Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐID Fimmtudp.gur 23. sept. 1965 Ekki byggð nær Vífitsstöðum Viðtal við Helga Ingvarsson, yfirlækni BERKLAVEIKIN er sem betur fer ekki sá vágestur sem hún var fyrir fáum áratugum á íslandi. .Helgi Ingvarsson yfirlæknir á Vífilsstöðum, hefur manna mest fylgzt með þeim breytingum, sem hér hafa á orðið á 40 ára starfs- ferli hans og er því kunnugastur hvernig málin standa nú. Við leituðum því til hans og fengum í stuttu viðtali hjá honum ýmsar upplýsingar. — Jú, það er rétt. Berklaveiki hefur farið mjög minnkandi hér á landi, segir Helgi sem svar við spurningum okkar. Eftirfarandi tölur gefa svolitla hugmynd um það. Árið 1930 voru skráð 462 ný tilfelli af berklaveiki hér á landi og það ár dóu alls 232 sjúklingar úr þeirri veiki. Árið 1960 voru nýju tilfellin 79 og það ár dóu 5 sjúklingar úr berkla- veiki. Á árunum 1961-63 dóu að meðaltali 3 sjúklingar á ári, en dánartala ársins 1964 er enn ekki kunn. — Jú, þessar breytingar hafa orðið á starfstíma mínum hér, því að ég hefi unnið á Vífils- stöðum í yfir 40 ár. Það er því ekkert undarlegt þó að mér finn ist að miklu fargi sé létt af okk- ur, sem áttum að annast um berklasjúklingana við þau skil- yrði sem voru fyrir hendi fyrir nokkrum áratugum. — Hvað eru margir berkla- sjúklingar hér á Vífilsstaðahæli nú? Og hvernig er sú tala miðað við það sem áður var? — I hælinu eru um 120 sjúklingar. Um það bil helming- ur þeirra er hér vegna berkla- veiki. Allmargir þeirra hafa ver- ið hér langvistum, af því að þeir hafa goldið það afhroð á heilsu sinni að þeir þurfa að vera undir læknishendi, þó að berklar þeirra séu ekki lengur virkir. Seinustu árin koma hér árlega 60—70 ný- ir berklasjúklingar. Af þeim eru um 40 með smitandi lungna- berkla. Fyrri helming þessa árs hafa t. d. korhið 30 nýir berkla- sjúklingar, þar af um 20 smit- andi. Um langt skeið voru hér yfir 200 berklasjúklingar að stað- aldri. Auðvitað ollu þrengsli þá margvíslegum óþægindum fyrir sjúklinga og starfsfólk, en þann- ig reyndist kleift að taka á móti smitandi sjúklingum fyrirvara- laust. Dauðsföll voru þá ósjald- an 30—40 á ári og stöku sinnum fleiri. Síðastliðið ár og það sem af er þéssu, hefur enginn sjúklingur dáið hér úr berkla- veiki. Algengasta banameinið hér nú er krabbameinið. „Bara berklar“ — Hverju er þetta helzt að þakka? — Árangurinn í viðureigninni við berklaveikina er að þakka félagslegum og efnahagslegum framförum þjóðarinnar, berkla- vörnum, berklalækningum og bættri aðbúð sjúklinga að hælis- vist lokinni að Reykjalundi og víðar. Hvað berklalækningarnar snertir, þá hafa þær tekið miklum stakkaskiptum. Seinustu 10—15 árin hafa mjög gagnleg lyf auðveldað bata sjúklinga og dregið úr erfiðum skurðað- gerðum við veikinni. Aukið heil- brigðiseftirlit í skólum og annars staðar gerir líka að verkum, að sjúklingar koma nú að jafnaði minna veikir á hælin og skiptir það vitanlega miklu máli. Álit þetta veldur því. að viðhorfið til veikinnar hefur breytzt mik- ið. Mörgum fannst það ganga dauðadómi næst að sýkjast af smitandi berklum. Nú, þegar hræðslan við krabbameinið hef- ur gripið um sig, er ekki alveg BLAÐBURÐARFÓLk GARÐAR GÍSLASON HF. 11500 BYGGINGAVÓRUR Girðingarnet 5 og 6 strengja. Girðingarstaurar galvaníseraðir. vantar í AUSTUKBÆ og VESTURBÆ, Kópavogi. ÚTSÖI.UMAÐUR sími 40748. Vegna jarðarfarar verður lokað kl. 12—4 í dag. Korkiðjan hf. Sjómenn vantar á M.b. Reyni B.A. 66 sem fer á togveiðar. Uppl. í Fiskmiðstöðinni h.f. símar 13560 og 17857 og í bátn- um við Grandagarð. Lausar stöður Staða fulltrúa (III) — Bókhald Staða bókara (I) Staða ritara (I) Laun skv. hinu almenna launakerfi opin- berra starfsmanna. Umsóknir berist fyrir 10. október n.k. Vegam álaskrif stof an. NÝKOMIMIR hollenzkir • KVENSKÓR SKÓSALAN LAUGAVEGI 1 MIMIR Næst s'iðasti irmritunardagur ENSKA DANSKA ÞVZKA FRANSKA ITALSKA SPÁNSKA RÚSSNESKA SÆNSKA NORSKA ÍSLENZKA FYRIR UTLENDINGA. Sími 2 16 55 og 1 00 04 kl. 1—7. Málaskólinn Mímir Hafnarstræti 15 og Brautarnolti 4. Vegna leyfa starfsfólks verður skrifstofu okkar lokað þangað til 11. október n.k. V. SIGURÐSSON & SNÆBJÖRNSSON H.F. Helgi Ingvarsson, yfirlæknir fátitt, að maður heyri fólk segja: „Guði sé ‘ lof að það eru bara berklar!“ Enginn má skilja orð mín svo, að hugsandi fólki sé ekki Ijóst að berklaveikin er enn örlagaríkur sjkúdómur, einkum vegna langvinnrar örorku og ófyrirsjáanlegs atvinnutjóns. Þó að berklas j úklingum og dauðsföllum af þeirri veiki hafi til skamms tíma farið fækkandi, þá er fjarri því að draga megi úr sókninni gegn berklaveiki. enda kemur það engum ábyrgum aðila til hugar. Mikill meiri hluti ungs fólks hefur ekki smitazt af berkl- um. Eftir því sem sá hópur vex, er meiri hætta á að hver sjúklingur smiti fleiri félaga sína. Það er heldur ekki laust við, að borið hafi á slíkum hóp- smitunum á undanförnum árum og hefur þá komið í ljós, að ungu og fulltíða fólki er litlu síður hætta búin en börnum. — Nú er rúm hjá ykkyr fyrir fleiri sjúklinga en berklasjúlinga. Er þá hægt að leggja niður eitt- hvað af sjúkrarými fyrir berkla- sjúklinga? — Það er skilyrðislaust nauð- synlegt að berklasjúklingar eigi aðgang að rúmgóðu hælisplássi, bæði vegna þess hve þeir eru enn fjölmennir og vegna þess að í náinni framtíð verður ekki sagt um þau óhöpp og slys sem kunna að hljótast af hópsmitunum. Víf- ilsstaðahæli er byggt fyrir berkla veika. Það á drjúgan þátt í því hvernig þeirra málum er komið. Það blýtur að vera skýlaus krafa þeirra, sem eiga hagsmuna berklasjúklinga að gæta, að hæl- ið haldi áfram að gegna aðal- hlutverki sínu sem berklahæli, meðan ekki sér betur fyrir end- ann á þeirri veiki en nú er. Um helmingur þeirra sjúklinga, sem nú eru í hælinu, eru ekki berklaveikir, en margir þeirra hafa áður verið í meðferð vegna berkla. Þeir einir sjúklingar fá vist hér, sem hafa smitazt af berklum eða eru bólusettir gegn þeim. Sama regla gildir um starfsfólk. Hættulegt að slaka á vörnum — Nú er byggðin að færast nær Vífilsstöðum. Hvað segið þér um það Helgi? Ég er mjög andvígur því að byggðin færist nær hælinu en. orðið er og það er gert í fullri óþökk minni. Bæði er óæskilegt að færa byggðina nær sjúkrahúsi með smitandi sjúklingum og augljóst er, að í nágrenni Reykja víkur hljóta fyrr en varir að rísa upp miklar stofnanir í þágu heil- brigðis- og félagsmála. Getur þá komið sér vel að eiga Vífilsstaði til umráða. Fyrir nokkrum árum fékk Skógrækt Reykjavíkur hjá okkur innsta hluta Vífilsstaðahlíða og innlimaði það svæði í Heiðmörk. Þar liggja nú hundruð Reykvík- inga alla sólskinsdaga í einhverju því yndislegasta land, sem til er hér. Sjálfir höfum við nóg land, þar sem Úthlíðin er. Sjúklingarn- ir þurfa ekki lengra en að Heið- merkurgirðingunni. Svo þetta kemur ekki að sök. En hitt tel ég, eins og fyrr segir ótækt, að byggðin færist nær okkur við Vífilsstaðaveg, meðan hér eru smitandi sjúklingar. — Það hefur verið mjög á- nægjulegt að hafa upplifað svo miklar breytingar til batnaðar í berklamálum, en það getur ver- ið hættulegt að slaka á vörnum, sagði Helgi að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.