Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 15
Fímmtudagur 23. sept. 1965 MORGUNBLAÐIÐ 15 Sundurieitar svip- myndir frá Hollandi ÞAÐ ER áliðið kivölds. Við er- um á ferð með járnbrautarlest írá UtreCht til Haag. Ég stend við glugga og horfi út í myrkrið. Klukkan er ellefu, langt síðan maður hætti að aðgreina himin og jörð í dimmunni. Á stöku stað bregður fyrir ljóstýru í fjarska lí'kt og farið sé um strjál- býla sveit heima á íslandi. En við erum ekki á ferð um ísland, strjálbýlasta land veraid- ar, heldur um Holland, þéttbýl- asta land veraldar. Einkennilegt er til þess að vita, að tólf mililjón ir manna skuli rúmast á þessum skækli, sem er ekki stærri en fjórar til fimm sýsilur á okkar landi. Maður hefur á tilfinning- unni, að myrkrið hljóti að vera fullt af fólki, þó enginn sjáist, því Hollendingar verða ekki tald ir af ljósunum á þessari leið. í>eir spara rafmagn og fara snemma að hátta. Og sem nú lestin brunar hratt áfram, þó hún virðist standa kyrr í þessu eilífðarinnar myrkri, kveður allt í einu við hátt og xiæsta óviðfelldið hiljóð, sem minnir á bæði urg og ýlfur. Lestin snarhægir á sér. Eftir fá- ein andartök stendur hún eins kyrr og nokkuð getur staðið. Hvað hefur komið fyrir? Klefar og gangar eru fullir af (Cólki. Af viðbrögðum þess að dæma er alvara á ferðum. Sumir byrgja andlit í höndum sér. Aðr- ir taka að æða fram og aftur um lestina. Konur halla sér að körl- um sínum, hvor tveggja með skelfdum svip. Kraftalegur mað- ur gengur að dyrum vagnsins á vinstri hlið og sviptir þeim opn- um. Úti fyrir dyrunum blasa við járnbrautarteinar, gráir í daufri skímunni. Maðurinn hyggst æða út á teinaná, en hættir við það. Hvað er á seyði? Gott er að vita ekkert og skilja ekkert. f>á er heldur ekkert að óttast. Það líður nokkur stund án þess nokkuð gerist. I>eir taugaóstyrku hægja smám saman á sér og hætta loks að æða fram og aftur. Þeir, sem byrgt höfðu andlit í höndum sér, gægjast fyrst var- færnislega út um neipar sínar, líta svo upp, þegar þeir sjá, að öllu er óhætt. Konurnar, sem höfðu hallað sér að körlum sín- um, skelfingu lostnar, rétta úr sér á ný, og karlarnir, sem ekki vissu sitt rjúkandi ráð,, finna á sér, að nú er kominn tími til að n;anna sig upp og verða hugrakk ir á svipinn, eins og ekkert hafi í skorizt. Vagndyrunum er aft- ur lokað. Ung kona snýr sér að okkur hjónunum — sér að við er- um útlendingar — og segir á ensku, að það hafi aðeins orðið smáóeirðir aftur í lestinni. Innan tíðar birtast tveir lög- regluþjónar. Þeir koma framan úr stýrishúsi (eins og mér finnst einlægast að kalla það) og arka spordrjúgjr aftur eftir vögnun- um. Þeir láta kylfur dingla við belti. Forvitni kemur í stað ótta. Málið upplýstist. Það voru fylli- raftar aftur í lestinni. Þeir höfðu farið að slást. Einn þeirra hafði gripið í neyðarihemilinn og stöðvað lestina. Nú sígur hún aftur af stað. Eftir stundarfjórðung rennur hún inn á stöðina í Haag. ★ ★ ★ í SCHE’VENINGEN, sem er út- Iborg 'frá Haag, stendur hús eitt, sem heitir á hollenzku Op goud- en wieken. Það á sína sögu eins og önnur hús. En hún verður ekki rakin hér. Aðeins skal þess geta, að Op gouden wieken er niú notað sem „náðstefnumiðstöð“, og skilst manni, að hvers konar al- þjóðlegar samkomur fái þar inni. Ætlun mín er að sækja „sum- arskóla“, sem haldinn er fyrir skólamenn frá Norður- og Vest- ur-Bvrópu. Það er mánudagur og mi’kið um að vera á Op gouden wieken, hringiða fólks í víðáttumiklum forsalnum. Fyrirfram geri ég ráð fyrir að greina kennarasvip á sér hverju andliti. En þegar betur er að gáð, sé ég, að hér er einungis saman komið kvenfólk. Hvilík kvennasýning! Þarna bregður fyrir öllum litum hörunds og klæðis. Þarna eru gamilar, grá- hærðar og sinaberar kerlingar, sem vaða elginn á ýmsum tungu- málum. Þarna eru ungar tízku- dömur, sem virðast hafa hugann við heiminn fremur en heimsfrið inn — og lái þeim enginn. Þarna eru kolsvartir boldangs- Höfundur og kona hans í „borg- inni“ Madurodam. kvenmenn, sumir svo feitir, að þeir mundu kosta mörg kýrverð í Afríku miðri. Þarna er gult kvenfólk, sem gæti verið frá Japan eða Kína, eða hver veit hvaðan. Og þarna eru indverskar konur, vafðar í sínar viðhafnar- miklu silkislæður. Og mála á enni sér kringlóttan depil, svart- an eða rauðan. Það er þeirra stæll. Konurnar eru að drek'ka kaffi í forsalnum. Þær eru saman komnar á friðarþingi. Og mega undur heita, að heimsfriðnum skuli ekki vera borgið eftir sam- kundu slíkrar breiðfylkingar. ★ ★ ★ SÍÐLA DAGS er sezt að kvöld- verði í einum matsalnum á Op gouden wiéken. Gefst nú tæki- færi að ræða við stanfsbræður frá öðrum löndum, því kennar- ar eru mættir til „sumargkólans.“ Litaður umsjónarmaður — auð sjáanlega indónesískur; það er krökkt af þess lands fólki í Hol- landi — vísar okkur til sætis við fjögra manna borð. Skömmu síð- ar koma tvær franskar konur og setjast gegnt okkur. Þær bera merki í barmi sér, þar sem lesa má nöfn þeirra og þjóðerni. Þær heita Madame • Savajol og Madame Néré, og eru alúðin sjáif. Þær eru, eins og segir ein- hvers staðar í Laxness, á öngv- um aldri. En af látbragði þeirra má ráða, að þær líti enn í spegil — til að slétta úr hrukkum, en ekki til að telja hrukkur, skulum við segja. Hin fyrrnefnda er lítil, fjörleg, iðandi; nákvæmlega eins og við hugsum okkur, að frönsk manngerð eigi að vera. Hin er dökk á brún og brá ,róleg, dreym andi. Það er eins og við höfum alltaf þekkt þessar konur og þær okkur. „Þið eruð frá íslandi," segir Madame Néré. „Er það satt, að þið mokið grænsápu í Geysi til að láta hann gjósa?“ Ekki getum við borið á móti, að það kunni að vera satt. ..Ég sá einu sinni kvikmynd frá íslandi,“ segir Madame Néré. Þulurinn sagði, að hann gysi ekki, nema sápa væri sett í hann fyrst.“ Nú eru bornar fram kótilettur. Við megum gera svo vel að kyngja þeim „þurrum“, því græn meti það, sem okkur er ætlað, lendir á öðrum borðum. Talið berst að sjálfu Frakklandi, þess- um ævarandi miðpúnti heims- ins, og þá einkum þeim mannin- um, sem er sjálf miðjan í mið- púntinum, de Gaulle, auðvitað. „Eruð þið alltaf jafnánægð með forsetann ykkar?“ spyr ég. „Eigið þér við de Gaulle hers- höfðingja?" segja þær í kór. Og vitanlega á ég við de Gaulle hershöfðingja. „Hann hefur bjargað áliti Frakklands," segi ég. „Þetta var allt að sökkva hjá ykkur. Nú er allt á uppleið aftur.“ „Madame Néré og Madame Savajol geta ekki neitað þvi, að allt hafi verið á niðurleið, en sé nú á uppleið aftur. Samt hafa þær sitthvað við de Gaulle hers- 'höfðingja að athuga. „Hann hefur hirð um sig. Hann lætur tigna sig, eins og hann sé kóngur,“ segir Madame Savajol. „Og ímyndið yður.“ segir Mad- ame Néré, „hann hefur snyrti- stofu fyrir sjálfan sig. Þegar hann kemur fram í sjónvarpinu, þá er hann málaður — eins og dama. Hugsið yður — eins og dama!“ Margt er skrýtið í kýrhausn- um, hugsa ég, en segi það ekki, því ég treystist ekki til að snúa því á frönsku svo vel fari og á því ekkert svar við athugasemd frúarinnar. En nú man ég eftir einu: „ís- lenzkur blaðamaður hefur samið gríðarmikla bók um de Gaulle,“ segi ég. „Mætti segja mér, að það, væri bezta bókin, sem um hann ’hefur verið Skrifuð. „Þessu trúi ég,“ segir önnur frúin, „það hefur verið skrifður um hann fjöldi bóka.“ Ég er í þann veginn að nefna Þorstein Thorarensen. En frúrn- ar verða fyrri til að tefla fram Francois Mauriac. Þannig fara stórveldin að yfirbuga smáríkin. Síðan er farið út í aðra sálma. Frúrnar segja okkur ýmis skemmtileg leyndarmál frá Frakklandi. Þau verða náttúr- lega ekki höfð eftir hér. ★ ★ ★ FUNDARiHLÉ Á Op gouden wieken. Borið er fram kaffi. Hol- lendingar búa til gott kaffi. Það er hægt að fara eina ferð til Hol- lands fyrir einn kaffibolla. Þar þekkist ekki sú villimennska, að bera gestum lapþunnt undan- rennugutl út í þenna töfradrykk. Hollendingar hafa brúnleitan rjóma, sem þeir nefna kaffi- mjólk. Ég er kominn ofan í miðjan bolla, þegar kona á svörtum nunnubúningi vindur sér að mér, kveðst vera belgísk og segist langa til að spjalla við mig, þar sem ég sé frá hinu fjarlæga ís- landi. „Hvernig er það eiginlega," seg ir hún og ræskir sig ’ríkmann- lega, „hvernig er það eiginlega," endurtekur hún, „hvaða mál tal- ið þið þarna á íslandi; talið þið dönsku eða talið þið græn- lenzku?“ Það er þá svona, hugsa ég. Sag- an endurtekur sig svona ræki- lega og minnist Gríms Thomsens og belgíska sendifulltrúans. Á ég að svara eins og Grímur og segja eldsnöggt af bragði: — Við tölum belgísku? Þegar ég skoða hug minn bet- ur ,finnst mér ,að ég muni aldrei ná lagi Gríms, hvað sem ég leggi mig fram; það verður hver að svara fyrir sig eins og hann er miaður til, svo ég segi, bljúgur og auðsveipur: „Mál okkar heitir íslenzka og er skylt dönsku, en ekki græn- lenzku.“ Það er eins og sú belgíska hafi lesið hugsanir m-ínar, þvi hún segir: „Ég hélt, að það væri kannski eins og hjá okkur í Belgíu. Eins og þér vitið, er ekkert mál til, sem heitir belgíska. Við erum að burðast með tvö mál. Það er erfitt, ákaflega erfitt. Svo dreypir hún á kaffinu og spyr: „Er ekki óskaplega kailt á fs- landi? Er ekki voðalega mikill snjór?“ „Veðráttan á íslandi er ékki ósvipuð því ,sem hér er í dag,“ segi ég og bendi á gráan, sólar- lausan skýj®himin, sem blasir við okkur út um glugga. „Það er meira regn en snjór.“ „Já einmitt," svarar hún. „En hvers vegna heitir það þá Is- land?“ „Það get ég sagt yður,“ segi ég. „Það var einu sinni vonsvik- inn, óánægður túristi. Hann hét Hrafna-Flóki. Það var enginn til að taka á móti honum, þegar hann bar að landi, því hann var einn af þeim fyrstu, sem stigu fæti sínum á ísagrund. Hann gaf landinu þetta ónefni, hélt síðan á brott í fússi. Síðar skipti hann um skoðun og gerðist innflytj- andi. En þá hafði heitið festst við landið. Nú eru liðnar hér um bil ellefu aldir, síðan þetta gerðist. Ætli sé ekki vissara að taka vel á móti erlendum ferðamönnum? Bezt gæti ég trúað því.“ ★ ★ ★ OG SVO ER móttaka í ráðhús- inu í Haag. Stór og valdsmannleg ur borgarstjórnarforseti tekur á móti okkur. Hann ber um hálsinn þunga málmkeðju, sem liggur í sveig niður eftir bringunni. Það er hans embættistákn. Fram eru borir drykkir, vindl- ar, smábráuð og allt, sem einu slíku samkvæmi byrjar. Menn spjalla saman. Við tökum taili Dana nokkurn. „Til lukku með úrslitin í hand- ritamálinu,“ segir hann. „Ég hef alltaf sagt, að handritin ættu að fara aftur til íslands. Þau eru frá Íslandi komin, og þangað Skulu þau aftur fara.“ Við rekjum gang málsins fram Framliald á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.