Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADIÐ Fimmtudagur 23. sept. 1965 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjó.ri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Arni Garðar Knstinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 5.00 eintakið. SAGAN ENDUR- TEKUR SIG 17’aupgjald hækkar, rekstr- arvörur landbúnaðarins hækka ásamt því kaupgjaldi, sem bóndinn verður að greiða, dreifingarkostnaður og vinnslukostnaður landbún aðarafurða hækkar og niður- staðan verður. að verðlag landbúnaðarafurðanna hækk ar. Fólkið verður að greiða hærra yerð fyrir mjólk og kjöt, garðávexti, smjör og osta. Þetta er gömul og ný saga. Kaupgjald og verðlag eru tveir samofnir þættir, • sem hafa rík áhrif hver á ann- an, ekki sízt þegar þeir hafa beinlínis verið tengdir sam- an með löggjöf. Vitanlega telja neytendur sér hækkun verðlagsins jafn- an óhagstæða. Þeir gera sér hins vegar ljóst, að kaup- hækkanir og aukinn rekstrar kostnaður bænda hlýtur að hafa í för með sér hærra af- urðaverð. Það þarf engum að koma á óvart. Bændur fá hins vegar aðeins hluta þeirrar hækkunar, sem nú hefur orð- ið á afurðaverði. En sú hækk- un sem bændur fá nú, 11,2%, frá síðastl. hausti, er byggð á því samkomulagi-, sem náð- ist í sex-manna nefndinni í fyrra. Bændur fá með öðrum orðum bættar þær hækkanir í afurðaverði sínu, sem orðið hafa síðan á kaupgjaldi og rekstrarvörum samkv. út- reikningi Hagstofu íslands. Ástæðulaust er að gera breytingar á verði landbún- aðarafurða á þessu hausti að tilefni æsinga og uppnáms. Gildandi löggjöf og ákvarð- anir um verðlagsgrundvöll landbúnaðarafurða hafa ver- ið teknar af öllum stjórnmála flokkum og fulltrúum neyt- enda og framleiðenda. Hækkað afurðaverði fylgir altlaf í kjölfar hækkaðs kaup gjalds. Það er staðreynd, sem þýðingarlaust er að loka aug- unum fyrir. Það sem mestu máli skiptir er hins vegar að þjóðin geri sér ljóst, að áframhaldandi kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags er háskalegt. Þetta kapphlaup verður að stöðva, ef grundvöllur ís- lenzkrar krónu á ekki enn að ráskast og ný verðbólgualda að rísa, öllum til tjóns nema þeim upplausnaröflum, sem leynt og ljóst stefna að því að trufla jafnvægi íslenzks efnahagslífs, og leiða hrun og vandræði yfir þjóðina. Slík áform mega ekki takast. ís- lendingar mega ekki leiða þá ógæfu yfir sig, að góðæri og stórfelldu uppbyggingarstarfi verði snúið upp í kyrrstöðu og erfiðleika. STÆKKUN SKIPAST ÖLSINS Gkipastóll íslendinga er nú ^ um 150 þús. brúttó smá- lestir að stærð. Hefur flotinn vaxið hröðum skrefum síð- ustu árin, og er óhætt að fullyrða, að aldrei hafi ís- lendingar átt jafn glæsilegan og fullkominn flota fiskiskipa og í dag. Árið 1955 er brúttó smá- lesta tala íslenzka flotans 98 þús. smálestir, árið 1959 118 þús. smálestir, árið 1960 132 þúsund smálestir og í dag eins og áður segir 150 þúsund smá- lestir. Mjög stór hluti þess flota, sem við eigum í dag er nýr og búinn fullkomnustu tækjum, sem um getur í sögu íslenzkra fiskveiða og far- mennsku. Þessi þróun er vissulega gleðileg. Án hennar væru t.d. síldveiðar á fjarlægum mið- um óhugsandi. Þessi stórfellda uppbygging aðalframleiðslutækja íslend- inga er enn ein sönnun þess að stefna Viðreisnarstjórnar- innar hefur haft heillavæn- leg áhrif á íslenzkt athafna- líf. Hún hefur leitt til geysi- legrar framleiðsluaukningar, sem síðan hefur orðið grund- völlur bættra lífskjara og aukins afkomuöryggis alls al- mennings. ALVARLEGASTA HÆTTAN 17" ommúnistablaðinu á ís- ^ landi finnst það mikið öfugmæli, þegar því er haldið fram hér í blaðinu, að „alvar- legasta hættan sem steðjar að heimsfriðnum í dag“ séu hót- anir Rauða Kína í garð ná- granna sinna. Síðan reynir kommúnistablaðið að færa rök að því, að Kínverjar séu friðelskandi þjóð og komm- únistastjórnin í Peking ógni hvorki frið né öryggi í ver- öldinni! Þá vita íslendingar hver af- staða íslenzkra kommúnista er til styrjaldaræsinga Pek- ingstjórnarinnar. Þeir taka af stöðu með Rauða Kína en á móti Sovétríkjunum, sem hafa varað Pekingstjórnina við að blása að glæðum ófrið- arins milli Indverja og Pak- istana. Engum dylst að Sovét- stjórnin hefur þungar áhyggj ur vegna styrjaldarhótana •v- Frá hátíðahöldum á Tien An Men-torginu í Peking. Heljarmikil stytta af Mao í baksýn. Um afmælishald og minn- ingarhátíðir í Peking KÍNVERJAR eru nú í óða önn að undirbúa mestu af- mælishátíðahöld ársins — 1. október-hátíðina, sem haldin er til að minnast stofnunar Alþýðulýðveldisins 1949 og sendinefndir erlendra ríkja eru þegar farnar að koina til Peking. En þó þessi hátíða- , höld séu flestum öðrum íburð armeiri, eru þau ekki nema ein af mörgum. Það líður varla sá dagur, að ekjti sé haldin hátíð í Peking til að minnast einhvers liðins at- burðar eða merkismanns. i Stundum eru meira að segja margar minningarhátíðir á dag. Minningarhátíðir þessac eða afmæli gefa kínverskum kommúnistum handhægt til- efni til að hrósa vinum sín- um, afla áhugamálum sínum fylgis eða úthúða óvinum sínum. Þau má líka nota til nýrrar útleggingar á mann- kynssögunni eða til að skrifa upp aftur einn og einn kafla. Ein slík endurritun átti sér stað nú fyrir skömmu þegar stjórnin í Peking ákvað að 3. september skyldi það hald ið hátíðlegt að þann dag yæru liðin tuttugu ár síðan sigur var unninn á Japön- um. Fjöldi áróðursrita var út gefiíin þar sem frá því var skýrt, að sigurinn hefði unnizt fyrir tilstilli skæru- liða kommúnista. Á hlut Bandamanna að sigrinum er ekki minnzt og ekki er held- ur vikið að íhlutun Sovét- ríkjanna á síðustu dögum styrjaldarinnar, sem áður var mjög á loft haldið. Eng- um blöðum var um það að fletta, hverja lexíu átti af áróðri þessum að draga: þá, að eins og skæruliðar hefðu unnið sigur í Japan eins myndu þeir vinna sigur á Bandaríkjamönnum í Viet- nam. Hvers vegna 3. september varð fyrir valinu er hrein ráðgáta. Japanir gáfust upp 14. ágúst og uppgjafarskjölin voru undirrituð 2. septem- ber. Annart dag héldu Kín- verjar hátíðlegan í ár, 27. júní, sem ekki var síður erfitt að henda reiður á. Þá var þess minnzt, að liðin væru fimmtán ár frá því ,J3andaríkjamenn hertóku Taiwan (Formósu)“. Þann dag voru haldnar „miklar kröfugöngur" að sögn Kín- vérja og heimtað að eyjan yrði sem bráðast „frelsuð“ úr höndum þjóðernissinna. Þessa dags hafði ekki áður verið minnzt í Kína, en þegar til átti að taka, varð fyrir val- inu dagurinn sem Truman Bandaríkjaforseti tilkynnti áð Sjöundi flotinn myndi verja Formósu. Meðal afmælisdaga þeirra, sem Kínverjar hafa sérstakt dálæti á, eru and-banda- rískir afmælisdagar allir. Meðal þeirra sem minnzt hefur verið undanfarið voru áttunda afmæli uppþotanna gegn Bandaríkjastjórn á For mósu, fimmtánda dánaraf- mæli bandaríska rithöfund- arins og kommúnismans Agnesar Smedley og fimm ára afmæli stjórnarbyltingar innar í Kóreu, er Syngman Rhee var steypt af stóli. Eins og að líkum lætur, hafa kínverskir kommúnist- ar fundið sér margs að minn- ast í sambandi við Vietnam. Þeir héldu til dæmis hátíð- legan 5. ágúst í minningu þess að þá var eitt ár liðið frá fyrstu loftárás Banda- ríkjamanna á N-Vietnam, og ekki létu þeir heldur hjá líða að minnast'fjögurra ára afmælis stofnunar Frelsis- hreyfingar kvenna í S-Viet- nam og tíu ára afmælis járn brautarsamnings Kína og Vietnam. Þá má og nærri geta, að ekki líða hjá athugasemda- laust afmæli samriinga þeirra, sem Kínverjar gera við önnu ríki og auðvitað er einnig minnzt allra afmæla kommúnanna úti um land og sömuleiðis allra merkisdaga í sambandi vi, ræður Mao Tse Tung, ritverk og yfirlýs- ingar. Það fer að jafnaði eftir stjórnmálaástandinu á hverj- um tíma, hvernig slík hátíða höld fara fram. Afmæla er kannske minnzt með po.np og pragt eitt árið, en rétt vikið að þeim örfáum línum í dagblöðum næsta ár, eða jafnvel ekki einu sinni það. Til dæmis var þess minnzt, er eitt ár var liðið frá því að kveikt var í bókasafni bandarísku upplýsingaþjón- ustunnar í Kairó, en er tvö ár voru liðin frá atburðin- um, leið sá dagur hjá athuga semda- og tíðindalaust. Ef ekkert sérstakt er um að vera í stjórnmálum innan- lands eða utan, hallast Kín- verjar mjög að því að halda einkum hátíðleg fimm ára afmæli og tíu ára og svo margfeldi þeirra. Það er að segja, fimm eða fimmtán ára afmæli einhvers atburðar er að jafnaði íburðarmeira en venjuleg afmæli og enr; meira er við haft þegar ur; er að ræða tíu eða tuttug ára afmæli. Framhald á bls. 19 Pekingstjórnarinnar. — En mennirnir sem skrifa komm- únistablaðið á íslandi hafa engar áhyggjur af því þótt við borð lægi að % hluti mannkynsins hæfi stórstyrj- öld. Mennirnir, sem á undan- förnum árum hafa barið sér á brjóst og flíkað friðarást sinni eru rólegir. Rauða Kína má hóta Indverjum árásar- styrjöld. Rauða Kína má líka ráðast á nágranna sína ef því sýnist svo. „Friðarsinnarnir“ við íslenzka kommúnistablað- ið standa með Rauða Kína. Friðelskandi fólk um víða veröid fagnar því hins vegar að vopnahlé kemst nú á með- al Indverja og Pakistana og Rauða Kína hefur hikað við að gera alvöru úr hótunum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.