Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 1
'28 siðuv Vopnahlé í Bæði ríkin féllust á styrjðld Indlands og Pakistan úrslitakosti Oryggisráðsins — Pakistanir héldu uppi loft- árásuin til síðustu stundar — Vopnahléinu fagnað allstaðar nema i Kína Nýju Delhi, Rawalpindi, London og Washington, 22. septemher. — AP-NTB f KLUKKAN 22 í kvöld (ísl. tími) þögnuöu byssurnar í styrjöldinni milli Indlands og Pakistans og er vopnahlé á komið. í nótt, sem leið tilkynnti Indland Öryggisráði SÞ að það myndi hlíta fyrirmælum ráðsins um vopnahlé, gerði Pakistan slíkt hið sama. Utanríkis- ráðherra Pakistans, Bhutto, kom til New York í nótt, og hélt þegar á sérstakan fund Öryggis- ráðsins. Lýsti hann þar yfir að Pakistan féllist á vopnahlé, en sagði jafnframt að tækist SÞ ekki að finna lausn á Kasmírdeilunni innan ákveðins tíma, myndi Pakistan segja sig úr samtökunum. t Shastri, forsætisráðherra Indlands, grét í ræðustól í indverska þinginu í dag, er hann skýrði frá því að hernum hefði verið skipað að hætta að berjast. þ Shastri lýsti því jafnframt yfir, að hann hefði þegið boð Kosygins, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, um að koma þangað og eiga fund með Ayub Khan, forseta Pakistans, um deilur þjóðanna. Ekki er enn vitað hvort Ayub tekur boði Kosygins. t Enda þótt báðir aðilar hefðu fallizt á vopnahlé, dró til töluverðra tíðinda á hern- aðarsviðinu í dag. Bardagar voru litlir á landi, en þotur Pakistana gerðu loftárás á þétt- býlt hverfi í indversku borginni Amritsar í dag, og fórust þar a.m.k. 45 manns. Ennfremur gerðu Pakistanar loftárás á indverskt fangelsi, og fóryst 30 sjúklingar í sjúkrahúsi þess. — Hafa atburðir þessir vakið mikla reiði og gremju í Indlandi. ZULFIKAR Ali Bhutto, utan- rikisráðherra Pakistan, kom sl. nótt til New York, og mætti hann síðan á sérstökum fundi í Öryggisráðinu í nótt. Lýsti hann því þá yfir, að Pakistan hefði hlítt úrslitakostum Ör- yggisráðsins um vopnahlé, og ikvað hann Pakistana mundu fyrirskipa herjum sínum að hætta að berjast ef Indverjar gerðu slíkt hið sama. Hann bætti því síðan við að Pakistan cnundi segja sig úr samtökum Sameinuðu Þjóðanna ef Örygg- isráðinu tækizt ekki að finna lausn á Kasmírdeilunni. Er Bhutto lýsti því yfir, að Pakistan myndi hlíta úrslita- kostum Öryggisráðsins, var tfresturinn til þess útrunninn fimm mínútum áður. Indverjar höfðu áður tilkynnt Öryggisráð- inu að þeir myndu fyrir sitt leyti láta af vopnaviðskiptum og fara að fyrirmælum ráðsins í þeim efnum, svo fremi að Pakistan gerði slíkt hið sama. Á fundinum í nótt las Bhutto upp boðskap frá Ayub Khan, forseta Pakistan. Segir forset- Framhald á bls. 27. Kínverjar segja Indverja hafa rifið mannvirkin — iiinaii landamæra sinna — Hafi eitthvað verið rifið, hafa Kínverjar sjálfir gert það, segja Indverjar Peking og Nýju Delhi, 22. sept. — NTB-AP KL. 16 í dag að íslenzkum tíma rann út frestur sá, sem Pekingstjórnin hafði gefið ind versku stjórninni til þess „að eyðileggja þau hernaðarmann virki, sem Indverjar hafa New York, 22. sept. — AP — Þessi myml var tekin af setn- ingu Allsherjarþings Samein- uffu þjóffanna í gærkvöldi. Amintore Fanfani, utanríkis- ráðherra ttaliu, og nýkjörinn byggt fyrir innan landamæri Kína“. Fyrr í dag tilkynnti Pekingstjórnin að Indverjar hefðu eyðilagt þessi mann- virki, og flúið inn fyrir landa- mæri sín. Almennt er svo lit- ið á að með þessari yfirlýs- ingu sé Pekingstjórnin raun- verulega að segja, að hún sætti sig við að bardögum sé nú lokið nulli Indlands og Pakistans. Shastri, forsætis- Framhald' á bls. 2. Lögreglu- morðinginn Myndirnar sýna hinn 38 ára gamla Palle Fogde Sörensen, sem játað hefui að hafa myrt lögregluþjónana fjóra í Kaup mannahöfn snemma sl. laug- ardagsnu.rgun. Palle Sörensen hefur margoft veriff refsaff fyr ir ýmis afbrot allt frá 1947. llann heiur m.a. veriff dæmd- ur fyrir þjófnaði, hilmingu og svik, og hefur veriff á hæli fyrir geðveila menn, og var þaff einnig fyrir þjófnað. — Lögreglan í Kaupmannahöfn lét dönsku blöðunum í té I þessar myndir af Sörensen. (Nordfoto). forseti Allsherjarþingsins, er að ávarpa þingheim. Hann sit- ur milli U Thant, framkvæmda stjóra og C. V. Narasim frá Indlandi, varaíramkvæmda- stjóra. Brandt ekki í \ framboði í nœstu kosningum - Hœttir þing- mennsku Bonn, 22. sept. — NTB WILLY BRANDT, borgar- stjóri í V-Berlín og for- maður þýzka sósíaldemó- krataflokksins, lýsti því yf- ir í dag að hann mundi halda áfram störfum sem borgarstjóri í Berlín, en hann mundi ekki bjóða sig fram í næstu þingkosning- um í V-Þýzkalandi, sem verða 1969. Bætti Brandt því við á blaðamannafundi í Bonn í dag, að hann muni einnig segja af sér þing- mennsku nú, en hinsvegar halda formannsstöðunni í sósíal d emókr ataf 1 okknum. Framhald á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.