Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 21
r| Laugarðagtrr 9. október 1965 MORGUNBLAÐID 21 .v.\%-.v;-;vMv; *♦♦*♦♦ ♦♦.♦♦♦. *•*’•*• ♦;♦♦♦♦♦; y^v.v.v.v.ssvaa Þorsteinn Gíslason, skipstjórl á Jóni Kjartanssyni frá EskifirðL illlir liskimenn í skærgulum sfóklæðum? SAMTÖK skozkra togaraeigenda, Scottish Trawlers Federation, hafa ákveðið að snúa sér til allra fiskveiðiþjóða Vestur-Evrópu og fara fram á, að allir hásetar á fiskiskipum klæðist skærgulum sjóstökkum. Skotarnir halda því fram, að þetta geti ráðið úrslitum milli lífs og dauða, er fiskimenn tekur fyrir borð. Ætla Skotarnir að bera fram þessa tillögu á fisk- veiðiráðstefnu, sem haldin.verð- ur í Scheveningen í Hollandi. Talsmaður skozku togaraeig- endanna hefur sagt í þessu sam- bandi, að tilraunir hefðu sýnt, að hinn skærguli litur sjáist lang- bezt og geti komið í veg fyrir tafir og mistök. Verði unnt að fá aðrar fiskveiðiþjóðir til að sam- þykkja tillöguna muni hægt að krefjast þess af framleiðendum sjóklæða fyrir fiskimenn, að þeir noti eingöngu hinn skærgula lit. Hásetahlutur á Jóni Kjartanssyni á fjdröa hundraö þúsund krdnur i síldvelðum, um 41.600 mál og tunnur Með mesta afla, sem fengizt hefur á sumar- U M mánaðamótin september- október er talið að sumarsildveið um ljúki. Aflahæsta skipið þá að þessu sinni var Jón Kjartansson, sem einnig var aflahæstur á sumarsíldveiðum í fyrra. Skip- stjóri á Jóni Kjartansson er Þorsteinn Gíslason, sem hættur er veiðum og farinn að kenna í Stýrimannaskólanum. Morgunblaðið hefur rætt stutt lega við Þorstein um sumarsíld- veiðarnar og fórust honum svo orð: — Við á Jóni Kjartanssyni hóf um veiðar þann 24. maí sl. fyrir austan land, en það var viku fyrr en sl. sumar. í bæði skiptin vorum við fyrsta eða annað skip á miðin. — Síldin var þá þegar komin fyrir austan og í sumar var hún mest fyrir Austurlandi, á hafinu milli Islands og Jan Mayen og við Jan Mayen. — Um síðastliðin mánaðamót, þegar talið er að sumarsíldveið- um ljúki, var 'Jón Kjartansson búinn að fá um 41.600 mál og tunnur. Þar af hefur líklega rúm lega fjórðungur farið í salt. — Á sumarsíldveiðunum I fyrra fékk Jón Kjartansson 40. 300 mál og tunnur, þar af var um helmingur uppsaltaðar tunn- ur, en það er talsvert meira magn en ella. — Af heildarafla okkar í sum- ar fengum við rúman helming á síðustu fimm vikunum. Háseta- hlutur í sumar ■ varð á fjórða hundrað þúsund krónur hjá okk- ur. — Síldveiðarnar nú í sumar voru frábrugðnar því sem verið hefur að því leyti, að við þurft- um að sækja síldina lengra. Við á Jóni Kjartanssyni fórum t.d. bæði til veiðisvæðanna í Norð- ursjó og við Jan Mayen. — Síldarflutningaskipin komu að góðu haldi. Ég álít, að reynsl- an hafi sýnt í sumar, að unnt sé að fara á fjarlægari mið eftir -síldinni á okkar stóru og nýju veiðiskipum. Það verður vafa- laust gert í framtíðinni, ekki sízt vegna tilkomu síldarflutninga- skipanna. — Það rættist vel úr vertíð- inni í sumar eins og sést á því, að við fengum um helming afl- ans á nokkrum vikum. Þetta leit . ekki vel út á tímabilL — Þá ber þess að geta, að síld- arleitin stóð sig með prýði, en þó söknuðum við Ægis og Jakobs Jakobssonar um tíma. Var það illa farið. — Ég er nú hættur veiðum að sinni og mun kenna við Stýri- mannaskólann, a.m.k. fram eftir vetri. Ég hef kennt við skólann frá árinu 1960. Rússar tvöfalda saltfisks- sölu sína til Ítalíu CeSja á mun lægra verði en Islendingar, Fær- eyingar og Norðmenn RÚSSAR virðast ætla að gerast æ umsvifameiri í sölu sjávaraf- urða. Fyrir skömmu var skýrt frá því í Morgunblaðinu, að þeir væru farnir að keppa við íslend- inga i sölu saltsíldar og frystrar síldar. Nú hafa borizt fréttir um, að Rússar muni a.m.k. tvöfalda saltfiskssölu sína til Ítalíu á þessu ári. Rússar hafa selt um 500 tonn af saltfiski árlega til Ítalíu, en þeir hafa nú samið við ítalska Formaður og vara- formaður endurkosnir Á FUNDI útgerðarráðs Bæjarút- gerðar Reykjavíkur, sem haldinn var um miðjan sl. mánuð, var Sveinn Benediktsson endurkos- inn formaður ráðsins og Ingvar Vilhjálmsson varaformaður. í útgerðarráði eiga nú sæti til eins árs: Sveinn Benediktsson, Ingvar Vilhjálmsson, Einar Thor oddsen, Björgvin Guðmundsson og Guðmundur Vigfússon. Varamenn í ráðinu eru: Pétur Sigurðsson, Friðleifur Friðleifs- son, Einar Guðmúndsson, Ásgrím ur Björnsson og Guðmundur J. Guðmundsson. kaupendur um að tvöfalda a.m.k. þetta magn nú í ár. Eitt þús- und tonn er óverulegt magn á hinum ítalska markaði, en haldi Rússar áfram að auka saltfisk- sölu sína þangað getur það haft áhrif til lækkunar á verðinu. Rússar hafa einnig séð sér hag í því, að senda saltfiskinn frá Múrmansk með skipi til Esbjerg í Danmörku, en þaðan er hann svo fluttur með lest til Ítalíu Fiskinn veiðá Rússar aðallega við Bjarnarey og í Barentshafi og segja Esbjergbúar, að gæði rúss- neska saltfisksins séu lélegri en hins íslenzka og færeyska, fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að Rússar noti námusalt, en íslend- ingar og Færeyingar sjávarsalt frá Spáni. Morgunblaðið sneri sér til Helga Þórarinssonar, fram- kvæmdastjóra Sölusambands ísl. fiskframléiðenda, og spurðist fyr ir um þessa auknu saltfiskssölu Rússa til Ítalíu. Helgi sagði, að það væri rétt að Rússar myndu selja a.m.k. eitt þúsund tonn til Ítalíu í ár. Hefðu þeir þegar sent þangað um 450 tonn í gegn um Esbjerg. Sagði framkvæmdastjóri SÍF, að Rússar seldu saltfiskinn á verulega lægra verði en t.d. íslendingar, Færeyingar og Norðmenn. Hins vegar væri magnið svo lítið ennþá, að það hefði lítil sem engin áhrif á mark aðsverðið á Ítalíu. Helgi dró í efa, að gæði "rúss- neska saltsfisksins væru miklu lakari en hins íslenzka. Kvaðst hann hafa t.d. séð saltfiskinn, sem Rússar selji til Grikklands, og væri gæði hans svipuð og okkar saltfisks. Helgi sagði, að fslendingar þyrftu ekki að sinni að hafa of miklar áhyggjur vegna Rússa hvað saltfiskssölu snerti,^ þrátt fyrir hið lága verð, því íslend- ingar gætu hvergi nærri annað eftirspurn eftir saltfiski og væri framleiðslan flutt jafnóðum út. AKRANESI, 8. okt. — Fjórir línubátar reru í gær. Sigldu út í þrjá tíma og fiskuðu eitt til þrjú tonn á bát. Þeir sigla annars í fjóra til fimm tíma út á miðin. Hér er landlega í dag, fjögur vindstig á suðaustan. Rétt fyrir hádegi í dag sigldi hafnarferjan með 334 tonn af sementi til Reykjavíkur. Þetta gerir ferjan raunar dags daglega. í gær lest- aði hollenska leiguskipið, Urker- singel, við sementsbryggjuna 650 tonn af sementi og flytur á norð- urlandshafnir, Sauðárkrók, Ak- ureyri og Húsavík. Það sigldi af stað í nótt. — Oddur. Hann sagði, að aðeins einn ís- lenzkur togari hefði landað salt- fiski í Esbjerg nú í ár. Karlsefni hefði farið þangað sl. vor með 230—240 tonn og hefði saltfisk- urinn svo verið fluttur til ítaUu. Hér áður fyrr sigldu íslenzk- ir togarar tíðum til Esbjerg með saltfisk. Mest var þó um það ár- ið 1952, þegar löndunarbann Breta stóð yfir. Þá fluttu íslend- ingar 50 togarafarma til Esbjerg. Síldarleit við Snæfellsnes AÐALFUNDUR Bátatryggingar Breiðafjarðar var haldinn í Stykkishólmi sl. miðvikudags- kvöld. Mættir voru útgerðar- menn úr öllum sjávarþorpum á Snæfellsnesi og ræddu þeir ýmis áhugamál sín. Samþykkt var á- skorun til sjávarútvegsmálaráð- herra um að hann hlutist til um að næstu daga verði með tveim- ur skipum hafin síldarleit við Snæfellsnes og fyrir Suðvestur- landi. Stjórn Bátatryggingarinnar skipa nú: Sigurður Ágústsson, alþingismaður, Stykkishólmi; Víg lundur Jónsson, útgerðarmaður, Ólafsvík, og Lárus Guðmundsson, skipstjóri, Stykkishólmi. Saltað í fyrstu tunnurnar af Faxaf lóasíld UNDIRBÚNINGUR er hafinn í nokkrum verstöðvum sunnan og suðvestan lands undir sölt- un Faxaflóasíldar. Hefur ver- ið saltað í nokkrar tunnur í Vestmannaeyjum, Þorláks- höfn og Keflavík. Síldarútvegsnefnd hefur gefið leyfi til áð saltað verði í 15 þúsund tunnur af Faxaflóa- síld, án þess að samningar um sölu hennar hafi verið gerðir. Ýmsir síldarsaltendur bíða þó átekta, þar til sölumálin skýrast. Hin svokallaða Faxaflóasíld er veidd á svæðinu frá Vest- mannaeyjum og vestur fyrir Snæfellsnes. Þá hefur síldarfrysting haf- izt á nokkrum stöðum m.a. í Reykjavik og Grindavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.