Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 23. sept. 1965 MORGUNBLADID 17 Framlhald af bls. 15 og aftur. Að því búnu spyr Dan- inn, hvort rétt sé hermt, að .Halldór Laxness eigi að verða næsti forseti íslands; segist hafa lesið það í dönsku blaði. Hollenzkur lagastúdent kemur að máli við okkur. Hann heitir Breukel, kveðst eiga erindi til ís- lands innan fárra vikna og vera forvitinn að heyra eitthvað frá þvísa land, sem sé vissulega fjarlægara en allt fjarlægt. Auk þess búist hann við, að þetta verði eina tækifæri, sem honum gefist til íslandsferðar á sevinni. „Hvers vegna?“ spyrjum við. „Það er svo langt,“ segir hann. „Hiver veit nema þú verðir ein hvern tíma utanríkisráðherra IHollands?" segi ég. „>á gerirðu ekki annað - en mæla hnöttinn. iÞá gefst þér ábyrgilega taeki- færi að drepa öðrum fæti á ís- land við og við.“ „Utanríkisráðherra?“ segir Ihann hugsandi. „Nei, það kemur ekki til mála. Hér er maður í ná- grenni við de Gaulle. Hér dugir ekki annað en utanríkisráðherr- ann tali frönsiku. Og ég tala ekki frösku.“ Nú kemur þjónn með glös a bakka og býður upp á drykki. Breukel tekur tvö glös af bakk- anUm, annað með genever, hitt xneð skærgulum ávaxtasafa. Síð- an hellir hann saman og skilar öðru glasinu tómu. „Þetta köllum við,“ segir Ihann, „að fara yfir hvítt á gulu. Ég skal segja ykkur hvernig það er til komið. Þið hafið auðvitað tekið eftir hvítu strikunum á göt unum, þar sem gangandi fólk á iréttinn í amferðinni. Fyrir nokkr um árum voru sett gul ljós á móti strikunum til frekara öryggis veg farendum. Það er ekki ólíkt með sterku drykkina. Maður getur orðið valtur á fótunum, ef óvar lega er með þá farið. Skiljið þið nú, hvað það gildir — að fara yfir hvítt á gulu? Og þar með lyftir hann fleyti- fullu glasi sínu, öruggur í sínu hvíta striki í lífsins umferð Aldurhniginn, gráhærður Bandaríkjamaður heilsar okkur brosandi. - „Frá Í3landi,“ segir hann, „þá hafið þið séð Ameríkumann áð ur.“ Við héldum nú það. Og ekki aðeins í eigin persónu heldur einnig í sjónvarpi, því margir ís- lendigar horfa á badarískt sjón- varp.“ „Bandarískt sjónvarp," segir hann íhugandi. „Guð hjálpi ykk- ur.“ „Ætli hann geri það ekki,“ segi ég. „Það eru áreiðanlega ekki svo fáir, sem ákalla hann út af þessu sjónvarpi.“ iAr iAt Á OP GOUDEN wieken er spjallað um þekkingu Evrópu- manna á Ameríku. Spurningin er þessi: Hvað veit þjóð þín um nýja heiminn? Fulltrúar hinna ýmsu þjóða biðja sér hljóðs og ræða málið ,eins og það horfir við í löndum þeirra. Ekki veit ég fyrr til en fundar- stjórinn, sem er norskur, kveðst langa að heyra hvað fulltrúi fs- lands hafi til málsins að leggja. Þó ég hafi ekki beðið um orðið og sé varbúinn að svara spurn- ingunni, reyni ég eftir beztu getu að verða við ósk fundarstjóra. Síðan verð ég — óviljandi að vísu — til að skemmta fundar- mönnum með svofelldum orðum: íslendingar ættu að vita sízt minna en aðrar þjóðir um Ame- ríku, þar sem þeir fundu hana fyrstir hvítra manna.“ Nú verður almennur hlátur í salnum. Fundarstjóri ris úr sæti, horfir glottandi yfir hópinn, band ar hendi og segir: „Það er rétt, sem hann er 'að segja.“ Þrír Potrtúgalsmenn, sem sitja gegnt mér, horfa á mig eins og naut á nývirki. Nú rennur upp fyrir mér, hvað Jón Helgason á við, þegar hann segir, að íslendingar verði sér hvarvetna til skammar fyrir montið. Ég neyðist til að blanda Leifi heppna í málið. En jafnvel Leifur heppni hefur ekki þau áhrif, sem ég vonast til. Furðu- svipurinn á Portúgalsmönnum fer ekki rénandi. Og Hollendingarnir eru á svipinn elns og þeir séu nið- ursokknir í Blefken. En þá kemur Norðmaður til hjálpar eins og venjulega og kveður sér hljóðs: ........ að Leif Erikson hafi verið íslendingur?" segir hann. „Það er nú svo. Var ekki faðir hans t.d. norskur? Má ekki allt eins segja, að hann hafi sjálfur verið norskur......? “ Andlit Portúgalsmanna fara í réttar skorður. Hollendingar verðg. á svipinn eins og þeir hafi aldrei haft veður af Blefken. Mál- um okkar Leifs heppna er sæmi- lega borgið — í bili að minnsta kosti. Og nú sé ég, að Portúgals- mennirnir láta sig ekki lengur skipta, hver hafi fundið Ameríku. Þeir sitja hlið við hlið, allir þrír. Sá, sem situr í miðið, er fyrir þeim ,eins og það er orðað í forn söguhum. Hann er mjög lítill vexti eins og raunar hinir tveir. Hann er svo feitur, að andiitið á honum er örlítið meira á breidd en hæð. Hann er sköllóttur með kringlótt gleraugu. Hinir tveir, sem sitja hvor til slnnar handar við hann, halla sér að honum líkt og fólk gerði fyrrum, þegar Iþað sat fyrir á ljósmyndum og óttaðist að lenda út af myndinni. Portúgalsmaðurinn í miðjunni tekur til máls og talar á frönsku. Ég geri mér í hugarlund, að mað- ur verði að kunna ekki aðeins frönsku, heldur einnig portú- gölsku til að skilja ræðu hans. Hann hefur mál sitt með þess- um orðum: „Au Portugal", og leggur mikla áherzlu á síðasta atkvæðið, sem verður í fram- burði hans ga-al. En þá brestur hann frönsku- kunnáttuna. Hvað vildi hann nú sagt hafa? Hann lýtur að sessu- naut á hægri hlið og hvíslar ein- hverju að honum. Sessunautur- inn hvíslar einhverju á móti. Og aftur hefst ræðan: „Au Portugal“. En ræðumanninn rek- ur brátt aftur í vörðurnar. Og hvíslar nú einhverju að sessu- naut sínum á vinstri hlið. Eftir dálitlar hvíslingar á þá hliðina hefst ræðan að nýju: „ Au Portugal......“ Og nu rekur hajin ekki meir í vörðurn- ar,. en talar næsta hálftímann og segir okkur hvernig hlutunum sé háttað „au Portugal.“ Þegar fundinum er slitið og ég geng út í regnið tæpri klukku- stundstund síðar, sé ég fyrir mér þessi þrjú portúgölsku andlit. Og fyrir eyrum mér hljómar í sí- fellu: au Portugal, au Portugal. ★ ★ ★ ÞÁ ER HEIMSÓKN í Frans Hals safnið í Haarlem. Byrjað er á dýrindis kvöldverði. Borðnaut- ar obkar eru belgósk hjón. Við spjöllum um erlent fjármagn, „population og „natalité.“ Síðan er gengið um safnið. Leiðsögumaðurinn er ung stúlka, vart eldri en tuttugu og fimm ára. Hún talar eins og sá, sem valdið hefur — á frönsku. Hún virðist vita allt um þetta safn, og ' ekki aðeins safnið, heldur einnig um heimslistina yfirleitt. Lítum á þetta málverk eftir Frans Hals,“ segir hún, „þarna sjáið þið.....“ Og svo bendir hún okkur á hitt og annað, sem við eigum að sjá í viðkomandi listaverki. En nú kemur Madame Néré til skjalanna og andmælir ýmsu, sem ungfrúin segir, „því Frakkar hafa líka fengizt örlítið við mál- aralist, eins og allir vita. Látum á þessa errni," segir Madame Néré og gengur að myndinni, ,það er ekki til skuggi í þessu. Þetta er allt með einum og sama blænum." Leiðsögubonan svarar, og upp- hefst nú allmikil deila, sem við- staddir fylgjast með af augljós- um áhuga. Þegar kappræðunni lýkur, gengur Madame Savajol að leið- sögukonunni og kyssir hana báðar kinnar að frönskum sið Eftir það ríkir sátt og samlyndi milli Hollands og Frakklands. Morguninn eftir ' mæti ég Madame Néré í anddyrinu á Op gouden wieken og þakka henni fyrir síðast. „Fyrir síðast?" endurtekur hún skilningslaus og skiptir þó litum, Fáein andartök veltir hún fyrir sér, hvernig skuli bregðast við svo kynlegu morgunávarpi og rannsakar mig með augunum, þar til undrun hennar og skiln- ingsleysi brýst út í hálfgerðri upphrópun: „Jesús minn — fyrir hvað er- uð þér eiginlega að þakka mér?“ Hverju get ég nú svarað? Fyrir hvað var ég eiginlega að þakka? Það skyldi þó aldrei vera, að frú- in leggi eimhverja víðtækari merkingu í þessi hversdagslegu og meiningarlausu orð mín. Þá 'rennur upp fyrir mér, að Frakkar kvað ekki viðhafa þakk- arorð af þéssu tagi. Undrun frú- arinnar er skiljanleg, þegar öllu er á botninn hvolft. ★ ★ ★ SÓL óRDAGUR — og við leggj um leið okkar til Friðarhailar- innar. Þar eru fáir á ferli, þegar okkur ber að garði. Fáeinir um- sjónarmenn, flestir við aldur, spíg spora í forsalnum. Einn þeirra kemur til okkar og spyr á ensku, hvert sé móðurmál okkar. „fslenzka." „íslenzka,“ endurtekur hann og hugleiðir málið. „Er það ekki sama og danska?" Ég á engin orð til að svara svo fráleitri spurningu, svo ég læt nægja að hrista höfuðið. „fslenzka er þó alla vega lík dönsku," segir hann og heldur fast við sinn keip. „Lík og lík ekki,“ segi ég. Þetta getur orðið upphaf að málfræðilegum ágreiningi. En við erum stödd í friðarhöll. Þess vegna verður öll togstreita að haldast innan hóflegra takmarka. Staðhæfing mín, að íslenzka og danska sé ekki sama málið, er ekki heldur Vírt í þessum húsa- kynnum allþjóðadómstólsins. Gamall, gráhærður og fjörlegur karl, sem hefur heyj-t ávæning af orðum okkar, kemur aðvífandi og heilsar okkur á dönsku, bros- andi: „God dag.“ „Þið hljótið að skilja mig,“ segir hann, „Ég er danskur. Ég er bílstjóri hérna hjá stofnun- inni. Ég ek fulltrúum Norður- landa; búinn að gera það í herr- ans mörg ár. Og svo fylgi ég skandinayískum túristum um thöllina sjálfum mér til skemmt- unar og öðrum til fróðleiks, von- andi. Ég á mörg sporin hér um gangana í fylgd með Dönum, ís- lendingum, Norðmönnum Finn- um og Svíum; jafnvel Færeying- um og Grænlendingum. Og nú skal ég segja ykkur eitt: Eftir svo sem korter kemur hingað hópur Norðmanna. Ég mun fylgja þeim um höllina. Ykkur er guð- velkomið að slást í för með okk- ur.“ Við tökum þessu kostaboði og bíðum. Og meðan við bíðum koma fleiri Norðurlandabúar. Gamli maðurinn heilsar þeim öllum og gerir þeim sömu boð. Þegar Norðmennirnir birtast hó- ar hann öllum saman. Síðan er arkað af stað gegnum sali og ganga. Leiðsögumaðurinn bendir á borð, stóla, ljósakrónur og teppi. „Þetta gáfu Japanir," segir hann. ,Hvað haldið þið, að þetta hafi kostað? Hvað haldið þið, að marg ir hafi unnið að þessu? Og hvað ihaldið þið, að verkið hafi tekið langan tíma? Þetta þarna gáfu Rússar. Viljið þið gizka á, hvaða efni er í þessu? Þetta gáfu Frakkar. Og þetta gáfu Kinverj- ar.“ Og þannig lætur hann dæl- una ganga, varpaj fram spurning- um og svarar þeim sjálfur, þar eð enginn viðstaddur lætur til sín heyra styn né hósta. „Og nú munuð þið auðvitað spyrja um gjöf íslendinga,“ seg- ir hann og lítur hughreystandi í átt til okkar hjónanna. „Já, þið munuð spyrja — hvað gaf fs- land? Reynið að geta. Reynið að láta ykkur dettá það í hug. Jæja, gengur það illa. Þá skal ég líka fræða ykkur á því. fsland gaf nefnilega það sama og Danmörk og Danmörk það sama og ísland, því Danmörk og Ísland voru jú eitt ríki, þegar höllin var byggð. Og nú munuð þið spyrja — hvað gaf Danmörk? Það skal ég segja ykkur. Hún gaf þessa þarna hvítabirni úti í garðinum. En verkið er Dönum líkt, því það hefur aldrei verið fullgert. Þetta á semsé að vera gosbrunnur. En vatnsleiðslan hefur enn ekki ver- ið gerð. Skiljið þið, hvað ég á við? En trúið mér til — ég elti ráðherrana á röndum í hvert skipti, sem ég kem til Kaup-' ' mannahafnar til að kría út aura fyrir þessum hégóma. Og nú fer ég einmitt til Hafnar á morgun. Þá skal verða spjallað við ráð- herrana; að mér heilum og lif- andi.“ Eftir hina mörgu fræðandi fyr- irlestra leiðsögumannsins stönd- við aftur í forsalnum. Það liggur við, að fylkingin sé tek- in að riðlast. En gamli maðurinn hefur enn ekki sagt sitt síðasta orð. Honum liggur eitthvað á hjarta. Hann rennir augum yfir hópinn og hlær. „Hér er gott að vera,“ segir hann, „hér vantar mann- aldeilis ekki drykkjupeninga. Alltaif þessi urmull af Skandinövum og allir með fulla vasa af peningum. Og nú er röðin komin að ykkur, blessuð. Nú megið þið fara að hringla í buddunum. Ég stilli mér upp hérna við dyrnar. Og svo þakka ég ykkur kærlega fyr- ir samfylgdina. Verið þið bless- uð!“ Að þeim töluðum orðum hleyp ur hann að dyrunum og réttir fram lúkurnar. Myntin fossar í lófa hans, um leið og fólkið streymir út úr höilinni. Ég læt tvö gulden detta í sjóðinn, og gamli maðurinn biður okkur alls velfarnaðar í bráð og lengd, ★ ★ ★ ÞRÚTIÐ ER loft og sólarlaust þann ágústdag sem við höldum til baka með Skandínavian-Hol- land Express. Lestin er snemma á ferðinni, fáir á kreiki. Bóndi kemur út úr bæ sínum og gengur áleiðis til útihúss. Hann hefur tréskó á fótum. Þetta er hið blauta Holland með skurðum, síkjum og vindmillum, land þeirra Rembrandts og Önnu Frank. Hversu margir eru búnir að troða þessa jörð undir fótum? E£ til vill liggja spor Jóns Hregg- viðssonar falin undir því grasi sem fyrir augu ber á þessum svala morgni. Okkur verður ósjálfrátt hugsað til hans, því það vill nú svo til, að ,við erum á leið til Kaupinihafnar eins og hann forðum. Erlendur Jónsson. Rafsuðuvél Rafsuðuvél Óska eftir að kaupa eða leígja snúningsrafsuðuvél. Vélin má ekki vera minni en 375 amper. Þarf ekki1 að Vera með mótor. Upplýsingar í síma 21270 — 51350. Japanskt mosaik Enskar veggflísar Fjölbreytt úrval. Lím fyrir mosaik fúgusement H. Benediktsson hf. Suðurlandsbraut 4 — Sími 38300.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.