Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 23. sept. 1965 MORGUHBLAÐID 27 — Vopnahlé Framh. af bis. 1. inn í boðskap sínum að ályktun Öryggisráðsins, sem krafan um vopnahlé fólst í, hafi verið óheppileg, en með tilliti til heimsfriðari'ns hefði Pakistan engu að síður fallizt á að beygja sig fyrir ályktuninni. Ayub sagði einnig, að tækist Öryggisráðinu ekki innan ákveðins tíma að leysa hið eiginlega Kasmírvandamál, myndi Pakistan segja sig úr SÞ. „En Pakistan óskar eftir samstarfi við U Thant, sem er mikill „Asíumaður", bætti for- setinn við. Bhutto sagði að Pakistan hefði gert U Thant það ljóst, er hann var í Rawalpindi, að land- ið óskaði eftir friði, en það yrði að vera slíkur friður að Pakist- an og Indland gætu lifað í sátt og samlyndi sem góðir nágrann- ar. Sagði Bhutto það vera al- gjört aðalatriði í stefnu Pakist- an að skapa vinsamleg sambönd við öll nágrannaríki sín. Áður hafði U Thant greint Öryggisráðinu frá því, að Ind- land hefði tjáð sig reiðubúið að fara að fyrirmælum ráðsins um vopnahlé. Formaður Öryggisráðsins, Art- hur Goldberg, sendiherra Banda- ríkjanna hjá SÞ, kvaðst fyrir Ihönd meðlima ráðsins vilja þakka leiðtogum Indverja og Pakistana fyrir þá ákvörðun Iþeirra að fara að fyrirmælum ráðsins. Sagði Goldberg að þetta vandamál hefði e.t.v. verið hið erfiðasta, sem SÞ hefðu nokkru sinni staðið andspœnis. Kvað Goldberg Öryggisráðið mundu gera allt, sem í þess valdi stæði, til þess að tryggja varanlegan frið á því svæði, sem um væri eð ræða. Öryggisráðið samþykkti síðan é þessum fundi að framlengja frestinn um vopnahlé þar til kl. 22 í kvöld (ísl. tími). Shastri tárast Lal Bahadur Shastri, forsætis- ráðherra Indlands, flutti í dag ræðu í Indverska þinginu, og til- kynnti að hann hefði skipað herj um landsins að leggja niður vopn í styrjöldinni við Pakistan og að þjóðirnar á Indlandsskaga yrðu að láfa saman í friði. Grét Slhastri í ræðustólnum, er hann tilkynnti um skipun sína til hersins. Shastri varaði samtímis þjóð sína við því, að Kína „væri jafn- vel enn hættulegra“, og yrði þjóðin að vera staðráðin í því að varðveita sjálfstæði sitt. „Við vitum ekki, hvað Kín- verjar gera næst“, sagði hann. Þingmenn virtust vera í hinu bezta skapi, en greinilegt var að Slhastri tók ekki þátt í gleði þeirra. Hann talaði í alvörutón, og þegar hann minntist þeirra indversku hermanna, sem fallið Ihafa í styrjöldinni, féll Shastri saman í ræðustólnum. Einkennileg þögn varð um allan þingsalinn, er hér var komið sögu, þar til forsætisráð- herran hafði náð valdi á tilfinn- in um sínum. &hastri sagði síðan að öllum tPcringjum hersins hefði verið send skipun um að láta af hern- aði í styrjöldinni, sem hann kvað hafa hafizt 5. ágúst, er flugumenn Pakistan hefðu haldið innreið sína í Kasmír. Shastri kvaðst vilja gera öllum lji;t, að Indland hefði fallizt á „einfalt vopnahlé", og fæli það ekki í sér neina stjórnmálalega samninga um ágrei.ning Indlands og Pakistan. Kvað hann nákvæm ar umræður þurfa að fara fram um þá htið málarina. í þessu sambandi sagði hann að Indland hefði fallizt fyrir sitt leyti á hið góða boð Kosygins. forsætisráð- herra Sovétríkjanna. Kosygin hafði áður stungið upp á því, að Ayub Khan. forseti Pakistan og Shastri, hittust í Sovétríkjunum, tii þess að ræða hina 18 ára gömlu deilu landa sinna. Shastri kvaðst hafa þegið boð Kosygins sökum þess að augljós væri, að Indland og Pakistan yrðu að lifa saman í friði. Rödd forsætisráðherranns varð enn alvörufyllri, er hann tók að ræða um Kína. „Við lítum mjög alvarlegum augum á starfsemi Kínverja á landa:hærunum, og vopnaðan ytirgang þeirra á lands svæðum okkar“, sagði hann. Hann kvað yfirlýsingui Kínverja um hernsöarundirbúning Ind- verja á landamærunum afsprengi hugmyndaflugs þeirra. Ayub flytur útvarpsræðu Ayub Kh.-n, forseti Pakistan, flutti útvarpsræðu til þjóðar sinnar í dr.g, og skýrði frá því, að hann hefði fyrirskipað herjum Pakistan að leggja niður vopn kl. 22 í kvöld (ísl. tími) og skjóta eftir það ekki á óvinahermenn, nema skoitð yrði á þá að fyrra bragði. Hann bætti því við að Pakistanar myndu halda núver- andi stöðvum sínum í bili, eða þangað til óskað yrði eftir því að þeir yfirgæfu þær. „Það var ekki fyrr en eftir að Indverjar réðust á okkur 6. sept- ember sl. að við tókum áskorun- ínni, og við höfum sýnt hvað í okkur býr“, sagði Ayub. Hann bætti því við, að SÞ. yrðu að finna varauléga lausn á Kasmír- deilunni, ef tr.vggja ætti frið í þessum hermshluta, og kvaðst hann vona að Indland og Pakist an gætu sainið um frið, sem báð- ir aðilar gætu sætt sig við. Loftárás á Amritsar Aðeins nokkrum klukkustund- um áður en vopnahlé átti að ganga í gildi gerðu fimm þotur flughers Pakistana, af gerðinni Sabre mikla loftárás á Amritsar, hina heilögu borg Sikhanna í Indlandi. Munu a.m.k. 45 manns hafa farizt í loftárás þessari, en talsmaður indverska varnarmála- ráðuneytisins sagði að meira en vel gæti verið að yfir 100 manns hafi farizt. Þ o t u r Pakistana slepptu sprengjum sínum yfir mjög þétt- býl hverfi 1 Amritsar, en aðal- mark þeirra var járnbrautarstöð borgarinnar. Talið er að sprengj- urnar hafi vegið hálft tonn hver. Fyrr í dag höfðu indversk yfir- völd tilkynnt að flugvélar Pak- istana hefðu gert árás á fangelsi í Jodhpur í ríkinu Rajastan. Hefðu 30 sjúklingar í fangelsis- sjúkrahúsinu farizt í árás þess- ari. Jodhpur er um 480 km. frá landamærum Indlands og V- Pakistan, en Amritsar er hins- vegar aðeins 25 km frá landa- mærunum og Lahoresvæðinu, en þar hafa hörðustu bardagar hins þriggja vikna gamla stríðs Ind- lands og Pakistan geisað. Áður en fregnirnar um þessar árásir Pakistana spurðust hafði ríkt mikil gleði í Nýju Delhí og ann- ars staðar í Indlandi vegna vopnahlésins. Indverskir embættismenn sögðu í dag, að baráttan um Kasmír væri síður en svo á enda. Indland muni ekki vilja að á- standið í Kasmír yrði eftirleiðis eins og það var áður en styrjöld- in hófst, því Pakistanir geti þá ógnað Indverjum í Kasmír. í Nýju Delhí er því reiknað með að bæði Indverjar Og Pakistanir muni halda þeim stöðvum, sem þeir hafa unnið, til þess að hafa sem flest spil á hendi í væntan- legum samningaviðræðum. Að því er indverskar heimildir segja, hafa Indverjar náð á sitt vald töluverðu landssvæði Pak- istana milli Lahore og Sialkot. Indver'ar hafa einnig sótt fram fvrir hina gildandi vopnahlés- línu í Kasmír til þess að tryggja hið lífsnauðsynlega samband sitt við Ladakh. en það er á þeim slóðum, sem mest ógn stendur af Kínverjum. Hinsvegar hafa Pakistanar hernumið hluta af Vestur-Kasmír, sem stjórnað hef ur verið af Indverjum. Byssurnar þagna Pakistanmegin víglínunnar dró smátt og smátt úr orrustugnýn- um í kvöld. Drunur hinna stóru fallbyssna urðu færri, gelt vél- byssna og skothvellir riffla urðu stöðugt veikari, og lengra leið milli skothvella. En hermenn Pak istans stóðu í öllum herklæðum við víglínuna og biðu; þess að vopnahléið gengi í gildi, tveimur í Einn íslandsfaranna val- inn til 96 mín. geimgöagu — á næsta ári Houston, Texas, 21. sept. GEIMFARINN David R. Scbtt, einn þeirra geimfara, sem hingað komu til þjálfunar í júlímánuði, hefur verið val- inn til 96 minútna „geim- göngu“ umhverfis jörðu snemma á næsta ári. Þetta verður lengsta slík ferð, er nokkur maður hefur farið í geimnum. Scott verður annar Ameríkumaðurinn, er fer út úr geimfari á braut um jörðu. Til að stjórna hreyfingum sínum í geimnum mun Scott — sem fer í Gemini-8 — nota nýrri og fullkomnari gerð af „loftbyssu" eða stjórntæki en geimfarinn Edward White beitti í 20 mínútna geimgöngu sinni yfir þvert meginland Ameríku 3. júní sl. í Gemihi-4 geihiferðinni. White var fyrsti maðurinn, er stjórnaði hreyf- ingum sínum í geimnum með blásturstæki. Eins og White verður Scott geimfari í um 160 kílómetra hæð úti í geimnum, þegar hann stígur út úr geimfarinu og hefur göngu sína umhverfis jörðu. Hann verður klæddur sterkum búningi til varnar gegn geimgeislum og ryki. Geimrannsóknaráð Banda- ríkjanna hefur tilkynnt, að Neil Armstrong, fyrsti geim- farinn, sem ekki er úr hópi manna í herþjónustu, muni verða flugstjóri í Gemini-8- geimferðinni. Þessi tveggja til þriggja daga geimferð er á- formuð í apríl eða júlí, en get- ur orðið fyrr. Á þessari löngu geimgöngu sinni mun Scott, sem er 33ja ára, reyna.sitthvað, sem ekki hefur fyrr verið gert. Hann David R. Scott. mun ekki nota 7,5 metra líf- taug heldur 22,5 metra langa. Gullhúðuð líftaugin, sem er að þvermáli svipuð garðslöngu, tengir hann geimfarinu og flyt ur honum lífsnauðsynlegt súr- efni, og í gegnum hana hefur hann talsamband við Gemini- geimfarið og heimsbyggðina. Scott mun þoka sér kringum geimfarið með stóran súr- efnisgeymi. Sennilega mun hann þá nota tækifærið til myndatöku. Hann mun reyna nokkrar skrúfur og bolta og sérstök geimtól, og hann mun láta sig líða í loftinu að stilli tækjahluta geimfarsins og taka þaðan geislamælinga- tæki, sem fest er utan á geim farið. Á þeytingnum gegnum rúm ið með átta kílómetra hraða á sekúndu, vonast Scott til að geta gert athugar.ir á Agena- eldflaug, sem mun verða á ferð þar í grendinni og skotið verður á loft áður. Einnig munu geimfararnir oftsinnis náigast og koma Gemini-far inu samsíða Agena-eldflaug- inni, en þetta er aðferð, sem bráðnausyniegt er að geta beitt, er Bandaríkjamenn senda mannað geimfar til . tunglsins fyrir árið 1970. Armsírong geimfari hefur geimflugsrevnslu, en ekki Scott, þar sem Armstrong,, sem er 35 ára að aldri, hefur reynslufiogið geimþotunni amerísku X-15. Árið 1962 hætti hann tilraunaflugi og gerðist geimfari. Meðan áætlanir eru gerðir fyrir Gemini-8-ferðina, held- ur áfram undirbúningur í geimstöðvunum á Kennedy höfða í Fíorida fyrir Gemini- 6 og 7-ierðirnar. í Gemini-6-ferðinni í haust munu geimfararnir Walter Schirra og Thomas Stafford gera tilraunir til að mæta og leggjast að Agendaeldflaug- inni á braut. Og á þessu ári eða snemma árs 1966 munu tveir aðrir ameriskir geimfar- ar þjóta út í geiminn með Gemini-7-farinu í tveggja vikna metferð. klukkustundum fyrir sólarupp- rás. Engin merki sjást þess meðal fólksins í Pakistan að því hafi létt og það sé ánægt með tíðindin um vopnahléð. Virðist menn þar almennt hafa orðið fyrir von- brigðum, því flestir höfðu talið að Pakistan myndi berjast áfram þar til Indverjar neyddust til þess að fallast á að þjóðarat- kvæði færi fram í Kasmír. Gæzlusveitir SÞ í New York átti U Thant eril- saman dag við að undirbúa stofn un gæzlusveita SÞ, sem senda á til Kasmír, og nauðsynlegar eru til þess að sjá um að vopnahléið vr ' "'rt af báðu maðilum. Hef- --t snúið sér til all- á, og beðið þær að leg_ . lið til gæzlustarfa. Meðal þzzsara þjóða eru Ástral- ía, Kanada, Ítalía og Noregur. Ráðgert er að gæzlusveitirnar skuli hafa höfuðstöðvar í Jull- undir á Indlandi og Lahore í Pak istan. U Thant segir að reyna eigi að koma gæzlusveitunum á staðinn sem allra fyrst, og jafn- framt hefur Odd Bull, hershöfð- ingi, yfirmaður gæzlusveita SÞ í Palestínu, lofað að leggja frarri 30 menn af liði sínu til gæzlu- starfa til bráðabirgða, eða þang- að til hinar nýju gæzlusveitir eru reiðubúnar. Viðbrögð manna Johnson, Bandaríkjaforseti, tal aði í síma í dag við Ayub Khan, forseta Pakistan. Var það Pakist- anforseti, sem átti frumkvæðið að símtalinu og hringdi til Hvíta hússins. Lofaði Johnson því að Bandaríkin myndu styðja í orð- um og verki aðgerðir SÞ og til- raunir til að reyna að koma á erdanlegum friði með Indlandi og Pakistan. Las Johnson upp fyrir Ayub tilkynningu, sem síð- ar var gerð opinber. í yfirlýsingu sinni segir John- son að vopnahléið „hafi fært oss stórt skref frá þeirri hræðilegu hættu, sem ógnað hafi þessum hluta Asíu“. Forseti Allsherjarþings SÞ, Amintore Fanfani, utanríkisráð- herra ftalíu, sagði í aðalstöðvum SÞ í dag að ákvörðunin um vopnahlé hafi verið mjög mikil- vægur atburður, og lofaði þetta góðu um starf Allsherjarþingsins. Hann kvaðst hylla þann sam- vinnuanda, sem fram hefði kom- ið á ákvörðunum Indlands og Pak istans að fallast á vopnahléið. í London var tíðindunum um vopnahléið vel tekið. í París sagði franski upplýsingamálaráð- herrann, Peyrefitte, að franska stjórnin teldi aðgerðir SÞ vitur- legar og raunsæar. Blaðið Le Monde í París sagði í dag að Ör- yggisráðið hafi nú í fyrsta sinn reynzt vandanum vaxið. — Brandt Framh. af bls. 1.' Brandt fór beizkum orðum um óhróðursherferð þá, sem hann kvað hafa verið gerða gegn sér í kosningabaráttunni, og kvaðst hann ekki hafa kom ið heill út úr þeirri hríð. — Hann nefndi veru sína í Nor- egi á nazistatímabilinu, og kvaðst hafa komið þaðan til Þýzkalands með hreina sam- vizku. Brandt kvaðst enga mögu- leika telja á því að mynduð yrði samsteypustjórn allra flokka í V-Þýzkalandi. í tilkynningu, sem flokks- Stjórn sósíaldemókrataflokks- ins gaf út í dag, er Willy Brandt þakkað starf hans í kosningabaráttunni. Jafnframt kveðst flokksstjórnin virða óskir hans um að halda borg- arstjóraembættinu áfram, og gefa sig algjörlega að því. — Fundur Framhald af bls. 2 ist vera viðstaddur „Dag V- Þýzkalands“ á hinni alþjóðlegu efnafræðisýningu, sem nú stend- ur yfir í borginni. f Bonn hefur hinsvegar ekki verið dregin dul á að von manna þar sé að Car- stens geti bætt samkcmulag V- Þýzkalands og Sovétríkjanna. Er Carstens kom til fyrrnefndr ar sýningar í dag, var hann í fylgd með Kuznetsov og Vladi- mir Semjonov, varautanríkisráð- herra. Kuznetsov gegnir nú störf- um utanríkisráðherra á meðan Andrei Gromyko situr Allsherj- arþing SÞ. Carstens sagði að báð- ir aðilar væru sammála um að persónuleg samskipti væru æski- leg, og kvað hann kurteisi hafa einkennt viðræðurnar. Carstens mun eiga viðræðu- fund með Semjonov á mánudag nk. áður en hann heldur heim- leiðis. Vantar stúlkur Hótelið á Hornafirði vantar nu þegar eina eða tvær stúlkur í eldhús og á herbergin. Upplýsingar gefur hótelstjórinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.