Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 2
2 MORGU N BLAÐID Fimmfudagur 23. sept. 1965 *- Grlmond; Munum hiklaust felia stjórnina — ef hún er ekki frjáls- lyndum að skapi Searborough, 22. sept. NTB: JOHN GRJMOND, leiðtogi Frjáls lynda flokksins í Bretlandi, sagði í dæðu í dag að Frjálslyndi flokk airinn myndi ekki hika við að felia stjórn Verkamannaflokks- ins ef flokkurinn væri ekki á- Fyrri göngnm senn lokið í A-Hún. BLÖNDUÓSI 22. sept. — Fyrri göngum og réttum í A-Húna- vatnssýslu er að ljúka. Á laug- ardag og sunnudag var réttað í Vatnsdalsrétt og Auðkúlurétt. Á mánudag var réttað í Skrapa- tungurétt. í dag var réttað stóð í Stafnsrétt, en fé verður réttað þar á morgun. Gangnamenn á Grímstungu- heiði og Auðkúluheiði fengu gott veður í göngunum, og leitir þar tókust vel. En þoka mun hafa valdið nokkrum erfiðleikum á Eyvindarstaðaheiði. nægður með frammistöðu stjórn- arinnar. Frjálslyndir hafa nú 10 þingmenn. og lykilaðstöðu í Neðri málstnfunni Greiði þeir atkvæði með íhaldsmönnum, geta þeir fe'Ut stjórn Wilsons, en lil þessa hafa þingmenn frjáls- iyndra greitt atkvæði með stjórn- inni í flestum málum. Grimond flutti ræðu sína við setnir.gu flokksþir.gs Frjáls- lynda flokksins í Scarborough í N-Englandi. Hann sagði að frjáls iyndir mvndu halda áfram að styðja stjórnina ef þeir teldu að .aðgerðir hennar væru í hag landi og þjóð, en þeir myndu heldur ekki hika við að fella stjórnina ef aðgerðir hennar striddu gegn þjóðarhag og grund vallarhugmyndum Frjálslynda flokksins, iafnvel þott slíkar ráð stafanir hefðu nýjar kosn- ingar í för með sér. Asgeir Ásgeirsson, forseti. Konstantín konungur. Brúðkoup Eeatrix í morz BRÚÐKA FP Betrix, ríkisarfa Hollands, og v-þýzka diplómats- ins Klaus von Amsberg, mun að ölium líkindum fara fram í Am- sterdam í marzmánuði nk. að þvi er Joseph Cals. forsætisráðherra Hollands, greindi frá á þingi í dag. Forsefi Isiands snæddi nteð Konstantín konungi — i höllinnl i Aþenti Aþenu, 22. sept. — NTB KONSTANTÍN Grikkja- konungur tók í dag á móti forseta Islands, herra As- geiri Ásgeirssyni, í höll sinni í Aþenu, og snæddi forsetinn síðan hádegis- verð með konungi í boði Umferðarfræðsia fyrir gangandi vegfarendur hans. Forsetinn er nú stadd ur í Grikklandi í einkacr- indum. Magnús V. Magnússon, sendiherra, var í fylgd j með forsetanum. í Þingmann v-þý/ku stjórn- Leiðrétting í FRÉTT I blaðinu í gær um að- alfund Æskulýðssambands kirkj- unnar í Hólastifti stóð, að þegar hefðu verið greiddar 500 þús. kr. af byggingarkostnaði við sumar- taúðirnar við Vestmannsvatn. Þar varð leið prentvilla. Hið rétta er að greiddar hafa verið 1.5 milljón kr. af 2.276 milljón kr. bygginarkostnaði. UMFERÐARNEFND Reykjavík- ur hefur ákveðið að efna til víð- tækrar fræðslustarfsemi um umferðarmál, nú í vetur. Fyrsti þáttur þessarar starfsemi verður umferðarfræðsla fyrir gangandi vegfarendur. Næstu 10 til 14 dagana verða lögreglumenn við flest umferðar- mestu gatnamót borgarinnar, og hafa þeir meðferðis sérprentun úr umférðarlögunum fyrir gang- andi vegfarendur. Fjórir lögreglumenn hafa fengið það verkefni að heim- sækja öll skólabörn í Reykjavík og afhenta þeim bækling um umferðaröryggi fyrir gangandi vegfarendur, sem Umferðar- nefnd Reykjavíkur hefur gefið út, en Hagtrygging h.f. kostað, og einnig verða sýndar umferðar kvikmyndir í öllum skólunum á næstunni. Þá hefur Umferðarnefnd látið Einn liðurinn í fræðslustarfseminni fyrir gangandi vegfarendur er heimsókn lögreglunnar í skóla borgarinnar. Á myndinni sjást lögreglumennirnir Skæringur Hauksson og Ásmundur Matthías- son ræða við nemendur i Breiðagerðisskóla og dreifa bæklingi um umferðaröryggi fyrir gang- andi vegfarendur. Fundur sovézkra og V- þýzkra ráðamanna kom mjög á óvart í Moskvu i gær — „Mikilvæg mál rædd“ Moskvu, 22. sept. — NTB ] ríkisráðuneytisins, átti í dag PRÓFESSOR Carl Carstens, ' þriggja klukkustunda viðræður ráðuneytisstjóri v-þýzka utan- við Vasily Kuznetsov, sem nú gegnir störfum utanrikisráðherra Sovétríkjanna. — Sagði Carstens við fréttamenn að fundi þessum loknum að þeir Kuznetsov hefðu rætt mikilvæg vandamál í sam- búð Sovétríkjanna og Vestur- Þýzkalands. Ekkert hafði verið látið uppi um að fundur þessi stæði fyrir dyrum, og kom hann þeim, sem gerst fylgjast með málum í Moskvu, mjög á óvart. Þetta er í fyrsta sinn í mörg ár, að svo hátt- settir embættismenn í Sovétríkj- unum og V-Þýzkalandi ræðast við. Carstens kom til Moskvu sl. mánudag, og var ástæðan fyrir ferð hans sögð sú að hann hygð- Framhald á bls. 27 prenta dreifimiða um umferð gangandi manna, sem borinn verður út í öll hús í Reykjavík. Reynslan undanfarin ár hefur sýnt, að nú fer í hönd mesti og alvarlegasti slysatími ársins, og er það von nefndarinnar, að með aukinni fræðslustarfsemi megi draga úr slysum og óhöppum í umferðinni. Framkvæmd þessarar um- ferðarfræðslu er í höndum um- ferðardeildar gatnamálastjóra og lögreglunnar, en í náinni sam- vinnu við Slysavarnarfélagið og félög bifreiðaeigenda. (Frá Umferðardeild gatna- málastjóra). málaflokkanna í GÆR varð prentvilla í grein hér í þlaðinu, þar sem skýrt var frá fjölda þingmanna vestúr- þýzku stjórnmálaflokkanna eftir kosningarnar til Sambands- þingsins. Samkv. niðurstöðu kosn inganna er tala þingmanna þessi: Kristilegir demókratar og Kristi- legir sósíalistar 245, Jafnaðar- menn 202 og Frjálsir demókratar 49. — Kinverjar Framh. aí bls. 1. ráðherra Indlands, sagði í dag, að áðurnefnd hernaðar- mannvirki væri hugarburður Kínverja, og talsmaður ind- versku stjórnarinnar sagði í dag, að hafi einhver hernað- armannvirki verið eyðilögð innan landamæra Kína, hafi Kínverjar sjálfir gert það. Talsmaður Indlandsstjórnar lét þessi orð falla er hann ræddi um tilkynningu, sem fréttastofan Nýja Kína sendi út seint í gær- kvöldi þess efnis að Indverjar hefðu dregið sig til baka frá fjórum herstöðvum, sem þeir hefðu komið upp innan kín- versku landamæranna, og hefðu Indverjar eyðilagt hernaðar- mannvirkin áður en þeir yfir- gáfu þau. Blöð í Peking birtu í dag myndir, sem sagðar eru sýna indversk hernaðarmannvirki Kínamegin landamæranna við Sikkim. Segir í myndatextunum að Indverjar hafi eyðilagt mann- virki þessi áður en þeir héldu á brott. Fréttastofan Nýja Kína réðist í dag harðlega á SÞ, Bandaríkin og Sovétríkin í sambandi við deilu Indlands og Pakistan. Held- ur fréttastofan því fram að krafa Öryggisráðsins um vopnaihlé hafi í reynd verið viðurkenning á árásarstefnu hinna indversku heimsvaldasinna. Kosygin, for- sætisráðherra Sovétríkjanna, sem boðið hefur æðstu mönnum Indlands og Pakistan að koma til fundar í Sovétríkjunum, er sakaður um að geta ekki greint á milli þess sem rétt sé og rangt, og milli árásaraðila og fórnar- lambs. Bandaríkin reynj í banda- lagi við Sovétríkin að þvinga Pakistan til þess að fallast á vopnahlé, segir fréttastofan kín- verska. Þeir, sem með málum fylgjast í Peking, telja að yfirlýsingar Kínverja í dag bendi til þess, að Pekingstjórnin telji sig ekki lengur þurfa að grípa'til neinna hernaðaraðgerða gegn Indverj- um, en fresturinn, sem Peking- stjórnin veitti Indverjum til að eyðileggja meint hernaðarmann- virki, rann út kl. 16 að ísl. tíma i dag. Talsmaður Indlandsstjórnar sagði þó í dag, að hegðan Kín- verja væri eftir sem áður ögr- andi. Á þriðjudag hefðu 60 kín- verskir hermenn sézt fara yfir landamærin inn í Indland í Lipu Lekh-skarðinu í Uttar Pradesih, en í skarði þessu mæt- ast landamæri Indlands, Tíbet og Nepal. Skammt þaðan hafa Kínverjar mikla herstöð, í Tok- halot. Indverska stjórnin birti í dag orðsendingu, sem hún sendi Pek- ingstjórninni í gær, en í henni mótmæla Indverjar því að sveit mörg hundruð kínverskra her- manna hafi tekið sér bólfestu hjá indverskri landamærastöð í LadakhhéraðL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.