Morgunblaðið - 11.07.1965, Síða 31

Morgunblaðið - 11.07.1965, Síða 31
Sunnudagur 11. júlí 1965 MOkCUNBLAÐIÐ 37 IIH4WW1«MIM>IUH«>H IIIHIimillllMlllllllim'IIIIIIIIMIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIMIIIIIIMIII' •IIIIIIIIIHHMMII NYLOKIÐ er í Touraine í Loire-dalnum í Frakklandi tónlistarhátíð, sem vakið hefur mikla athygli, fyrst og fremst vegna aðalhvata- mannsins, sem er enginn annar en hinn heimsfrægi sovézki píanóleikari, Sviat- oslav Richter, og hljóm- leikahússins, sem er 700 ára gömul kornhlaða. Er þetta í annað sinn, sem tón listahátíð er haldin í hlöð- unni. Richter er að sjálfsögðu meðal þeirra, sem fram koma á tónlistarhátíðinni. Hann hef- ur einnig fylgzt með fram- kvæmd hennar af miklum á- huga og ekki látið sér minnsta smáatriði óviðkomandi. Eitt sinn varð að gera hlé á æf- ingum vegna þess að tve'ir trommuleikarar voru ekki mættir með hljóðfæri sín. — Sovézkur píanóleikari breytir íranskri hlööu í hljómleikasal Hljóp sovézki píanóleikarinn þá út á hlaðið fyrir framan hlöðuna, innan um hænsni, hljóðfæraleikara, landbúnaðar verkamenn, endur og ferða- menn, hrópandi: „Hvað er orðið um trommuleikarana", og skimaði í allar áttir. Raunverulega er það Richt- er, sem átti frumkvæðið að tónlistarhátíð þessari, þótt ekki sé getið um það í skemmtiskránni. — Einn af skipuleggendum hennar seg- ir: „Ég tel víst að hátíðin yrði haldin næsta sumar, þótt Richter kæmi ekki, en aðeins vegna þess hve honum hefur tekizt að laða hingað marga tónlistarmenn og áheyrendur. Hefði hann ekki gerzt hvatá- maður hátíðarinnar, væri að- eins korn í hlöðunni". Áður en Richter uppgötvaði hve hentug hlaðan er til hljóm leikahalds, hýsti hún aðeins korn og verkfæri til kornrækt ar. En á lokatónlenkum tón- listarhátíðarinnar að þessu sinni var þar á annað þúsund áheyrenda auk margra frægra listamanna. Sviatoslav Richter kom fyrst til Touraine fyrir tveim- ur árum, er hann var á tón- leikaferð um Frakkland og átti frí frá hljómleikahaldi eina helgi. Hann varð mjög hrifinn af hinum fagra Loire- dal með kastölum og kirkjum frá miðöldum. „Hér myndi ég vilja spila“, sagði hann við franskan vin sinn. Þessum um mælum var komið áleiðis til tónlistavinafélagsins í Tours, og félagsmenn hófu athuganir á því hvort einhver hinna gömlu kastala væri heppileg- ur til tónleikahalds. Þegar Richter gerði sér aðra ferð í dalinn sama ár, voru honum sýndar hallirnar, sem til greina þóttu koma, en honum leizt ekki sérlega vel á neina þeirra. Þegar tónlistarvinirnir voru að því komnir að gefast upp, datt einhverjum í hug hlaða bóndans Pierres Lefe- bvre, sem er um 10 km frá Tours. Lefebvre segir, að hinn frægi píanóleikari hafi hallað undir flatt, virt fyrir sér hlöð- una og spurt: „Getum við feng ið að halda hljómleika í hlöð- unni?“ „Mér geðjaðist vel að kast- ölunum“, sagði Richter, „þeir hæfa vel sérstökum tegundum tónlistar, en í hlöðunni er hægt að spila hvað sem er“. Hlaðan er einkennilega nú- tímaleg í útliti. Framhlið hennar er nær þríhyrnings- laga og yfir hvelfist slútandi tígulsteinaþak, haldið uppi að innan frá með sverum trésúl- \ um. Þær skipta hlöðunni í fimm hluta og valda þvi að j hún líkist gotneskri kirkju. Stærð hlöðunnar er gott dæmi um gróðursældina i hér- aðinu, því hún var byggð sem geymsla fyrir korn það, sem bændur greiddu kirkjunni í tíund á miðöldum. Sviatoslav Richter, sem sagður er vera fremur tauga- æstur, var hinn rólegasti með- an hann dvaldist í Touraine og virtist kunna mjög vel við sig. Hann brosti og heilsaði fjölskyldu Lefebvre með handabandi, en lítið var um samræður, því Richter talar ■ ekki frönsku. Vinnumennirnir á bænum tala vihgjarnlega um píanóleikarann og einn þeirra, Alexandre Blanchard, sagði m.a: „Ég hef lítinn skiln ing á tónlist,,og nenni varla að hlusta lengur en klukku- tíma í senn. En ég heýri, að Richter er alveg stórkostleg- ur“. Síðan sagði Blanchard, að á bæ Levebvre væri aðeins ræktað korn og þess vegna væri hlaðan tóm á þessum árs tíma. Ef eitthvað annað hefði verið ræktað jafnframt, hefði ekki verið unnt að halda tón- listahátíðina. Richter hefur smitað marga vini sína í tónlistaheiminum, bæði sovézka og af öðrum þjóðernum, með áhuga sínum á tónlistahátíðinni í hlöðunni. Mesti stórviðburður hátíðár- innar að þessu sinni var flutn- ingur Covent Garden óper- unnar á nýlegu verki eftir Benjamin Britten, „Curlew River“. Höfundurinn stjórnaði sjálfur flutningnum. Einn af jstjórnendum hátíðarinnar seg ir, að það hafi verið áhugi Richters á þessu trúarlega verki og þrautseigja hans við að telja Britten og Covent Garden óperuna á að heim- sækja Touraine, sem hafi átt mestan þátt í því, að þessi stóri hóprur listamanna kom þangað og flutti verkið tvisv- ar. Stjórnendur hátíðarinnar vona, að vegna afskipta Richt ers af hátíðinni haldi hún á- fram að verða dæmi um góð samskipti Rússa og Frakka á sviði lista. „Ég get ekki fullyrt, að ég komi næsta ár“, segir Richt- er, „vegna þess að allt getur komið fyrir, þrátt fyrir full- yrðingarnar, en mér þykir sennilegt að ég verði hér“. (Endursagt úr „The New York Times“) Sviatoslav Richter. — Sildveiðin Framhald af bls. Mf 1000 mál, Guðrún GK 800 rnái, [ Kugrún IS 700 mál, Jón Þórðar-; son BA 600 mál, Húni II HU 800 f mál, Snæfugl SI 1300 mál, S .j-1- rún AK 500 mál, Svanur IS 600 í mál, Skarðsvík SH 700 mál, Barði NS 100 múl, Sunnutindur SU 900, Sigurfari SF 400, Draupn ir IS 300, Höfrungur II AK 1800, Kambaröst SU 200, Haraldur AK 1500, Gullver NS 1800, Sæúlfur BA 700, Hilmir II IS 550, Sig- ! urður SI 700, Ögri RE 750, Sif IS 750, Sigurborg SI 1000, Skírnir AK 600, Páll Pálsson IS 300 tn. Guðmundur Pétursson IS 1200 mál, Krossanes SU 800, ólafur: Bekkur OF 500, Glófaxi NK 400, ■ Björgúlfur EA 800. Raufarhöfn Þórður Jónasson EA 300 tm, Helgi Flóventsson ÞH 500 máL — Geimfararnir ; Framhald af bls. 1 1 stjórn. Tveir þessara áhafnar- I manna munu fara úr geimskip- | inu og halda áfram niður á yfir- | borð tunglsins, en sá þriði mun É halda geimskipinu á braut um- I hverfis tunglið, en er sá þriðji ! 1 hefur verið um sólarhring á yfir- É borði tunglsins halda þeir aftur ; til geimskipsins og svo til jarð- | ar. Þessi fyrsta ferð er áætluð | árið 1969 eða 1970 og mun taka j ; um eina viku. | — Verður einhver ykkar ! É með í þessari fyrstu ferð? I — Það er ekki ákveðið enn 1 É hverjir verða með, eða hvernig 1 É starfsskipting verður, en allir É vonumst við til að verða hinir É fyrstu. ; É • Var hér með flughernum. É William A. Anders er 32, ára, É fæddur í Hong Kong, og er ; | kapteinn í flughernum. Hann ; É tekur nú þátt í alhliðaþjálfun ; I geimfara, en auk þess annast | hann sérstök trúnaðarstörf, er j 1 lúta að stjórnkerfi, og geisla- og E hitavörn geimafara. Anders kap- j teinn var í varnarliðinu á Kefla- | víkurflugvelli árið 1958—59. E — Af fyrri kynnum mínum | af íslandi álít ég, að ferð okk- E ar hingað verði mjög árangurs- j rík. Ég ferðaðist mikið um land- É ið, þegar ég var staðsettur hér j með flughernum, og þegar ég j var að ræða við íslenzka flug- j freyju á leiðinni hingað, komst j ég að raun um, að ég hafði séð É meira af landinu en hún. Ég á E hér kunningja og vonast jafnvel! E til að fá tækifæri til að renna E fyrir lax eða silung. 1 — Er ekki erfitt að sameina E hlutverk heimilisföður og verð- E andi tunglfara? Ei ekki hættir oð rigna missa 400 þús. manns heimili sín Karachi, 9. júlí NTB | NÚ herja monsúnrigningarnar á Austur-Pakistan og liggur við borð að þar endurtaki sig hörm- ungasaga flóðanna í maí sl. af völdum fellibylja og fárveðurs, sem urðu 15.000 manns að bana. Tuttugu ár í landinu eru tekn- ar að flæða yfir bakka sína og — Það versnar j Framhald af bls. 16 Z Formósa o.fl., yrðu ofbeldinu ■ ið bráð og myndu ekki held- l ur láta það viðgangast nú. ■ Hann kvað bandarísku ríkis- l stjómina einnig hafa sinnt ■ aeiðni Westmorelands hers- Z löfðingja, yfirmanns hers ■ Bandarikjanna í Suður-Viet- : uam um meiri herstyrk. „Vð ■ ihöfum lagt að veði mátt okk- ; jr og þjóðarheiður", sagði I lohnson, „og því til staðfest- ; ngar eru orð þriggja forseta.“ j ekki linnir rigningunni. í borg- inni Dacca vaða íbúar fátækra- hverfanna vatnið í kné og sums- staðar í Chittagong er meter nið- ur á fast land. Talið er, að a.m.k. 400.000 manns muni missa heim- ili sín, ef ekki linni rigningunum. að auglýsing í útbreiddasta blaðinu borgar sig bezt. — Anna Maria Framhald af bls. 1 Margrét ríkisarfi, elzta dóttir dönsku konungshjónanna, er í London, en fer til Korfu í kvöld. 1 Grikklandi var kirkjuklukk- um hringt í morgun strax og tilkynnt hafði verið um fæðingu nýju prinsessunnar, og fánar dregnir að hún. Verður flaggað þar í þrjá daga. Öllum opinber- um skrifstofum var lokið í til- efni dagsins. Og Konstantin kon- ungur greiðir menntunarkostnað allra griskra barna, sem fæddust um leið og prinsessan. Konstantín konugur sagði fréttamönnum, að dóttir hans væri mjög stór, 53 sentímetra löng. Hún er falleg, sagði hann, og líkist móðurinni. Hárið er brúnt, en læknarinir segja að það geti skipt lit síðar. Og kon- ungurinn ítrekaði að prinsessan væri mjög, mjög falleg. Hann sagði að Anna Maria drottning hefði það gott, og að hún hafi verið mjög glöð er hún fékk að sjá dóttur sína eftir að hún vakn- aði. Sögðu fréttamenn að þessi orð konungs bentu til að drottn- ingin hefði fengið deyfilyf fyrir fæðinguna. Strax í morgun tóku heillaósk- ir að berast grísku konungshjón- unum á Korfu, og var ein fyrsta þeirra frá Elisabetu Bretadrottn- ingu. vegna eggjatöku í Akrafjalli AKRANESI, 10. júlí. — Um það bil vika er liðin síðan dómsrann sókn hófsl hjá bæjarfógetafull- trúanum hér, Hermanni G. Jóns syni, í kærumáli Akrafjalls- bænda út af eggjastuldi þeirra manna, sem í heimildarleysi gengu á land þerra í þeirru skyni. Og er dómsrannsókn nú í fullum gangi. 2—3 ár eru síðan Akrafjalls bændur stofnuðu með sér sam- tök um að verjast vaxandi heim ildarlausum ágangi á heimalönd þeirra í Akrafjalli. Fjölgaði þá þegar þeim mönnum, sem báðu ! um leyfi hin síðari ár, hafa bænd ur skirrst við að leita réttar síns hjá löglegum yfirvöldum með því að kæra hina brotlegu, en nú sýnir þessi dómsrannsókn i að soðið hefur upp úr. Oddur. — Við erum allir fjölskyldu- menn og vissulega erum við ekki mikið heima við. En við vissum að hverju við gengum, þegar við ákváðum að þjálfa okk ur til geimferða, og það var ein- róma samkomulag á öllum heim- ilunum. Jack Riley, blaðafulltrúi NASA, kallaði nú geimfarana saman, og sagði að tími væri til kominn að hafa sig af stað. Þeir búa yfir helgina á Keflavíkur- flugvelli, fara til Reykjavíkur til fundar við blaðamenn í dag. Á morgun fara þeir að Öskju. fljúga síðar í vikunni yfir Laka, og kanna svo Reykjaneshraunið á fimmtutag. í CTÖTTU m Saigon — Tíu skólabörn í Tay Ninh í Suður-Víetnam voru flutt í sjúkrahús í dag illa haldin af eitri er þau höfðu tekið inn er þeim var tilkynnt að þau hefðu fallið á miðskólaprófi. í Saigon sjálfri frömdu tvær skólastúlkur sjálfsmorð af því að þeim þóttu .prófverkefnin sér of- viða.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.