Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 1
32 síður imiM 52. árgangur. 230. tbl. — Laugardagur 9. október 1965 Frentsmiðja Morgunblaðsins. „Merkasti kortafundur aldarinnar" sannar Vínlandsfund Leifs heppna • Komið er í leitirnar landabréf eitt, dregið brúnu bleki á fornlegt og ormétið bókfell, sem færir á það sönnur, að Vínlandsfundur Leifs heppna var ekki einungis kunnur hér norður á hjara veraldar, heldur höfðu fræðimenn suður í álfu einnig haft af honum spurnir fyrir daga Kólumbusar. )< • Morgunblaðið hefur frétt, að í London sé í að koma út bók, þar sem birt er landabréf þetta og sagt frá rannsóknum fræðimanna á því. Fréttamað- ur Mbl. í London, Jóhann Sigurðsson, kannaði mál þetta í gær, og fékk þær upplýsingar, að bókin kæmi út á vegum Yale University Press nk. mánudag, sam- tímis í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Kæmi þar m.a. fram, að átta ár eru liðin síðan landabréfið fannst, en endanlegar niðurstöður rannsóknanna hafa ekki verið birtar fyrr en nú. ^ • Jóhann fékk þær upplýsingar hjá Lundúna- skrifstofu Yale University Press, að forstöðumaður hennar væri nú kominn til Noregs, ásamt þeim fræði mönnum, sem mest hafa unnið að rannsóknum á korti þessu, og væru þeir að skýra Norðmönnum frá gangi málsins, sem vakið hefur óskipta athygli. Stað hæfa vísindamenn, að þetta sé merkasti landabréfa- fundur aldarinnar til þessa. FLÓKIÐ VÍSINDASTARF Kort þetta mun hafa verið teiknað laust fyrir miðja 15. öld — eða nálega hálfri öld áður en Kólumbus ,,fann“ Ameríku — og er talið, að það hafi verið gert í svissnesku klaustri. Frá sjónarhóli sagn- fræðinga skiptir það þó meg- inmáli, að kortið er teiknað eftir heimildum, sem taldar eru frá 13. öld eða jafnvel ennþá eldri. Telja þeir kortið sanna, að norrænir menn hafi Framihaild á bls. 2. Þríburar í Færeyjum Þórshöfn, Færeyjum 8. okt. Einkaskeyti til Mbl. 25 ÁRA gömul kona á Sandey, frú Juditih Nolsoe, eignaðist í dag þríibura, 2 drengi og eina stúlku. Liður börnum og móð- ur vel. Langt hefur liðið milli þríburafæðinga í Færeyjum, og síðast 'bar það við 1772, að þríburar komust á legg. Handhafar forsetavalds, biskupinn yfir Islandi, ráðherrar, þingforsetar og þingmenn ganga til þinghúss að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Virðuleg setning Alþingis 86. löggjafarþing tekið til starfa ALÞINGI ÍSLENDINGA, 86. löggjafarþing, var sett með viðhöfn í gær, að lokinni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Prestur var séra Arngrímur Jónsson. Að lokinni guðsþjónustu var gengið úr kirkju til þing- húss, handhafar forsetavalds fyrstir ,þá ráðherrar, þingfor- setar og þingmenn og loks ýmsir gestir, sendimenn erlendra ríkja. embættismenn o. fl. í fjarveru forseta íslands, las forseti Hæstaréttar, Þórð- ur Eyjólfsson, bréf handhafa forsetavalds um samkomudag Alþingis og lýsti því síðan yfir, að Alþingi væri sett. Þing- menn hylltu ættjörð og forseta með ferföldu húrrahrópi. Að því loknu bað forseti Hæstaréttar, aldursforseta Sameinaðs Alþingis, að taka við stjórn þingfundar, þar til kjörinn hefði verið forseti Sameinaðs Alþingis. Aldursforseti er nú Hall- dór Asgrimsson, 2. þingmaður Austurlandskjördæmis. Hann er 69 ára að aldri. Nú taka sæti á Alþingi, Friðjón Skarphéðinsson, sem tekur sæti Guðmundar í. Guðmundssonar og Sveinn Guð- mundsson, er tekur sæti Gunnars Thoroddsens. FraimhaiLd á bds. 2. Aðgerðin á Johnson gekk að óskum Hann mtin sennilega kominn á ný til starfa innan tveggja vikna Bethesda, Maryland, 8. okt. — AP-NTB. UPPSKURÐURINN, sem gerður var á Lyndon B. John- son, Bandaríkjaforseta, í dag, tókst vel. Forsetinn liggur í sjúkrahúsi í Bethesda, Mary- land, skammt frá Washington. Aðgerðinni lauk skömmu eftir kl. 13 í dag, eftir íslenzk- um tíma, en hafði þá staðið í rúmar tvær klukkustundir. Forsetinn var skorinn upp við sjúkleik í gallblöðru, sem var fjarlægð. Blaðafulltrúi forsetans, Bill Moyers, skýrði fréttamönnum frá því, skömmu eftir uppskurðinn, að forsetanum liði vel. Hefðu beztu skurðíæknar Bandaríkj- anna annazt aðgerðina, sem hefði gengið að óskum í einu og öllu. . Forsetafrúin, Lady Bird John- son, og dóttir, Luci, dvöldust í sjúkrahúsinu. Var þeim, og Humphrey, varaforseta, skýrt frá því, strax að aðgerðinni lok- Fr'amhald á bls. 3 í stuttu máli Farís, 8. október. — NTB| Parísarblöðin „Paris Jour* Íog „Figaro“ skýra frá því í dag, að De Gaulle, Frakk-^ landsforseti, h'afi ákveðið að gefa kost á sér í forsetakosn ingum þeim, er fram fara í Frakklandi 5. desember n.k. Segir annað blaðið, að De Gaulle muni hafa tilkynnt Pompidou, forsætisráðherra ákvörðun sína fyrir tveimur dögum. Segir ennfremur, að opinberrar tilkynningar for- setans sé að vænta eftir viku, nánar tiltekið 15. þ.m. London, 8. okt. — AP. Slitnað hefur upp úr samn ingaviðræðum þeirra Smith, forsætisráðherra Rhódesíu, og Wilson, forsætisráðherra Bretlands. í tilkynningu brezku stjórn arinnar, sem gefin var út í dag, segir, að enginn árang- ur hafi órðið af viðræðunum. Sé þeim nú hætt, og verði ekki aftur upp teknar. 3rezka stjórnin lítur mjög alvarlegum augum á þá húg mynd Smith að lýsa yfir sjálfstæði Rhódesíu, einhliða. Mun það vera talið stappa nærri uppreisn innan sam- veldisins brezka. Það eru talsmenn hvítra manna í Rhódesíu, sem eru 200.000 talsins, sem vilja lýsa yfir sjálfstæði. 4 niilljónir þel- dökkra manna eru í landinu, og mun málið ekki koma til kasta þeirra. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.