Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 23. sept. 1965 MOHGUNBLADIÐ 3 SIMSTHM Guðinn sem brást Setustofan á Hótel Garði hefur nú verið teppalögð og búin þægilegum húsgögnum. f heimsókn á Hótel Garði HASKÓLASTÚDENTAR hafa nú annazt rekstur Hótel Garðs í u.þ.h. sex ár og gert það með sóma. Á þessu tímabili hafa Garðarnir tekið miklum stakkaskiptum enda hefur ágóða undanfarinna ára nær eingöngu verið vrið til endur- bóta á þeim. Nýlega buðu stjórnendur HóteX Garðs blaðamönnum og starfsmönnum flugfélaga og feröaskrifstofa til „töðu- gjalda“ eins ©g stúdentar kalla það og af því tilefni ræddum við svolítið við hót- elstjórann, Kristján Torfason, stud. jur. og fyrirrennara hans í starfi Steinar Berg Björns- son stud. oecon, sem lét af starfi hótelstjóra í júlílok. — Hótel Garður tók til starfa í júníbyrjun venju skv. og hefur aðsókn í sumar verið nokkuð góð, segir Kristján, þótt margt bendi tjl þess að ferðamannatíminn sé fremur að styttast en hitt. Flestir gestir á Hótel Garði eru frá nágrannalondum okkar, Bret- landi og Þýzkalandi og svo auðvitað frá Norðurlöndun- um. Ferðir Bandaríkjamanna hingað eru að aukast og einn- ig er farið að koma hér ríkara fólk en áður að sögn þeirra Kristjáns og Steinars. - En til marks um það hvað Hótel Garður er orðið vel- þekkt gistihús víða um heim, segja þeir félagar okkur, að fyrir nokkru hafi borizt pönt- IVfyndarlegur hóielrekstur háskólastúdenta Herbergjagangur á Gamla Garði. — Myndir tók Gísli Gestsson. un um herbergi frá mennta- málaráðuneytinu Saudi-Arab- íu og ennfremur berst mikill fjöldi bréfa frá löndum við Karabíska hafið og einnig frá Asíu. Hótel Garður var til skamms tíma stærsta hótel á íslandi en eftir að Hótel Saga kom til sögunnar er því ekki lengur að heilsa. Hótel Garð- ur tekur flest 162 gesti í rúm, en í sumar hafa flestir gestir yfir nótt verið 156. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á hótelinu, öll snyrtiherbergi endurbætt, teppi lögð á ganga og setustofu og nýir lampar keyptir í öll herebrgi. Þeir Kristján og Steinar segja okkur, að mjög skorti á heildarskipulagningu ferða- mála hér á landi og sérstak- lega sé knýjandi nauðsyn á, að þær fjölmörgu ráðstefnur, sem haldnar eru hér á landi, verði setta á annan árstíma en hásumarið, þegar allt er hér krökkt af erlendum ferða mönnum og öll hótel full. Til þess að stuðla að gesta- komu á öðrum tíma en yfir hásumarið hefur Hótel Garður ákveðið að veita 20% afslátt frá sumarverðinu á tímabilinu frá opnun hótelsins og fram til 15. júní og aftur frá 20. ágúst til þess tíma er hótelið lokar. Greinilegt er, að Hótel Garð ur er rekið af dugnaði og myndarskap, og háskólastúd- entum til sóma, skýrt dætni um það sem þeir geta fengið áorkað, ef viljinn og áhuginn er fyrir hendi. Kristján Torfason, stud. jur. hótelstjórl á Hótel Garði og Steinar Berg Björnsson, stud. oecon., fyrirrennari hans í því starfi. Það fer ekki framhjá nein- um, sem Xes s-jórnmálaskrif kommúnistamálgagnsins dag- lega, að’ vonbrigði kommúnista hér á landi yfir því, sem er að gerast í Sovétríkjunum eru vax andi og ljóst, að sértrúarflokk- ur þeirra hér á landi, er að missa þá fótfestu í lífinu, sem Sovétríkin hafa veitt honum í nokkra áratugi. Þegar maður missir skyndilega trúna á það, sem líf hans hefur frá upphafi byggst á, verður honum fyrst til að grípa til einhvers annars og leita þar þess stuðnings í harðri lífsbaráttu, sem hann áður hafði, en er nýbúinn að missa. Það er þetta, sem komið hefur fyrir kommúnista héT á landi og skín í gegnum stjórn- málaskrif málgagns þeirra. So- vétríkin hafa brugðist, og nú setja þeir allt sitt traust á Kína. Sovétríkin eru orðin sæmi lega friðsamleg i utanrikispóli- tík sinni, og þau eru farin að grípa til alls konar kapítalískra ráðstafana í efnahags- og at- vinnumálum. Það er skiljanlegt, að sértrúarflokkur þeirra hér á landi hafi orðið fyrir vonbrigð- um ,og reyni nú að hengja sig utan í kínverska félaga. Kínaför ritstjórans Heimsókn stjórnmálaritstjóra Þjóðviljans til Kína hefur ekki átt minnstan þátt í að stuðla að vaxandi Kínaást kommúnista hér á landi og er greinilegt af skrifum nefnds ritstjóra, að hann hefur orðið ákaflega hrif- inn af því sem fyrir augu bar í Kína, og sérstaklega hefur hin mikla friðarást kínverskra kommúnista haft djúpstæð áhrif á gestinn. Það liggur við, að hann hafi orðið fyrir sams konar áhrifum í Kína og Ey- steinn virðist hafa meðtekið í Búlgaríu. A.m.k. tehir Þjóð- viljinn litla hættu stafa af hernaðarmætti Kínverja, en því meiri félagslega hættu. Rauða hættan Sannleikurinn er auðvitað sá, sem allir gera sér grein fyrir nema e.t.v. örfáir kreddutrúar- menn hér uppi á íslandi, að Kína er að verða mesti ógn- valdur við friðinn í heiminum. Og það eru mestu öfugmæli sem hugsazt getur, þegar því er haldið fram í málgagni komm- únista hér á landi, að því sé ekki svo farið, og á það bent til sönnunar, að enginn kín- verskur hermaður dveljist utan landamæra heimalandsins. Spyrja má, hvað Kínverjar séu þá að gera í Tíbet? Eða er það kannski allt í einu orðið kín- verskt lands? Hvað voru Kín- verjar að gera í Kóreu fyrir ein um áratug? Hvað eru þeir að gera við landamæri Ind lands í dag? Hvaða starfsemi stunda þeir í sambandi við Viet Nam styrjöldina? Hver er hlut- ur þeirra í átökunum milli Indónesíu og Malasíu? Kínverj- um hefur tekizt ótrúlega vel að magna ófriðarelda án þess að taka beinan þátt í hernaðarað- gerðum. En með því er ekki ÖU sagan sögð, eins og hér hefnr verið bent á. Hitt er svo ákaf- lega athyglisvert, og ástæða til að menn minnist þess að málgagn kommúnista hér á landi, hefur nú tekið ótvíræða og afdráttarlausa afstöðu með utanríkisstefnu Rauða Kína, og telur, að heimsfriðnura stafi engin hætta af þeirri stefnu. Kommúnistar hér á landi hafa nú sýnt sitt rétta andlit. Þeir styðja þá og styrkja, sem kynda bál ófriðarins, hvar sem þeir geta, og sem hefur þegar haft ólýsanlegar hörmungar í för með sér fyrir mUIjónir manna í nágrannalöndum þeirra. Á því taka kommúnistar hér á landi ábyrgð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.