Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.10.1965, Blaðsíða 32
| AUGLÝSINGA&TEIKNISTOFUR • Grimsby heimsöknin mjög vel heppnuð lílijbbfundur Helmdallar I dag Einkaskeyti til Mbl. (AP) Grimsby, 8. október. BORGARSTJÓRINN í Reykja- vík Geir Hallgríms.son, ’sagði í dag, að hann teldi heimsókn sína til hinnar brezku hafnar- borgar, mjög vel heppnaða, en hann er fyrirmaður íslenzkrar sendinefndar sem hér er í boði Denys Petchel, borgarstjóra Grimsby. Geir Hallgrímsson sagði, að borgarstjprnin, útgerðarmenn og allur almenningur hefði gert allt sem unnt væri til að gera heimsóknina ánaegjulega og vel héppnaða. Hann sagði ennfrem ur, að hann hefði boðið sendi- nefnd frá Grimsby í heimsókn til Reykjavíkur í aprílmánuði næstkomandi. Frá setningu Alþingis í gær. Þóröur Eyjólfsson, forseti Hæstaréttar, lýsir því yfir, að Alþingi ís- lendinga sé sett. Í DAG verður fyrsti klúbbfúndur Heimdallar á þessu hauslfc í>ar mun forsætisráðherra TBjarni Benediktsson ræða um stjórn- máiaviðhorfið. Fundur þessi verð ur í Tjarnarbúð og hefst kl. 12.30, stundvíslega. Er athygli vakinn á breyttum 'fundarstáð frá því sem verið hefúr. Heim- dallarfélagar eru hvattir til þess að fjölmenna á fund þennan. Petchel borgarstjóri sagði í dag, að hann væri þess full- viss að heimsókn hinna íslenzku gesta hafi treyst hin vinsamlegu bönd, sem þegar væru milli borganna tveggja. í dag sátu hinir íslenzku gest ir m.a. hádegisverðarboð hafnar stjórans í Grimsby. Valdastöðum, 8. október. ÞEGAR smalað var til skil- réttar fyrir viku fannst nýborin ær með tveim sprellfjörugum lömbum í heimahögum. Eigandi hennar er Grímur Gestsson á Grímsstö'ðum í Kjós. í fyrra bar ær þessi á ldkum tíma og nú, eða um skilarétt, og átti þó eitt lamb. — St.G. Eldstólpi stóð upp af sængur- fötunum og sleikti loftið IVIiklð tjón i eldsvoða að bæn um Gilsbakka í Arnarneshreppi — Viðtal við bóndann þar Akureyri, 8. október. ELDUR kom upp í íbúðarhús- inu að Gilsbakka í Arnarnes- hreppi um kl. 10 á miðviku- dagskvöld og brann alit sem brunnið gat. þar á meðal allt innbú heimilisfólksins, en þar búa hjónin Ingibjörg Jó- hannsdóttir og Ólafur Bald- vinsson og fjögur börn þeirra. Þrjú börn þeirra voru heima, þegar eldsvoðann bar að höndum og bjargaðist yngsta barnið naumlega. Allt var óvátryggt nema húsið sjálft, steinhús með timbur- þaki, sem var í lágri skyldu- tryggingu. Þarna brunnu líka nærri þrjátíu þúsund krónur í banka seðlum, en ólafur hafði ný- lega fengið útfborgaðan hluta af sumarkaupi sínu í síldar- verksmiðju á Hjalteyri. Fréttamaður Mbl. hitti Ól- af bónda Baldvinsson á hlað- inu á Gilsbakka í dag. Hann var þá staddur einn heima við, kona hans hafði farið með börnin til Akureyrar til að kaupa einhverjar spjarir utan á þau. — Börnin voru ein inni iþegar eldurinn kom upp, sagði Ólafur. Telpurnar, Helga 13 ára, og Lára, 9 ára, voru að lesa í skólabókunum sínum í litlu herbergi inn af svefnherberginu, en Jóhann Garðar bróðir þeirra, 2ja ára, var einn inni í svefnherberg- inu, þegar þær heyrðu eitt- hvert snark þar inni. — Þær þutu inn og sáu eldstólpann upp af sængur- fötunum sleikja loftið, sem strax var farið að brenna. Þær gripu bróður sinn og skólatöskurnar sinar og hlupu út til að kalla á mömmu sína, sem var að gera slátur í litlu húsi á bak við bæinn, en mættu henni í bæjardyrun- um. — Inigibjörg þreif drenginn, en bað telpurnar að reyna að hringja niður að Sjávar- bakka, næsta bæ. Það tókst, þó að illverandi væri inni fyrir reyk, en rétt í því fór símasambandið og allt raf- magn, bæði af Gilsbalkka og af næstu bæjum. — Saumavél gátu þær grip- ið með sér út og ég held eina sæng. — Bóndinn á Sjávarbakka, Gústav Behrend, danskur maður, gerði slökkviliðinu á Hjalteyri viðvart, svo og mér, sem var í vinnu þar i verk- smiðjunni og kom hann svo hlaupandi uppeftir. En þá var allt orðið alelda og eng- um vörnum var við komið, enda var hvöss norðanátt. — Slöklkviliðið gat heldur ekkert gert. Allt branh, sem brunnið gat húsgögn, fatnað- ur, búsáhöld, matur, þar á meðal 30 pokar af kartöflum, bókstaflega allt, líka sumar- hýran mín, nærri 30 þúsund krónur í seðlum, sem geymd var í peningakassa. — Það á að reyna að senda kassan óhreyfðan suður í Seðlabankann. Það er rétt hugsanlegt, að þeir geti lesið úr einhverju af númerunum. — Þetta hefur verið heldur öinurleg aðkoma fyrir þig? — ójá, ekki neita ég þvi. Þó að manni finnist ekki mikl ar eignir geta komizt fyrir í svona litlu húsi og ekki taka því að vátryiggja þær finnst vel hvers virði þær voru þeg- ar alif er orðið að ösku á ein- um hálftíma. — Ég hef verið að smá- rækta hér upp í kring og smáauka bústofninn og ætlaði mér að lifa eingöngu á bú- skap, þegar fram í sækti, en nú veit ég ekki hvað við tek- ur. Maður er nú farinn að lýjast. Húsið er gjörónýtt, þó að það hangi uppi. — Við hjónin erum bara þakklát fyrir, að systurnar skyldu ekki vera sofnaðar. Þá er ég hræddur um, að hvorki þær né Jóhann litli hefðu komizt lifandi út. — Hvað tókur svo við hjá ykkur? — Við höfum verið á Sjáv- arbakka síðan brann, en ég er búinn að fá inni á Hjalteyri í vetur og við flytjum þangað bráðlega. Ég verð svo að fara á milli og sinna skepnunum. — Sv.P. Rannsókn lokið vegna slyssins RANNSÓKN er lokið vegna í Ghevrolet-bílnum. Morgun- slyssins á Langholtsvegi sl. blaðið hefur fengið nöfn laugardag. Sakadómur Reykja þeirra eftir öðrum leiðum og víkur hefur sent málið til þykir rétt að draga ekki leng- saksóknara rikisins til ákvörð- ur birtingu þeirra. unar um málshöfðun. Bræðurnir eru Ingimundur, Sakadómur hefur ekki vilj- Óskar og Þorsteinn Snorri að gefa upp til birtingar nöfn Axelssynir. bræðranna þriggja, sem voru Nær 80 verkfræðingar búsettir erlendis VERFRÆÐINGAFÉLAG íslands hefur látið kanna hve margir ás- lenzkir verkfræðingar séu búsett ir erlendis og reyndust þeir í nóvember 1964 vera 79 talsins. Skráin var tekin saman sam- kvæmt upplýsingum frá verk- fræðistúdentum frá öllum ár- göngum menntaskólanna og á því að vera áreiðanleg, þótt reikna megi með því, að einhverj ir fáir hafi ekki komið í leitirnar vegna gleymsku, segir í nýút- komnu hefti af Tímariti V F í. Þar er einnig frá því skýrt að félagsmenn Verkfræðingafélags íslands séu 342 talsins, en þar af séu 42 erlendis. Verkfræðingarn- ir skiptast þannig eftir greinum: byggingarverkfræðingar 134 tals ins, efnaverk- og efnafræðingar 55, rafmagnsverkfræðingar 62, skipa- og vélaverkfræðingar 60, ýmsir verkfræðingar 31. 7-8 bílar óku á akreinaskilti FYRIR nokkru var Hafnarfjarð arveginum skipt í tvær akrein- Sendir 2 fulltrúa á fund í Róm ÆSKULÝÐSSAMBAND Evrópu CiENYC efnir dagana 10.—16. október til rá'ðstefnu í Róm um „Einingu Evrópu". Æskuiýðs- samband fslands, sem er aðili að OENYC hefur ákveðið, að senda tvo fulltrúa á ráðstefnu þessa, þá Árna Gretar Finnsson, for- mann Sambands ungra Sjálf- stæ’ðismanna og bæjanfulltrúa Hafnarfjarðar, og Unnar Stefáns son, varalþingmann Alþýðuflokks ins og fulltrúa Samibands ísL sveitarfiélaga. Nánar verður skýrt frá ráð- stefnu þessari í næsta frétta- bréfi Æskulýðssamibands ís- lands. ar yfir Arnarneshálsinn og Hraunholtshæð og voru sett upp á báðum stöðunum akreina skilti á gulmáluðum steinstöpl- um. Skiltið Hafnarfjarðarmegin & HraunSholtshæðinni var ekið niður þegar fyrsta daginn og einum fimm sinnum síðar. f ■ gærlcvöldi gerðist það svo, að einir 7—8 bílar óku á skiltið og skemmdust allir meira eða minna. Bílarnir voru á leið til Reykja víkur og er ekki ólíklegt, að ökumennirnir hafi blindazt aj ljósum bíla, sem komu upp hæð ina. Einnig virðast ökumenn hneigjast að því, að aika etftir út- línum gamla vegarins þarna á hæðinni í stað þess að fara út á nýja akrein, sem malbikuð var yfir hæðina sjávarmegin. Skiltin yfir Arnameshálsinn hafa til þessa ekki orðið íyrir ákeyrslum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.