Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.09.1965, Blaðsíða 24
24 MO&GUNHLAÐIÐ Fimmtudagur 23. sept. 1965 PATRICK QUENTIN: GRUNSAMLEG ATVIK — Nikki elskan. Ég er búin að hugsa svo mikið um númerið sagðirðu, að litla stúlkan héti? Shirley? Það er alltaf yndislegt nafn. Ég ætla að skrifa og biðja að heilsa elsku Shirley ... Nikki minn, sem sagt, ég er búin að vera að hugsa svo mikið um þetta og ég er viss um, að þetta er rétt hjá honum Billy, að hún Lukka tranar sér óþarflega mik- ið fram. Við verðum að reyna að draga svolítið aí henni. Ekki beint vegna atriðisins, heldur eins mikið sjálfrar hennar vegna. Við viljum ekki láta haná fara að gera sig hlægi- lega ... viljum við það kannski? ... Hvað, elskan? Nú er þetta penninn þinn? Fyrirgefðu! Þegar við komum að farang- ursafgreiðslunni var þegár búið að aka þangað handvagni/ með einhverjum ósköpum af allavega bögglum, sem hlaðið var ofan á ferðakofortin. Mamma réðst strax að burðar körlunum og gaf þeim öllum í 15 sameiningu eitt sitt fegursta bros. — Já, bögglarnir, ég á þá. Tuttugu og sjö. Teljið þið þá vandlega! Hún greip hönd mína. — Já, þetta eru gjafir, bara eitt hvert lítilræði handa þér og Pam og Hans frænda og Gino og Lukku og þessu blessuðu þjónustufólki, sem er svo þolin- mótt..... I þessu bili sagði rödd að baki okkur: — Anny! — Við snerum okkur bæði við. Þetta var Ronnie, og leit út alveg eins og hrafninn hans Poe, sitjandi á fölri brjóstmynd af Pallas. Mamma, sem hefði sjálf þotið þúsund mílna veg til þess að taka móti hverjum, sem íslenzkár konur hafa viðkvaema húð CORYSE SALOMÉ Snyrtivörurnar hafa reynst , þeim bezt, sem reynt hafa valhöll Laugavegi 25 uppi sími 22138 var að koma langt að, varð hrærð,, þegar hún sjálf varð fyr- ir slíkri nærgætni. Hún kast- aði sér í faðm Ronnies. — Hvað það var guðdómlegt, að þú skyldir koma, Ronnie! Við komum aldrei þessu öllu í bílinn. Þú getur tekið það, sem af gengur og ekið á eftir okkur. Ég er einhversstaðar með smá- gjöf handa þér, elskan, en ég get bara ekki náð henni upp strax. Burðarkarlar, alsettir böggl- um, stóðu þegar í hring um okk- ur. Meðan mamma vasaðist í öilu og skipulagði allt, leit ég á Ronnie og hugsaði með mér: Örlagastund ... glötun .. dauði .... og þannig hélt ég áfram að hugsa, þangað til ég var orðinn bilaður á öllum taugum. Ronnie hafði komið með bíl- stjórann sinn með sér. Þegar loksins allar gjafirnar voru komnar upp í bílana ,settist hann í framsætið hjá okkur mömmu. Þegar við lögðum af stað heim, gaf hann frá sér stunu, alveg eins og þá, sem ég hafði heyrt í símanum. — Anny! sagði hann. — Ó, Anny! Það var eins og mamma rank- aði við sér. — Það er þó ekki neitt að, Ronnie? — Að? Það er meira en það, það er bara dauði og eyðilegg- ing! Hún Sylvia .... Já, ég vissi það...já, hvort ég vissi það. Mér fannst braut- in ganga í bylgjum fram undan okkur, og ég leit á mömmu. Jafn vel hún, með allt sitt fjör og kæruleysi, var með áhyggjusvip. — Sylvia? sagði hún. — Hvað hefur hún nú gert af sér? — Ninon-samningarnir ........ Þeir voru undirritaðir fyrir mörgum vikum, eins og þú veizt. — Já, vitanlega, svaraði mamma. — Og ég hélt, að þarmeð væri allt í lagi. Þegar hún hefði feng ið það, sem hún vildi, þá mundi ég sleppa við haná í einkalíf- inu, að minnsta kosti. En, Anny hún hefur húið með mér. Á hverjum degi kemur hún í þess um andstyggilega Jaguar sínum Gælir við mig! Læknar hjarta- sárin! Losar mig við sjálfan mig! Og svo kvöldin! Þá dregur hún mig til Mocambo, fær borð út af fyrir okkur hjá Ciro. Ég vissi, að hún var að brugga eitt hvað. Fann það alveg á mér. En án þín væri é g ómöguleg- legur maður, Anny^ úttaugaður og innantómur. Og svo, Anny.. og svo í gærkvöldi.... Ég horfði á hann æðisgengn- um augum og var næstum bú- inn að aka utan í olíubíl. — Já, sagði mamma hressi- lega. — Hváð í gærkvöldi? Ronnie andvarpaði með graf- arraust. — Ciro enn. Eartha Kitt. Andstyggilegt einkaborð úti í horni. Sylvia ... eintómar berar axlir.. hún er að megra sig einu sinni enn ... og rauð- gular hárlufsurnar út um allt. Og svo allt í einu, í miðju núm- erinu hjá Earthu Kitt, þá hall- aði hún sér yfir borðið, kreisti höndina á mér og sagði: — Er þetta ekki yndislegt, Ronnie. Svo indælt og rólegt. Við erum saman, er það ekki? Hvað við- gátum verið miklir bjánar að týna hvort öðru, vorum við ekki voða bjánar? 'Og svo, þeg- ar mér fannst hver taug í mér vera að hrökkva, sagði hún: — Já, vel á minnzt. Ég var hjá honum Paul Denker í dag. Hann er ekki umboðsmaður minn, eins og þú veizt, en bara einkalögfræðingur, en mér fannst ég ætti að sýna honum Ninon-samningana mína. Elsk- an, honum finnst þeir bara ynd- islegir! En þegar ég sagði hon- um, hvað við eigum vel saman . .. svona listrænt séð, ég á við þá fannst honum það gæti orð- ið indælt að gera annan samn- ing ... heildarsamning, segjum um tvær myndir á fimm árum, og með ofurlítið hærra kaupi og kannski ofurlitlum prósent- um....... 7Hann þagnaði og andvarpaði aftur. — Ég þurfti ekki meira. Þetta var einmitt tilvalið til að vekja mig af þessu sinnuleysi — Ég ætlaði bara að leyfa mömmu að njóta útsýnisins frá svölunum. mínu. Ef út í það var farið, var hitt fyrirtækið mitt komið í kring fyrir tveim dögum, og klappað og klárt. Hún gat smurt því yfir öli blöðin, án þess að það gerði mér neitt til framar. Allt í einu varð mér ljóst, að ég var laus við hana, og var búinn að vera í tvo sól- arhringa. Þetta var dýrlegasta stund lífs míns. Ég hallaði mér yfir borðið — og það vildi svo til, að Eartha Kitt hafði sem allra hæst á þessari stundu — og ég öskraði: — Gott og vel, leiktu bara þá Eilíf-kvenlegu! Settu Ninon-samninginn í vask inn, svo að um það leyti, sem þú hefur lokið við hana, verð- urðu orðin fræg að endemum í fjórum heimsálfum! En ég ætla bara að láta þig vita, að það verður ekki úr neinum fimm- árasamningi, og engin kaup- hækkun, og þá ekki prósent- ur! Ég skal sjá um það, þó að það kosti minn síðasta blóð- dropa, að þú fáir aldrei neitt að gera framar, aldrei neins- staðar, nema þá kannski í skíta götunum í Birmingham, þar sem þú átt heima og hvergi annarsstaðar! Hann snarsneri sér að mömmu. — Þá hefirðu átt að sjá hana. Allur óþverrinn, sem fyrirfannst í henni, kom nú fram í dagsljósið. Allt í einu var hún orðin að Medúsu og hún hvæsti framan í mig? „Og hvað um fjárfestinguna þína, elskan?“ Og ég hvæsti á móti. „Þú ert einum ofsein, kelli mín. Hún er komin í kring og í lagi. Og þá hvæsti hún aftur: „Og hvað um þína blessuðu Anny Rood?“ Og ég öskraði á móti: „Hvað geturðu gert henni, þegar Normumálinu er að fullu lokið fyrir þrem vikum? É gef frat í það allt saman!“ Og svo ...og svo ... Enn einu sinni, svelgdist Ronnie á þessu „og svo“ — Og svo. Ó, Anny, hún hélt bara áfram með blíðubrosið sitt og hristi rauðgulu hárfrunsurn- ar og sagði: „Ég held, að við séum eitthvað að vaða reyk. Það verður fimmára samningur, og svo verður annað, og dá- lítið huggulegra, þegar til lengd ar lætur, og ábatasamara. Elsku Ronnie, það verður fín- asta Hollywoodbrúðkaupið síð- an Vilma Banky og Rod La Roque. Ronald Light og Sylvia La Mann.“ Og þegar ég sat þarna, eins og steingerður, rót- aði hún í þessu andstyggðar veski sínu og dró upp .... dró . . Ronnie stakk hendinni í vas- ann eins og hann væri með krampa, og dró upp samanbrot- ið pappírsblað. Hann fletti því í sundur. Það var ljósmynd af bréfi. Sem snöggvast horfði hann á hana með örvæntingar- svip. — Nú veit maður, hvemig hún komst að þessari fjárfest- ingu. Nú vitum við ... — En hvað er þetta? Ég áetla varla að koma upp orð- unum, en þau voru eins og tog- uð upp úr mér. — Þetta, þegar hún var að sækja megrunarbókina sína, var ekkert annað en átylla til að fara'upp og snuðra þar. Hún rótaði og rótaði og fann þetta loks í skúffu í náttborðinu. Það var ekki svo vel, að ég fyndi það, og lögreglan heldur ekki. Sú sem þurfti að finna það, var þessi andstyggilega .... — Fann? Hvað í ósköpunum fann hún? Ronnie lagði höndina á hné mömmu. — Anny, hún Norma gat ekki náð í hana Lettie Ler- oy í símanum, svo að hún fór að skrifa henni bréf í staðinn. Þegar þú komst þangað, hlýtur hún að hafa heyrt til þín og smeygt því niður í skúffuna. Lestu það! Það er ljósmynd af bréfinu. Sylvia hefur frumritið í innsigluðu umslagi í peninga- skápnum hjá honum Paul Denk er. Hann rétti blaðið að mömmu, og hún ællaði alveg að gera mig vitlausan, svo lengi var hún að leita í veskinu sínu og finna gleraugun sín. — Lestu það hátt, mamma. Lestu það hátt! Mamma setti upp gleraugun og las: Lettie mín góða: — Þú átt sjálfsagt bágt með að trúa því, þar sem þú hefur allt- af af hjartagæzku þinni villzt á þessum andstyggðar manni mínum og þessari gömlu ,sviss- nesku leikkonu, sem kallar sig Anny Rood. En þú verður að trúa þessu eins og það stæði í biblíunni og gera þér ljóst, að það er skylda þín að opinbera heiminum hið rétta innræti þessara ósegjanlegu skrímsla. Hvað manninn minn snertir, þá hefur hann ekki einasta verið að pretta ríkissjóðinn árum saman, og þar gæti ég upplýst öll smáatriði, heldur er hann núna að koma í kring glæp- samlegri sameiningu Kvik- mynda- og Sjónvarpssambands- ins, sem hann ætlar að græða milljónir á, og ekki þarf að taka það fram, að þær milljón- ir verða ekki taldar fram til skatts. Hvað Anny Rood snert- ir, þá er ekki einasta, að hún hefur verið að stela frá mér Ninon-hlutverkinu og eigin- manni mínum, heldur veit ég líka ýmislegt um hana — frá Parísarárunum — sem gæti fengið blóðið til að storkna í æðum þínum. Og það sem meira er: hún veit, að ég veit þetta og hún veit, að ég hef hótað að segja þér frá því. Ó, Lettie, hún er í húsinu hérna á þessari stundu, og þau hafa slitið símann. Ég er dauðskelfd. Á hverri stundu get ég búizt við að heyra hælasmellina í henni hérna á ganginum, og nú aetla ég að .... Mamma þagnaði £ lestrinum. Hún tók ofan gleraugun, hægt og hægt og sat þegjandi. Loksins sagði hún: Þetta er allt og sumt. — Já, svaraði Ronnie, — lengra hefur hún ekki verið komin þegar hún heyrði fóta- takið þitt. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.