héld-
um við áfram til smá-
bæjar, þar sem við áttum
að hafa okkar fyrstu sýn-
ingar. Aldrei áður hafði
ég séð bæ með steinlagð-
ar götur og mér fannst
þessi smábær mikill stað-
ur.
Við fórum inn í krána
©g hundurinn Bríó fékk
ekipun um að gæta ap-
ans Janko og tveglgja
minni félaga sinna, með-
an Vítalis fór með mig til
að kaup á mig ný föt.
Ég fékk stígvélaskó,
flauelsvesti og jakka,
köflóttan frakka og filt-
hatt með rauðum borða.
Vítalis keypti líka á mig
hlýja, langa og rauða
sokka. Svo skar hann
neðan af buxnaskálm-
unum ofan við hnéð.
„Ég er ítali“, sagði
hann „pg það átt þú líka
að verða“.
12. „Nú skulum við æfa
okkur í þeim atriðum,
sem við eigum að sýna á
rnorgun", sagði Vítalis,
þegar við komum aftur
heim á krána.
„En ég kann ekkert að
leika“, svaraði ég skelfd-
ur. ,,Þú getur lært það“,
sagði Vítalis, „heldur þú
að Janko og hundarnir
hafi kunnað að leika
þessar listir, þegar þeir
fæddust?"
Leikurinn hét: „Þjónn-
inn hans herra Jankos".
Hann var ekki mjög lang-
ur. „Apinn Janko hefur
þjón, sem hann er ánægð
ur með“, útskýrði Vítalis,
það er hundurinn Brío.
En nú hefur hann ráðið
sér nýjan þjón og það ert
þú. Þú átt að gera allt
öfugt. Loks verður herra
J anko reiður og segir
Brio, að hann eigi að
sýna þér hverniig þú átt
að vinna“.
Janko og Brío höfðu
margsinns leikið þetta
áður með öðrum litla
hundinum, sem þá var
hinn heimski þjónn. Samt
urðum við að æfa aftur
og aftur. En Vítalis var
þolinmóður. „Hundar eru
eins og börn“, sagði hann,
það er hægt að kenna
þeim allt, ef vel er farið
að þeim.
8 árg.
bstrtiftstts
Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson
24
10 .des. 1964,
Marjorie Hopkins:
FLUCDREKII OC
„Það er ekki hægt að
þreskja hrísgrjónin, þeg-
ar vindurinn feykir ekki
hisminu burtu“, sagði
faðirinn. „í kvöld ætla
ég að liggja fyrir og hvíla
mig“.
„Ég gæti farið með
teppin út og viðrað þau“,
sagði húsfreyjan. „En það
er ekki nema rúm vika
síðan ég bar þau út í
sólina og síðan hefur
verið of heitt til að við
gætum notað þau. Ég er
að huigsa um að hvíla mig
líka“.
Khun San setti frá sér
hrísgrjónaskálina sína.
Allt , einu datt honum
nokkuð í hug, sem kom
hjartanu í honum til að
taka yiðbragð. Nú vissi
hann, hvar hann átti að
leita að nálinni!
En hvernig gat hann
leitað, án þess að pabbi
og mamma tækju eftir?
Khun San ýtti grjóna-
skálinni frá sér og var í
þungum þönkum.
„Ætlar þú ekki að
borða grjónin þín, Khun
San?“, spurði mamma
hans. Ekkert heyrðist frá
Khun San, nema örlítið
andvarp.
„Hvað gengur að þér,
U\ÖW\l
sonur sæll?“ spurði faðir
hans.
En Khun San hristi að-
eins höfuðið. Hann kom
ekki upp nokkru orði.
„Sonur okkar hefur
orðið veikur af þessum
mikla hita“, hrópaði
mamma hans. „Sæktu
stórt pálmablað og hafðu
það fyrir blævænig til að
kæla hann“, sagði hún
við pabba Khun San, „ég
ætla að fara niður að
skurðinum og sækja kalt
vatn til að baða á honum
höfuðið“.
Móðirin þreif vatnsfötu
og flýtti sér út. Faðirinn
tók hníf til að sníða blað
af pálmatré og hraðaði
sér einniig út. Og Kliun
San var þá ekki heldur
seinn á sér að hugsa sér
til hreyfings. Hann hljóp
að rúmteppunum, sem
voru í hrúgu rétt hjá
svefnmottunum og tók að
leita í teppahrúgunni.
Fingur hans snertu eitt-
hvað hart. Hann dró það
upp og þarna var hann