Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 25
MORGUNSLAÐIÐ
f! Laugar’dagur 9. oldfiber 1965
*
— Aldrei gleymi ég jólunum
1943, sagði hermaðurinn, _— ég
þurfti að afhýða kartöflur allan
jóladaginn.
— Nú, hversvegna þá?
— Jú, það var þannig, að liðs-
foringinn spurði mig hvers ég
óskaði mér í jólagjöf og ég sagði
eins og var.
— Og hvað var það?
— Ég bað hann um nýjan liðs-
íoringja.
— Þetta er snilldarverk í öllum
einfaldleik sínum ... hann
kallar það Opus 9.
Piparmey, komin af bezta
skeiði, fékk heimsókn af frægum
manni, sem ætlaði að dvelja hjá
henni um stundarsakir. Pipar-
mærin vildi hafa meira við gest
sinn að sælda en hann kærði sig
um og dag nokkurn bað hún
(hann að ganga með sér út. Hann
nfsakaði sig þá með því að veðr-
ið væri svo vont. Skömmu seinna
6á hún hann læðast út og kallaði
hún þá til hans: — Jæja, svo
veðrið er farið að skána?
— Aðeins lítið, frú mín, svar-
eði gesturinn. — Nægilega mikið
fyrir einn, en ekki nógu mikið
fyrir tvo.
SARPIDONS SAGA STERKA Teiknari; ARTHÚR ÖLAFSSON
Ólst ég upp með móður minni,
þar til ég var tíu vetra. Fað-
ir minn átti einn vin í Frakk-
landi, er Vernir hét. Hann var
riddari að nafnbót. Honum
sendi hann mig til fósturs. Þar
vandist ég við stríðsaðferð. og
hernaðaræfingar, og þar var ég
skírður. Þegar ég var tuttugu
og tveggja ára gamall, gjörði
faðir minn boð eftir mér, og bjó
ég mig til ferða og tók mér far
með kaupmönnum, kvaddi svo
fóstra minn. Lögðum vér svo
frá landi. Fengum vér á leið-
inni storm mikinn, og hrakti
oss afvega, þar til oss mættu
víkingaskip. Þeir buðu oss að
verjast eða gefast upp. Kaup-
menn vildu gefast víkingum á
vald, en ég eggjaði þá að verj-
ast, og það varð, að vér gripum
til vopna og vörðumst lengi, en
um síðir féllu allir mínir menn.
Stóð ég þá uppi og varðist enn
um nokkra stund. Sótti þá
Hjörviður sjálfur aftur á skip-
ið og óð að mér með reiddu
sverði. Ég hljóp þá undir högg-
ið og hóf hann á loft og kastaði
honum niður á þiljarnar, svo
hann lá í óviti. Menn hans
hlupu þá ofan á mig, en ég rot-
aði fjóra með hnefunum. Var
ég þá orðinn magnþrota af
mæði og gat ekki lengur var-
izt. Var ég þá bundinn sterk-
lega. Hjörviður raknaði þá úr
rotinu og bauð að drepa mig
án dvalar. Menn hans sögðu
mikinn skaða að drepa svona
hraustan mann og þeim mundi
stór styrkur að mér verða ef ég
vildi þeim fylgi veita.
JAMES BOND —>f—
—>f —>f- Eftir IAN FLEMING
- —.acnieir,ui,^ii,i,Uau. pao er lueypt tvisvar snnium al nijó9-
Um leið opnast aðrar dyr í húsinu, og deyfðri skammbyssu.
Paderewski, píanóleikarinn
frægi, kom eitt sinn til smábæjar
eins í New York fylki. Hann gekk
um göturnar og fyrir framan hús
eitt nam hann staðar, því þar
heyrði hann leikið í píanó inni í
húsinu. Hann fór að dyrunum og
las á nafnspjaldið: „Fröken
Smith, píanókennsla, 25 sent á
klukkutímann". Hann hlustaði á
einhvern leika Næturljóð eftir
Chopin svo hræðilega illa, að
Ihonum ofbauð og barði því að
dyrum hjá fröken Smith. Hún
kom sjálf til dyra og þekkti strax
listamanninn og bauð honum
himinlifandi inn. Hún viður-
kenndi fyrir honum að það hefði
verið hún sjálf sem lék og Pad-
erewski lék því lagið fyrir hana
og kenndi henni síðan hvernig
ætti að leika það. Nokkrum mán-
uðum siðar átti hann leið þarna
um aftur og gekk þá framhjá
húsi fröken Smith. Þá veitti
hann því athygli að búið vár að
setja upp mikið spjald fyrir utan
húsið sem á stóð:
„Fröken Smith, nemandi Pad-
erewski, kennsla í píanóleik — 1
dollar fyrir klukkutímann.
Tveir þingmenn í Washington
urðu ósammála og töluðust ekki
við lengi vel. Svo var það að
þeir mættust úti á götu, sem var
*neð mjög mjórri gangstétt. For-
seðið á götunni var geysilegt og
það var ekki viðlit að mætast
uema annað hvor færi út á göt-
una, í alla forina. Sá sem kom
hægra megin sagði um leið og
hann kom upp að óvini sínum:
'— Aldrei vík ég fyrir ösnum.
— En það geri ég, svaraði hinn
um leið og hann steig í alla
forina .
Málarinn Whistler var eitt sinn
i kvöldverðarboði, ásamt manni,
eem honum þótti afskaplega leið-
inlegur. Maðúrinn sagði: —
Whistler, ég gekk fram hjá húsi
yðar í gærkvöldi.
— Þakka yður kærlega fyrir,
•varaði þá Whisller.
J 'Ú M B Ö —Kt— —K— —-~K— —K— Teiknari: J. M O R A
Það voru svo margir fangar í lögreglu-
bifreiðinni, að feiti yfirlögregluþjónninn
varð að þrengja sér í bíl félaganna þriggja,
sem síðan skrölti af stað eftir rykugum
veginum, sem lá yfir sandflákana miklu,
með prófessor Mökk við stýrið.
llm það bil einni stund siðar komu
þeir að lögreglustöðinni, þar sem lög-
reglustjórinn sjálfur tók á móti þeim og
hann þrýsti hönd Júmbós um leið og hann
þakkaði honum fyrir hugrckki hans, úr-
ræðasemi og hjálpina.
Júmbó roðnaði yfir öllu þessu hóH og
ætlaði einmitt að fara að svara, þegar lof-
ræða lögreglustjórans var skyndilega
stöðvuð af lögreglumanni, sem sagðist
vera með áríðandi bréf til hans.
KVIKSJÁ
■—k— —K— —yK —
Fróðleiksmolar til gagns og gamans
UmsattVAií 1 ARÞUSUNIHR
Þegar Gallarnir réðust inn í
Italíu árið 390 f. Kr., hertóku
þeir einnig þáverandi Róm. Að-
eins borgarhlutinn Kapitolium,
sem lá á einni af sjö hæðum
borgarinnar, og var miðstöð
ríkisins, stjórnmála- og trúar-
lega, með musteri fyrir Júpiter,
Minervu og Juno, stóðst áhlaup
þcirra. Það var vegna þess, að
er Gallarnir gerðu næturárás á
borgina og reyndu að klifra upp
múrinn sem lá um borgarhlut-
ann, byrjuðu hinar heilögu gæs
ir gyðjunnar Juno að kvaka og
vöktu með því hermenn borg-
arhlutans, sem tókst svo að
verja borgina fyrir áhlaupum
Gallanna.
Þegar Marteinn biskup af
Tours (f 400) leitaði eitt sinn
skjóls í kornakri til þess að
forðast ofsóknarmenn kristinn-
ar trúar, kom flokkur gæsa upp
um hann með kvaki sínu. Það
er einmitt í liegningarskyni við
gæsina, að sá siður tíðkast víða
í Evrópu að borða gæsir á dán-
ardegi Marteins biskups. Wisky
fyrirtæki eitt notfænr sér enn
þann dag í dag árvekni gæs-
anna, og hefur komið flokkl
gæsa fyrir í kjallara þeim, þar
sem wiskyið er látið lagrast,
þar sem kvakið í þeim mun þeg
ar koma upp um þann sem rcyn
ir að brjótast inn og stela sér
tunnu.