Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 28
 ELDHUSRÚLLAN fU*»*0W#InMb 216. tbl. — Fimmtudagur 23. september 1965 T ollvörugeymslan byggir nýtt hús TOLLVÖRUGEYMSLAN hefur sótt um lán hjá Framkvæmda- banka íslands til að reisa 5000 fermetra húsnæði, kjallara og eina hæð neðan byggingar í Laugarnesi, sem Tollvörugeymsl an hefur haft til afnota frá því í ágúst í fyrra. Helgi K. Hjálmsson, fram- kvæmdastjóri Tollvörugeymsl- unnar, skýrði blaðinu svo frá í gær, að hér væri um að ræða annan áfanga af þremur, sem íyrirhugaðir eru í byggingamál- um fyrirtækisins. Um 50 aðilar hafa nú vörur til geymslu hjá Tollvörugeymslunni og hafa þeir mikinn áhuga á að fá auk- ið húsrými til leigu. Áætlaður Loftbrúin til Öræfa HIN árlega loftbrú Flugfélags ísiands til Öræfa hófst í gær. Áætlað er að fluttar verði um 120 lestir af varningi milli stað anna, afurðir Öræfinga á mark- að í Reykjavík og matvörur austur. Flutningarnir standa 10—12 daga og verða farnar 2 ferðir á dag. Nýr flugvöllur uð Höín í Hornafirði HilNN nýi Hornafjarðarflugvöll- ur að Árnanesi var opnaður til umferðar í gær af Blikfaxa Flug- félags íslands. Þessi nýi flugvöll- ur er mikil samgöngubót fyrir Hirnfirðinga og þá, er þangað þurfa að fljúga. Flugfarþegar þurfa nú ekki lengur að fara yfir Hornafjarðarfljót til að kom ast á flugvöllinn, heldur tekur akstur frá Höfn að Árnanesi aðeins 7 mínútur. Á vellinum eru tvær brautir, önnur 1000 metrar og hin 800 metrar og eiga þær að leggjast upp í 1600 og 1100 m. Veðurskilyrði eru talin miklu betri í Árnanesi en á gamla flugvellinum á Tanganum og sannáðist það í gær, því þegar Blikfaxi kom yfir Höfn var lág- skýjað þar en bjart yfir nýja flugvellinum að Arnarnesi. Flug- tíminn austur var klukkustund hvora leið. kostnaður við byggingu annars áfangans er 10—11 millj. króna. Smygl í Gullfossi VIÐ leit er gerð var í Gullfossi við komu hans hingað til lands 16. sept. s.l. kom í ljós að ólög legur varningur var um borð í skipinu. Voru það 500 sundbolir 74 dúsin af barnafatnaði. Var varningur þessi í eigu skip- verja. Hæstiréttur, málflutningsmenn og bændur úr Vatnsdal. I hópnum má kenna Grím bónda í Saur bæ, Guðmund í Ási, Lárus í Grímstungu, Gísla á Hofi og Guðjón á Marðarnúpi. —■ Myndirnar tók Björn Bergman. Vettvangsskoðun Hæsta- réttar í Vatnsdal ÞAÐ má til tíðinda telja að um þessar mundir eru rekin tvö landamerkjamál samtímis í sömu sveitinni, það er í Vatnsdal eða nánar tiltekið í Ás- hreppi. — Málin eru bæði tvö á því stigi að dómar eru fallnir í landamerkjadómi Húna- vatnssýslu og báðum hefir mál- unum veriö áfrýjað til Hæsta- réttar. Málsaðiiar eru í öðru til- vikinu eigandi Saurbæjar gegn eiganda Haukagils en hínu mál- inu eigandi Hofs gegn eiganda Brúsastaða. Það er athyglisvert að yatnsdalsá liggur mjög nærri hinum umdeildu landamerkjalín um svo að líklegt er að arður af laxveiði ár.innar hafi haft áhrif á það að til málaferla kom. Nú mun það hafa tíðkazt síð- ustu árin, þá sjaldan að landa- merkjamál koma fyrir hæsta- rétt að dómarar fari á vettvang. Þess vegna kom mönnum ekki á óvart þegar þaS fréttist að Hæsti réttur myndi heimsækja Vatns- dal til veltvangsskoðunar, en hitt þótti tíðindum sæta að látið var í veðri vaka, að málin yrðu bæði tekin til flutnings í Hæsta- rétti þar nyrðra að lokinni vett- vangsgöngu. Snemma morguns á þriðjudag sl. voru málflutningsmenn aðila mætti í sysluskrifstofu Blöndu- óss með fjölda vitna þ. á. m. gamalkunna stórbændur úr Vatns dal til staðfestingar á framburði fyrir landamerkjadómi í bóðurn þessum máium. Var. tekin stað- festing af 17 vitnum og því lokið á hádegi. Landamerkjadóm skip- uðu: dómforseti Jón ísberg, sýslu maður og meðdómendur Ólafur Magnússon, Sveinsstöðum og Torfí. Jónsson, Torfalæk. Klukkan rösklega 1 e.h. voru mættir að hinu nýja samkomu- húsi Vatnsdæla, húsi veiðifélags- ins Flóðvangi sunnan Vatnsdals- hóla allir hinir reglulegu dóm- endur Hæstaréttar; dómforseti Þórður Eyjólfsson og dómararnir Gizur Bergsteinsson, Jónatan Hallvarðsson, Einar Arnalds og Logi Einarsson auk ritara réttar íns Sigurðar Líndals. Þar tók á rnóti þeim Jón Isberg sýslurnaður svo og málflytjendur aðila Páll S. Pálsson, hrl. og Sig urður Ólason. hrl. auk aðila máls ins Hannesi Jónssyni, Þórorms- tungu, Grími Gíslasyni, Saurbæ, Ber.edikt Blöndal, Brúsastöðum og Gísla Páissyni, Hofi, auk nokk urra annarra áhugamanna bæði úr Vatnsdal og frá Blönduósi er hugðu goft til að sjá og heyra málflutning fyrir Hæstarétti. Mönnum urðu nokkiur von- brigði þegar Hæstiréttur ákvað þá þegar að hefja vettvangsgöngu og tilkynnti jafnframt að mál- flutningur myndi fara fram síðar í húsakynnum Hæstaréttar í Reykjavik. Þó bætti það nokkuð úr skák fyrir mörgum að þeir slógust í förlna með Hæstarétti og fylgdarliði í vettv&ngsskoðun. Það kom í ljós að ekki veitti af tímanum til þess ejns að ganga á vettvang, því að skoðun lauk ekki fyrr en komið var fast að kvöldi. Þótt formlegur málflutningur færi ekki fram lét Hæstiréttur iögmenn aðiia lesa upp og skýra á staðnum vitnaframburði og ör nefni. Einnig hafði Hæstiréttur verkíræðir.g til ráðuneytis og fól honum það verkefni að teikna kröfulínur aðila á loftmyndir og gæta þess að örnefni og landa merki væru rétt staðsett á upp- drát*t er máiið varða. Þegar að lokinni vettvangs- göngu héldu dómendur til Reykja víkur og rr.un málflutningur um formsatriði máis þessa hefjast í Hæstarétti kl. 10 f.h. í dag. Háspennulína /öc,\5 yfir Gilsfjörd HINN 8. september sl. hófst vinna við lagningu háspennulínu frá Króksíjarðarnesi yfir Gils- fjörð til Daiasýslu. Línan er lögð frá Króksfjarðarnesi og að Gils- firði, en síðan verður lagður sæ- Tregur afli dragnótabáta frá Sauðárkróki Sauðárkróki 22. sept. AFLI er mjög tregur hér á Skagafirði. Sjö bátar 10—35 tonna eru gerðir út frá Sauðar- króki á dragnót og afli þeirra hefir verið 1^4 tonn í róðri. Tveir bátar eru gerðir út á línu og afli hjá þeim hefir verið sama Greiðir ekki tryggingu fyrir lögbannskröfunni Enn málarekstur út Susanne Reith af NÚ er svo komið að útgerð- armaður Susanna Reith hef- ir fallið frá að greiða trygg- ingu fyrir lögbanni því er hann fór fram á að skipið væri sett í. Framkvæmdir við skipið hafa staðið í stað meðan málarekstur fór fram og eru líklegustu aðgerðir í málinu þær að Björgun h.f., er hefir umráð skipsins fari í mál vegna lögbannskröf- unnar og tafa þeirra er af henni hafa leitt. Ekki er ljóst hvað Reith út gerðarmaður hefir í hyggju, en svo virðist sem hann vilji ekki fara í mál um eignar- réttinn á skipinu hér á landi, en hinsvegar hefir hann nú látið endurskrá skipið sam- kvæmt upphaflegum pappír- um þess úti í Þýzkalandi. og enginn. Sauðfjárslátrun hófst 10. þ.m. hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og hefir þar nú verið slátrað 12500 dilkum, en alls er búizt við að fjártakan í ár muni nema 39—40 þúsundum hjá kaupfélaginu, en 5—6 þús. hjá Slátursamlaginu. Talið er að vænleiki dilka sé í góðu meðallagi, en þó allmisjafn, t. d. hafa lömb reynzt lakari út Vesturdal en venjulega, en þar er að jafnaði mjög vænt fé. Mikil atvinna er nú á Sauðár- króki og allmargt aðkomufólk við sláturhxisvinnu. — jón. 25 dagar milli tvíbura Belgrad, 22. sept. — NTB: — JÚGÓSLAVNESK kona að nafni Jajna Kralj nefur nýlega eignast tvíbura, og liðu 25 dagar á milli þess að bórnin fæddust, að því er blað eitt í Belgrad skýrði frá í dag Bæði móðir og börnin — tveir drergir — eru við beztu heilsu, segir biaðið. strengur yfir fjörðinn, þar sem stytzt er að íara yfir hann í svokallað Holtaland í landi jarð' arinnar Stórholts í Saurbæ. — Upphaflega var ráðgert að strengja lotltínu fyrir Gilsfjörð, en frá því ráð’ var horfið. Með náspennulinu þessari fá allmarg ir bæir í Saurbæjarhreppi raf- magn frá Þverárvirkjun við Hólmavík og standa vonir til að hægt verði að setja á rafmagn snemma í vetur. Nýr Br<;;:ðafjarðaibátur er í smíðum í stað Baldurs, sem nú hefur verið dæmdur ónýtur. Er smíði hins nýja báts langt kom in og útveguð hafa verið öll tæki til hans Þetta er 160 lesta stálskip og mun verða stórmikil samgöngubót við Breiðafjörð. Rækjuverð ákveðið VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ms hefur ákveðið eftirfarandi lágmarksverð, er gildi rækju- veiðitímabiiíð, sem hefst haustið 1965 og -til loka þess vorið 1966. Rækja (óskelflett í vinnsluhæfu ástandi: a) Rækja; ekki smærri en svo a, 350 stykki fari í hvert kg. pr. kg. krónur 7,00. b) Smærri rækja, pr. kg. krónur 5,25. Verðin eru miðuð við það, að seljandi skili rækjunni á flutn- ingstæki við hlið veiðiskips. (Frá Verðlagsráði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.