Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 21
[ Fimmtudagur 23. sept. 1965 MORGU NBLAÐID 21 — Konan mín er a<$ búa til afmælisgjöfina mína, ég má ekkert fá að vita. Jón var latasti maður staðar- ins. Hann lá bara í hestvagnin- um sínum og bað til guðs að enginn yrði nú til þess að biðja hann um að færa sig eitthvað. Því urðu þorpsbúar mjög undr andi, þegar þeir séu eitt sinn hestinn koma á harðaspretti gegnum bæinn, svo svitinn löðr- aði af honum. Að vísu var Jón ekkert ekilslegur fremur venju, þar sem hann lá á bakinu í vagn inum og starði upp í himinblám- an en hesturinn þaut um stræt- in með lausan tauminn. — Hvert ertu að fara, Jón minn, á þessum ógnarspretti, kallaði ein þorpsbúanna til hans forvitinn. — Veit það ekki, svaraði Jón, spurðu hestinn. — Þessi hlýtur að hafa orðið fyrir áhrifum frá Rousseau og mottói hans: — „Hverfið aftur til náttúrunnar." Skotinn kom að tollbrúnni og stöðvaði hestvagninn sinn. Toll- vörðurinn kom út úr skýli og heimtaði gjaldið. — Það kostar tvær krónur að fara yfir brúna, sagði hann. Eftir langt rifrildi og margar vífilengjur, borgaði Skotinn gjaldið, tregur þó, og hélt leið- ar sinnar. Undir kvöldið kom hann aftur að brúnni, en nú hafði sú breyting orðið á, að hestur- inn sat í vagninum en Skotinn dró vagninn. Tollvörðurinn krafð ist þrátt fyrir það gjaldsins, en þá svaraði Skotinn: — Ekki tala við mig — talaðu við þann sem ekur. Tveir náungar voru á rjúpna- veiðum. Skyndilega sáu þeir rjúpu fljúga rétt hjá og annar þeirra lyfti byssunni og skaut og rjúpan féll til jarðar. — Þarna eyddurðu einu skoti til ónýtis, sagði hinn þá. — Nú, en ég hitti hana, svar- aði sá sem skotið hafði. — Já, en fallið hefði nægt til að drepa hana. SARPIDONS SAGA STERKA ~K— Teiknari: ARTHÚR ÖLAFSSON Sarpidon mælti: „Ég mun gefa þér líf og láta þig halda ríki þínu, ef þú vilt skírast láta og taka kristna trú.“ Telamon konungur svarar: „Þessi boð mun ég með þökkum þiggja, og vil ég hafa fulltingi þitt, meðan ég lifi, því ég sé, að þú ert mesti ágætismaður. Þyk- ist ég það sjá, ef ég tek upp sið- ferði kristinna manan, þá munu Spánverjar ýfast við mig og heimsækja mig með ófriði, og þarf ég þá öfluga liðsemd.“ Jarlsson kvaðst skyldu verða honum að liði, nær sem hann kynni sér til að segja. Síðan var konungur leystur, og þakkaði hann jarlssyni mik- illega lífgjöfina. Var hann síð- an leiddur í hásæti, og settust menn við drykkju og voru glað- ir. Dvaldist Telamon konungur þar í tvo mánuði hjá þeim feðg- um, og að þeim liðnum var hann skírður og allir hans menn. Bjóst hann þar eftir til heimferðar, og fengu þeir feðg- ar honum klerka og lærða menn til að kenna kristna trú um hans ríki. Síðan kvaddi hann jarl og þá fóstbræður og lét í haf. Hafði hann eigi utan hclft þeirra skipa, sem hann hafði komið með, því að svo var mikið fallið af liði hans og mannfátt orðið ríki jarls, að eigi urðu mönnuð fleiri skip en þessi. Komst Telamon konung- ur með heilu og höldnu heim í ríki sitt. Litlu síðar lét hann boða kristna trú um allt sitt riki og skíra alla sína lands- menn. Varð það um síðir, að allt fólk var kristnað þar i landi. JAMES BOND —— Eítir IAN FL'EMING í höfuðstöðvum leyniþjónustunnar í Lodnon er yfirmanni hennar sagt frá hinni velheppnuðu brellu Bonds í spila- vitinu, er hann vann fulltrúa kommún- ista Le Chiffre. Hann veit ekki að tveimhr klukkustund um síðar hefur Le Chiffre tekið Bond höndum ásamt aðstoðarstúlku hans, Vesper. En Le Chiffre veit ekki að fulltrúi rússnesku gagnnjósnaþjónustunnar er á leið til Royal-les-eaux. JÚMBÖ —-K— —"K— —•'K—* —-K— —-K— Teiknari: J. MORA — Við erum í enn þá verri klípu, en ég hafði haldið, hvislaði Júmbó við kvöidborðið. Uppreisnarmennirnir hafa einungis látið okkur halda lifi, svo að við getum smyglað fyrir þá vopnum. — En þetta er jú glæpsamlegt, hrópaði Júmbó. Þetta minnir mig á að það var náungi sem fékk mér bréfsnepil í gær .... „Hittið mig við vatnsbólið á miðnætti, þá mun ég skýra ykkur frá áformum mín- um“, las Júmbó af seðlinum. — Heldurðu að við eigum að blanda okkur í meira? spurði Spori. — Já, þaS getur þú verið viss um, svaraði Júmbó. SANNAR FRÁSAGNIR -K— Eítir VERUS EYÐILEGGING — Útbreidd eyðilegging jarðskjálfta er sýnd á myndinni til hliðar. Efst til vinstri sést flóðbylgja, sem gæti eytt allri byggð meðfram ströndinni. I fjallahéruðum er hættan ávallt sú að skriður falli yfir þorp og bæi. Stundum breytast árfarvegir fljóta og er því algengt að stöðuvötn mynd ist þar sem þau hafa aldrei verið áður. Mestur er eyðilegg- ingarmáttur jarðskjálfta, þegar þeir eiga upptök sín í miðjum borgum. Þá geta einnig orðið stórspjöll vegna hættu er skap- ast er gas og rafmagnsleiðslur fara í sundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.